1 / 12

Fræplöntur

Fræplöntur. Fræplöntur er æðplöntur sem bera fræ og hafa eiginlegar rætur, stöngul og blöð. Fræplöntur skiptast í berfrævinga þar sem fræ hafa ekki um sig varnarhjúp dulfrævinga þar sem fræin eru hluti af aldini Rótin hefur mörg hlutverk: skorða plöntuna niður í jarðveginn

chaeli
Download Presentation

Fræplöntur

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Fræplöntur • Fræplöntur er æðplöntur sem bera fræ og hafa eiginlegar rætur, stöngul og blöð. • Fræplöntur skiptast í • berfrævinga þar sem fræ hafa ekki um sig varnarhjúp • dulfrævinga þar sem fræin eru hluti af aldini • Rótin hefur mörg hlutverk: • skorða plöntuna niður í jarðveginn • taka upp vatn og steinefni • sumar geyma forðanæringu t.d. gulrót • Rætur skiptast í: • stólparót t.d. gulrót • trefjarót, margskipt rót hjá plöntum

  2. Rótin • Rótarhár þekja rót plantna og þaðan fer vatnið og steinefnin í viðarvef. • Viðaræðarnar flytja vatnið síðan frá rótinni og upp plöntuna. • Í leiðslu vefnum er einnig sáldvefur sem flytur næringu frá laufblöðunum niður eftir plöntunni alla leið til rótarinnar. • Rótarbjörg er fremsti hluti rótarinnar og hlífir henni þegar hún lengist.

  3. Stöngullinn • Plöntur skiptast í tvo hópa eftir eðli stönguls: • jurtir, sem hafa græna og mjúka stöngla • runnar og tré, sem hafa harðan stöngul sem sjaldnast er grænn • Ysta lag stöngulsins nefnist börkur, er harður og þéttur og verndar innri hluta barkarins, sáldvefinn.

  4. Laufblöðin • Flest laufblöð skiptast í blaðfót, stilk og blöðku. • Blaðfóturinn tengir stilkinn við stöngul eða grein og stilkurinn ber uppi blöðkuna, flata hluta laufblaðsins • Laufblöðum er skipt í tvo hópa eftir gerð þeirra: • laufblöð sem eru ein heild, t.d. á birki • laufblöð sem eru ósamsett, t.d. á reynivið • Laufblöð eru mikilvæg líffæri - þau beisla orku sólar og nýta hana til þess að framleiða þau efni sem plantan þarf til vaxtar og viðhalds. • Þetta ferli kallast ljóstillífun - þar sem blaðgrænan, græna litarefnið í grænukornum, beislar orku sólar.

  5. Laufblöðin • Ljóstillífun: koltvíoxíð+vatn sólarorka glúkósi+súrefni blaðgræna • Plönturnar taka vatn úr jarðveginum og koltvíoxíð úr loftinu, nýta sólarorkuna og við þetta verður til glúkósi. Glúkósi nýtist plöntunni til vaxtar og viðhalds. • Önnur afurð sem verður til við ljóstillífun er súrefni.

  6. Laufblöðin • Ysta lag laufblaðs kallast yfirhúð • Næsta lag laufblaðsins kallast blaðhold og þar fer ljóstillífun að mestu fram. • Æðar í laufblaðinu flytja næringu. • Op á yfirhúðinni kallast loftaugu, þau hleypa koltvíoxíð inní blaðholdið og vatnsgufu og súrefni úr laufblaðinu. • Útgufun vatns er nauðsynlegur þáttur í því að flytja vatn um plöntuna en of mikil útgufun getur verið hættuleg fyrir plöntuna. Plönturnar geta því lokað loftaugunum. • Laufblöð ýmissa plantna eru holl fæða. Einnig eru sum laufblöð notuð í vinnslu mikilvægra lyfja.

  7. Berfrævingar • Eru elstu fræplönturnar, komu fram stuttu eftir að fyrstu dýrin gengu á land.Berfrævingar eru fræplöntur sem mynda nakin eða óvarin fræ.Þrjár helstu fylkingar berfrævinga eru:köngulpálmar: hitabeltisplöntur sem líkjast pálmatrjám.musterisviður: algengar á risaeðlutímabilinubarrviðir: hefur flestar tegundir alls 550 talsins. Hávaxin tré með nállaga eða hreisturlík laufblöð.

  8. Berfrævingar • Barr er nállaga laufblöð.Í karlblómum barrtrjáa myndast frjókorn og í kvenblómum eru eggfrumur á fræblöðum. Sígrænar plöntur eru plöntur sem halda barrinu allt árið. Dæmi: grenitré, furur og þallir.Aðeins ein tegund barrviða er alíslensk, einirinn.Barrviður er mikill nytjaviður, meðal annars unnið úr honum smíðatimbur og pappír

  9. Dulfrævingar • Frævun - þegar frjókorn frá frjóhnappi fræfils færist að fræni á frævunni. • Sjálffrævun er þegar frævun á sér stað á sama blóminu en víxlfrævun þegar frjókorn hafnar á fræni í blómi annarrar plöntu. • Frjóvgun - þegar samruni sáðkjarna og eggfrumu verður. • Fræ - er örsmár plöntuhluti sem getur orðið að nýrri plöntu. Skiptist í fræskurn, plöntufóstur (kím) og forðanæringu. • Fræskurnin er sterkur varnarhjúpur og innan þess er örsmátt plöntufóstur ásamt forðanæringu sem kallast fræhvíta.

  10. Dulfrævingar • Dulfrævingar bera blóm þar sem eggfrumurnar þroskast í lokuðu egglegi. • Dulfrævingar eru margbreytilegir að stærð og útliti og vaxa nánast hvarvetna á jörðinni. • Blóm: • eru sérhæfð líffæri sem geyma æxlunarfæri plantna. • skiptist í bikarblöð, krónublöð, fræfla og frævur. • Karllegu æxlunarfærin eru fræflar - skiptist í frjóhnapp og frjóþráð. • Kvenlega æxlunarfærið er fræva - skiptist í eggleg, stíl og fræni.

  11. Dulfrævingar • Spírun - plöntufóstrið vaknar af dvala sínum og myndar kímrótina, kímstöngulinn og kímblöðin. Ungplantan sjálf kallast kímplanta. • Kímblöðin veita plöntunni næringu þar til plantan hefur myndað ný laufblöð og hafið ljóstillífun. • Þegar fræið hefur þroskast er hlutverk blómsins lokið og það visnar og deyr. Einn hluti blómsins hefur ekki lokið hlutverki sínu, þ.e. egglegið. Það myndar hjúp utan um fræskurnina, fræið og hjúpurinn kallast aldin.

  12. Dulfrævingar • Þegar aldin plöntu hefur náð þroska dreifist það frá henni og fræið spírar. • Flutningur fræs frá móðurplöntu kallast frædreifing. • Þessi flutningur getur verið með ýmsu móti, með vindi, dýrum, vatni

More Related