160 likes | 357 Views
Lifandi bókasafn -Dæmið ekki bókina af útlitinu!-. Norræna húsið 2008 Pia Viinikka Bókasafns- og upplýsingafræðingur. Lifandi bókasafn. Reglur: Lesandinn verður að skila bókinni í sama andlega og líkamlega ástandi og hún var þegar hún var fengin að láni. Lifandi bókasafn. Reglur:
E N D
Lifandi bókasafn-Dæmið ekki bókina af útlitinu!- Norræna húsið 2008 Pia Viinikka Bókasafns- og upplýsingafræðingur
Lifandi bókasafn Reglur: Lesandinn verður að skila bókinni í sama andlega og líkamlega ástandi og hún var þegar hún var fengin að láni.
Lifandi bókasafn Reglur: • Það er ekki leyfilegt að skemma bækurnar, rífa úr þeim síður eða krumpa þær, missa niður á þær mat eða drykk eða særa stolt þeirra á nokkurn annan hátt.
Norræn hugmynd • Danmörk: Árið 2000 Hróarskelduhátiðinni • Október 2005: Fyrirlestur Ronni Abergel • Lifandi bókasafn í Smáralind • 21. febrúar 2006: Lifandi bókasafn í Húsaskóla – Fyrsta skipti í grunnskóla á Íslandi
Lifandi bókasafn í Húsaskóla • Samstarfsverkefni: Pia, Karítas, Gauti og Alexander • Markhópur: nemendur í 9. bekk • Þema: fordómar • Tengja lífsleiknikennsluna
Markmið • Veita nemendum aðgang að “lifandi” upplýsingum sem annars væri aðeins hægt að fræðast um úr bókum og skapa þannig nýstárlega kennsluhætti og námsmat. • Dýpka þekkingu á ólíku fólki og mismunandi aðstæðum og lífi þeirra.
Markmið • Eyða fáfræði og koma í veg fyrir fordóma og ofbeldi og stuðla að mannréttindafræðslu. • Nemendur læri að hlusta á aðra og sýni virðingu fyrir öllu fólki. • Auka umburðarlyndi og víðsýni.
8 bækur • Einstaklingur sem hefur lent í einelti • Múslimi • Svartur maður • Feministi • Óvirkur alkóhólisti • Kona með reynslu af þunglyndi • Hommi • Lesbía • (Aðstandi einstaklings með átröskun)
Undirbúningur • Kynnti verkefnið • Nemendum skipt í 4-5 manna hópa • Nemendur völdu sér 3 bækur • Spurningar búnar til
Framkvæmd • Lifandi bókasafn frá kl:13.00-15.00 • Nemendur náðu í bókina, fóru á rólegan stað, spurðu spurninga og spjölluðu við bókina. • Nemendur glósuðu svör og hugleiðingar. • Lásu 3 bækur.
Hvað fannst þér mikilvægasta reynslan við að lesa “lifandi bækur”? • Það var tilbreyting frá því að lesa venjulega bók. • Tala við fólk sem hefur í alvörunni lent í þessu, ekki lesa bók frá einhverjum sem veit ekki endilega hvernig þetta er. • Því það sem stendur ekki í bókunum er hægt að spyrja þær og þær svara. • Maður lærir ótrúlega mikið á því, mun meira en að lesa “dauðar bækur”.
Hvað fannst þér mikilvægasta reynslan við að lesa “lifandi bækur”? • Tilfinning, það er meiri tilfinning í gangi að heyra þetta beint og það eykur áhrifin. • Æfing í mannlegum samskiptum. • Að kynnast þessu fólki og horfa svona í augu við persónuna.
Lærðir þú eitthvað nýtt við lestur bóka sem þú fékkst lánaðar á lifandi bókasafni? • Já, að alkólistar vita ekki að þeir séu það. • Já, þunglyndið er öðruvísi en ég hélt. • Já, ég lærði að það er ekki alltaf erfitt að vera öðruvísi en aðrir, því allir er sérstakir. • Ég hugsa öðruvísi um þetta fólk. • Já, eins og að það er mjög erfitt fyrir samkynhneigða að koma út úr skápnum vegna fordóma.
Mat - nemenda • Mjög jákvætt. • Neikvætt: Þarf að undirbúa fleiri spurningar. Pínlegt þegar spurningarnar voru búnar.
Mat - bóka • Mjög jákvætt • Neikvætt: Þurfti fá meiri hvíld milli útlána. • Homminn og lesbían komu seint – missti af kynningarfund. Óánæga í sambandi við fjölmiðla.