260 likes | 709 Views
Upphaf sögunnar. 1. Upphaf mannkyns 2. Landbúnaðarbylting (bls. 14 – 20). Jarðsagan. Aldur jarðar er um 4600 milljón ár Fjögur skeið jarðsögunnar: Frumlífsöld (um 4000 milljón ár) Fornlífsöld (um 350 milljón ár) Miðlífsöld (um 150 milljón ár) Nýlífsöld (um 65 milljón ár). Nýlífsöld.
E N D
Upphaf sögunnar 1. Upphaf mannkyns 2. Landbúnaðarbylting (bls. 14 – 20)
Jarðsagan • Aldur jarðar er um 4600 milljón ár • Fjögur skeið jarðsögunnar: • Frumlífsöld (um 4000 milljón ár) • Fornlífsöld (um 350 milljón ár) • Miðlífsöld (um 150 milljón ár) • Nýlífsöld (um 65 milljón ár) Valdimar Stefánsson 2008
Nýlífsöld • Nýlífsöld er skipt í tvo mjög mislanga hluta: • Tertíer sem hefst fyrir um 65 milljón árum og lýkur fyrir um 2,5 milljónum ára. Á tertíer var loftslag á jörðinni mjög stöðugt og mun hlýrra en það er í dag. • Kvarter sem hefst fyrir um 2,5 milljónum ára. Á kvarter einkennist loftslag af miklum sveiflum þar sem skiptast á kuldaskeið og hlýskeið. Kvarter er tími mannsins. Valdimar Stefánsson 2008
Mannkynssagan • Mannkynssagan nær jafn langt aftur í tímann og mannkynið • Fjögur skeið mannkynssögunnar: • Forsögulegir tímar (um 4 milljónir ára) • Fornöld (um 3500 ár) • Miðaldir (um 1000 ár) • Nýöld (um 500 ár) Valdimar Stefánsson 2008
Upphaf mannkyns • Aldur mannsins má rekja aftur á tertíer, allt að sjö milljónir ára aftur í tímann, er tiltekin ætt prímata tekur að greinast í þrjár ólíkar greinar: • Górillur • Sjimpansar • Menn Valdimar Stefánsson 2008
Þróun mannsins - Suðurapi • Australopithecus (Suðurapi, sunnapi) kom fram í Afríku fyrir allt að fjórum milljónum ára • Gekk á tveimur fótum • líklega um 1,20 m á hæð • nokkrar skyldar tegundir • heilabú svipað að stærð og í sjimpansa • dó út fyrir um einum til tveimur milljónum ára Valdimar Stefánsson 2008
Þróun mannsins - Hæfimaður • Homo habilis (hæfimaður) kom fram í Afríku fyrir um 2,5 milljónum ára • Fyrsta tegundin af ættkvíslinni Homo • notar eineggja áhöld úr steinvölum • byggir sér skýli • heilabú litlu stærra en sjimpansa • deyr líklega út fyrir um 1,5 milljónum ára Valdimar Stefánsson 2008
Þróun mannsins - Reismaður • Homo erectus (reismaður) kom fram í Afríku fyrir um 2 milljónum ára • notar tvíeggja steináhöld og beislar eldinn • heilabú um helmingur af heilastærð nútímamanns en líkamshæð nærri okkar • flyst út fyrir Afríku (Jövumaðurinn) og þróast í átt til nútímamanns • deyr út fyrir um 200.000 árum Valdimar Stefánsson 2008
Þróun mannsins – Hinn viti borni maður • Elstu ummerki Homo sapiens (hins vitiborna manns) eru talin um 300.000 ára gömul („for-sapiens“) en fyrir um 100.000 árum er hann víða kominn fram (Evrópa, Asía og Afríka) • Tvær tegundir eða tveir kynþættir? • Homo sapiens neanderthalensis • Homo sapiens sapiens Valdimar Stefánsson 2008
Þróun mannsins – Neanderdalsmaðurinn • Neanderdalsmaðurinn er uppi frá því fyrir um 130.000 árum þar til fyrir um 40.000 árum (á síðasta kuldaskeiði ísaldar) • Lifði í Suður-Evrópu og í Suðvestur-Asíu • Fyrsta mannabyggð í köldu loftslagi • Greftrunarsiðir og hjúkrun sjúkra • Heilabú örlítið stærra en okkar • Dó út (eða blandaðist forfeðrum og formæðrum nútímamannsins?) Valdimar Stefánsson 2008
Þróun mannsins – Cromagnon-maðurinn • Cromagnonmaðurinn (Homo sapiens sapiens) kemur fram í Evrópu fyrir um 50.000 árum síðan en er líklegast ættaður frá Afríku. • Hann er ættfaðir mannkynsins og dreifist um alla jörðina á næstu árþúsundunum. • S-Evrópa og S-Asía fyrir meira en 50.000 árum • Ástralía fyrir um 40.000 árum • N-Evrópa og N-Asía fyrir um 20.000 árum • Ameríka fyrir um 12.000 árum Valdimar Stefánsson 2008
Upphaf menningar? • Fyrir um tveimur milljónum ára: Skipulagt búsvæði og tvíeggja steináhöld • Fyrir um 500.000 árum: Eldurinn beislaður og skipulagðar veiðar á stórum dýrum • Fyrir um 100.000 árum: Elstu greftranir (fyrstu trúarhugmyndir?) • Fyrir um 50.000 árum: Elstu listaverkin (hellamálverk) • Fyrir um 5.000 árum: Ritmálið kemur til sögunnar Valdimar Stefánsson 2008
Umskiptin miklu • Fyrir um 10.000 – 12.000 árum síðan verða ein stærstu umskipti mannkynssögunnar: • Lok síðasta kuldaskeiðs (ísaldar) • Upphaf nútíma í jarðsögunni • Lok fornsteinaldar • Nútímamaðurinn á öllu byggðu bóli jarðar • Upphaf landbúnaðarsamfélagsins • Upphaf stórfelldrar fólksfjölgunar Valdimar Stefánsson 2008
Upphaf akuryrkju • Elstu menjar um akuryrkju eru meira en 10.000 ára gamlar • Þær virðist hefjast á nokkrum óháðum stöðum á jörðinni á tímabilinu frá 8500 f. Kr. til 2.500 f. Kr. • Líklegur orsakavaldur er loftslagsbreyting við lok síðasta kuldaskeiðs Valdimar Stefánsson 2008
Upphafssvæði akuryrkju • Frjósami hálfmáninn (Suðvestur-Asía) • Fyrir um 10.500 árum: hveiti, bygg, baunir og ólífur • Kína (Austur-Asía) • Fyrir um 9.500 árum: hrísgrjón, hirsi • Nýja-Gínea (Suðaustur-Asía) • Fyrir um 9.000 árum: sykurreyr og bananar • Mið-Ameríka • Fyrir um 5.500 árum: maís, baunir og kúrbítur Valdimar Stefánsson 2008
Húsdýrahald • Húsdýrahald virðist hefjast á svipuðum tíma og akuryrkjan á hverjum stað • Frjósami hálfmáninn: kindur og geitur • Kína: svín og silkiormar • Indland: kýr • Mið-Ameríka: kalkúnn • S-Ameríka: lamadýr Valdimar Stefánsson 2008
Afleiðingar akuryrkjubyltingar • Aukin fólksfjölgun (mannfjöldi nær tuttugufaldast á 4.000 árum) • Aukin verktækni, nýsteinöld gengur í garð (sigðir, leirker, arður, vefnaður) • Aukið þéttbýli (Jeríkó 9.000 ára gömul) • Umframframleiðsla matvæla leiðir til þess að stéttaskipting og sérhæfing kemur fram • Minnkun skóga (sviðuræktun, húsdýrahald) Valdimar Stefánsson 2008
Við lok forsögulegs tíma • Upphaf fljótsdalamenningar • Efrat og Tígris (Mesópótamía um 3.500 f. Kr.) • Níl (Egyptaríkið um 3.000 f. Kr.) • Indus (Indland um 2.500 f. Kr.) • Huang He (Kína um 2.500 f. Kr.) Valdimar Stefánsson 2008
Yfirlit: Þróun mannsins • Elstu sporin um 4 milljón ára gömul • innan við 0.1 % af aldri jarðar • Elstu minjar hámenningar um 40.000 ára • um það bil 1% af aldri mannkyns • Fyrsti hlekkur: Sunnapi • 4 milljón til 2,5 milljón ár síðan • Annar hlekkur: Hæfimaður • 2,5 milljón til 1,5 milljón ár síðan • Þriðji hlekkur: Reismaður • 2 milljón til 200 þúsund ár síðan Valdimar Stefánsson 2008
Tímabilaskipting sögunnar • Forsögulegir tímar • frá örófi alda til um 3000 f. Kr. • Sögulegir tímar: • Fornöld • frá því um 3000 f. Kr. til um 500 e. Kr. • Miðaldir • frá því um 500 til um 1500 • Nýöld • frá því um 1500 Valdimar Stefánsson 2008
Tímabilaskipting sögunnar: fornöld • Fornöld (Grikkland) • Mínósk menningin: um 2000 f. Kr. til um 1500 f. Kr. • Mýkenumenning: um 1500 f. Kr. til um 1200 f. Kr. • Myrku aldirnar: um 1200 f. Kr til um 800 f. Kr. • Nýlendutíminn: um 800 f. Kr. til um 500 f. Kr. • Klassíski tíminn: um 500 f. Kr. til 323 f. Kr. • Helleníski tíminn: 323 f. Kr. til 31 f. Kr. (eða til 392 e. Kr.) • Fornöld (Rómarveldi) • Lýðveldistíminn: um 500 f. Kr. til 31. f. Kr. • Keisaratíminn: 31. f. Kr. til 476 e. Kr. (lok fornaldar) Valdimar Stefánsson 2008
Tímabilaskipting sögunnar: Evrópa • Miðaldir • Ármiðaldir: um 500 – um 800 til um 1000 • Hámiðaldir: um 800 til um 1000 – um 1200 til um 1300 • Síðmiðaldir: um 1200 til um 1300 – um 1500 (1453, 1492, 1517) • Endurreisn: um 1300 – um 1650 • Nýöld • Árnýöld: um 1500 – um 1750-1800 Valdimar Stefánsson 2008
Tímabilaskipting sögunnar: Ísland • Miðaldir • Landnámsöld: um 870 – 930 • Þjóðveldisöld: 930 – 1262 • Síðmiðaldir: 1262 – 1550 • Nýöld • Rétttrúnaðartíminn: 1550 – 1662 • Einveldistíminn: 1662 - 1848 Valdimar Stefánsson 2008