1 / 17

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Bls. 31-38

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Bls. 31-38. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Tyrkjaránið. Fyrr á öldum studdu sum ríki við bakið á sjóræningjum og tóku toll af ránsfengnum. Í upphafi 17. aldar stunduðu mörg smáríki á norðurströnd Afríku sjórán.

gates
Download Presentation

Íslenskar bókmenntir 1550-1900 Bls. 31-38

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir 1550-1900Bls. 31-38 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 403 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Tyrkjaránið • Fyrr á öldum studdu sum ríki við bakið á sjóræningjum og tóku toll af ránsfengnum. • Í upphafi 17. aldar stunduðu mörg smáríki á norðurströnd Afríku sjórán. • Einkum voru sjóránin stunduð á Miðjarðarhafi en fyrir kom að ræningjarnir færðu sig út á Atlantshafið og í Norðursjó.

  3. Tyrkjaránið, frh. • Árið 1627 fengu Íslendingar að kenna á sjóræningjum frá Algeirsborg (Alsír). • Sá atburður hefur gjarnan verið nefndur Tyrkjaránið en orðið Tyrki var á þessum tíma samheiti yfir þá sem tilheyrðu íslamskri trú. • Reyndar var Algeirsborg á þessum tíma í sambandi við Tyrkjasoldán.

  4. Tyrkjaránið, frh. • Til Íslands komu 5 alsírsk skip. • Þau komu aldrei öll í einu þar sem þau urðu viðskila vegna veðurs. Þau dreifðust því með ströndum landsins. • Tvö þau fyrstu komu til Grindavíkur. Þar voru teknir 15 Íslendingar og nokkrir Danir. Þaðan héldu skipin inn í Faxaflóa þar sem þau strönduðu. Danski hirðstjórinn beið aðgerðalaus á meðan ræningjarnir losuðu skip sitt. Þeir komust því brott óáreittir. • Tvö önnur skip komu til Austfjarða og tóku land í Berufirði. Þar voru yfir hundrað fangar teknir og nokkrir voru drepnir. Fjöldi manns særðist. • Skipin sem komu til Austfjarða hittu svo fyrir fimmta skipið sunnan við land og sigldu til Vestmannaeyja. Þar voru tugir manns drepnir, 240 teknir til fanga og margar byggingar í Eyjum voru brenndar.

  5. Tyrkjaránið, frh. • Siglt var með fangana til Algeirsborgar þar sem reynt var að kaupa þá út. • Danski konungurinn var hins vegar blankur svo það gekk seint. • Tæpum 10 árum eftir ránið voru um 35 fangar keyptir fyrir mikið fé og komust 27 til Kaupmannahafnar. • Hallgrímur Pétursson var fenginn til þess að hjálpa föngunum að rifja upp kristindóminn.

  6. Reisubók • Ólafur Egilsson (1563-1639) var annar tveggja presta í Vestmannaeyjum árið 1627. • Hann var hertekinn ásamt konu og þremur börnum; einu ófæddu. • Ólafur komst aftur til Íslands tæpu ári eftir ránið. • Stuttu eftir heimkomuna skrifaði hann um þessa reynslu sína rit sem þekkt er undir nafninu Reisubók séra Ólafs Egilssonar.

  7. Reisubók, frh. • Ólafur var fyrstur norrænna manna til að skrá frásögn af lífi og háttum fólks í „barbaríinu”, eins og lönd Íslams í N-Afríku voru kölluð. • Ólafi tekst að halda furðu mikilli hlutlægni í frásögn sinni. Hann segir ekki aðeins frá slæmri framkomu heimamanna í Alsír heldur einnig góðri. • Ólafur lýsir staðháttum og klæðnaði heimamanna af stakri nákvæmni. • Sitthvað misskilur hann þó á ferðalaginu enda var hann ekki með nákvæmt landakort og margir gerðu sér að leik að gabba hann.

  8. Hallgrímur Pétursson Upp, upp mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með, hugur og tunga hjálpi til. Herrans pínu ég minnast vil. (Passíusálmur 1.1)

  9. Í hvers konar umhverfi verða Passíusálmarnir til? • Sú trúarstefna sem einkenndi líf Íslendinga frá dögum Guðbrands biskups og allt fram að byrjun 19. aldar er kennd við Rétttrúnaðarstefnu. • Rétttrúnaðarstefnan var afar ströng og leyfði ekki neina hálfvelgju í lifnaði eða skoðunum. • Sérhver maður var bundinn af ákveðinni túlkun á trúnni, hann mátti ekki hugsa sjálfstætt heldur varð að samþykkja túlkun kirkjunnar.

  10. Í hvers konar umhverfi verða Passíusálmarnir til? • Menn urðu að fylgja ákveðnum reglum um líferni. • Reglurnar byggðust á því að biðja stíft, sækja fast messur, iðrast og gera yfirbót. • Harðir vetur, jarðskjálftar og eldgos voru ólifnaði manna að kenna, voru viðvörun Guðs. • Ef boðunum var fylgt og mönnunum hlotnaðist náð Guðs öðluðust þeir eilífa sælu. • Hinna sem ekki breyttu eftir boðum kirkjunnar beið eilíf vist í víti. • Rétttrúnaðarstefnan var ströngust á 17. öld, bæði hér á landi og hjá öðrum lútherskum þjóðum. • Sjá lýsingar á því sem beið fordæmdra í víti á bls. 33-34.

  11. Hver var hann þessi Hallgrímur? • Lítið er vitað um Hallgrím framan af ævi hans. • Talið er að hann sé fæddur árið 1614 en ekki er vitað hvar. • Faðir hans hét Pétur Guðmundsson en ekkert er vitað um móður hans annað en að hún hét Sólveig. • Faðir Hallgríms var náskyldur Guðbrandi biskupi og fékk vinnu sem „kirkjuvaktari og klukkari” á biskupssetrinu að Hólum. • Á Hólum ólst Hallgrímur upp fram að unglingsaldri og hefur væntanlega hlotið einhverja menntun þar. • Sjá lýsingu á Hallgrími Péturssyni á bls. 35.

  12. Hvernig var hann í æsku? • Gamlar sögur benda til þess að Hallgrímur hafi verið bráðþroska í námi og skáldskap. • Margar sögur af honum eru væntanlega komnar til löngu eftir dauða hans með góðri hjálp hugarflugsins. • Sumar þeirra segja að Hallgrímur hafi verið snöggur að svara fyrir sig og verið ódæll. Hann hafi verið rekinn frá Hólum fyrir að yrkja afar ljóta vísu um Arngrím lærða, aðstoðarmann Guðbrands biskups. Um þetta er þó ekkert hægt að segja með vissu. • Sjá tvær vísur sem eignaðar hafa verið Hallgrími Péturssyni ungum á bls. 35.

  13. Hvað gerðist í Danmörku? • Hallgrímur fór til Danmerkur tæplega tvítugur að aldri. • Brynjólfur Sveinsson, síðar biskup, kom Hallgrími til náms við latínu- og prestaskóla í Kaupmannahöfn 1632. • Eftir það eru helstu þættir í ævi Hallgríms þekktir.

  14. Hvað gerðist í Danmörku?, frh. • Hallgrímur var fenginn til að annast kristnifræðslu Íslendinganna sem leystir höfðu verið úr haldi í Algeirsborg og dvöldu í Kaupmannahöfn veturinn 1636-37. • Þá hófst ástarsaga allra tíma; Hallgrímur og ein kona úr hópnum, Guðríður Símonardóttir, sem var 16 árum eldri en Hallgrímur, felldu hugi saman og þegar Hallgrímur fór með henni til Íslands um vorið áttu þau von á barni. • Guðríður átti mann heima á Íslandi en hann dó árið sem Guðríður kom til Kaupmannahafnar. • Ekki er ljóst hvort þau Hallgrímur hafa vitað að Guðríður var orðin ekkja þegar þau kynntust en þetta varð þó til þess að hlutu vægari dóm en þau hefðu ella hlotið skv. Stóradómi (þau voru dæmt fyrir frillulífi en ekki hórdóm).

  15. Og? • Hallgrímur var nógu menntaður til preststarfa á þess tíma mælikvarða en siðferðisbrot hans var ekki talið hæfa presti. • Fyrstu árin eftir að Hallgrímur fluttist til Íslands voru honum Guðríði því afar erfið. • Þau bjuggu við bág kjör í 7 ár á Suðurnesjum. • Árið 1644 rofaði hins vegar til hjá þeim hjónum þegar Brynjólfur Sveinsson skipaði Hallgrím prest í Hvalsnesi, austan Sandgerðis.

  16. Og?, frh. • Hvalsnes var eitt af rýrari prestaköllum landsins og það lélegasta í Kjalarnesprófastsdæmi. • Ekki var um miklar tekjur að ræða og erfitt var að fá presta þangað vegna nábýlis við stórbokka sem gerðu prestunum lífið leitt. • Sex árum síðar (1650) fékk Hallgrímur annað prestakall að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. • Saurbær var gott brauð og gaf þokkalegar tekjur. • Sagan segir að Hallgrímur hafi viljað þakka Guði fyrir hið nýja prestakall með því að yrkja Passíusálmana. • Eini gallinn á þessari kenningu er sá að Hallgrímur byrjaði ekki að yrkja Passíusálmana fyrr en sex árum eftir að hann fékk hið nýja brauð!

  17. Innskotskaflar • Ath. innskotskafla (í gráum römmum) um Hallgrím Pétursson á bls. 34 og 37: • Heilræðavísur • „Allt eins og blómstrið eina” • „En vil ég, sál mín, upp á ný”

More Related