280 likes | 441 Views
Kynning á MA verkefni í safnafræði við HÍ, 2013. Umskipti: Staða, hlutverk og samfélagið um byggðasöfn Sigrún Ásta Jónsdóttir. Bakgrunnur. 1988 BA í sagnfræði og heimspeki HÍ Viðbótarnám í heimspeki frá St Andrews Skotlandi 1992 Safnkennari við Þjóðminjasafn
E N D
Kynning á MA verkefni í safnafræði við HÍ, 2013 Umskipti: Staða, hlutverk og samfélagið um byggðasöfn Sigrún Ásta Jónsdóttir
Bakgrunnur 1988 BA í sagnfræði og heimspeki HÍ • Viðbótarnám í heimspeki frá StAndrews Skotlandi 1992 Safnkennari við Þjóðminjasafn 1996 Forstöðumaður Byggðasafns Snæfellinga 2001 Forstöðumaður Byggðasafns Reykjanesbæjar • Diplóma í verkefnastjórnun frá EHÍ 2013 MA í safnafræði, frá HÍ
Byggðasafnssýningar • Helst allt safnið til sýnis, amk það sem skiptir máli • Sýningatæknin safnarinn sýnir safnið sitt, sýnir söfnunina • Texti tilviljunarkenndur • Sagan er þekktur veruleiki
Hvað gerir byggðasafnsmaður? • Til dæmis: að safna gömlum hlutum • grúska í ættfræði • gera upp gömul hús • vita mjög mikið • segja sögur • borða hákarl Og örugglega allt með spekingslegum svip, og taka kannski í nefið
Helgi S. Jónsson, 1942 • Það sem gerst hefir á fáum undanförnum áratugum, hér í Keflavík, er að sjálf þróunarsaga íslenskra atvinnuhátta, saga um það, hvernig þjökuð og undirokuð þjóð hóf sig upp úr niðurlægingu og ruddi sér braut fram á sjónarsvið heimsins. • Næsti þáttur verður um það, hvernig þjóðinni tekst að skipa þann sess, sem hún vill tileinka sér. • Þetta er ekki of mælt. Það er líf og starf hins vinnandi lýðs í sjávarþorpunum og til sveitanna, sem mótar stefnu þjóðarinnar og þess vegna hefir það, sem gerist hér daglega umhverfi okkur sögulega þýðingu, þess vegna ber okkur að sýna menningu þess ræktarsemi og varðveita þær frá gleymsku — varðveita minninguna um mennina, sem voru frumkvöðlar framfaranna og sem báru hita og þunga dagsins — varðveita tæki og útbúnað hins gamla atvinnulífs, svo við getum, þegar stundir líða, sýnt arftökum athafnalífsins þróun þess og gert þeim sambandið við fortíðina lifandi, með áþreifanlegum hlutum, myndum þeirra og áreiðanlegum heimildum um það, hvernig breytingin fór fram á slíkri starfsemi er fyrst og fremst menningarlegt gildi. • Hún er drög að nýrri Íslendingasögu, blástur að glæðum átthagaástarinnar, sem öllu öðru fremur gefur þjóðlífinu festu og öryggi. • Tengslin við liðinn tíma hafa gefið þjóðinni í heild ómetanleg verðmæti og því skildu þau þá ekki verða okkar byggðarlagi til góðs? • Aðeins stytt og lagfært
Byggðasöfn eiga samkvæmt Helga S : • Að varðveita tengslin við liðna tíð enda felst í þeim mikil verðmæti • Að varðveita heimildir um þróunina í átt til betra lífs • Ást til átthaganna • Að minnast með virðingu og þakklæti það sem eldri kynslóðir fórnuðu til að við getum átt betra líf
Vakna einhverjar spurningar? • Skiptir það einhverju máli að þessi orð eru sögð af yfirlýstum nasista – ekki bara á millistríðsárunum heldur líka í kringum 1980?
Krafan um stefnumótun • Í upphafi aldarinnar voru samþykkt ný lög, safnalög, og þá varð til Safnaráð. Með tilkomu ráðsins var lögð áhersla á að söfn mörkuðu sér skriflega stefnu. • Í þeirri vinnu skilgreindi ég byggðasafnið sem „þjónustustofnun“ Ég notaði þá líkingu að við værum að framreiða veisluborð, hlaðborð sem gestir gætu nýtt sér og notið, eftir smekk og þörfum.
Dýpri greining • Í skólaverkefni sem ég gerði í námi mínu í verkefnastjórnun, (2003-2004) skilgreindi ég að hugmyndafræðilegt markmið safnsins tengdist því að hlúa að og efla lýðræðið. Þá koma inn hugtök eins og umburðarlyndi, virðing, og gæta þess að vera ekki með beinan áróður, svona hlutleysiskrafa. • Samfélagslegt hlutverk safna.
Samfélagslegt hlutverk...? • Er undirliggjandi þáttur þegar kemur að allri lagasetningu, bæði er varðar söfn og almennt um minjar • Af þeirri ástæðu eru til siðareglur safnmanna, t.d. Siðareglur ICOM sem eru tilgreindar í núverandi útgáfu íslenskra safnalaga • Þess vegna eru söfn ætíð skilgreind sem „non-profit“ starfsemi.
Hvernig er þetta samfélagslega hlutverk orðað? • Veisluþjónusta • Efling lýðræðis • Efling menntunar • Efling menningar • Efling staðarvitundar • En hvernig lýtur þessi grunnsetning út?
Hvenær er safn safn og hvenær hættir safn að vera safn • Samfélagslegt hlutverk sem aðgreiningartól • Söfn, setur, sýningar • Viðurkenningarferli safnaráðs • Samvinna, sameining, útvistun
Tilboð: útvistun varðveislunnar • Á óformlegum fundi kom fram tilboð um að útvista varðveisluna eins og hún lagði sig til einkafyrirtækis, þannig að við þyrftum ekki annað en að ákveða ný aðföng en þau myndu taka við þeim, skrá og mynda við gætum pantað gripi eins og úr katalóg
Svar mitt • „Nei þetta gengur ekki þar sem framtíðarsýn byggðasafnsins er að vera opin stofnun en ekki lokuð.“
Mótsögn ? • En varðveislan er sá hluti starfseminnar sem er minnst sýnilegur en tekur mestan hluta af vinnutíma starfsmanna – af hverju er ekki bara jákvætt að losna undan þeim krossi og einbeita sér að miðlun, fræðslu og rannsóknum? • Stærsti hluti vinnutíma míns fer í lagervinnu og tölvuskráningu – hvað með veisluþjónustuna?
Skýrsla • sem Lára Magnúsardóttir og Sólveig Ólafsdóttir rituðu árið 2013 og heitir: Menning og ferðaþjónusta – um menningu og menningarverkefni á landsbyggðinni frá sjónarhóli hugvísinda.
Lykilatriði • Fyrir mig var að lesa það sem þær vitna í umræðu erlendis þar sem bent er á að orðfar viðskiptafræðinnar hafi flætt yfir menningageirann gagnrýnislaust
Skilgreining á byggðasafni • Byggðasafn er menningarstofnun • Fæst við þekkingu • Öflun hennar • Mótun og miðlun
Hvað felst í þessu? • Að taka á móti safngrip, eða upplýsingum um þann heim sem safnið sinnir er að afla þekkingar um hann • Að taka á móti safngrip kallar á vinnu í safninu sem, eins og skráningu, en einnig vinnu þar hluturinn er mátaður inn í safnið, við safnið, inní sýningar, osfrv
Sem sagt... • Þekkingar er aflað og þekkingin er mótuð með vinnu safnsins – útkoman er það sem kalla má kúratórial þekking – þekking kúratórsins. • Öllu þessu er síðan miðlað til safngestsins og í því ferli er enn verið að afla og móta þekkinguna
Hvert erum við þá komin? • Safngripurinn er þekkingarbrot • Vinna okkar við safngripinn felur í sér mótun þekkingar okkar • Miðlunin er niðurstaða þessarar vinnu
Mikilvægt er líka að muna að safngripurinn er frumheimild • Það er eðli frumheimildar að vera líka heimild um sig sjálfa og hún verður aldrei að fullu útskýrð, skilgreind, flokkuð eða tengdvið menningarheiminn • Þetta býr til pláss fyrir ný sjónarhorn, nýjar raddir eða opnar gáttir til allra átta. • Sagan er aldrei að fullu þekktur veruleiki
Hvað með þjónustunavið safngesti? • Þjónustan er eftir sem áður EN form hennar er ekki á sviði neyslu eins og sjá mætti úr líkingu minni með veisluþjónustuna
Safngesturinn – • Þegar skoðað er af hverju safngestur kemur í heimsókn þá kemur í ljós að oft er það til að fræðast, þ.e. afla sér þekkingar • Með því að að afla sér þekkingar á safninu mótar hann þekkingu sína með svipuðum hætti og safnamaðurinn • Og oft miðlar hann upplifun sinni sem hann tengir við sinn eigin bakgrunn
Safngesturinn og safnamaðurinn • Standa hlið við hlið á gólfinu, eru, að hluta, að gera sömu hlutina og að beita að hluta sömu aðferðarfræði – • Hvor um sig kemur með sinn bakgrunn sem skiptir máli varðandi ferlið. • Við getum verið samverkamenn – samstarfsaðilar, þótt það samband vari ekki í nema fimm mínútur.
Samfélagslegt hlutverk safna felur í sér m.a.: • Þekkingarþrá • Að sagan er ekki skilgreind á einn hátt, að pláss sé fyrir fjölbreytilegar raddir, að ávallt sé hægt að finna ný sjónarhorn, • Að saga og menning er ávallt sameign allra en aldrei séreign sumra.