600 likes | 906 Views
Fíkn og sjálfseyðandi lífsstíll. Vertu gagnrýnin(n). 9. Fíkn og sjálfseyðandi lífsstíll. Lykilspurningar: Hvað er fíkn? Hvaða áhrif hafa ávanabindandi efni og athafnir? Hverjar eru afleiðingar fíknar? Hvaða áhætta er samfara áfengisneyslu? Hvaða áhætta er samfara tóbaksnotkun?
E N D
Fíkn og sjálfseyðandi lífsstíll Vertu gagnrýnin(n). Leikur að lifa
9. Fíkn og sjálfseyðandi lífsstíll • Lykilspurningar: • Hvað er fíkn? • Hvaða áhrif hafa ávanabindandi efni og athafnir? • Hverjar eru afleiðingar fíknar? • Hvaða áhætta er samfara áfengisneyslu? • Hvaða áhætta er samfara tóbaksnotkun? • Hvaða áhætta er samfara ólöglegum vímuefnum? • Hvenær verður hegðun fíkn? • Hvað er sjálfseyðandi lífsstíll? Leikur að lifa
Ávanabindandi efni og áráttuhegðun • Ávanabindandi efni: • Áfengi • Tóbak • Ýmis ólögleg vímuefni • Áráttuhegðun: • Tölvufíkn • Spilafíkn • O.fl. Leikur að lifa
Hvað er ávanabindandi efni? • Örvandi eða deyfandi efni sem fólk verður háð. • Valda fráhvarfseinkennum ef neyslunni er hætt. • Sum valda vímu. Leikur að lifa
Fíkn • Sá sem þjáist af fíkn leggur ofuráherslu á að afla sér efnisins. • Fólk lætur oft mikilvæg mál og gjörðir víkja fyrir fíkninni. Leikur að lifa
Áráttuhegðun = fíkn • Þegar hegðun verður að mikilli áráttu er talað um fíkn. • Skaðar andlega og/eða líkamlega heilsu => sjálfseyðandi lífsstíll. Leikur að lifa
Áráttuhegðun = fíkn • Hegðun sem • viðkomandi hefur ekki vald á. • yfirgnæfir rökhugsun og skynsemi. • einstaklingur getur ekki hætt þótt hann langi til þess. • Netfíkn, tölvufíkn, spilafíkn, kynlífsfíkn, klámfíkn o.fl. Leikur að lifa
Áfengi Slævir dómgreind. Leikur að lifa
Áfengi - alkóhól - vínandi • Virka efnið er etanól. • Ávanabindandi. Leikur að lifa
Upptaka alkóhóls • Upptaka er í maga og þörmum. • Það flyst með blóðrásinni til vefja líkamans og veldur eitrun (vímu) í taugafrumum. Leikur að lifa
Útskilnaður alkóhóls • Áfengi skilst út úr líkamanum á löngum tíma • Mismunandi milli einstaklinga • Fer m.a. eftir • magni sem var neytt, kyni og líkamsbyggingu. Margir hafa brennt sig á því að aka bíl of fljótt eftir áfengisneyslu og valdið skaða og/eða misst bílprófið. Ekki taka áhættuna! Leikur að lifa
Líkamleg áhrif áfengis • Hægir á starfsemi heila og miðtaugakerfis. • Ógreinileg skynjun • Minnkuð heilastarfsemi • Minni samhæfingarhæfni • Erting í meltingarfærum • Aukin þvaglát • Röskun á hitastýringu • Minnkaður viðbragðsflýtir • Berst um fylgju í blóðrás fóstur • Kyngeta minnkar • Næringarskortur við mikla og stöðuga neyslu Leikur að lifa
Við áfengisneyslu skiptir m.a. máli: Hvenær borðað var Svefn Líðan Kyn Þyngd Stærð Styrkur áfengisins og magn Hversu hratt er drukkið Þol Áhrif og þol Leikur að lifa
Áfengi og tilfinningar • Margir gefa innibyrgðum tilfinningum lausan tauminn, verða tilfinningasamir; • glaðir • hryggir • árásargjarnir • jagast • rífast • fíflast • og svo mætti lengi telja. Leikur að lifa
Áhrif áfengis á hug og hegðun • Oft er áfengi notað sem afsökun eða skýring á einhverju sem gerðist. • Ég sagði þetta af því að ég var full(ur), annars hefði ég aldrei sagt þetta við þig ... • Ég barði hann/hana af því að ég var full(ur), annars hefði ég aldrei gert það .. • Ég hefði aldrei sofið sjá honum/henni nema af því að ég var full(ur) ... • Er þetta rétt? Hver ber ábyrgðina? Skiptir hegðun ekki eins miklu máli undir áhrifum áfengis? Breytist maður við áfengisneyslu? Leikur að lifa
Heilbrigðisvandamál • Þeir sem eru undir áhrifum áfengis eiga á hættu að valda sjálfum sér og öðrum skaða: • Umferðarslys • Fall • Drukknun • Eitrun • Sjálfsvíg og ofbeldi (t.a.m. árásir, nauðganir og manndráp) • Félagslegt tjón • Vinaslit • Einelti • Ofbeldi • Tjón af völdum langvarandi drykkju • Líkamlegt og andlegt • Áfengisneysla á meðgöngu getur valdið fósturskaða Leikur að lifa
Bindindismenn Neyta aldrei áfengis Áfengi sem samkvæmisdrykkur Hófsemi Neysla undir stjórn Áfengi sem vímuefni Sóst eftir vímunni Drukkið oft og mikið Drukkið án félagsskapar Afréttarar Ólík neyslumynstur Leikur að lifa
Áfengisfíkn og fráhvarfseinkenni - alkóhólismi • Áfengi er ávanabindandi efni, líkamlega og andlega • Því meira og oftar sem er drukkið því sterkari verður fíknin og þol eykst. • Einstaklingur með mikið þol fær mikil fráhvarfseinkenni og mikil óþægindi við afvötnun. • Líkamleg og andleg óþægindi ef líkaminn fær ekki áfengi. • Lífið fer að snúast um áfengi og vímu. Leikur að lifa
Ungt fólk og áfengi • Á Íslandi er bannað að selja eða veita einstaklingum undir 20 ára aldri áfengi. • Skaðleg áhrif áfengis eru meiri eftir því sem líkamlegur og andlegur þroski er minni. • Hjá nemanda sem drekkur talsvert, t.d. oft um helgar, er virknin í heila minni en hjá þeim sem drekkur minna. • Líkurnar á alvarlegri fíkn eru meiri eftir því sem fyrr er byrjað að drekka. Leikur að lifa
Ungt fólk og áfengi • Af hverju byrja unglingar að neyta áfengis? Algeng svör: • Til að nálgast hitt kynið • Spenna • Hópþrýstingur • Til að minnka hömlur og óöryggi • Til að deyfa tilfinningar • Liður í því að fullorðnast • Þurfum við að láta undan þrýstingi? • Getum við ekki bara verið við sjálf? Leikur að lifa
Er sjálfsagt að drekka? • Þeir sem drekka ekki þurfa oft að færa sérstök rök fyrir því: • Þeir eru ítrekað spurðir: „Af hverju viltu ekki drekka?“ • Er það sanngjarnt? Leikur að lifa
Hvert er hægt að leita ef um vandamál er að ræða? • SÁÁ • Götusmiðjan • Námsráðgjafi • Umsjónarkennari • Fjölskyldan • Vinir • Heimilislæknir • Hjúkrunarfræðingur • Forvarnafulltrúi • O.fl. Leikur að lifa
Tóbak Tóbak inniheldur 40 þúsund ástæður til að forðast það! Leikur að lifa
Tóbak • Örvandi, vanabindandi og heilsuspillandi efni. • Veldur heilsuskaða og ótímabærum dauða. • Inniheldur um 40.000 skaðleg efni og yfir 40 krabbameinsvaldandi. T.d.: • Nikótín • Arsenik • Blásýra • Ammóníak Leikur að lifa
Bifhár í öndunarfærum lamast Hósti Gular tennur Gulir fingur Vond lykt og óþrifnaður Ör hjartsláttur Hækkaður blóðþrýstingur Minnkar þrek og þol Minnkar blóðflæði => minna súrefnisflæði um líkamann => svimi, útlimakuldi, rýrari vöðvar og getuleysi. Raska starfsemi tauga Hrukkótt húð Bólur Skaða fóstur Draga úr frjósemi Hafa áhrif á geðheilsu Auknar líkur á lungnasjúkdómum hjarta- og æðasjúkdómum krabbameini Skaðsemi reykinga Reykingar eru banvænar! Leikur að lifa
Óbeinar reykingar • Þegar fólk andar að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk. • Skaðlegar heilsunni. • Valda óþægindum og vanlíðan. • Auka líkur á mörgum sömu sjúkdómum og beinar reykingar. • Um 350-400 Íslendingar deyja á ári hverju af völdum beinna og óbeinna reykinga. Leikur að lifa
Reyklaust tóbak • Neftóbak • Munntóbak • Skaðlegt eins og reyktóbak. • Inniheldur níkótín og önnur krabbameinsvaldandi efni, sem komast í gegnum slímhúð munns og nefs og þaðan inn í blóðrásina. • Mun meira níkótín en í reyktóbaki. Leikur að lifa
Ungt fólk og reykingar • Tískubylgjur • Hópþrýstingur • Líklegra er að ungt fólk byrji að reykja ef margir í vinahópnum reykja. • Mikill meirihluti reykir ekki, meirihlutanum finnst það ekki flott. Leikur að lifa
Ef þú reykir er best að hætta strax! • Brjóta upp venjur og hefðir. • Forðast aðstæður sem maður var vanur að reykja. • Þrauka, hvert „löngunarkast“ stendur stutt. • Beina athyglinni að einhverju öðru. • Til eru lyf til að takast á við reykleysið. • Stappa í sig stálinu. • Með hverjum deginum verður lengra á milli þess sem maður man eftir tóbakinu. • Morgundagurinn verður auðveldari en dagurinn í dag. • O.fl. Leikur að lifa
Hjálp til að hætta • Í bæklingnum Hættu fyrir lífið, frá Lýðheilsustöð, er að finna gagnleg ráð til þeirra sem vilja hætta að reykja. Leikur að lifa
Reglur • Bannað er að auglýsa tóbak. • Tóbak má ekki selja eða afhenda fólki undir 18 ára aldri. • Fólk undir 18 ára aldri má ekki afgreiða tóbak. Leikur að lifa
Ólögleg vímuefni Höldum heilanum heilum! Leikur að lifa
Ólögleg vímuefni • Ávanabindandi. • Valda líkamlegu og andlegu heilsutjóni. • Fer eftir einstaklingum og tegundum efna hve fljótt maður verður háður þeim. • Tengsl eru milli • neyslu kannabisefna og neyslu harðari efna. • neyslu kannabisefna og neyslu áfengis og tóbaks. Leikur að lifa
Áhrif Breytt skynjun og skap. Ótti. Léleg samhæfing líkamans. Skammtímaminni, tjáning og rökhugsun skerðist. Hraður hjartsláttur, rauð augu, þorsti og sykurþörf. Afleiðingar Námsgeta og einbeiting minnka. Langtímaneysla eykur líkur á þunglyndi og ofsóknarkennd. Slæm fráhvarfseinkenni. Auknar líkur á lungna- og öndunarfærasjúkdómum, þ.m.t. krabbameini. Ónæmiskerfið veiklast. Hormónajafnvægi raskast og því eðlilegur líkamsþroski. Kannabisefni-hass - hassolía - marijúana Leikur að lifa
Áhrif Hraðari efnaskipti og hjartsláttur, neytandinn finnur ekki til hungurs eða þorsta, sýnir öfgafulla hegðun og tilfinningar, miklar skap- og geðsveiflur og árásarhneigð. Afleiðingar Neytandinn er örmagna eftir neyslu. Lífshættuleg eitrun vofir yfir. Þunglyndi, ofsóknarkennd, ótti, þyngdartap o.fl. Kókaín - Amfetamín -Krakk- Leikur að lifa
Áhrif Einbeitingarskortur, erfiðleikar með samhæfingu, eirðarleysi, tilfinningasemi, tap á sjálfsstjórn. Lystarleysi, svimi, ógleði, vöðvakrampar og ofskynjun. Aukinn hjartsláttur og hjartsláttartruflanir, blóðþrýstingshækkun og hækkun á líkamshita. Afleiðingar Mikil hreyfiþörf, þorsti og ofhitnun. Skammtímaminni dofnar. Mikil þreyta og skapsveiflur eftir neyslu. Líkur á þunglyndi, ofsóknar- kennd og svefntruflunum. Getur valdið varanlegum heila-, nýrna-, lifrar- og hjartaskaða. Hætta á lífshættulegri eitrun. Neytandi er hættulegur sjálfum sér og öðrum. E-töflur Leikur að lifa
Áhrif Veldur miklum ofskynjunum og geðsveiflum. Ör hjartsláttur og hækkaður líkamshiti. Hraður andardráttur, klígja og uppköst. Víð sjáöldur, skjálfti og doði. Afleiðingar Langvarandi geðveiki. Neytandinn getur fengið kast þar sem hann endurupplifir vímuna án þess að neyta vímuefnisins (afturkast, flash back) LSD - Ofskynjunarsveppir Leikur að lifa
Áhrif Skert tjáning, rökhugsun og samhæfing hreyfinga. Stundum ofskynjanir og árásarhneigð. Afleiðingar Óþægindi í öndunarfærum (nefrennsli og hósti), þreyta og sljóleiki. Höfuðverkur, pirringur, kvíði og þunglyndi. Hætta er á lífshættulegri eitrun Hætta á skemmdum á heila, taugakerfi, hjarta, lifur, nýrum og blóðmerg. Oft mikil eld- og jafnvel sprengihætta. Snifflím - bensín - o.fl. Leikur að lifa
Ópíum • Náttúrulegt efni unnið úr ópíumvalmúa. • Einnig framleitt efnafræðilega. • M.a. notað í lyf, t.d. morfín og metadon. • Heróín er af sama meiði • Fólk verður háð því mjög fljótt. • Mjög skaðlegt efni. Leikur að lifa
Skynbrenglanir Sljóleiki Skapbreytingar Einbeitingarskortur Eirðarleysi Deyfð Kvíði Þunglyndi Ranghugmyndir Líffæraskaði Taugaskaði Geðveiki Ofsóknarbrjálæði Ótti Getuleysi Dauði Eitrun Hætta á HIV- og lifrarbólgusmiti Áhrif vímuefna - samantekt Leikur að lifa
Af hverju neytir fólk vímuefna? • Leit að spennu af því að neyslan er bönnuð • Uppreisn • Víman sem ýmist er örvandi eða slakandi • Flótti frá hversdagsleikanum • Misskilin leit að sjálfum sér • Sókn eftir félagsskap annarra • Hópþrýstingur • Vímuefni skyndilega dregið fram í partíi! • Þrýstingur • O.fl. Leikur að lifa