400 likes | 1.04k Views
Lifandi veröld. 7. kafli - Hryggleysingjar. 7-1 Einkenni hryggleysingja. Hryggleysingi er dýr án hryggjar. Hryggleysingjar eru sá hópur dýra sem hefur flestar tegundir: rúmlega 90% dýrategunda eru hryggleysingjar Við fjöllum um eftirfarandi fylkingar hryggleysingja: Svampdýr Holdýr Orma
E N D
Lifandi veröld 7. kafli - Hryggleysingjar
7-1 Einkenni hryggleysingja • Hryggleysingi er dýr án hryggjar. • Hryggleysingjar eru sá hópur dýra sem hefur flestar tegundir: rúmlega 90% dýrategunda eru hryggleysingjar • Við fjöllum um eftirfarandi fylkingar hryggleysingja: • Svampdýr • Holdýr • Orma • Lindýr • Liðdýr • Skrápdýr Glósur úr Lifandi veröld
7-2 Svampdýr Þróunin: • Svampdýrin eru elstu fjölfruma dýrin sem nú byggja jörðina ( komu fram fyrir um 580 milljónum ára.) • Þau eru einföldustu fjölfrumu hryggleysingjarnir Tengsl við manninn: • Svampdýr eru stundum þurrkuð og notuð til þvotta og annarra þrifa. Glósur úr Lifandi veröld
7-2 Svampdýr, frh. Helstu einkenni: • Lifa oftast í sjó • Föst við undirlag, þ.e. þau hreyfa sig ekki úr stað • Svampdýr hafa ekki sérhæfða vefi, hver fruma lifir sjálfstæðu lífi og svampdýrið er klasi þessara frumna sem lifa saman. • Líkami svampdýra er alsettur litlum opum sem sjór streymir um. Þar taka frumur dýrsins upp súrefni og næringarefni Glósur úr Lifandi veröld
7-3 Holdýr Þróunin: • Holdýr eru meðal frumstæðustu dýra, komu fram fyrir um 500 milljónum ára • Holdýrin hafa það framyfir svampdýrin að búa yfir sérhæfðum vefjum, t.d. tauganeti, vöðvavef Glósur úr Lifandi veröld
7-3 Holdýr, frh. Helstu einkenni: • Lifa flest í sjó en einhverjar tegundir lifa í ferskvötnum. • Hafa eitt meltingarhol og á því er bara eitt op. Eru eins og skál í laginu. • Í kringum munnopið eru griparmar og á þeim eru brennifrumur sem gefa frá sér eitur til að drepa bráðina og til að verja holdýrið. • Hafa geislóttan líkama, þ.e. hægt er að skipta líkamanum í nokkra nákvæmlega eins hluta Glósur úr Lifandi veröld
7-3 Holdýr, frh. Holdýr skiptast í 2 flokka: • Holsepar: sem festa neðri hluta líkamans við undirlag og eru uppréttir með munnopið og griparmana við efri hluta líkamans, t.d. armslöngur, kóraldýr og sæfíflar Glósur úr Lifandi veröld
7-3 Holdýr, frh. • Hveljur: snúa munnopi og örmum niður og synda um frjáls í sjónum, t.d. marglyttur Glósur úr Lifandi veröld
7-3 Holdýr, frh. Æxlun holdýra er tvenns konar: • Kynæxlun: framleiðsla sáðfruma og eggfruma sem sameinast • Kynlaus æxlun: knappskot þar sem nýr einstaklingur vex út úr þeim eldri, t.d. hjá armslöngum Glósur úr Lifandi veröld
7-4 Ormar Við fjöllum um 3 fylkingar orma: • Flatorma • Þráðorma • Liðorma Allir ormar hafa tvíhliða líkamsgerð, þ.e. skipta má líkama þeirra í 2 hluta sem eru spegilmynd hvor annars. Skeri er liðormur sem er algengur í íslenskum fjörum Glósur úr Lifandi veröld
7-4 Ormar, frh. Flatormar: • Þeir eru flatir og lifa í sjó og ferskvatni. Þeir skríða á botninum eða synda um. • Þeir hafa aðeins eitt op á líkamanum þar sem fæða fer inn og úrgangur út • Þeir verða fæstir stærri en 1 cm en samt sem áður eru til flatormar eins og bandormar geta orðið allt að 10 m langir. • Sumir flatormar, t.d. margir bandormar, eru sníklar og lifa í eða á líkömum annarra lífvera Glósur úr Lifandi veröld
Iðormur, mikið stækkað bandormur í manni - myndband Glósur úr Lifandi veröld
7-4 Ormar, frh. Þráðormar: • Eru aflangir, sívalir og mjókka til beggja enda. • Hafa 2 op á líkamanum, munnop við annan endann og saurop við hinn. • Lifa í rökum jarðvegi, fersku vatni og sjó • Eru fæstir lengri en einn millimetri. • Margar tegundir eru sníklar í öðrum lífverum. Dæmi um þráðorma sem sýkja menn: njálgur og spóluormur Glósur úr Lifandi veröld
Mannspóluormur Glósur úr Lifandi veröld
Njálgur myndband Glósur úr Lifandi veröld
7-4 Ormar, frh. Liðormar: • Líkaminn þeirra er byggður úr mörgum liðum. • Lifa ýmist í jarðvegi á landi, í sjó eða vötnum Ánamaðkurinn er dæmigerður liðormur Glósur úr Lifandi veröld
7-4 Ormar, frh. Ánamaðkar eru þekktustu liðormarnir: • lifa i jarðvegi á alls kyns lífrænum úrgangi sem þeir breyta í mold. • hafa stutta bursta og slímugan líkama til að auðvelda ferðir um jarðveginn • hafa talsvert þróaðan meltingarveg • hafa lokaða blóðrás og vísi að hjarta sem dælir blóði • hafa ekki öndunarfæri, loftskipti fara fram um raka húðina • búa yfir einföldu taugakerfi og eru mjög næmir á umhverfi sitt. Geta sent öðrum ánamöðkum boð með sérstakri lykt • eru tvíkynja, þ.e. hvert dýr hefur bæði karl- og kvenkynfæri. Tveir ánamaðkar æxlast með því að skiptast á sáðfrumum: Glósur úr Lifandi veröld
7-5 Lindýr • Lindýr eru oftast smávaxin dýr með mjúkan líkama. • Flest lindýr hafa skel úr kalki utan um líkamann. • Mörg lindýr hafa vöðvaríkan fót sem þau nota til að hreyfa sig og/eða loka skelinni. • Utan um líkama lindýrsins vex möttullinn, og út frá honum myndast skelin. • Skel lindýra vex með dýrinu. • Flest lindýr lifa í sjó en sum lifa í ám og vötnum eða jafnvel á landi. • Fylkingu lindýra má skipta í þrjá flokka; samlokur, snigla og smokka. Glósur úr Lifandi veröld
7-5 Lindýr, frh. Sniglar: • Hafa flestir eina skel (kuðung) • Hafa tungu í munninum sem minnir á þjöl eða rasp; skráptunga, notuð til að rífa vefi eða dýr sem snigillinn kyngir síðan • Helstu sniglar á íslandi: • Án kuðungs: brekkusnigill, svartsnigill og bertálknar • Með kuðungi: beitukóngur, nákuðungur, klettadoppa Dæmigerður snigill klettadoppa Glósur úr Lifandi veröld
7-5 Lindýr, frh. Samlokur: • Hafa 2 skeljar sem umlykja líkamann • Hreyfa sig ýmist með því að reka út fótinn, eða skella saman skeljunum • Sía smádýr og fæðuagnir úr vatninu • Samlokur á Íslandi: • Í sjó: kræklingur, kúfskel, hörpuskel • Í ferskvatni: ertuskel (perluskel) Hörpuskel Glósur úr Lifandi veröld
7-5 Lindýr, frh. Smokkar: • Geta orðið mjög stórir (20 metrar, 2 tonn) • Hafa arma til að afla fæðu og hreyfa sig • Eru fljótir í förum. Geta skotist mjög hratt með ,,þrýstivatnshreyflum” • Sumir verjast með dökku litarefni (bleki) sem ruglar óvininn • Margir geta skipt litum til að fela sig Glósur úr Lifandi veröld
7-6 Liðdýr Fylking liðdýra: • Hefur fleiri tegundir en aðrar fylkingar dýraríkisins samanlagt • Liðdýr lifa hvarvetna á jörðinni, á landi og í vatni, bæði fersku og söltu. • Helstu flokkarnir eru: • Krabbadýr • Margfætlur • Þúsundfætlur • Áttfætlur • Skordýr Glósur úr Lifandi veröld
7-6 Liðdýr Helstu einkenni liðdýra eru: • ytri stoðgrind (hörð skel) • liðskiptur líkami • útlimir með liðamótum (oft eitt par útlima á hverjum lið líkamans) Á marflónni má sjá helstu einkenni liðdýra Glósur úr Lifandi veröld
7-6 Liðdýr - krabbadýr Krabbadýr: • Liðskiptur líkami • Lifa í fersku vatni eða sjó og anda með tálknum • Búa yfir getu til að láta sér vaxa nýjan líkamshluta. • T.d. einbúakrabbi, bogakrabbi, humar og rækja. Kuðungakrabbinn fær kuðung ,,að láni” frá lindýrum og gerir sér bústað í þeim Glósur úr Lifandi veröld
margfætlur og þúsundfætlur Margfætlur: • Hafa eitt fótapar á hverjum lið líkamans • Rándýr Glósur úr Lifandi veröld
Þúsundfætlur: • Hafa tvö fótapör á hverjum lið Glósur úr Lifandi veröld
7-6 Liðdýr - áttfætlur Áttfætlur – helstu einkenni: • Hafa 8 fætur • Hafa sérstaka munnlimi: klóskæri • Bolurinn ýmis í einu lagi eða tvískiptur Helstu flokkar: • Kóngulær • Langfætlur • Mítlar • Sporðdrekar Glósur úr Lifandi veröld
Áttfætlur Kóngulær: • Lifa flestar á þurru landi • Hafa spunakirtla sem framleiða efni í vef. Fljótandi silkið flæðir út um spunavörtur aftast á líkamanum • Eru rándýr og drepa bráð með eitri sem sprautast úr oddi klóskæranna • Hafa alltaf tvískiptan bol Glósur úr Lifandi veröld
Langfætlur: Hafa óskiptan bol Hafa tvö pör klóskæra, en enga eiturkirtla Rándýr og hræætur Hafa mjög langa fætur Sporðdrekar: Lifa í heitu og þurru umhverfi Rándýr, drepa með eitri Veiða einkum á nóttunni Éta einkum aðrar áttfætlur Mítlar: Lifa oft í jarðvegi Sumir eru sníklar á mönnum eða dýrum, t.d. kláðamaur 7-6 Liðdýr - áttfætlur Glósur úr Lifandi veröld
7-6 Liðdýr - skordýr Líkamsgerð skordýra: • Líkaminn skiptist í þrjá megin hluta; • Höfuð • Frambol • Afturbol • Hafa 6 fætur • Flest eru vængjuð • Hafa tvenns konar augu: • Depilaugu greina mun dags og nætur • Samsett augu, sérlega næm á hreyfingu • Blóð flytur næringu um opið kerfi, þ.e. Blóðið er ekki alltaf innan æða • Súrefni og koltvísýringur er flutt um sérstakt loftæðakerfi Glósur úr Lifandi veröld
7-6 Liðdýr - skordýr Vöxtur og þroski: • Skordýr vaxa hratt og þurfa reglulega að skipta um ham (skurn) eins og önnur liðdýr • Á vaxtarskeiði taka skordýrin stakkaskiptum og er það kallað myndbreyting: Glósur úr Lifandi veröld
Liðdýr – skordýr - ófullkomin myndbreyting • Egg • Gyðla (smækkuð mynd fullorðins dýrs) • Stækkar við hver hamskipti • Fullorðið dýr • Dæmi: • Lýs • Flær Egg Fullorðið dýr Ungt dýr Glósur úr Lifandi veröld
Liðdýr – skordýr- fullkomin myndbreyting - • Egg • Lirfa • Púpa • Fullorðið dýr • Dæmi: • Flugur • Fiðrildi Glósur úr Lifandi veröld
7-6 Liðdýr - skordýr Atferli: • Flest skordýr eru ekki félagslynd nema þegar mökun á sér stað. • Kvendýr margra skordýra gefa frá sér ilmefni (ferómón) sem laða karldýrin að • Önnur skordýr eru félagslynd og lifa í flóknum samfélögum þar ákveðin verkaskipting ríkir, t.d. bíflugur og maurar Glósur úr Lifandi veröld
7-6 Liðdýr - skordýr Varnir skordýra gegn óvinum: • Stungur, t.d. geitunga og býflugna • Felugervi • Litir • Lögun • Myndir á líkamanum (t.d. sem líkjast augum) • Lykt: fælir frá • Eitur: ertir og fælir frá Glósur úr Lifandi veröld
7-7 Skrápdýr • Lifa í sjó og ferðast hægt eða alls ekki neitt um • Yfirleitt fimmgeislótt • Stoðkerfi þeirra er skrápur sem vex með dýrinu • Hafa sjóæðakerfi: æðar sem eru fullar af sjó og breyta vökvaþrýstingnum til að geta hreyft útlimina • Hafa sogfætur sem annast hreyfingu og veiði • Algeng í kringum Ísland: krossfiskar, ígulker og sæbjúgu Hér sést skrápdýrið marflækja Glósur úr Lifandi veröld
7-7 Skrápdýr Krossfiskar: • Eru rándýr • Nota sogfætur til að ráðast á bráð, t.d. opna skeljar lindýra • Geta látið vaxa nýja líkamshluta. • Algengir hér í fjörum. Krossfiskur er skrápdýr – fimmgeislótt lögunin sést vel Glósur úr Lifandi veröld