190 likes | 340 Views
verðbréfa- markaður. lánamarkaður. vátrygginga- markaður. lífeyris- markaður. QIS4 fyrir samstæður Sigurður Freyr Jónatansson 28. febrúar 2008. Helstu markmið QIS4 fyrir samstæður. Fá úr því skorið hversu umfangsmikil samlegðaráhrif í samstæðu eru
E N D
verðbréfa- markaður lánamarkaður vátrygginga- markaður lífeyris- markaður QIS4 fyrir samstæðurSigurður Freyr Jónatansson 28. febrúar 2008
Helstu markmið QIS4 fyrir samstæður • Fá úr því skorið hversu umfangsmikil samlegðaráhrif í samstæðu eru • Fá nothæfa staðalformúlu vegna útreiknings SCR fyrir samstæður • Fá upplýsingar um hvernig standa skuli að útreikningi eiginfjárgrunns í samstæðum • Athuga notkun samstæðna á innri líkönum • Athuga hvort og hvernig stuðningur móðurfélags (group support) muni virka
Niðurstaða QIS3 • Fyrsta skipti beðið sérstaklega um niðurstöður fyrir samstæður • Beðið um að niðurstöðum væri skilað í miðlægan gagnagrunn • Hugsanlega tregða til að deila upplýsingum, sérstaklega hjá þeim sem nota innra líkan • Ekki var hægt að draga nothæfar ályktanir fyrir samstæður
Framkvæmd QIS4 • Samræmingaraðili/eftirlitsaðili með samstæðu ber ábyrgð á framkvæmdinni • Miða við efnahagsreikning samstæðu • Miða við efsta lag móðurfélags í EES
Eftirfarandi gögn er beðið um: • SCR í samræmi við eftirfarandi aðferðir • Staðalformúlu beitt á samstæðureikning • Summu SCR einstakra félaga • Summu SCR aðlagað að viðskiptum innan samstæðu • SCR reiknað með innra líkani ef við á • Eiginfjárgrunn
Samlegðaráhrif • Mismunur SCR miðað við samstæðuuppgjör annars vegar og summu SCR einstakra félaga að teknu tilliti til viðskipta innan samstæðu hins vegar, gefur samlegðaráhrif til kynna • Framkvæma þarf sérstaka útreikninga fyrir: • Félög utan EES • Fjármálafyrirtæki (cross-sector entities) • Hlutdeildarfélög sem eru gerð upp með hlutdeildaraðferð • Líftryggingafélög með ágóðahlutdeild • Ástæðan er að takmörk geta verið á flutningi fjármuna í þessum tilvikum sem dregur úr samlegðaráhrifum
Hlutur í fjármálafyrirtækjum • Nota skal eiginfjárkröfur fjármálafyrirtækja
Hlutdeildarfélög sem eru gerð upp með hlutdeildaraðferð • SCR fyrir samstæðuna svarar til hlutdeildar í SCR félagsins
Fjórar mismunandi útreikningsaðferðir • Aðferð d) sennilega sú eina sem skiptir máli hér á landi
Skaðatryggingaáhætta • Samstæður skulu reikna út Herfindal index byggt á landfræðilegri staðsetningu áhættunnar • Sama aðferð og er notuð fyrir einstök vátryggingafélög sem stunda starfsemi í fleiri en einu landi
Mótaðilaáhætta • Endurfjármögnunarkostnaður (replacement cost) er summa kostnaðar fyrir öll félög innan samstæðu (áhættustýringartól eiga venjulega eingöngu við um viðkomandi félag) • Við útreikning endurfjármögnunarkostnaðar fyrir einstök félög skal taka tillit til mótaðilaáhættu vegna viðskipta innan samstæðu
Engar sérstakar ráðstafanir vegna: • Líftryggingaáhættu • Markaðsáhættu (nema í samstæðunni séu líftryggingafélög með ágóðahlutdeild)
Rekstraráhætta • Reiknuð á samstæðu, með og án 30% þaksins • Einnig summa kröfunnar fyrir einstök félög
MCR • Reiknað fyrir öll vátryggingafélög innan EES • Summa MCR EES félaga, eiginfjárkröfu fjármálafyrirtækja og lágmarkgjaldþols félaga í þriðja ríki myndar gólf á SCR samstæðunnar
Eiginfjárgrunnur • Eiginfjárliðir samstæðunnar • Koma í veg fyrir margnýtingu eiginfjárliða • Takmörk á notkun eiginfjárliða sem ekki er hægt að flytja á milli félaga • Gera grein fyrir "frjálsu fjármagni" (surplus) í fjármálafyrirtækjum • Hlutdeildarfélög sem eru ekki tekin í samstæðuuppgjör með hlutdeildaraðferð skal draga frá eiginfjárgrunni
Stuðningur móðurfélags • Þátttakendur beðnir um að gera grein fyrir dreifingu fjármuna á einstök félög innan samstæðu • Nánari leiðbeiningar í eyðublaði • Summa mismunar SCR og MCR fyrir öll félög innan EES = hámark mögulegs stuðnings • Summa mismunar eiginfjárgrunns og SCR hjá félögum sem uppfylla ekki SCR = lágmark mögulegs stuðnings • Auk þess verður beðið um eftirfarandi upplýsingar: • Lagalegar eða praktískar hindranir á því að flytja eignir • Hvaða eiginfjárliðir yrðu notaðir • Hvaða þættir hefðu áhrif á ákvörðun um að nýta stuðning móðurfélags • Hvernig möguleikinn á að nota stuðning móðurfélags hefur áhrif á stýringu fjármagns
Hagnýtar upplýsingar • Samstæður hafa til loka júlí til að skila upplýsingum • Til upprifjunar: Skilafrestur fyrir einstök félög er 7. júlí • Allar samstæður skila gögnum til samræmingareftirlits sem áframsendir þær í miðlægan gagnagrunn á vegum CEIOPS hjá FMA í Austurríki • QIS Task Force mun eftir þörfum óska eftir viðbótarupplýsingum frá FME eftir að gögnum hefur verið skilað
Nokkur góð ráð frá FME • Mikilvægt er að huga vel að dreifingu verkefna – ekki er nóg að biðja einhvern einn að sjá um þetta • Nýta ber allan þann tíma sem gefinn er – ómögulegt er að gefa sér t.d. viku í að klára verkefnið • Gefið ykkur tíma í að velta fyrir ykkur hvað niðurstöðurnar þýða fyrir félagið • Svarið spurningunum – það er góður undirbúningur fyrir Solvency II að gefa sér tíma í að svara þeim • Skipuleggið vel tíma til að klára verkefnið fyrir samstæðuna
Mikilvægi QIS4 • Tækifæri til að prófa einfaldari aðferðir þar sem það á við • Leiðbeiningar og þjónusta af hálfu CEIOPS hafa aldrei verið betri • Niðurstaðan er líkleg til að vera í líkingu við endanlega útgáfu Solvency II • Fyrir samstæður er sérstaklega mikilvægt að fá upplýsingar um hvernig Solvency II ákvæðin koma til með að virka í reynd