100 likes | 386 Views
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009. Getum við hafið sókn til framtíðar með lausnum á bráðavanda? Aðkallandi atvinnuleysisúrræði í ljósi reynslu nágrannalanda. Þegar einar dyr lokast.
E N D
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009 • Getum við hafið sókn til framtíðar með lausnum á bráðavanda? Aðkallandi atvinnuleysisúrræði í ljósi reynslu nágrannalanda. • Þegar einar dyr lokast ...
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009 Bakgrunnur: • Rannsóknir á ungmennum • Rannsóknir á starfsmenntun í skólum (og á vinnumarkaði) • Rannsóknir á atvinnuleysisúrræðum 10. áratugarins og menntunarúrræðum fyrir brottfallsnemendur • Á Íslandi, í Danmörku (Noregi, Svíþjóð, Finnlandi) • Sept.-nóv. 2009. Vinnuhópur á vegum félagsmálaráðherra og menntamálaráðherra til að gera tillögur um úrræði vegna atvinnuleysis (skýrsla á vef beggja ráðuneyta)
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009 • Í október voru 14.369 atvinnulausir á landinu, þar af 4.903 16-29 ára. • Atvinnuleysishlutfall er hæst meðal 20-29 ára eða 12%, en innan við 8% í heild. • Alþjóðleg reynsla: atvinnuleysi hefur alvarlegust áhrif á þá yngstu – árgangar sem lenda ungir í atvinnuleysi hafa hærra atvinnuleysishlutfall en aðrir síðar á ævinni. • Atvinnuleysi bitnar helst á þeim sem hafa litla menntun og þeir fara líka ver út úr því • 30-40% vinnufærra hafa enga menntun umfram grunnskóla, en það gildir um 52% atvinnuleitenda og 67% atvinnuleitenda yngri en 29 ára • Því þurfa úrræði fyrst og fremst að beinast að þeim sem eru 16-29 ára og hafa ekki aðra menntun en grunnskóla
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009 • 16-29 ára atvinnulausir lengur en 3 mán. með minna en 1 árs nám í framhaldsskóla að baki • 16-19 ára 238 • 20-24 ára 638 • 25-29 ára 577 • Samtals 1453 • 16-29 ára atvinnulausir lengur en 3 mán. með meira en 1 árs nám í framhaldsskóla að baki • 16-19 ára 15 • 20-24 ára 221 • 25-29 ára 198 • Samtals 434 • Þessum 1.887 manna hópi þarf að mæta með ráðgjöf og kröfu um virkni, (sem einnig á að standa til boða þeim 2.362 eldri en 30 með jafn langt atv.leysi) • En fjöldinn jafngildir nánast 10% af nemendafjölda framhaldsskóla
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009 Hinn algeri forgangshópur – ungt fólk með meira en 6 mánaða atvinnuleysi • 16-29 ára atvinnulausir lengur en 6 mán. með minna en 1 árs nám í framhaldsskóla að baki • 16-19 ára 166 • 20-24 ára 472 • 25-29 ára 459 • Samtals 1097 • 16-29 ára atvinnulausir lengur en 6 mán. með meira en 1 árs nám í framhaldsskóla að baki • 16-19 ára 11 • 20-24 ára 163 • 25-29 ára 146 • Samtals 320 • Þessa 1417 einstaklinga þarf að kalla í viðtal hjá Vinnumálastofnun strax, fyrst hina 177 16-19 ára, síðan 635 20-24 ára þvínæst 605 25-29 ára og loks 470 með 3-6 mánaða atvinnuleysi
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009 Hvaða virkniúrræði þarf að bjóða um það bil 2000 ungmennum innan hálfs árs? • Framhaldsskólar (einkum 16-24 sem hafa lokið meira en 1 ári í framhaldsskóla) • Framhaldsskólanám í frumgreinadeildum o.þ.h. (einkum 25 og eldri sem hafa talsvert framhaldsskólanám að baki) • Námsskeið símenntunarmiðstöðva (aðrir námsfúsir – slíkt nám þarf að geta nýst í framhaldsskólanámi síðar) • Vinnustofur + starfsþjálfun (fólk sem er fráhverft námi – áhersla á að efla virkni, sjálfsmat og hvata til að auka færni – hér þarf samstarf við atvinnulíf) • Sjálfboðastarfsemi (samstarf við félagasamtök, atvinnuleitendur verði þjálfaðir til að liðsinna öðrum atvinnuleitendum) • Átaksverkefni sveitarfélaga og ríkis
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009 Tillögur vinnuhóps um úrræði eru byggðar á reynslu annarra Norðurlandaþjóða og fyrri íslenskri reynslu • Á 10. áratugnum varð virkni lykilorð í úrræðum fyrir atvinnuleitendur • Virknin má ekki verða innantóm atvinnubótavinna heldur færniaukandi • Hægt er að beina hluta atvinnuleitenda inn í skóla en starfsþjálfunarúrræði og styttri námskeið hæfa flestum betur • Rannsóknir alls staðar á Norðurlöndum bentu til þess að vinnustofur, með áherslu á virkni, eflt sjálfsmat og hvata, og eftirfarandi starfsþjálfun á vinnumarkaði, ásamt starfsmenntanámskeiðum, skiluðu bestum árangri • Ein þessara rannsókna var Mat á starfsnámi Hins Hússins 1997 • Um þessar mundir eru allar þjóðir Norðurlanda og ESB að leggja stórar fjárhæðir til færni- og virknihvetjandi úrræða fyrir unga atvinnuleitendur
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009 Geta þessi skammtímaúrræði nýst til menntaumbóta? • Staðan: Um 40% hætta í framhaldsskólum, þar af langflestir á fyrstu tveim árunum • Margir þeirra ljúka framhaldsskólaprófi eða jafngildi þess síðar, en um 25% aldrei • Í Vestur-Evrópu erum við með eitt lægsta hlutfall þeirra sem ljúka framhaldsskóla ungir • En fáar eða engar þjóðir sækja jafn mikið skóla á fullorðinsaldri • Nánast krónísk þensla á vinnumarkaði hefur átt lykilþátt í að skapa þetta ástand. • Ath. að braut þeirra 15-20% sem ljúka framhaldsskóla eftir 25 ára aldur hefur oft verið löng og ströng og þyrnum stráð
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009 Það sem horfir til lengri tíma (I) • Framhaldsskólar haldi 90% nemendum a.m.k. fram til tveggja ára framhaldsskólaprófs, í stað þess að missa 30% árgangs á fyrstu tveim árunum eins og nú • Þetta krefst gerbreytingar á námsframboði, fyrst og fremst stóraukið framboð á starfs- og listnámi og ný vinnubrögð í bóklegum greinum • Það þarf fleiri úrræði á borð við Fjölsmiðjuna • Það þarf að auðvelda endurkomu brottfallsnema, m.a. með því að tengja saman nám í símenntunarmiðstöðvum og framhaldsskólum • Reynslu af starfsþjálfun v. atvinnuleysis þarf að nýta áfram í menntun.
Gestur Guðmundsson: Atvinnuleysisúrræði og menntaumbætur 26. nóvember 2009 Verkefnin (II) • Að gera leið fullorðinna til framhaldsskólaprófs greiðfærari • (aftur) að tengja saman nám í símenntunarmiðstöðvum og framhaldsskólum • Búa til gulrætur og aukna möguleika • Dæmi: Einstaklingur sem hefur verið á vinnumarkaði í tiltekinn árafjölda, t.d. fimm ár, og hefur á sama tíma safnað tilteknum einingafjölda með þátttöku í námskeiðum, geti sótt um hálfs árs námsstyrk til að komast rösklega áfram í námi að skilgreindum próflokum • Í kreppu á einmitt að byrja á svona úrræðum, fyrst í smáum stíl og fyrir atvinnuleitendur, en breyta þeim í fjölfarnar leiðir þegar betur fer að ára