40 likes | 245 Views
Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð, :,: hún er sig svo ófríð og illileg :,: með. Hún er sig svo ófríð og höfuðin ber hún þrjú, :,: þó er ekkert minna en á miðaldra :,: kú. Þó er ekkert minna, og það segja menn, :,: að hún hafi augnaráðin í hverju :,: þrenn. Að hún hafi augnaráðin
E N D
Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð, :,:hún er sig svo ófríð og illileg:,: með. Hún er sig svo ófríð og höfuðin ber hún þrjú, :,:þó er ekkert minna en á miðaldra:,: kú. Þó er ekkert minna, og það segja menn, :,:að hún hafi augnaráðin í hverju:,: þrenn. Að hún hafi augnaráðin eldsglóðum lík, :,:kinnabeinin kolgrá og kjaptinn eins og:,: tík. Kinnabeinin kolgrá og hrútsnefið hátt, :,:það er í átján hlykkjunum þrútið og:,: blátt. Það er í átján hlykkjunum, og hárstrýið hart :,:ofan fyrir kjaptinn tekur kleprótt og:,: svart. Grýlukvæði Stefáns í Vallanesi (brot) Námsgagnastofnun 2004
Ofan fyrir höku taka tennurnar tvær, :,:eyrun hanga sex saman sitt ofan á:,: lær. Eyrun hanga sex saman sauðgrá á lit, :,:hökuskeggið hæruskotið heilfult:,: af nyt. Hökuskeggið hæruskotið og hendurnar þá :,:stórar eins og kálfskrof og kartnöglur:,: á. Stórar eins og kálfskrof og kolsvartar þó; :,:nógu er hún lendabreið og þrifleg um:,: þjó. Nógu er hún lendabreið og lærleggjahá, :,:njórafætur undir og naglkörtur:,: á. Njórafætur undir kolsvörtum kvið, :,:þessi þykir grálunduð grátbörnin:,: við. Grýlukvæði Stefáns í Vallanesiframhald Námsgagnastofnun 2004
Þessi þykir grálunduð, gift er hún þó, :,:hennar bóndi Leppalúði liggur út við:,: sjó. Hennar bóndi Leppalúði lúnóttur er, :,:börnin eiga þau bæði saman, brjósthörð og:,: þver. Börnin eiga þau bæði saman brjósthörð og þrá, :,:af þeim eru jólasveinar, börnin þekkja:,: þá. Af þeim eru jólasveinar jötnar á hæð, :,:öll er þessi illskuþjóðin ungbörnum:,: skæð. Grýlukvæði Stefáns í Vallanesiframhald Námsgagnastofnun 2004