1 / 18

Samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila

Samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila. — samantekt um tilraunaverkefni á vegum félagsmálaráðuneytisins Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri Arnar Pálsson, sérfræðingur. Upplýsingatækni.

jalila
Download Presentation

Samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila — samantekt um tilraunaverkefni á vegum félagsmálaráðuneytisins Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri Arnar Pálsson, sérfræðingur

  2. Upplýsingatækni • Upplýsingatækni tengist í auknum mæli starfsemi ráðuneytisins, ráðherra og starfsmönnum. Lykilatriði að sérstakur starfsmaður geti helgað sig þessum verkefnum. • Upplýsingatækni á að auka þjónustu við almenning og upplýsingagjöf frá ráðuneytinu til fjölmiðla, annarra stjórnvalda og almennings. • Ráðuneytin eiga að sýna frumkvæði við notkun nýjustu tækni. • Skylda til þess að sýna frumkvæði og hafa forystu jafnvel enn meiri hjá ráðuneyti sem fer með málefni fatlaðra?

  3. Upplýsingatækni • Hvetja þarf almenning til að nýta sér nýjar samskiptaleiðir. Grundvöllur þátttöku hins almenna borgara í lýðræðislegu samfélagi. • Félagsmálaráðuneytið gerði tilraunir árið 2005 til að auka aðgengi að ráðuneytinu og umræðu um þá málaflokka sem ráðuneytið ber ábyrgð á. • Í framtíðinni mun upplýsingatækni gegna auknu hlutverki við almenna afgreiðslu ráðuneytisins eftir því sem möguleikar á rafrænni afgreiðslu vaxa. • Aðgengi fyrir alla árið 2009 er markmið sem vinna ber að.

  4. Tilraunaverkefni um samráð og samskipti Samráð og samskiptiFélagsmálaráðuneytið tók að sér að gera tilraunir árið 2005 í anda stefnu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004–2007. Þrjú tilraunaverkefniVerkefnin öll til þess fallin að einfalda aðgengi að ráðuneytinu og auka umræðu um þá málaflokka sem ráðuneytið ber ábyrgð á.

  5. Þrjú verkefni 1. Netspjall félagsmálaráðuneytisinsAlmenningi og fyrirtækjum gefinn kostur á því að komast í beint samband við afgreiðslu ráðuneytisins. 2. Umræðutorg um sameiningu sveitarfélagaÁ umræðutorgi ráðuneytisins var rætt um tillögur um sameiningu sveitarfélaga, þá framtíðarsýn sem þar kom fram, kosti hennar og galla. 3. Ráðherraspjall – spjalltorg félagsmálaráðherraRáðherraspjall fer þannig fram að almenningi gefst kostur á að ræða fyrirfram ákveðið málefni félagsmálaráðuneytisins við ráðherra á vefnum.

  6. Netspjall félagsmálaráðuneytisins • Netspjall gefur almenningi og fyrirtækjum kost á því að komast í beint samband við afgreiðslu ráðuneytisins. • Byggir á nýjum íslenskum hugbúnaði frá Modernus ehf. (Svarbox) • Beint samband milli þjónustufulltrúa og viðskiptavina – eykur gildi stofnanavefja í þjónustu og kynningu. • Nýtt samskiptaform sem nýtist heyrnarlausum sérstaklega vel. Kynningarefni fyrir netspjall – hnappur á forsíðu ráðuneytisins

  7. Netspjall: Innskráning

  8. Netspjall: Samskiptagluggi

  9. Umræðutorg félagsmálaráðuneytisins • Á umræðutorginu gafst öllum landsmönnum tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi þær sameiningartillögur sem lágu fyrir og fá viðbrögð við þeim. • Markmið umræðutorgsins var að efla umræðu um sveitarstjórnarstigið til framtíðar og hugsanlega nýta þau sjónarmið sem þar myndu koma fram við stefnumótun í málaflokknum. • 17 málefni voru fyrirfram skilgreind til umræðu sem tengdust öll sameiningarkosningunum, þar undir stofnuðu gestir á vefnum samtals 79 þræði og undir slíkum þráðum voru innsend skeyti samtals 160. Kynningarefni fyrir netspjall – hnappur fyrir netmiðla

  10. Umræðutorg félagsmálaráðuneytisins • Umræðutorgið fékk samtals um 2.000 heimsóknir í septembermánuði og samtals voru um 6.000 flettingar á spjallþræði. • Vettvangurinn var meira nýttur til að koma á framfæri sjónarmiðum og kvörtunum en að taka þátt í umræðum. • Mikil hætta er á því að þátttökuhópur í umræðutorgum verði einsleitur – sérstaklega þar sem fyrirfram skilgreind málefni eru til umræðu. • Umræðutorgið var alfarið opið og þátttakendur gátu tekið þátt undir nafnleynd – langflestir fóru eftir þeim reglum sem settar voru fyrir þátttöku. Kynningarefni fyrir netspjall – hnappur fyrir netmiðla

  11. Umræðutorg félagsmálaráðuneytisins

  12. Umræðutorg félagsmálaráðuneytisins

  13. Ráðherraspjall • Markmiðið með ráðherraspjallinu var að gefa almenningi kost á því að komast í beint samband við félagsmálaráðherra í gegnum heimasíðu ráðuneytisins. • Um 600 sóttu heim vef félagsmálaráðuneytins til að fylgjast með ráðherraspjallinu. 16 skráðu sig inn til þátttöku í spjallinu en 8 sendu inn alls 13 spurningar sem ráðherra svaraði á þeirri klukkustund sem ráðherraspjallið stóð yfir. • Með þessum hætti komu sjónarmið ráðherra skýrt fram og með beinum hætti. Fjölmiðlar fylgdust vel með og gátu nýtt sér umræðuna. Kynningarefni fyrir ráðherraspjall – hnappur á forsíðu ráðuneytisins

  14. Ráðherraspjall

  15. Ráðherraspjall á Akureyri Árni Magnússon félagsmálaráðherra spjallar við netverja um sameiningarkosningar 3. október 2005.

  16. Ný þjónusta auglýst – kynningarmál • Öll verkefnin voru kynnt í fjölmiðlum: Fréttatilkynning frá ráðuneytinu, auglýsingar í útvarpi ásamt auglýsingum í prent- og netmiðlum. • Það kom í ljós að ekki er einfalt mál að kynna nýja samskiptamöguleika, t.d. ráðherraspjallið – hvað felur hugtakið í sér? • Ráðherraspjallið fór fram 3. október, þátttakan ágæt og mjög margir fylgdust með spjallinu. Reikna má með að áhugi aukist í næstu skipti á meðan hugmyndin um ráðherraspjall festist í sessi.

  17. Kynning á ráðherraspjalli í prent-/netmiðlum

  18. Samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila Takk fyrir arnar.palsson@fel.stjr.is

More Related