170 likes | 329 Views
Þróun námssamfélags á neti: Sameinuð stöndum við - sundruð föllum við!. Sólveig Jakobsdóttir dósent KHÍ Erindi flutt á UT2001 10.mars 2001. Ljósmynd Þór ( Lói ) Jóhannsson, september 2001. Efni erindis.
E N D
Þróun námssamfélags á neti: Sameinuð stöndum við - sundruð föllum við! Sólveig Jakobsdóttir dósent KHÍErindi flutt á UT2001 10.mars 2001 Ljósmynd Þór (Lói) Jóhannsson, september 2001
Efni erindis • Með vaxandi magni upplýsinga er orðið mikilvægara að sameinast um að kynna sér efni og deila þekkingu og reynslu með öðrum. • D. 15 nemar gera einnar eininga verkefni þar sem þeir safna upplýsingum tengdu sínu áhugasviði og búa úr því kynningu sem birt er og rædd = 40-50 tímar x 15 = 15-17 vinnuvikur = ~4 mannmánuðir – enginn einn (kennari) getur staðið í slíku! • Kynnt verða verkfæri og leiðir sem reyndar hafa verið á fjarnámskeiðum við KHÍ til að mynda námsamfélög og efla fólk á sviði UT í námi og störfum.
Helstu hópar/námskeið • Framhaldsnemar við KHÍ: • Fjarnemar tölvu- og upplýsingatæknibraut - fólk sem hefur unnið og/eða vill vinna brautryðjenda-, þróunar- og/eða rannsóknarstörf á sviði UT í uppeldi og menntun. Haust 98- • Staðnemar á stjórnunarbraut. Vor 2001 • Ýmsir aðrir hópar/grunnnám, endurmenntun, frá 1997
Markmið námsbrautar í tölvu- og upplýsingatækni • Meginmarkmiðið með námsbrautinni er að mennta frumkvöðla sem geta stuðlað að bættri nýtingu tölva og upplýsingatækni í uppeldi og menntun með kennslu, ráðgjöf og leiðsögn og með rannsóknar- og þróunarstörfum. • Í náminu er lögð áhersla á samskipti, samvinnu og gangrýna umræðu og stefnt er að því að nemendahópurinn myndi öflugt námssamfélag. Einnig er lögð áhersla á verkefnamiðað nám þar sem nemendur sýna frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Hvatt er til að nemendur geri vinnu sína á brautinni aðgengilega og kynni hana eða birti á ýmsum vettvangi. Nemendur halda m.a. sýnismöppu/verkefnamöppu (portfolio) á vef. • Sjá nánar á námsbrautarvef http://www.khi.is/framhaldsdeild/tolvupp/
Nauðsynleg færni öllum í nútímaþjóðfélagi • Vera ekki hræddur við að læra nýja hluti • Vinna úr upplýsingaflóðinu á markvissan og gagnrýnan hátt, reyna að forðast “drukknun” • Vinna vel með öðrum og sjálfstætt • Breyta upplýsingum í þekkingu, nýta, koma á framfæri á skilmerkilegan hátt
Kennslufræði, fræðilegur grunnur • Hugsmíðahyggja • Flóknara og sveigjanlegra námsumhverfi • Efni og verkfæri hafa sem mest raungildi • Nemandi virkur, fær færi á að skapa, þróa, greina, vinna með og koma á framfæri upplýsingum • Í samvinnu við aðra - mismunandi sjónarmið koma fram sem taka þarf tillit til
Dreifðir vitsmunir (distributed cognition/intelligence) • Kenningin leggur áherslu á samspil einstaklinga, umhverfis og hvers kyns verkfæra.. Því er haldið fram að vitsmunaþroska einstaklingsins eigi ekki að skoða sem einangraðan heldur sem gagnvirkandi samspil við félags- og menningarbundið umhverfi, þar með talin verkfæri hvers kyns. Þetta samspil leiðir af sér sameiginlegar afurðir og eykur hæfni í samfélaginu sem dreifist eftir því sem einstaklingarnir tileinka sér hana. (Þuríður Jóhannsdóttir 2001, einkum byggt á kenningum G. Salomon)
Dæmi - námsumhverfi • Námsumhverfi – samsett, flókið? Frontpage+webboard • http://saturnus.khi.is/soljak/umts00 • http://webboard.ismennt.is/~tolvupp00
Samskipti – staðbundnar lotur • Fræðilegi þátturinn, fyrirlestrar, umræður • Verklegi þátturinn, undirbúningur • Félagslegi þátturinn • Tengslamyndun – hópar/innbyrðis, stuðnings-, “stafrófs”, “áhuga-”; “peer mentors” • http://uranus.khi.is/umts99/nemendur.htm • http://saturnus.khi.is/soljak/umts00/nemendur.htm • http://www.ismennt.is/not/soljak/umts/nemar.htm
Samskipti – staðbundnar lotur Athugið að hvorki er hægt að fá súkkulaði frá nemendum né njóta línudans almennilega í sýndarveruleika! Sjá einnig http://saturnus.khi.is/soljak/umts00 Ljósmyndir Brynhild Mathisen, 2001 sjá fleiri á http://www.ismennt.is/not/brynhild/mappa/khimyn1.htm
Samskipti - fjarnám • Vefráðstefnur (t.d. Webboard) – Koma á framfæri hugsunum, deila reynslu, fá heimsóknir, upplifa samfélag, öðlast rödd í því svo og í alþjóðlegu samfélagi • http://www.khi.is/~soljak/tolvusamskipti/hugsanir.htm • http://www.eun.org • Tölvupóstur – þróast yfir í tilkynningar frá kennara á póstlista og persónuleg samskipti með venjulegum pósti • Símafundir (755-7755) – kennari+nemar allt að 10, hópastarf, gott til að taka ákvarðanir • Netfundir (Netmeeting)– aðstoð t.d. tæknileg
Dæmi um samskipti á vefráðstefnum • “Það var fróðlegt að lesa greinina þína og umfjöllunina um hana ég er sérstaklega hugsi yfir hugleiðingum X og langar að fylgjast betur með hvernig þeim vegnar með Future kids vegna þess að það virðist vera einhver allsherjar lausn í dag.” • “Mér finnst þessi grein mjög merkileg og í henni kemur fram það sem ég hef oft velt fyrir mér. Sem er það að það virðist vera svo djúpstætt þetta sem ræður því hvernig kennarar við erum” • “Er hægt að heimfæra þessa skoðun Taylors upp á íslenskan veruleika, að þróun upplýsingatækninnar innan skólakerfisins standi og falli með fjárveitingum? Já ég held að þannig sé þessum málum háttað hjá okkur.”
Vefráðstefnur – skipulagning, - aðgengilegar upplýsingar? • Samskipti mjög mikilvægt að skipuleggja vel og byggja inn í námsmat! Sjá t.d. Nánar á http://www.khi.is/~soljak/tolvusamskipti • Líftími samskipta á vefráðstefnum er e.t.v. um mánuður, því er mikilvægt að reyna að greina, taka saman og birta • http://saturnus.khi.is/soljak/umts00/afrakstur3a.htm • http://uranus.khi.is/umts99/fjar2um.htm
Verkefni tengd áhugamálum/ þörfum – “alvöru” áætlanir • Nemendur hafa verið hvattir til að gera verkefni sem nýtast þeim í sínum störfum og tengja þau við sín áhugamál. Vakin er athygli á þeim styrkjamöguleikum sem fyrir hendi eru á sviði UT. Margir hafa nýtt sér þá og sumir fengið styrk nú þegar sjá t.d.http://www.khi.is/framhaldsdeild/tolvupp/tilkynningar.htm • Áhugamál sjá t.d. http://uranus.khi.is/umts99/ahugahopar.htmhttp://saturnus.khi.is/soljak/umts00/afrakstur6.htmhttp://www.ismennt.is/not/soljak/umts/ahugahopar.htm
Nemandi virkur - sköpun, þróun, birting • Hvatt til birtingar á efni sem nemandi hefur unnið t.d. á vef, ritgerðir/greinar, áætlanir, • Frá 2000 er skylda fyrir nema á námsbraut að hafa sýnismöppu, sjá http://saturnus.khi.is/soljak/umts00/nemendur.htm
Dreifðir vitsmunir • Söfnun þekkingar í banka t.d. hugtök, athyglisvert lesefni, “netfæri”, mat/greiningar á rafrænu námsefni/hugbúnaði, netnotkun barna og unglinga/rannsóknir • http://saturnus.khi.is/soljak/tolvuppbankar Frontpage – Access nýtt mest hingað til
Loka”orð” – 1 mynd segir stundum meira en 1000 orð Ljósmynd Þór (Lói) Jóhannsson, september 2001