1 / 36

5-1 Hvað er ljós?

5-1 Hvað er ljós?. Ljóseind er örsmá eind sem flytur orku ljóss og annarra rafsegulbylgna. Mynd 5-2. Rafsegulbylgja er þverbylgja sem þarf ekki bylgjubera til þess að færast úr stað. Þær berast í gegnum tómarúm á hraðanum 300.000 km/sek.

fathia
Download Presentation

5-1 Hvað er ljós?

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. 5-1 Hvað er ljós? • Ljóseind er örsmá eind sem flytur orku ljóss og annarra rafsegulbylgna. Mynd 5-2. • Rafsegulbylgja er þverbylgja sem þarf ekki bylgjubera til þess að færast úr stað. Þær berast í gegnum tómarúm á hraðanum 300.000 km/sek. Kennari Eggert J Levy

  2. Allar bylgjur ljóss eru þverbylgjur og hreyfistefnan er hornrétt á raf- og segulsviðið. Sjá mynd 5-3. Rafsvið er sviðið umhverfis rafhleðslu. Segulsvið er sviðið þar sem rafsegulkrafta gætir. 5-1 Hvað er ljós? Kennari Eggert J Levy

  3. 5-1 Hvað er ljós? • Í þverbylgju er hreyfistefna bylgjunnar hornrétt á raf og segulsviðið. (Mynd 5-3) Kennari Eggert J Levy

  4. Rafsegulrófið er röð mismunandi rafsegulbylgna sem raðað er eftir mismunandi tíðni og orku. Rafsegulrófið nær meðal annars yfir útvarpsbylgjur, örbylgjur, ljósbylgjur, útfjólubláa geislun og gammageislun. Mynd 5-5, bls 113, sjá næstu glósu. 5-1 Hvað er ljós? Kennari Eggert J Levy

  5. Rafsegulrófið 5-1 Hvað er ljós? Kennari Eggert J Levy

  6. Sýnilega litrófið þar er tíðni ljósbylgjanna milli 400 - 750 milljarðar Hz. Rautt ljós hefur lægstu tíðnina, en fjólublátt þá hæstu. Ósýnilega litrófið, þar eru ljósbylgjur sem hafa lægri tíðni en rautt ljós og hærri tíðni en fjólublátt ljós. 5-1 Hvað er ljós? Kennari Eggert J Levy

  7. Örbylgjur nefnast þær útvarpsbylgur, sem hafa mestu bylgjulengdina og minnstu tíðnina. Tvíeðli ljóss, ljósið hefur bæði eiginleika bylgna og agna, en aldrei samtímis. 5-1 Hvað er ljós? Kennari Eggert J Levy

  8. Ljósröfun er eingöngu hægt að útskýra með því að ljósið sé úr ögnum, að flestu öðru leyti hagar ljós sér út frá bylgjueiginleikum þverbylgna. Sjá mynd 5-9, bls 116. 5-1 Hvað er ljós? Kennari Eggert J Levy

  9. Sólarrafhlaða 5-1 Hvað er ljós? Kennari Eggert J Levy

  10. Lýsandi hlutir gefa frá sér eigin ljós. Upplýstir hlutir endurkasta ljósgeislum. Myndun ljóssGlóðarljós: Grannur vír úr volframi hitnar þegar rafeindir flæða gegnum vírinn sem veitir viðnám, hann tekur að glóa og gefur frá sér ljós. 5-2 Ljósgjafar Kennari Eggert J Levy

  11. Flúorljós: Rafeindir dynja á gassameindumm undir litlum þrýstingi í glerpípu. Ljómefnið inn í pípunni breytir útfjólublárri geislun í sýnilegt ljós, ljósið myndast þegar gasið afhleðst. Neonljós: Rafmagn fer í gegnum glerpípu sem inniheldur gas undir litlum þrýstingi. Rautt ljós myndast við afhleðslu rafmagns sem fer í gegnum neongas. 5-2 Ljósgjafar Kennari Eggert J Levy

  12. Gagnsæ efni hleypa ljósi greiðlega í gegnum sig. Hálfgagnsæ efni hleypa ljósi í gegnum sig á óskýran hátt. Ógagnsæ efni hleypa ljósi ekki í gegnum sig. 5-2 Ljósgjafar Kennari Eggert J Levy

  13. Speglun kallast það þegar ljósgeisli endurvarpast af fleti. Speglun getur verið tvenns konar Regluleg speglun einkennist af því að ljósgeislar endurvarpast af sléttum fleti og dreifast lítið sem ekkert. 5-3 Speglun Innfalls- og útfallshorn eru jafnstór Kennari Eggert J Levy

  14. 5-3 Speglar • Dreifð speglun einkennist af því að geislarnir endurvarpast af ósléttum fleti og dreifast í allar áttir. Kennari Eggert J Levy

  15. 5-3 Speglar Regluleg speglunDreifð speglun Kennari Eggert J Levy

  16. 5-3 Speglar • Til eru þrenns konar speglar: Sléttir speglar, kúptir speglar og íhvolfir speglar. Kennari Eggert J Levy

  17. 5-3 Speglar Sléttur spegill er með fullkomlega sléttan speglunarflöt. Aðfalls- og útfallshorn geislans eru alltaf jafn stór. Spegilmyndin snýr eins og fyrirmyndin, sýnist vera sömu stærðar og virðist vera jafn langt aftan við spegilinn og fyrirmyndin er fram við hann. Notagildi: Á baðherbergjum. Kennari Eggert J Levy

  18. 5-3 Speglar Kúptur spegill er kúptur eða kúlulaga. Kúptur spegill dreifir ljósgeislum sem endurvarpast af speglunarfleti. Kennari Eggert J Levy

  19. 5-3 Speglar Spegilmyndin er alltaf réttstæð og minni en fyrirmyndin og virðist vera fyrir aftan spegilinn. Þeir veita rangar upplýsingar um fjarlægðir. Notagildi: Í verlsunum eru kúptir speglar til að veita yfirsýn yfir stærra svæði. Kennari Eggert J Levy

  20. 5-3 Speglar Holspegill er íhvolfur. Holspegill endurvarpar þeim geislum sem koma samsíða ási spegilsins þannig að þeir koma saman í punkti sem nefnist brennipunktur. Ás spegilsins er ímynduð lína sem dregin er gegnum brennipunktinn og miðju spegilsins. Kennari Eggert J Levy

  21. Ef ljósgjafa er komið fyrir í brennipunktiholspegils endurkastast ljósgeislarnir allir samsíða til baka frá speglinum. Engin mynd verður þá til, en samþjappaður ljósgeisli myndast. Holspegill endurvarpar geislum sem falla samsíða spegilásnum í brennipunktinn. Notagildi: Í aðalljósum bíla eru holspeglar. 5-3 Speglar Kennari Eggert J Levy

  22. 5-4 Ljósbrot • Ljósbrot er stefnu-breyting sem ljósgeisli tekur þegar hann fer úr einu efni á annað. • Ljósbrot stafar af því að ljósið fer mishratt í gegnum mismunandi efni. Kennari Eggert J Levy

  23. 5-4 Ljósbrot • Ljós sem berst í lofti og fer í gegnum vatn undir ákveðnu hægir á sér, þess vegna brotnar ljósið. Kennari Eggert J Levy

  24. 5-4 Ljósbrot • Hvernig greinir augað fisk í vatni? Kennari Eggert J Levy

  25. 5-4 Ljósbrot • Hvítt ljós samanstendur af rauðum, gulum, grænum, bláum og fjólubláum litum. Þegar hvítt ljós fer í gegnum prisma (glerþrístrending) brotnar það í litróf. Mynd 5-22, bls 124. Ljósbrot í prisma Kennari Eggert J Levy

  26. 5-4 Ljósbrot • Ljósbrot í regndropa Kennari Eggert J Levy

  27. 5-4 Ljósbrot • Mótun regnbogans Athugandi sér rautt ljós koma frá vatnsdropum í skýjunum hátt upp, meðan dropar í lægri skýjum senda fjólublátt ljós til augans. Kennari Eggert J Levy

  28. 5-4 Ljósbrot Að standa undir regnboga • Regnboginn er alltaf framan við þig.  Ef athugandinn hreyfir sig, þá hreyfist regnboginn. Kennari Eggert J Levy

  29. Linsa er gagnsær hlutur sem brýtur ljósgeisla. Til eru tvær gerðir Safnlinsur og dreifilinsur. 5-4 Linsur Kennari Eggert J Levy

  30. 5-4 Linsur Safnlinsa brýtur ljósgeisla þannig að þeir færast nær hver öðrum. Dreifilinsa brýtur samsíða ljósgeisla þannig að þeir dreifast í allar áttir. Kennari Eggert J Levy

  31. Fjarsýnir nota safngler. Nærsýnir nota dreifigler. 5-4 Augað og sjónin Kennari Eggert J Levy

  32. Þegar ljós fellur á efni fer það eftir gerð efnisins hvort það drekkur ljósið í sig,endurvarpar því eða hleypir því í gegnum sig. Hvaða litur ljóss endurkastar hlutur sem er grænn og ógagnsær? Grænn litur endurkastast. 5-5 Litir ljóssins Kennari Eggert J Levy

  33. Hvaða litum ljóss hleypir grænn og ógagnsær hlutur í gegnum sig? Engum. Hvaða liti ljóss gleypir rauður, gagnsær hlutur? Alla liti nema rauða litinn. 5-5 Litir ljóssins Kennari Eggert J Levy

  34. Ljósþráðatækni er fólgin í flutningi ljóss langar leiðir eftir grönnum streng úr gleri eða plasti. Notagildi: Læknisfræði og miðlun á sjónvarpsefni. 5-6 Ljós og tækni Kennari Eggert J Levy

  35. Leysar byggjast á ljósi af aðeins einni bylgjulengd, þannig að allar bylgjur eru samfasa. Notagildi: Á sviði lækninga, iðnaðar og flutninga. 5-6 Ljós og tækni Kennari Eggert J Levy

  36. 5-6 Ljós og tækni • Heilmyndun byggir á að nota ljós og fá fram þrívíða mynd. Notagildi: Geymir magn upplýsinga í litlu rými, sýnir innviði líffæra og bílvéla. Kennari Eggert J Levy

More Related