360 likes | 837 Views
Svæðalýsingar í Vestur-Ísafjarðarsýslu. Haustönn 2010 Kennari Ólafur Halldórsson leiðsögumaður. Markmiðssetning. Nemandi þekki: Aðkomu að svæðinu og helstu ferðamannaleiðir/gönguleiðir með hliðsjón af skipulagi og tímasetningu hvers svæðis.
E N D
Svæðalýsingar í Vestur-Ísafjarðarsýslu Haustönn 2010 Kennari Ólafur Halldórsson leiðsögumaður
Markmiðssetning Nemandi þekki: • Aðkomu að svæðinu og helstu ferðamannaleiðir/gönguleiðir með hliðsjón af skipulagi og tímasetningu hvers svæðis. • Áhugaverðustu staðreyndir um helstu ferðamannastaðina. • Sögu, atvinnuhætti, jarðfræði, gróður og dýralíf á hverju svæði. • Hlunnindabúskap sem og annan búskap. • Þjóðgarða og friðlýst svæði ef einhver eru. • Hálendi, óbyggðir og virkjanir. • Atburði og sögupersónur úr Íslendingasögum/fornsögum, þjóðsögum, ævisögum og nútímaskáldsögum sem tengjast svæðinu. • Listamenn og söfn sem tengjast svæðinu.
Uppbygging • Landshættir Atvinnuhættir • Jarðfræði (JRS) Saga • Gróður og Dýralíf Gönguleiðir • Kirkjur Friðlýst svæði • Hálendi og Virkjanir Mannauður
Landfræðilegir þættir 1 • Vestur-Ísafjarðarsýsla er 1221 km² að flatarmáli. • Sýslumörk liggja um Langanes í Arnarfirði og þaðan til austurs og inná Glámuhálendið þar sem Ísafjarðarsýslur og Barðastrandasýslur mætast í einum punkti. Þaðan liggja þau svo til norðurs yfir hábungur Glámu og svo til norð-vesturs í topp Lambadalsfjalls. Sýslumörkin fylgja síðan fjallatoppum og skörðum til norð-vesturs yfir Álftafjarðarheiði, Breiðadalsheiði og Botnsheiði. Áfram svo um Gilsbrekkuheiði og Grárófu og til sjávar vestan til við Mölvík út af Ytra-Skálavíkurhorni.
Landfræðilegir þættir 2 • Auðkúluhrepur, norðanverður Arnarfjörður. • Þingeyrarhreppur, vestanverður Dýrafjörður. • Mýrahreppur, norðanverður Dýrafjörður og Ingjaldssandur. • Mosvallahreppur, vestanverður Önundarfjörður. • Flateyrarhreppur, norðanverður Önundarfjörður. • Suðureyrarhreppur, Súgandafjörður og Keflavík.
Landfræðilegir þættir 3 Þéttbýlisstaðir: • Þingeyri (íbúar 263 1. janúar 2010) • Flateyri (íbúar 250 1. janúar 2010) • Suðureyri (íbúar 317 1. janúar 2010)
Landfræðilegir þættir 4 • Firðir eru djúpir, girtir háum blágrýtisfjöllum. • Hæstu fjöll Vestfjarða rísa milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Kaldbakur (998m.y.s.). • Fjöllin eru snarbrött og skriðurunnin með reglulegum blágrýtisberglögum efst. • Í megineldstöðvum er Ríólít (Tjaldaneseldstöðin) á stöku stað sést í set og gosöskulög, þunn og oft rauðleit milli basaltlaganna. Surtarbrandur all víða.
Landfræðilegir þættir 5 • Fjallahringir, skörðóttir með grösugum dölum og hvilftum. Víða kjarrlendi einkum í fjarðarbotnum. • Að ofan eru fjöllin víðast gróðurlítil, þar sem ísaldarjökullinn hefur skriðið yfir og skilið eftir gróðurvana hálendissléttur. Á nokkrum stöðum enda fjöllin efst í egghvössum tindum og bergrisum (Megineldstöðvar).
Atvinnuhættir 1 • Landbúnaður og sjávarútvegur ásamt verslun voru meginatvinnuhættir áður fyrr. • Verstöðvar á Suðureyri, Flateyri og Fjallaskaga. Útnesbændur réru að heiman. • Sjómenn sem ráku búskap á jörðum sínum. Vor-, haust-, og vetrarvertíð. Komu heim til mótöku og til að sinna heyskap. • Konur sáu um rest.
Atvinnuhættir 2 • Í dag byggir atvinnulífið mest á sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og verslun. • Starfsumhverfið hefur einnig gjörbreyst með betri samgöngum á landi þó að skipulagðar samgöngur á sjó hafi lagst af. • Samgöngur þó ekki boðlegar fólki á 21. öld og ekki sambærilegar við aðra landshluta.
Jarðfræði • Jón Reynir Sigurvinsson
Landnám og saga 9.-10. öld 1 • Samkvæmt Landnámu er Arnarfjörður kenndur við landnámsmanninn Örn, sem sagður er hafa verið ágætur maður og frændi Geirmundar heljarskinns: "Hann nam land í Arnarfirði, svo vítt sem hann vildi,“ segir í þeirri ágætu bók. (Lítið vitað um hann, virðist hafa selt megnið af sínu landnámi).
Landnám og saga 9.-10. öld 2 • Án rauðfeldur Grímsson keypti land af Erni milli Langaness og Stapa í Arnarfirði og bjó á Eyri. • Eiríkur nam Keldudal sunnan Dýrafjarðar, Sléttanes og allt til Stapa. • Vésteinn Végeirsson nam land milli Hálsa í Dýrafirði og bjó í Haukadal.
Landnám og saga 9.-10. öld 3 • Dýri nam Dýrafjörð innanverðan og bjó að Hálsum. • Þórður Víkingsson nam land norðan Dýrafjarðar milli Þúfu og Jarðfallsgils. Hann bjó í Alviðru. • Ingjaldur Brúnason nam Ingjaldssand milli Hjallaness og Ófæru.
Landnám og saga 9.-10. öld 4 • Önundur Víkingsson nam Önundarfjörð og bjó á Eyri. • Hallvarður súgandi nam Súgandafjörð og Skálavík til Stiga.
Landnám og saga 9.-13. öld 1 • Útflutningur Íslendinga var aðallega vaðmál á Þjóðveldisöld. • Ódýrara vöruvaðmál. • Dýrara hafnarvaðmál. • Ein af stóru höfnunum var Dýrafjörður.
Landnám og saga 9.-13. öld 2 • Fram til 1230 réðu Seldælir Vestur-Barðastrandasýslu og Vestur-Ísafjarðarsýslu. Hrafn Sveinbjarnarson læknir og höfðingi veginn 1213. Synir hans brenndu Þorvald Vatnsfirðing inni á Gillastöðum 1228. En eftir það voru Vestur-Ísfirðingar undantekningalítið bandamenn Sturlunga og Hluti af þeirra veldi (Hrafn Oddss. d. 1289). 1262 endir.
Íslendingasögur • Gísla saga Súrssonar gerist 950-980. • Mikilvægur hluti í sögu svæðisins á þessum tíma. • Hávarðar saga Ífirðings kemur líttilega við sögu einkum í Arnarfirði gerist 1000-1010.
Landnám og saga 13.-14. öld • Á 13. og 14. öld eflast fiskveiðar til muna og fiskurinn verður mikilvæg verslunarvara. • Fjallaskagi í Dýrafirði verður mikilvæg verstöð og Dýrafjörður eflist því sem útflutningshöfn. • Vegna aukinna fiskveiða fjölgar Íslendingum mest í Vestfirðingafjórðungi.
Landnám og saga 14.-17. öld • Enska öldin og Þýska öldin fylgir í kjölfarið. • Verslun og viðskipti aukast til muna. • Evrópuþjóðir berast á banaspjót til að tryggja sér verslun við Íslendinga. • Spánverjar og Hansakaupmenn versla við Íslendinga á laun í trássi við lög konungs. • Einokun 1602-1787 Spánverjavígin 1615
Landnám og saga 17.-20. öld 1 • Fríhöndlun hefst og hafnirnar eflast. Útflutningur á saltfiski til Evrópu hefst. • Hákarlaveiðar, í fyrstu á opnum bátum en síðar á þilskipum. • Útflutningur á lýsi. Mikið fram undir 1900. • Norðmenn hefja hvalveiðar við Ísland 1883. Friðun 1915.
Landnám og saga 17.-20. öld 2 • Hvalstöðin á Framnesi við Dýrafjörð starfrækt 1890-1903. Berg. • Hvalstöðin á Sólbakka við Önundarfjörð starfrækt 1889-1901. Ellefsen.
Landnám og saga 17.-20. öld 3 • Jón Sigurðsson fæddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní 1811. Prestssonur. • 17 ára formaður á hákarlaskipi föður síns. • Stúdentspróf 1829 ágæstiseinkunn. • Flytur til K.hafnar og býr þar til æviloka. • Ný Félagsrit 1841-1873. • Fær Gljúfurá í Arnarfirði og kosinn þingmaður Ísafjarðarsýslu 1844.
Landnám og saga 17.-20. öld 4 • Situr Alþingi fyrst 1845 og sem forseti frá 1849-1853, 1857 og frá 1867-1877. • Viðurnefnið “forseti” fékk hann hins vegar vegna þess að hann var frá 1851 forseti Hafnardeildar Hins íslenska bókmenntafélags. • Eiginkona Ingibjörg Einarsdóttir giftust 1845. Hann deyr 7. desember 1879 og kona hans 9 dögum síðar og eru þau grafin í Hólavallagarði.
Gróður og Dýralíf • Hafdís Sturlaugsdóttir
Gönguleiðir • Dynjandi • Ketilseyri/Hrafnseyri • Tjaldanesdalur/Kirkjubólsdalur • Tjaldanesdalur/Galtardalur • Kaldbakur • Meðaldalur • Haukadalur
Gönguleiðir 2 • Meðaldalur • Haukadalur • Keldudalur • Gjálpardalur • Helgafell • Keldudalur/Dalsdalur • Botn Dýrafjarðar • Lambadalur/Seljalandsdalur í Álftarfirði
Gönguleiðir 3 • Mýrafell • Klúkuheiði • Mosdalur/Ingjaldssandur • Valþjófsdalur/Mosdalur • Ingjaldssandur/Nesdalur • Barði • Hestdalur/Álftarfjörður
Gönguleiðir 4 • Álftarfjarðarheiði • Verdalsheiði • Breiðadalsheiði/Seljaland í Álftarfirði • Grímsdalsheiði • Kálfeyri • Klofningsheiði • Gilsbrekkuheiði
Gönguleiðir 5 • Grárófa • Norðureyri/Skálavík • Keflavík/Skálavík
Kirkjur í Vestur-Ísafjarðarsýslu • Hrafnseyrarkirkja Álftamýrarkirkja • Þingeyrarkirkja Hraunskirkja • Mýrakirkja Núpskirkja • Sæbólskirkja Kirkjubólskirkja • Holtskirkja Flateyrarkirkja • Staðarkirkja Suðureyrarkirkja
Friðlýst svæði • Dynjandi, Fossar í Dynjandisá í Arnarfirði. • Aðrar náttúruminjar. • Friðlýstar plöntur.
Hálendi og virkjanir • Glámuhálendið. • Hálendið milli fjarða. • Mjólkárvirkjun. • Botnsvirkjun.
Söfn og Listamenn 1 • Safn Jóns Sigurðssonar • Gamla Smiðjan • Menningarminjasafn í Hlíð • Alþjóðlegt dúkkusafn • Gamla bókabúðin Flateyri • Vestfirska forlagið
Söfn og Listamenn 2 • ÓLafur Jónsson um 1560-1627 • Magnús Hj. Magnússon 1873-1916 • Sigurður Þórðarson 1895-1968 • Guðmundur G. Hagalín 1898-1985 • Guðmundur Ingi Kristjánsson 1907-2002 • Jóhanna Kristjánsdóttir 1908-2008 • Halldór Kristjánsson 1910-2000
Söfn og Listamenn 3 • Guðmunda Jóna Jónsdóttir 1905-1991 • Gunnar Guðmundsson 1898-1987 • Tómas Jónsson 1925-1999 • Elías Mikael Vagn Þórarinsson 1926-1988 • Elís Kjaran Friðfinnsson 1928-2008 • Jón Jens Kristjánsson 1963 • Marsibil G. Kristjánsdóttir 1971