60 likes | 383 Views
Danmörk. Höfuðborg : Kaupmannahöfn Fólksfjöldi : 5.475.791 manna Stærðlands : 43.094 km² Gjaldmiðill : Dönsk króna (DKK) Tungumál : Danska . Hrund og Ásdís 8-T. Danmörk ….
E N D
Danmörk Höfuðborg : Kaupmannahöfn Fólksfjöldi : 5.475.791 mannaStærðlands : 43.094 km² Gjaldmiðill : Dönsk króna (DKK)Tungumál : Danska Hrund og Ásdís 8-T
Danmörk … • Danmörk samanstendur af Jótlandsskaga og 443 eyjum þar sem 72 (2007) eru byggðar. Landið liggur að sjó að vestan, norðan og austan. Að vestan er Norðursjór, Skagerrak og Kattegat að norðvestan og norðaustan og Eystrasalt að austan, en að sunnan á Danmörk landamæri að Þýskalandi við suðurenda Jótlands. • Stærsti hluti Danmerkur er á Jótlandi, sem skagar til norðurs út úr Evrópu. Auk Jótlandsskagans er mikill fjöldi byggðra eyja sem eru í Eystrasalti. Stærstar eru Sjáland og Fjón. Helstu borgir eru Kaupmannahöfn á Sjálandi; Óðinsvé á Fjóni; Árósar, Álaborg, Horsens og Esbjerg á Jótlandi. • Danmörk var áður mun víðáttumeira ríki en það er í dag. Bæði átti það miklar lendur austan Eyrarsunds, Skán, Halland og Bleiking og einnig bæði héruðin Slésvík og Holtsetaland og náðu landamærin suður fyrir Hamborg þegar veldið var sem mest. • Danska konungsættin er elsta ríkjandi konungsætt í heimi. Á nítjándu öld gekk Noregur úr konungssambandi við Danmörku og var þá um tíma undir sænska konunginum. Á 20. öld fékk svo Ísland sjálfstæði frá Dönum, en Færeyjar og Grænland eru enn í konungssambandi við Danmörku þó að bæði löndin hafi fengið heimastjórn.
Landshættir & gróðurfar… • Danmörk er syðst Norðurlandanna en landið liggur við Norðursjó og Eystrasalt, með landamæri að Þýskalandi (Jótland); einnig tilheyra því tvær stórar eyjar (Sjáland og Fjón). Danmörk er láglend og flöt. Meðalhæð landsins yfir sjávarmál er 30 metrar en hæsti staður er 173 m yfir sjó. Nýlendur Dana eru Færeyjar og Grænland. Danmörk er um 43.092 ferkílómetrar að stærð 75% af landsvæðinu er ræktanlegt land, 10% skógar, 5% mýrar og vötn og 10% vegir, járnbrautateinar og hús. Jótland, sem teygir sig norður úr meginlandi Evrópu myndar meira en helminginn af flatarmáli landsins. Í Danmörku ríkir úthafsloftslag. Veður er fremur milt á veturna og meðalhitinn fer að jafnaði ekki niður fyrir frostmark í janúar en sumrin eru svöl.Í sveitum er nánast hver fermetri ræktaður. Landið er nyrst í laufskógabeltinu en samfelldir skógar eru ekki miklir. Danir rækta fyrst og fremst barrskóga til nytja.
Fólk, atvinnuvegir og menning. • Íbúar í Danmörku eru rétt rúmar 5,3 milljónir. Um 1, 4 milljónir manna búa í höfuðborginni Kaupmannahöfn og í nágrenni við hana. Aðrar borgir eru miklu minni en í þremur þeirra búa yfir 100 þúsund íbúar þ.e. í Árósum, Óðinsvéum og Álaborg. Danir eru fremur einsleit þjóð. Um 95% þeirra eru lútherstrúar. Helstu náttúruauðlindir Dana eru: jarðolía, jarðgas, fiskur, salt, kalksteinn, sandur og möl. Um 7% íbúa vinna við landbúnað, fiskvinnslu og gróðurrækt, 30% vinna við iðnað og 63% við verslun og þjónustu. Helstu útflutningsvörur Dana eru ýmiss konar matvörur, kjötmeti, mjólkurafurðir og fiskur. Einnig flytja þeir mikið út af vélum og iðnvarningi
Þekktir Danir… • Hans Christian Andersen, betur þekktur sem rithöfundurinn H.C. Andersen, hann skrifaði mjög margar bækur sem eru núna frægar . Niels Bohr fékk Nóbelsverðlaunin fyrir eðlisfræði árið 1922, Laudrup bræður og Peter Schmeichel eru þekktir knattspyrnumenn, Lars Ulrig trommari í Metallica og Kim Larsen söngvari . Íslendingar kannast við leikstjórann fræga Lars von Trier sem gerði myndina Myrkradansarinn með Björk í aðalhlutverki.
Stjórnarfar … • Í Danmörku er þingbundin konungsstjórn. Danska þingið nefnist Folkstinged og þar sitja 179 þingmenn. Þar af eru tveir frá Færeyjum og tveir frá Grænlandi. Margrét Þórhildur II er þjóðhöfðingi Dana. Hún er gift prins Henrik og eiga þau tvo syni: Friðrik, sem mun erfa krúnuna, og Jóakim. Þjóðhöfðinginn útnefnir forsætisráðherra og ráðherra í ríkisstjórn hans. Forsætisráðherra síðan 20. nóv. 2001 er Anders Fogh Rasmussen. • Einkennislitir danmerkur eru hvítur og rauður rétt eins og er í fánanum