330 likes | 710 Views
Lifandi veröld. 8. kafli, Hryggdýr. 8-1 Einkenni hryggdýra. Hryggurinn: ber uppi líkamann og verndar mænuna ýmist úr beini eða brjóski hluti af innri stoðgrind líkamans Líffærakerfi: innri stoðgrindin er lifandi vefur, þ.e. hún vex með lífverunni vel þróuð líffærakerfi
E N D
Lifandi veröld 8. kafli, Hryggdýr
8-1 Einkenni hryggdýra Hryggurinn: • ber uppi líkamann og verndar mænuna • ýmist úr beini eða brjóski • hluti af innri stoðgrind líkamans Líffærakerfi: • innri stoðgrindin er lifandi vefur, þ.e. hún vex með lífverunni • vel þróuð líffærakerfi • lokað blóðrásarkerfi
8-1 Flokkar hryggdýra Núlifandi hryggdýr skiptast í 7 flokka: • Vankjálka • Brjóskfiska • Beinfiska • Froskdýr • Skriðdýr • Fugla • Spendýr Hafa misheitt blóð, þ.e. hiti blóðsins breytist með hitabreytingum í umhverfinu Hafa jafnheitt blóð, þ.e. Starfsemi líkamans heldur líkamshita stöðugum
8-1 Einkenni hryggdýra Vankjálkar: • Frumstæðustu hryggdýrin • Hafa enga kjálka • Hafa brjósk í stað beina • Hafa ugga, en ekki samstæða • Hafa ekki hreistur
8-2 Fiskar Þróunarsagan: • Elstu hryggdýr jarðarinnar • Komu fram fyrir um 540 milljónum ára • Skiptast í brjóskfiska og beinfiska Helstu einkenni: • Lagaðir að lífi í vatni, ýmist söltu eða fersku • Straumlínulagaður líkami • Anda með tálknum Ýsa Þorskur
8-2 Fiskar Brjóskfiskar – helstu einkenni: • Stoðgrind úr mjúku brjóski • Húðin er þakin göddum og kallast skrápur • Margir fæða lifandi unga - hafa innri frjóvgun • Skötur og fleiri brjóskfiskar verpa eggjum sem eru eitt og eitt í hornkenndu hylki sem nefnist pétursskip. Skata er brjóskfiskur
8-2 Fiskar Beinfiskar – helstu einkenni: • Stoðgrindin er úr beini • Tennur vísa inn í munninn, gerðar til að grípa bráð sem er kyngt í heilu lagi • Húð er slímkennd, þakin hreistri og kallast roð • Rákin er skynfæri sem greinir hreyfingu í vatninu • Margir hafa sundmaga, poki með lofti sem fiskurinn notar til að stýra eðlisþyngd Karfinn er beinfiskur
8-3 Froskdýr Tveir helstu hópar froskdýra: • Froskar • Salamöndrur Froskar: • Hafa misheitt blóð • Eggin klekjast út í vatni, úr þeim koma halakörtur sem hafa hala og anda með tálknum • Þegar halakörtur þroskast missa þær halann og lungu myndast í stað tálknanna • Þegar fullum þroska er náð skríða flest froskdýr á land og anda þá með lungum og húðinni.
8-3 Froskdýr Salamöndrur: Salamöndrur eru ólíkar froskum að því leyti að þær eru búklangar og með hala alla ævina, fætur eru styttri (sérstaklega afturfæturnir) Sumar salamöndrur lifa alla ævi í vatni
Skriðdýr – helstu einkenni: Misheitt blóð Anda með lungum Hafa þurra, hreisturkennda húð Egg hafa leðurkennda skurn sem kemur í veg fyrir vökvatap Verpa á landi Skriðdýr – helstu flokkar: Slöngur Eðlur Skjaldbökur Krókódílar 8-4 Skriðdýr
Slöngur: • Eru fótalausar og liðast áfram á hreistruðum kviðnum • Sumar hafa eiturkirtla og drepa bráð með eitri úr þeim • Hafa slaka sjón og heyrn en mjög næmt hitaskyn, lyktarskyn og bragðskyn
8-4 Skriðdýr Eðlur: • Eru með fætur • Hafa góða heyrn • Flestar eru smávaxnar skordýraætur • Kameljónið notar feluliti til að verjast óvinum • Sumar geta sleppt halanum til að losna frá óvinum
Skjaldbökur: Eru með þykkan skjöld til varnar Verpa alltaf á landi, en passa ekkert upp á ungana Lifa ýmist í vatni eða á landi Ýmist gras- eða dýrætur Krókódílar: Lifa í og við vatn Mara í kafi og bíða eftir bráð – eru rándýr Verpa eggjum í rotnandi gróður eða grafa þau í sand Eru einu skriðdýrin sem passa upp á ungana sína
8-5 Fuglar Fuglar eru skyldir skriðdýrum. Það sést á því að þeir eru með hreisturkennda húð á fótum Helstu einkenni: • Fiðruð • Jafnheitt blóð (halda líkamshitanum jöfnum og geta því lifað í köldu loftslagi) • Verpa eggjum sem hafa harða skurn úr kalki. Skurnin ver ungann en flestir fuglar sitja á eggjunum til að halda á þeim hita.
8-5 Fuglar Spörfuglar: Eru með setfót sem hentar vel til þess að grípa um trjágreinar - þrjár tær snúa fram og ein aftur Til eru um 5000 teg. spörfugla Dæmi um spörfugla eru • Skógarþröstur • Músarrindill • Þúfutittlingur • Hrafn
8-5 Fuglar Sundfuglar: Eru yfirleitt með sundfót, en þá er sundfit milli tánna sem hjálpar til við sund Dæmi um sundfugla eru: • Endur • Gæsir • Fýll • Mávar og svartfuglar
8-5 Fuglar Vaðfuglar: Eru háfættir og vaða yfirleitt í grunnu vatni í leit að ormum, skordýrum og öðrum hryggleysingjum. Dæmi um vaðfugla eru: • Spói • Stelkur • Tjaldur
8-5 Fuglar Ránfuglar: • Fljúga mjög vel • Sjá mjög vel • Hafa hvassan og boginn gogg og klær sem geta gripið bráð. • Eru rándýr Dæmi um ránfugla eru: • Haförn • Fálki • Smyrill
8-5 Fuglar Ófleygir fuglar: eru gjarnan með sterklega fætur og geta hlaupið hratt. Þetta gildir þó ekki um mörgæsir sem eru stirðar á landi en synda vel í vatni Dæmi um ófleyga fugla: • Strúturinn í Afríku • Geirfuglinn, sem dó út fyrir u.þ.b. 100 árum
8-5 Fuglar Aðlögun fugla að flugi: • Fiðrið er einkenni sem tengist flugi. Fjaðrir eru tvenns konar: • Dúnfjaðrir: fíngerðar og einangra vel gegn kulda • Þakfjaðrir: langar og stinnar, notaðar til að veita lyftikraft og stýra flugi • Lengstu fjaðrirnar eru á vængjunum • Bein fugla eru mjög sterk en hol að innan og þyngja því ekki fuglinn um of.
8-5 Fuglar Atferli fugla: • Söngurinn: • Notaður til að finna maka • Fuglar helga sér svæði með söng og kallast það svæði Óðal • Notaður til að gefa öðrum fuglum varúðarmerki • Skrautlegir litir: • Notaður til að laða að maka • Laðar líka að óvini og því er það oft bara karlinn sem er litskrúðugur
8-6 Spendýr Helstu einkenni spendýra: • Eru með jafnheitt blóð • Egg frjóvgast inní líkama kvendýrsins • Hafa mjólkurkirtla og sýna ungum sínum umhyggju • Hafa vel þróuð líffæri: anda með lungum og hafa hjarta sem dælir blóði, taugakerfi og heili flóknari og fullkomnari en hjá öðrum dýrum. Helstu undirflokkar spendýra: • Nefdýr • Pokadýr • Fylgjudýr
8-6 Spendýr Nefdýrin eru frumstæðustu spendýrin: • Verpa eggjum • Hafa enga spena en mjólkin vætlar út um op • Aðeins til þrjár tegundir nefdýra, lifa allar í Ástralíu. Breiðnefur
8-6 Spendýr Pokadýr fæða mjög vanþroskaða unga: • Ungarnir skríða strax í poka á kviði móðurinnar. Þar sjúga þeir sig fasta á spena þar til þeir eru orðnir þroskaðir.
Flestar tegundir spendýra eru fylgjudýr: Ungi fylgjudýra þroskast í líkama móður og fær súrefni og næringu um fylgju (legköku) Unginn er alinn á mjólk eftir fæðingu Fylgjudýr skiptast í 15 ættbálka og hér er fjallað um eftirtalda: Skordýraætur Leðurblökur Rándýr Tannleysingja Fíla Hófdýr og klaufdýr Nagdýr og nartara Hvali og sækýr Prímata 8-6 Spendýr
8-6 Spendýr Fylgjudýr - Leðurblökur: • Einu spendýrin sem geta flogið • Fljúga með hjálp húðar sem er strengd milli fram- og afturfótanna • Sjá illa • Nota heyrn og bergmálstækni til að skynja umhverfi sitt
8-6 Spendýr Fylgjudýr - Rándýr: • Veiða önnur dýr til matar • Hafa hvassar tennur og klær • Hafa öfluga vöðva til að elta uppi bráð • Dæmi: • Kattardýr, hundar, birnir (á landi) • Selir, rostungar, otrar (í sjó og vötnum)
8-6 Spendýr Fylgjudýr - Tannleysingjar: • Hafa engar, eða mjög litlar tennur án glerungs • Dæmi: • Maurætur: veiða maura með langri tungu • Beltisdýr: • Letidýr: hafa langar klær sem þau nota til að hanga í trjám
8-6 Spendýr Fylgjudýr - Fílar: • Hafa rana sem nýtist fílnum til að grípa stóra og litla hluti • Stærstu núlifandi landdýrin • Til eru 2 tegundir: • Afríkufíllinn • Asíufíllinn (hefur minni eyru og er auðveldari að temja)
8-6 Spendýr Fylgjudýr – Hófdýr og klaufdýr: • Einkennast af hornkenndum tám • Eru grasbítar • Mörg hafa verið tamin og nýtt af mönnum, t.d. kýr, kindur, geitur, svín og hestar • Hófdýr • Meginþunginn hvílir á einni tá • Klaufdýr • Meginþunginn hvílir á þriðju og fjórðu tá og eru þær kallaðar klaufir
8-6 Spendýr Fylgjudýr - nagdýr og nartarar: • Nagdýr: • Um 2000 tegundir eru til • Eiga það sameiginlegt að vera með sérstaka gerð framtanna (nagtennur) sem vaxa alla ævi • Dæmi: mýs, rottur og flóðsvínið (stærsta nagdýrið) • Nartarar: • Hafa nagtennur • Hreyfa jaxla til hliðar þegar þeir mala fæðuna • Dæmi: hérar og kanínur
Fylgjudýr – Hvalir og sækýr: • Hvalir: • Stærstu dýr sem hafa nokkru sinni lifað á jörðinni! • Missa hárin fyrir fæðingu en hafa spik til að verjast kulda • Tannhvalir hafa tennur og veiða dýr sér til matar • Skíðishvalir hafa skíði sem þeir nota til að ná átu úr sjónum og éta, þeir verða stærri en tannhvalirnir • Sækýr • Eru jurtaætur • Lifa í grunnun sjó • Skyldar fílum • Geta lifað stuttan tíma á landi
8-6 Spendýr Fylgjudýr – Prímatar: • Hafa grip á höndum og fótum • Hafa flatar neglur í stað klóa • Augun sitja framan á andlitinu og geta því skynjað fjarlægðir • Hafa vel þroskaðan heila (sérstaklega)apar og menn) • Skiptast í: • Hálfapar • Apar • Menn