230 likes | 605 Views
Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Rómantík 19. aldar, bls. 97-104. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Þjóð – ljóð. Leikrit og leiklistariðkun hófst af krafti upp úr miðri 19. öld. Ljóð héldu þó áfram að vera helsta bókmenntaform hinna rómantísku skálda.
E N D
Íslenskar bókmenntir 1550-1900Rómantík 19. aldar, bls. 97-104 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl403 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Þjóð – ljóð • Leikrit og leiklistariðkun hófst af krafti upp úr miðri 19. öld. • Ljóð héldu þó áfram að vera helsta bókmenntaform hinna rómantísku skálda. • Á seinni hluta 19. aldar bar mest á 4 skáldum: • Benedikt Gröndal • Steingrími Thorsteinssyni • Matthíasi Jochumssyni • Grími Thomsen
Hvað með skáld og tímarit? • Á 19. öld birtust ljóð skálda yfirleitt fyrst í tímaritum en þau voru orðin mikilvægur og algengur miðill á þessum tíma. • Auk þess að birta frumort og þýdd ljóð skrifuðu skáldin greinar í tímaritin, þýddu sögur eða voru í ritstjórn.
Hver var Benedikt Gröndal? • Benedikt Sveinsson Gröndal (1826-1907) var mislyndur en stílfimur maður. • Sjálfsævisaga hans, Dægradvöl, kom út 1923 og 1953. • Þar er hann óvæginn í dómum um menn og málefni og lýsir samtíma sínum og samferðamönnum á háðskan hátt.
Var hann gamansamur? • Benedikt Gröndal var ekki síst þekktur sem gamansamur höfundur enda samdi hann skopstælingar og háðsádeilur: • Sagan af Heljarslóðarorrustu (1861): Ýkjukennd skopstæling í riddarasagnastíl. • Gandreiðin (1866): Háðleikur þar sem gert er grín að andstæðingum Jóns Sigurðssonar. • Benedikt beitti háði mikið í skrifum sínum og hefur vafalaust haft mikil áhrif á stílþróun seinni tíma.
En hvað með ljóðin? • Gröndal, Steingrímur og Matthías voru kallaðir þjóðskáld. • Haft er fyrir satt að sjaldan hafi skáld skipt eins miklu máli fyrir þjóðina og á síðari hluta 19. aldar þegar þjóðina dreymdi um frelsi. • Nú til dags eru kvæði þessara skálda ekki ýkja vel þekkt meðal almennings. • Sérstaklega hefur stjarna Gröndals lækkað á lofti. • Benedikt Gröndal er mælskur í ljóðum sínum og notar gjarnan löng og skrúðmikil orð. • Til að skilja ljóð hans þarf því oft á tíðum töluverða yfirlegu. • Að margra mati margborgar sú yfirlega sig þó! • Mestra vinsælda naut Gröndal sem ljóðskáld eftir útkomu bókarinnar Svövu sem innihélt safn ljóða eftir hann, Steingrím Thorsteinsson og Gísla Brynjúlfsson.
Hvað sagði hann um skáldskap? • Benedkt Gröndal var með fyrstu mönnum sem gerðu á skipulagðan hátt grein fyrir afstöðu sinni til fagurfræði í skáldskap. • Þetta gerði hann í einni grein og einum fyrirlestri. • Greinin heitir Nokkrar greinir um skáldskap og birtist 1853. • Þar ræðir hann um listgreinar og hvað sé fegurð. • Fyrirlestur Gröndals hét Um skáldskap og var haldinn 1888 þegar ný bókmenntastefna, raunsæisstefnan, var orðin áberandi á Íslandi.
Hvernig var hann menntaður? • Benedikt Gröndal var fjölmenntaður maður. • Hann lauk háskólaprófi í norrænum málum en var ekki síður vel að sér í klassískum málum. • Hann lauk við þýðingu föður síns, Sveinbjarnar Egilssonar, á Kviðum Hómers, bæði í lausu máli og bundnu. • Gröndal var einnig vel að sér í náttúrufræði og kenndi hana um tíma við Lærða skólann. • Hann málaði einnig og teiknaði myndir úr dýraríki Íslands. Þær myndir voru gefnar út í bók 1975.
Hvernig var það með Steingrím Thorsteinsson og þjóðvorið? • Á seinni hluta 19. aldar einkenndist öll stjórnmálaumræða hér á landi af sjálfstæðisbaráttu. • Jón Sigurðsson (1811-79) leiddi baráttuna á meðan hann lifði. • Ný félagsrit (1841-73) var tímarit hans. • Þar birtist árið 1870 eitt frægasta hvatningarljóð sjálfstæðisbaráttunnar; Vorhvöt, eftir Steingrím Thorsteinsson. • Þar er þjóðin hvött til dáða; ekki eigi að gráta hið liðna heldur berjast fyrir frelsi.
Við hvað starfaði Steingrímur? • Steingrímur fæddist að Arnarstapa á Snæfellsnesi 1831. • Hann lauk prófi frá Lærða skólanum í Reykjavík og hóf svo nám í lögfræði í Hafnarháskóla. • Hann hætti í lögfræðináminu en lauk prófi í latínu, grísku, sögu og norrænu. • Hann bjó lengi í Kaupmannahöfn og starfaði við kennslu og þýðingar. • Eftir að hann fluttist til Íslands 1872 gerðist hann kennari við Lærða skólann og síðar rektor hans.
Hvernig orti Steingrímur um náttúruna? • Steingrímur orti mikið um náttúruna. • Líkt og Jónas Hallgrímsson átti hann ríkan þátt í að beina augum þjóðarinnar að landinu. • Hjá Steingrími er hins vegar ekki sama persónulega samband á milli skáldsins og náttúrunnar. • Hjá Steingrími er það fremur „maðurinn frammi fyrir náttúrunni“. • Náttúran hjá honum er fögur, stundum upphafin eða fullkomin, en ekki er endilega farið út í lýsingu einstakra atriða – víðáttan er ríkjandi. • Svanasöngur á heiði á bls. 99 • Sumarnótt á bls. 99-100
Hvað með þýðingar hans? • Steingrímur var ekki bara ljóðskáld heldur afkastamikill þýðandi. • Hann þýddi bæði verk í lausu og bundnu máli. • Laust mál: • Lear konungur e. Shakespeare • Þúsund og ein nótt. Arabískur sagnabálkur • Ljóð: • Svanhvít: Bók sem Steingrímur gaf út ásamt Matthíasi Jochumssyni með þýðingum á enskum, þýskum og norrænum ljóðum.
Hvað þýddi Matthías Jochumsson? • Matthías varð þjóðfrægur fyrir leikrit sitt Útilegumennina 1862. • Hann lagði þó einnig stund á þýðingar. • Friðþjófssaga: Sænsk ljóðasaga um fornt efni e. Tegnér. • Leikrit e. Shakespeare: • Macbeth • Hamlet Danaprins • Óthelló eða Márinn frá Feneyjum • Rómeó og Júlía • Leikrit e. enska skáldið Byron • Leikrit e. norska skáldið Ibsen
Hvað orti Matthías? • Matthías var skáld innblástursins líkt og Benedikt Gröndal. • Orti oft löng ljóð á stuttum tíma og lá ekki yfir þeim til að fága þau. • Mörg ljóðanna eru því laus í byggingunni en það á alls ekki við um þau öll. • Notaði mikið af „herðandi forskeytum“ líkt og Gröndal.
Hvað með trúarkveðskap? • Matthías var prestur og orti mörg trúarljóð. • Hann átti oft í innri baráttu vegna trúar sinnar. • Efaðist ekki um tilvist Guðs en hugsaði mikið um hvaða trúarkenning væri rétt. • Var næstum búinn að missa hempuna fyrir að kalla útskúfunarkenninguna „lærdóminn ljóta“. • Líkaði betur forsjón Guðs. • Sjá Nýárssálm á bls. 101. • Þekktastur er Matthías væntanlega fyrir að hafa samið þjóðsönginn Ó, guð vors lands. • Skrifaði endurminningar sínar; Sögukaflar af sjálfum mér. Lauk ekki við þær og þær komu ekki út fyrr en 1922.
Hvers vegna er Grímur hafður síðastur? • Grímur Thomsen (1820-1896) var elstur þessara fjögurra skálda. • Fyrsta kvæði hans kom ekki út fyrr en hann var kominn undir fertugt. Birtist í Fjölni. • Grímur fór utan til náms í Kaupmannahöfn. • Þar skrifaði hann meistaraprófsritgerð um enska skáldið Byron 1845. • Fyrir þá ritgerð fékk hann styrk til að ferðast um Evrópu. • Grímur starfaði í utanríkisþjónustu Dana frá 1848 og náði þar góðum frama. • Upp úr 1860 byrjaði hann að yrkja meira en áður hafði verið. • Grímur flutti til Íslands og gerðist bóndi 1866. • Hann þótti alltaf einrænn og mislyndur.
Hvernig orti hann? • Yrkisefni Gríms voru margbreytileg. • Söguljóð voru þó áberandi hjá honum. • Söguljóðin byggjast á sögum og sögnum frá fyrri öldum, einkum íslenkum þjóðsögum, þjóðkvæðum og þjóðtrú. • Náttúrulýsingar og mannlýsingar skipa mikinn sess í ljóðum hans. • Einnig eru vættir fyrirferðarmiklar. • Hann orti um íslensk náttúruöfl, dul þeirra og glæsileika eða hrikaleik. • Hann lýsir þrautseigum karlmönnum, höfðingjum eða alþýðumönnum. • Hann yrkir frekar um einstök atriði eða einstaka menn en að rekja sögurnar í heild sinni. • Kvæði Gríms um menn bera vitni um aðdáun á einstaklingshyggjunni.
Bólu-Hjálmar • Á 19. öld voru Hafnar-Íslendingar áberandi í skáldskap og stjórnmálum. • Flestir sem hlutu menntun umfram grunnnám voru synir embættismanna, presta og góðbænda. Þeir fóru í Bessastaðaskóla eða í Lærða skólann í Reykjavík. • Þeir sem efni höfðu á fóru svo til Kaupmannahafnar. • Hjálmar Jónsson (1796-1875) frá Bólu í Skagafirði hlaut enga framhaldsmenntun. • Hæfileikar hans voru hins vegar slíkir að hann er meðal þekktustu skálda Íslands.
Hver var hann? • Bólu-Hjálmar var alla tíð fátækur og lífið lék ekki við hann. • Til er þjóðsaga af því þegar hann fæddist (sjá bls. 103). • Hjálmar bjó lengstan hluta ævi sinnar í Skagafirði við þröng kjör og átti alla tíð í miklum deilum. • Hann var mjög skapstór og fékk menn oft upp á móti sér. • Hann var sjálfmenntaður á mörgum sviðum: • orti • skrifaði sagnaþætti um menn • var listaskrifari • skar afburðavel út
Hvernig orti hann? • Kveðskapur Hjálmars er mikill að vöxtum. • Sumt af því er hefðbundinn íslenskur kveðskapur: • rímnaflokkar • tækifærisvísur • ljóðabréf • Hjálmar er þó meira en venjulegur hagyrðingur. • Myndvísi hans er óvenjugóð. • Sjá ljóð hans um ellina á bls. 103.
Hvað með raunsæi? • Oft hefur verið tekið eftir því hversu raunsær Hjálmar er í kvæðum sínum. • Þar lýsir hann gjarnan kröppum kjörum og erfiðu lífi og deilir á græðgi. • Raunsæisskáldin héldu kveðskap hans á lofti. • Vafasamt er þó að kalla Hjálmar raunsæisskáld á sama hátt og orðið er notað um skáld raunsæisstefnunnar. • Þau tóku málin fyrir í víðara samhengi.
Af moldu ertu kominn • Til er saga um það hvernig veður í Skagafirði breyttist til hins verra þegar Hjálmar var borinn til grafar. • Tengist sú saga sögunni af því hvernig hann fæddist.
Verkefni í kennslustund • Nemendur lesa: • „Vorhvöt “eftir Steingrím Thorsteinsson á bls. 299-300 í Rótum. • „Hafísinn“ eftir Matthías Jochumsson á bls. 308-311 í Rótum. • „Landslag“ eftir Grím Thomsen á bls. 286 í Rótum. • „Sálarskipið“ eftir Bólu-Hjálmar á bls. 243 í Rótum.