110 likes | 290 Views
Sögur, ljóð og líf Um kalda stríðið að stúdentaóeirðum Bls. 100-106. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir. ... og fleiri atómskáld. Orðið atómskáld er smíðað af Halldóri Laxness og kemur fyrst fyrir í bók hans, Atómstöðinni .
E N D
Sögur, ljóð og lífUm kalda stríðið að stúdentaóeirðumBls. 100-106 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 503 Herdís Þ. Sigurðardóttir
... og fleiri atómskáld • Orðið atómskáld er smíðað af Halldóri Laxness og kemur fyrst fyrir í bók hans, Atómstöðinni. • Fyrst í stað var orðið notað í niðrandi merkingu um módernista sjötta áratugarins en nú þykir það virðingarheiti – ef það er á annað borð notað.
... og fleiri atómskáld • Íslensku atómskáldin höfnuðu alls ekki hefðbundnum brag ef þeim þótti hann henta viðfangsefninu. • Þau risu hins vegar gegn forminu sem sjálfgefnu.
... og fleiri atómskáld • Eysteinn Þorvaldsson segir um breytingar á ljóðforminu í kjölfar módernisma (bls. 100-101): • Atómskáldin kanna eigindir málsins og túlkunarmátt, láta reyna á nýja túlkunarhæfileika orðanna. Framsetning er í knöppu og hnitmiðuðu formi, allri mælsku og prédikun hafnað. • Atómskáldin leggja meiri rækt við myndmálið en áður hafði verið gert. Myndhverfingin er mikilvægt túlkunartæki. Ljóðunum er ekki ætlað að vera jafn auðmelt fæða og mælskuljóð formhefðarinnar. Þau gera kröfu til umhugsunar og þátttöku lesandans.
... og fleiri atómskáld • „Stríð” e. Stefán Hörð Grímsson (f.1919) gerir miklar kröfur til lesandans. • Táknin í ljóðinu eru kunnugleg en lesandinn verður sjálfur að sjá um að tengja myndirnar sem brugðið er upp. • Sjá bls. 101.
... og fleiri atómskáld • Sjá einnig ljóðið „Gamall strengleikur” e. Jóhannes úr Kötlum á bls. 102. • Þetta ljóð birtist í ljóðabókinni Sjödægru sem kom út árið 1955. • Þá varð lesendum ljóst að Jóhannes var sá sem birt hafði ljóð í tímaritum á 5. áratugnum undir dulnefninu Anonymus. • Jóhannesi hefur verið lýst sem fyrrum ungmennafélagsskáldi, síðan byltingar- og baráttukvæðaskáldi og loks atómskáldi.
... og fleiri atómskáld • Módernistar lögðu þunga áherslu á nýstárlega málnotkun. Orðin geta fengið óvænta merkingu í óvæntu samhengi. • Skoðið í þessu samhengi ljóðið „Hernám” e. Jónas Svafár á bls. 102. Ljóðið birtist í ljóðabókinni Geislavirk tungl sem kom út árið 1957. • Aðferðum módernisma er hér beitt til þess að gagnrýna.
... og fleiri atómskáld • Erlendis varð ljóðlistin innhverfari en fyrr með tilkomu módernisma. • Hérlendis varð þetta einkenni ekki jafn áberandi. Íslenskir módernistar voru gefnari fyrir að yrkja um brýnan vanda samtíðar sinnar er erlendir nýjungamenn sama skóla. • Sjá ljóð Hannesar Péturssonar „Kóperníkus” og Þorsteins frá Hamri „Tannfé handa nýjum heimi”, bls. 103.
... og fleiri atómskáld • Tískuorðið hjá módernistum var firring. • Í því felst að maðurinn eigi erfitt með að sjá samhengi sitt, honum komi margt ókunnuglega fyrir sjónir og finnist hann stundum staddur á framandi hnetti. • Bókmenntirnar einkenndust æ meir af tilraunum til þess að lýsa manninum sem umkomulausum og yfirgefnum í fjandsamlegri veröld þar sem áhrif hans á umhverfið voru lítil sem engin. • Sjá ljóð Steins Steinarrs á bls. 104. • Einnig ljóð Stefáns Harðar Grímssonar og Þorsteins frá Hamri á bls. 105.
... og fleiri atómskáld • Ólafur Jóhann Sigurðsson hafði sendi frá sér ljóðabækur sem innihéldu ljóð er sameinuðu gamalgróna ljóðahefð og táknsæi módernismans: • Að laufferjum (1972) • Að brunnum (1974) • Virki og vötn (1978) • Sjá ljóðið „Firring” á bls. 105-106.
... og fleiri atómskáld • Sér á parti voru tvö skáld sem bæði gáfu út fyrstu bækur sínar árið 1958: Matthías Johannessen og Dagur Sigurðarson. • Ljóð þeirra eru ort út frá ólíku sjónarhorni en bæði skáldin eiga það sameiginlegt að ljóð þeirra eru útleitnari og berorðari en hjá skáldabræðrum þeirra á sama tíma. • Sjá umfjöllun á bls. 106.