250 likes | 477 Views
Aristóteles S tóra spurning Aristótelesar var Hvað er hlutur?. Hvað er skófla??? Hvað er það fyrir ákveðinn hlut, skóflu eða mann, að vera sami hlutur í dag og í gær?. Aristóteles bjó til hugtökin form og efni. Aristóteles rannsakaði hina lifandi náttúru.
E N D
Aristóteles Stóra spurning Aristótelesar var Hvað er hlutur? Hvað er skófla??? Hvað er það fyrir ákveðinn hlut, skóflu eða mann, að vera sami hlutur í dag og í gær?
Aristóteles bjó til hugtökin formog efni. Aristóteles rannsakaði hina lifandi náttúru. Hann er sagður hafa skriðið um á fjórum fótum. Platon beitti skynseminni nær eingöngu, en Aristóteles beitti líka skynfærunum.
Aristóteles taldi að engar hugmyndir væru meðfæddar, þótt formið væri eilíft og óumbreytanlegt. Við mennirnir búum til hugtökin um hlutina. Hugtakið ´hestur´ búum við til eftir að hafa séð fjölda hesta. Frummynd hests er ekki til sem sjálfstætt fyrirbæri.
Aristóteles taldi að frummyndin hæna væri ekki til. Hann sagði aftur á móti að form og efni hænunnar væri óaðskiljanlegt (sál og líkami). Aristóteles hélt fram að; ● náttúran væri hinn eiginlegi heimur, ● allt í vitundinni væri til vegna skilningarvitanna, ● við heyrum og sjáum og flokkum með skynseminni.
Aristóteles taldi skynsemina vera helsta einkenni okkar, en skynsemin væri tóm fyrir skynjun, engar hugmyndir væru meðfæddar. EÐLI / EIGINLEIKAR HLUTANNA eru í hlutunum sjálfum, eðlið / eiginleikarnir búa í hlutunum sem FORM. FORM hestsins er því EIGINLEIKAR hestsins.
Aristóteles EFNIÐ er það sem hluturinn er búinn til úr. FORMIÐ er eðli og eiginleikur eða eiginleikar hlutarins. Dauð hæna er bara efnið. Lifandi hæna er eining efnis og forms, með hinn sérstaka eiginleika að verpa eggjum.
Aristóteles sagði að í EFNINU fælist möguleiki á ákveðnum FORMUM, það er á ákveðnum eiginleikum. EFNIÐ leitast við að gera möguleikann FORMIÐ að veruleika. Hænuegg getur orðið að hænu en ekki að gæs. Marmaraklumpur getur orðið að hesti eða konu en aldrei að lifandi krakka.
Aristóteles greindi fjórar orsakir fyrir að hlutirnir eru það sem þeir eru. efnisorsök er efnið sjálft. formleg orsök er hið endanlega form hlutarins. gerandaorsök er hreyfiaflið sem knýr atburðinn eða hlutinn áfram. tilgangsorsök er tilgangur þess sem gefur hlutnum form.
Aristóteles var með kenningu um ákveðið stigveldi, þar trónaði maðurinn efst. Jurtir (eru með jurtasál og vaxa og dafna). Dýr (+ dýrasál, skynja, hreyfast, eru með hvatir). Menn (+ mannssál, hugsa, eru með skynsemi). Allt lifandi, allar kvikverur, hafa sál. Sálin gefur líf og þar með einingu EFNISINS og FORMSINS.
Aristóteles taldi mennina hafa allt í senn jurtasál, dýrasál og mannssál og að þeir þyrftu að nýta alla hæfileika sína til að vera hamingjusamir. Hið góða líf eða hamingjuhugtak Grikkjanna tengdist ekki beint innri tilfinningum, eins og núna. Hjá þeim tengdist hamingja opinberu lífi, því að stunda skynsamlega iðju, og breyta rétt og nýta hæfileika sína til þroska.
Aristóteles taldi þroska mannsins birtast í dygðugu líferni. Dygðasiðfræði Aristótelesar hefur þannig hamingjuna að markmiði. Dygðasiðfræði hans snýst um sjálfsstjórn og vilja og það að skynsemin velji að rata meðalhóf milli lastanna. Aristóteles hafnar öllum öfgum, dygðir eru hinn gullni meðalvegur.
Aristóteles taldi tilgang harmleikjaskáldanna vera að veita ánægju. Hann taldi að skelfingin eða vorkunnin veitti kenndum útrás og um leið nautn, sem væri holl. Það væri ekki eftirlíking þess sem hefði gerst, heldur þess sem gæti gerst. Aristóteles kom með kenningu um upphaf, miðju og endi söguþráðar.
Um 300 f Kr. Annars vegar STÓUSPEKINGAR undir austrænum áhrifum, sem boðuðu algyðistrú (að guð væri í öllu). Þeir litu á heiminn sem lifandi heild, sem væri gædd náttúrulegri skynsemi. Þeir töldu að heiminum væri stjórnað af alheimsskynsemi, logos, Guði eða lögmáli, sem væri eitt með náttúrunni. Markmið mannsins fælist í að lifa í samræmi við þetta lögmál og þannig öðlast SÁLARRÓ, stóíska ró.
Hins vegar EPÍKÚRINGAR, sem töldu manninum eðlislægt að leita ánægju og að vellíðan og lífsnautn væru æðstu gæðin. Vellíðan fælist í SÁLARRÓ, þar með lausn frá sársauka og samstillingu sálar og líkama. Þeir töldu að það ætti að forðast stjórnmál, hjónabönd og uppeldi barna. Epíkúringar aðhylltust frumeindakenningu Demókrítosar, höfnuðu ódauðleika sálarinnar, og töldu sálina leysast upp í frumeindir sínar við dauðann. Epíkúrismi var ef til vill viðbrögð við austrænni dulhyggju.
Ágústínus kirkjufaðir var mikillmælskusnillingur. Í Játningunum lýsir hann sinnaskiptum sínum frá nautnalífi og átökum sínum við heimspekistefnur fornaldar. Ágústínus var stöðugt að leita að HINU GÓÐA og skýringu á frjálsum vilja . Hann spurði hvaðan HIÐ ILLA getur komið í heimi sköpuðum af algóðum Guði.
HEILAGUR TÓMAs Frá akvínó (1225-1274) var einn merkasti heimspekingur miðalda. Hann kynnti hugsun Aristótelesar og sýndi hvernig hægt væri að sameina trú og skynsemi. Í lok 19. aldar varð hann opinber heimspekingur kaþólsku kirkjunnar. Afrek hans var að gera heildarkenningu, úr því markverðasta í vestrænni hugsun, og sýna að sú hugsun samræmdist kristinni trú með skýrri aðgreiningu á trú og þekkingu.
Descartes taldi * andann eða sálina vera algerlega efnisvana og * efnið vera algerlega andvana, * og að maðurinn einn væri með sál. Öll dýr væru sem meðvitundarlausar sjálfvirkar vélar.
Descartes vann með hnitarúmfræði, efahyggju, tvíhyggju, guð, stærðfræði, ljósfræði, rökfræði, eðlisfræði, og fleira. Efnið hefur rúmfræðilega eiginleika; lögun stærð deilanleika o.s.frv.. Descartes hafnaði skýringum Aristótelesar, en taldi fastan kjarna handan breytileikans.
DescartesEFAHYGGJA Descartes vildi leggja varanlegan grunn að vísindalegri þekkingu. Hann tók upp rök efahyggjumanna um óáreiðanleika jafnvel hversdagslegustu hluta. Descartes nýtti efahyggju á annan hátt en áður, og leyfði sér að efast líka um hinn ytri heim. Hann efaðist um allt, en hann gat ekki efast um að hann efaðist og hugsaði. ÉG HUGSA ÞESS VEGNA ER ÉG TIL
AÐFERÐDescartes 1 – Að hafa ekkert fyrir satt nema það liggi í augum uppi, að forðast hvatvísi og hleypidóma, að kveða ekki á um neitt nema það sem stendur skýrt og greinilega fyrir hugskotssjónum og ekki er hægt að bera brigður á. 2 – Að rekja sundurhvern vanda í eins marga þætti og hægt og þarft er til að ráða betur við hann. 3 – Að hugsa í réttri röðmeð því að byrja á því einfaldasta og auðveldasta og fikra sig síðan áfram. 4 – Að fella hvergi neitt undan, að yfirfara alla þætti þar til vissa er fyrir hendi að ekki hefur sést yfir neitt.
DescartesTVÍHYGGJA Í stærðfræðilegri heimsmynd Descartes var öllu huglægu úthýst úr efnisheiminum. Descartes var sannkristinn, hann þráði fullkomna þekkingu og taldi efnisheiminn og sálina vera jafn raunverulega veruleika en eðlisólíka. Sál mannsins: sjálfstæður veruleiki, – hrein hugsun / eðli hugsun. Efnisheimurinn: sjálfstæður veruleiki, – vélrænn og lögmálsbundinn / eðli rúmtak. Andstæða tvíhyggju Descartes; HUGHYGGJA – efnishlutir eru í raun skynjanir, allt eru hugir. EFNISHYGGJA – allt er efnislegt, einnig hugurinn.
SPINOZA taldi Guð og náttúrulögmálin vera eitt. Við erum þannig að hluta til Guð þar sem við erum hluti af hinu æðra. Hið æðra er ekki handan okkar, það er við sjálf. = EINHYGGJA Vilji Guðs er lögmál náttúrunnar (heimurinn), sem stjórnar öllu. Við erum eitt með Guði og Guð er orsök alls, allt gerist af nauðsyn.
SPINOZA sagði að það að trúa á Guð væri ekki að uppgötva eitthvað ofan og utan við okkur. Guð er hvorki innan eða utan heimsins, hann er heimurinn, en ekki skapari heimsins. Spinoza var talinn hættulegasti maður Evrópu. Í heiminum felast óendanlega margar víddir, við náum bara hugsun og rúmtaki, sagði Spinoza. Tvö birtingarform Guðs eru hugur og líkami eða andi og efni, en Guð hefur óendanlega marga aðra eiginleika.
LEIBNIZ var með hugmynd um mögulega heima, út frá mótsagnarlögmálinu, og að Guð hefði í góðmennsku sinni skapað BESTA MÖGULEGA HEIMINN. Heimur frjáls vilja og illvirkja væri betri en ef frjáls vilji væri ekki til. Okkur virðast vera tengsl milli hlutanna, en það er ímyndun.
LEIBNIZ taldi að Guð, hinn fullkomnasti hugur, hefði skapað heiminn þannig að hin smæsta eining framkvæmdi sjálf það sem til væri ætlast. Hann sagði að óefnislegar einingar veruleikans væru í raun bara skynjanir og langanir. = MÓNÖÐUR Efnið væri í raun ekki efnislegt, heldur gert úr nokkurs konar óefnislegum aðgerðamiðjum. ALLT Í FYRIRFRAM ÁKVEÐNU SAMRÆMI