130 likes | 414 Views
KÖNNUNARAÐFERÐIN SEM NÁMS OG ÞROSKALEIÐ. SKRÁNING OG MAT. Elín Birna Kristinsdóttir leikskólastjóri Sóldís Harðardóttir aðstoðarleikskólastjóri Leikskólinn Skerjagarður. Athugun eða rannsókn þar sem farið er ofan í kjölinn á ákveðnu viðfangsefni.
E N D
KÖNNUNARAÐFERÐINSEM NÁMS OG ÞROSKALEIÐ.SKRÁNING OG MAT Elín Birna Kristinsdóttir leikskólastjóri Sóldís Harðardóttir aðstoðarleikskólastjóri Leikskólinn Skerjagarður LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Athugun eða rannsókn þar sem farið er ofan í kjölinn á ákveðnu viðfangsefni. Einkenni aðferðarinnar er að leita svara við spurningum um efni, sem annað hvort börnin eða kennarinn leggur til. Viðfangefnið getur sprottið út frá leik eða verið ákveðið þema t.d árstíðir, dýr eða lönd. Athugun fer fram í nokkrar vikur eða mánuði allt eftir áhuga barnanna. Hvað er könnunaraðferð ? LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Af hverju könnunaraðferðin ? • Starfið er sveigjanlegt og aðlagað að þörfum og áhuga barnanna. • Börnin fá tækifæri til að rannsaka á eigin forsendum. • Starf verður sýnilegra og felur í sér mikla skráningu ásamt stöðugu mati á vinnu og námi barnanna. • Lögð er áhersla á að kennarinn hlusti á börnin og aðstoði þau við að spyrja sig sjálf spurninga í þekkingarleit sinni. LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Markmið könnunaraðferðarinnar • Að hafa áhrif á hugsun barna, ekki aðeins færni og þekkingu, heldur líka tilfinngingalega - siðfræðilega og fagurfræðilega þætti. • Að börnin hafi áhrif á ákvarðanatöku og séu virkir þátttakendur í þekkingarleitinni. • Að unnið sé út frá áhugasviði barnanna á fjölbreyttan hátt og því fléttað saman við daglegt starf s.s. tónlist, leiklist, myndsköpun og hreyfingu. LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Stig1. • Áætlun og undirbúningur þar sem viðfangsefnið er fundið. • Hvað vitum við um efnið? Gerður hugmyndavefur. • Reynt að koma inn á flest námsviðin. • Komast að því hvað barnahópurinn veit um efnið sem á að kanna. • Kveikja: daglegt líf, gönguferð, lestur bóka. • Útbúa vef með börnum og spurningar vaka. • Kynna efnið fyrir foreldrum. LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Stig 2. • Gögnum safnað. • Kennarinn þarf að vera með ákveðna þekkingu til að leiðbeina og styðja við athuganir barnanna. • Hvaða efni er til staðar? Bækur, sönglög, myndir. • Vettvangsferðir: Úrvinnsla með umræðum, teikningu o. fl. • Hvernig er best að kynna efnið og hugmyndir barnanna. LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Stig 3 • Mat og kynning á verkefninu. • Hugmyndavefurinn skoðaður. Hvernig hefur þekking breyst? Hvað hefur bæst við í ferlinu? • Þau útfæra reynsluna á fjölbreyttan hátt, t.d í myndlist eða tónlist. • Velja ákveðna þætti til kynningar, setja upp sýningu fyrir foreldra og hin börnin á leikskólanum. • Kennarar gera mat á skráningu og verkefnavinnu barnanna. LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Sýning LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Af hverju skráning ? • Góð matsaðferð á starfi leikskólans. • Meta eigin vinnu með börnunm. • Gerir starfið sýnilegra og skiljanlegra þeim sem að því koma. • Auðveldrar foreldrum að fylgjast með börnum sínum í leik og starfi. LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Í hverju felst skráning ? • Kennarinn skráir athugasemdir um það sem börnin eru að vinna í öllu ferlinu. • Hann spyr börnin spurninga og skráir niður samræður barnanna. • Tekur ljósmyndir eða myndband af ferlinu. LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Mat á skráningu og verkefnavinnu • Skráning fer fram í lok hvers þematíma og mat fer fram vikulega á þar til gerðum matsblöðum. • Tókst að ná þeim markmiðunum sem sett voru í upphafi ? • Tóku börnin virkan þátt ? • Hvernig var upplifun og áhugi barnanna ? • Var samvinna á milli barnanna ? • Hvaða þekkingu öðluðust börnin í ferlinu ? LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR
Við á Skerjagarði teljum að börn læri mest og best í gegnum eigin reynslu og uppgötvun sem stuðlar að áhuga og virkni þeirra, því er könnunaraðferðin mjög góð tjáningarleið fyrir barnið til að koma hugmyndum og upplifunum sínum á framfæri í orði og verki á margskonar hátt. • Allt nám á að veita börnum ánægju og áhuga á að læra meira. Könnunaraðferðin er góð leið til að fylgjast með og meta þroska barna þar sem námið er gert sýnilegt með skráningu og stöðugu námsmati. LEIKSKÓLINN SKERJAGARÐUR