1 / 3

Grýlukvæði Stefáns í Vallanesi (brot)

Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð, :,: hún er sig svo ófríð og illileg :,: með. Hún er sig svo ófríð og höfuðin ber hún þrjú, :,: þó er ekkert minna en á miðaldra :,: kú. Þó er ekkert minna, og það segja menn, :,: að hún hafi augnaráðin í hverju :,: þrenn. Að hún hafi augnaráðin

denise
Download Presentation

Grýlukvæði Stefáns í Vallanesi (brot)

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ég þekki Grýlu og ég hef hana séð, :,:hún er sig svo ófríð og illileg:,: með. Hún er sig svo ófríð og höfuðin ber hún þrjú, :,:þó er ekkert minna en á miðaldra:,: kú. Þó er ekkert minna, og það segja menn, :,:að hún hafi augnaráðin í hverju:,: þrenn. Að hún hafi augnaráðin eldsglóðum lík, :,:kinnabeinin kolgrá og kjaptinn eins og:,: tík. Kinnabeinin kolgrá og hrútsnefið hátt, :,:það er í átján hlykkjunum þrútið og:,: blátt. Það er í átján hlykkjunum, og hárstrýið hart :,:ofan fyrir kjaptinn tekur kleprótt og:,: svart. Grýlukvæði Stefáns í Vallanesi (brot) Námsgagnastofnun 2004

  2. Ofan fyrir höku taka tennurnar tvær, :,:eyrun hanga sex saman sitt ofan á:,: lær. Eyrun hanga sex saman sauðgrá á lit, :,:hökuskeggið hæruskotið heilfult:,: af nyt. Hökuskeggið hæruskotið og hendurnar þá :,:stórar eins og kálfskrof og kartnöglur:,: á. Stórar eins og kálfskrof og kolsvartar þó; :,:nógu er hún lendabreið og þrifleg um:,: þjó. Nógu er hún lendabreið og lærleggjahá, :,:njórafætur undir og naglkörtur:,: á. Njórafætur undir kolsvörtum kvið, :,:þessi þykir grálunduð grátbörnin:,: við. Grýlukvæði Stefáns í Vallanesiframhald Námsgagnastofnun 2004

  3. Þessi þykir grálunduð, gift er hún þó, :,:hennar bóndi Leppalúði liggur út við:,: sjó. Hennar bóndi Leppalúði lúnóttur er, :,:börnin eiga þau bæði saman, brjósthörð og:,: þver. Börnin eiga þau bæði saman brjósthörð og þrá, :,:af þeim eru jólasveinar, börnin þekkja:,: þá. Af þeim eru jólasveinar jötnar á hæð, :,:öll er þessi illskuþjóðin ungbörnum:,: skæð. Grýlukvæði Stefáns í Vallanesiframhald Námsgagnastofnun 2004

More Related