370 likes | 499 Views
verðbréfa- markaður. lánamarkaður. vátrygginga- markaður. lífeyris- markaður. Frá QIS3 til QIS4 Sigurður Freyr Jónatansson 5. febrúar 2008. Frá QIS3 til QIS4. QIS3. Skýrsla CEIOPS um QIS3 kom út 20. nóvember 2007, sjá www.ceiops.eu Markmið QIS3 voru eftirfarandi:
E N D
verðbréfa- markaður lánamarkaður vátrygginga- markaður lífeyris- markaður Frá QIS3 til QIS4Sigurður Freyr Jónatansson 5. febrúar 2008
QIS3 • Skýrsla CEIOPS um QIS3 kom út 20. nóvember 2007, sjá www.ceiops.eu • Markmið QIS3 voru eftirfarandi: • Fá upplýsingar um hvort þeir útreikningar sem beðið var um væru raunhæfir og nothæfir • Áhrif nýrra reglna á efnahagsreikning • Hvort kröfur SCR og MCR væru raunhæfar • Áhrif á samstæður
Þátttaka í QIS3 • Þátttaka frá 28 af 30 ríkjum EES • 1027 vátryggingafélög skiluðu niðurstöðum • samanborið við 514 í QIS2 • 330 líftryggingafélög • 511 skaðatryggingafélög • 158 samsett félög
Fjárhagsleg áhrif í QIS3 • Vátryggingaskuld lækkar • Vátryggingaskuld í hlutfalli af Solvency I aðferðum á bilinu: • 70-100% fyrir skaðatryggingafélög • 90-102% fyrir líftryggingafélög • 98% af vátryggingafélögum uppfyllir MCR • Yfirleitt lækkar gjaldþolshlutfallið (m.v. SCR) • 16% félaganna uppfylla ekki SCR
Breytingar í QIS4 frá QIS3 • Mat á eignum og skuldbindingum • Mat á vátryggingaskuld • Eiginfjárgrunnur • SCR Staðalaðferð • SCR Innra líkan • MCR
Mat á eignum og skuldbindingum • Í QIS3 komu fram mismunandi aðferðir við að mæla virði illseljanlegra eigna og skuldbindingar aðrar en vegna vátrygginga • Nákvæmar leiðbeiningar í QIS4: (i) Markaðsvirði þar sem það er mögulegt (ii) Útreiknað virði (mark to model) (iii) Sjá töflu um mat skv. IFRS (iv) Við sérstaklega tilgreindar aðstæður má nota tölur skv. "hefðbundnum" reikningsskilaaðferðum
Mat á eignum og skuldbindingum - Meðalhófssjónarmið • Ekki þörf á sérstökum ráðstöfunum
Mat á vátryggingaskuld - QIS3 • Erfiðast að reikna út þar sem virði er háð hegðun vátryggingartaka • Líftryggingafélög notuðu flest löggenga (deterministic) aðferð • Í skaðatryggingum var tjónaskuld oft reiknuð með tryggingastærðfræðilegum aðferðum • Iðgjaldaskuld oftast byggð á bókfærðu gildi • Við mat á áhættuálagi notuðu flest félögin hjálparörkina. Aðferðin þótti samt erfið
Heimild til að nota einfaldanir í QIS4 • Samningarnir eru ekki flóknir (t.d. engin valákvæði) OG • Vátryggingagreinin telst vera einföld (t.d. dánaráhætta, kaskótryggingar) OG • Öðrum skilyrðum fyrir eðli og flækju viðkomandi skuldbindingar fullnægt OG • Skuldbindingin er ekki stór (sjálfstætt eða hlutfallslega)
Mælikvarði á stærð skuldbindinga • Einfalda aðferðin gefur í heild niðurstöðu sem er lægri en 50M€ fyrir líftryggingafélög og 10M€ fyrir skaðatryggingafélög EÐA • (Gildi einföldu aðferðarinnar ekki meira en 5% af vátryggingaskuld OG • Summa allra einfaldana er ekki meira en 15% af heild)
Nálganir (proxies) í QIS4 • Gagnaskilyrðið: Skortur á fullnægjandi gögnum í vátryggingafélaginu • Sérfræðiskilyrðið: Skortur á tryggingastærðfræðilegri sérfræðiþekkingu (eingöngu notað í QIS4) • Ákvörðunartré vegna vals á nálgunum
Dæmi um tilvik þar sem gagnaskilyrðið er uppfyllt • Ný vátryggingagrein sem er óþekkt á markaðnum • Ný vátryggingagrein hjá félaginu • Lagabreytingar breyta eðli samninga • Vátryggingafélagið eða greinin ekki af nægilegri stærð til að byggja upp gagnlega sögu
Eiginfjárgrunnur - QIS3 • Beðið var um flokkun eiginfjárliða í eiginfjárþætti í samræmi við eiginleika tilskipunarinnar • 95% eiginfjárliða voru flokkaðir í A • Mörg vátryggingafélög sögðu leiðbeiningarnar ófullnægjandi
Eiginfjárgrunnur - QIS4 • CEIOPS hefur einsett sér að skýra betur: • Eiginleika vegna flokkunar • Hvað telst til nógu langs tíma í eiginleika (4) • Hvað átt sé við með orðalaginu "að verulegu leyti" í skilgreiningu á eiginfjárþáttum
Nýir eiginleikar skilgreindir af CEIOPS 1. Öll fjárhæðin víkjandi við slit 2. Liðurinn er nothæfur til að mæta tapi í fullum rekstri 3. Liðurinn er ódagsettur eða til nógu langs tíma 4. Laus við skyldu eða hvata til innleysa nafnvirði 5. Ekki um að ræða skyldubundinn fastan kostnað 6. Ekki um aðrar kvaðir að ræða
Túlkun CEIOPS • Blandaðir (hybrid) og víkjandi liðir teljast til eiginfjárþáttar A ef mögulegt er að breyta þeim í hlutafé á álagstímum • Ef hægt er að fresta afborgunum af blönduðum eða víkjandi liðum á álagstímum geta þeir talist til eiginfjárþáttar B • Hlutafjárloforð verður að teljast öruggt til að geta talist til eiginfjárþáttar B
SCR Staðalaðferð - QIS3 • Hjá líftryggingafélögum var markaðsáhætta 70% af SCR • Hjá skaðatryggingafélögum var skaðatryggingaáhætta 75% af SCR
Markaðsáhætta í QIS3 • Boðið upp á að undanskilja "frjálsar eignir" • Óraunhæft að þróun gjaldmiðlaáhættu sé öll í sömu átt • Mismunandi áföll eftir svæðum í fasteignaáhættu? • Vaxtaáhættuútreikningur of einfaldur fyrir stór félög eða of flókinn fyrir smá félög • Of há krafa á vogunarsjóði í hlutabréfaáhættu • Flytja skuldatryggingaáhættu aftur undir mótaðilaáhættu • Taka tillit til landfræðilegrar og atvinnugreinasamþjöppunar vegna samþjöppunaráhættu
Markaðsáhætta í QIS4 • Ekki heimilt samkvæmt tilskipun að undanskilja frjálsar eignir • Ef mögulegt er skal meta SCR vegna hlutdeildarfélaga á grundvelli samstæðuuppgjörs (look-through approach) • Að öðrum kosti skal draga hlutdeildina frá • Heimilt að meta vaxtaáhættu með meðallíftíma • Hægt að meta hlutabréfaáhættu á grundvelli áfalla á vísitölu
Líftryggingaáhætta í QIS3 • Krafa byggðist á áfallaprófi • Smærri félög máttu nota einfaldari aðferð
Líftryggingaáhætta í QIS4 • Endurbættar einfaldanir sem reyna að líkja eftir áfallaprófi
Skaðatryggingaáhætta í QIS3 • Notaðar voru fasthlutfallsaðferðir (factor based) • Stórtjónaáföll skilgreind af CEIOPS og heimaeftirlitum • Ekki tekið tillit til væntanlegs hagnaðar eða taps
Skaðatryggingaáhætta í QIS4 • Ný skilgreining á heilsutryggingum • Langtímaheilsutryggingar á tæknilegum grunni • Skammtímaheilsutryggingar (t.d. slysa) • Atvinnuslysatryggingar • Heimilt að nota eigin parametra ef sama líkindadreifing er undirliggjandi • Staðalfrávik í iðgjalda- og sjóðsáhættu • Mismunandi kröfur gerðar til sögu eftir vátryggingagreinum • Breyttar aðferðir við útreikning stórtjónaáhættu - horft til einstakra greina
Skaðatryggingaáhætta í QIS4 (2) • Tekið tillit til landfræðilegrar dreifingu áhættunnar
Mótaðilaáhætta í QIS3 • Óskýrt hvernig reikna eigi endurnýjunarkostnað (replacement cost) • Ekki gert ráð fyrir endurreisn fjárhags
Mótaðilaáhætta í QIS4 • Breyting á meðhöndlun endurtrygginga innan samstæðu - horft á lánshæfi endanlegs endurtryggjenda utan samstæðunnar
Rekstraráhætta í QIS3 • Aðferðin þótti of einföld • Ekki tekið tillit til samlegðaráhrifa • Engin umbun fyrir góða stýringu á áhættunni
Rekstraráhætta í QIS4 • Óbreytt formúla • Umbun vegna áhættustýringar komi frekar fram í kröfum Pillar II
Einfaldanir í QIS4 • Sambærileg skilyrði og varðandi vátryggingaskuld • Vátryggingagrein skipt út fyrir áhættuflokk
Kröfur til áhættustýringargerninga 1. Horfa skal á raunveruleg áhrif, ekki lagaleg einkenni 2. Lagalegt öryggi, virkni og framkvæmd 3. Greiðsluhæfi og öryggi um virði 4. Lánshæfi mótaðila 5. Önnur skilyrði a) Vátryggingafélag á beina kröfu á vernd b) Gildi verndarinnar er óumdeilt c) Mótaðili getur ekki dregið verndina til baka d) Mótaðili skuldbundinn til að veita verndina tímanlega • Að auki gerðar sérstakar kröfur til skuldaafleiðna
SCR Innra líkan - QIS3 • 13% af þátttakendum notuðu niðurstöður innra líkans • Skortur á líkönum eða vilja til að deila niðurstöðum? • Hlutalíkön helst vegna vaxta-, hlutabréfa- og fasteignaáhættu • Að meðaltali 25% lægri niðurstaða, helst vegna skaðatryggingaáhættu
SCR Innra líkan - QIS4 • Allir þáttakendur eru eindregið hvattir til að svara spurningum • Markmiðin með QIS4 eru: • Að fá tölulegar upplýsingar um áhrif líkana sem eru í notkun • Að safna upplýsingum um eðli þeirra líkana sem eru í notkun • Að safna almennum upplýsingum frá öllum vátryggingafélögum varðandi núverandi stöðu og framtíðaráform
MCR - QIS3 • Svokölluð "modular" aðferð prófuð • Kom ágætlega út fyrir skaðatryggingafélög • En illa fyrir líftryggingafélög, sér í lagi þau sem veita ágóðahlutdeild
MCR - QIS4 • Svokölluð línuleg aðferð verður prófuð • Einfaldari en "modular" aðferðin • Línulegir stuðlar á vátryggingaskuld, vátryggingafjárhæðir líftrygginga og iðgjöld í skaðatryggingum • Gögn úr QIS3 hafa verið notuð til að ganga úr skugga um að nokkuð líklegt er að línulega aðferðin virki
Nokkur góð ráð frá FME • Mikilvægt er að huga vel að dreifingu verkefna – ekki er nóg að biðja einhvern einn að sjá um þetta • Nýta ber allan þann tíma sem gefinn er – ómögulegt er að gefa sér t.d. viku í að klára verkefnið • Gefið ykkur tíma í að velta fyrir ykkur hvað niðurstöðurnar þýða fyrir félagið • Svarið spurningunum – það er góður undirbúningur fyrir Solvency II að gefa sér tíma í að svara þeim
Mikilvægi QIS4 • Tækifæri til að prófa einfaldari aðferðir þar sem það á við • Leiðbeiningar og þjónusta af hálfu CEIOPS hafa aldrei verið betri • Niðurstaðan er líkleg til að vera í líkingu við endanlega útgáfu Solvency II • Við komum að mikilvægi QIS4 fyrir samstæður 28. febrúar – sjáumst öll þá!