300 likes | 1.1k Views
Kafli 12. Hjartað. Hjartað. Hjartað er holur vöðvi á stærð við hnefa eigandans og vegur um 0.5 kg Hjartað liggur í mediastinum (miðmæti) sem liggur á milli lungnanna, og u.þ.b. 2/3 hlutar hjartans er vinstra megin miðlínu
E N D
Kafli 12 Hjartað
Hjartað • Hjartað er holur vöðvi á stærð við hnefa eigandans og vegur um 0.5 kg • Hjartað liggur í mediastinum (miðmæti) sem liggur á milli lungnanna, og u.þ.b. 2/3 hlutar hjartans er vinstra megin miðlínu • Miðmæti er bilið á milli lungnanna og inniheldur það öll líffæri brjóstholsins fyrir utan lungun • Basis cordis (hjartabotn) snýr upp • Apex cordis (hjartatoppur) snýr niður og hvílir á þind
Gollurshús (pericardium) • Gollurshús er sterkur bandvefspoki sem umlykur hjartað • Gollurshúsið er úr tveim lögum: • Veggþynnu (lamina parietalis): festir hjartað innan miðmætis og hindrar ofteygjur • Iðrarþynna (lamina visceralis/epicardium): klæðir sjálft hjartað • Gollurshússhol (cavum paricardium) er milli veggþynnu og iðraþynnu • Þar er vökvi sem virkar sem smurning
Hjartaveggurinn • Hjartaveggurinn er úr þrem lögum • Epicardium (iðraþynna) er yst (þetta er jafnframt innsta lag gollurshússins) • Myocardium (hjartavöðvinn) myndar þykkasta hluta veggjarins • Endocardium (hjartaþel) klæðir hjartað að innan
Eðli hjartavöðvans • Frumur hjartavöðvans eru sérstakar hjartavöðvafrumur, sem eru ólíkar öllum öðrum vöðvafrumum. Þær hafa: • Einn kjarna • Þverrákir • Frymistengsl (Intercalated discs ) • Hjartavöðvinn er sjálfvirkur • Hann fer í samdrátt án utanaðkomandi boða • gangráður • Frymistengslin tryggja hraðan boðflutning um hjartað • Frymistenglis leyfa frjálst flæði jóna á milli hjartavöðvafrumna • Hjartað fer aldrei í viðvarandi samdrátt (tetanus) eins og rákóttur vöðvi • Ef hjartað færi í tetanus þá hætti það að geta dælt blóði
Hjartahólfin • Hjartað er gert úr fjórum hólfum • Tveimur atrium (gáttum) sem taka við blóði • Hægri gátt (atrium dexter) tekur við súrefnissnauðu blóði frá meginhringrás • Vinstri gátt (atrium sinister) tekur við súrefnisríku blóði frá lungum • Gáttirnar eru mun minni og þynnri en hvolfin • Gáttir taka alltaf við blóði, er n.k. safnlón • Tveimur ventriculum (hvolfum) • Hægra hvolf (ventriculus dexter) dælir súrefnissnauðu blóði til lungna • Vinstra hvolf (ventriculus sinister) dælir súrefnisríku blóði til líkama • Vinstra hvolfið er þykkasta hólf hjartans þar sem það þarf að dæla blóðinu lengstu vegalengdina (um allan líkamann fyrir utan lungun) • Hvolfin dæla alltaf blóði • Hjartaskipt / hjartaskilveggur (septum cordis) er þykkur vöðvaveggur sem skiptir hjartanu í hægri og vinstri hluta
Æðar sem tengjast hjartanu • Til atrium dexter (hægri gáttar) liggja: • Vena cava inferior (neðri holæð) • vena cava superior (efri holæð) • sinus coronarius (kransstokkur) • Allar flytja þessar æðar súrefnissnautt blóð til hjarta • Meginhringrás (systemic circulation) • Til atrium sinister (vinstri gáttar) liggja: • Venae pulmonales (lungnabláæðar) tvær frá hvoru lunga • Þær flytja súrefnisríkt blóð frá lungum • Lungnahringrás (pulmonary circulation) • Frá ventriculus dexter (hægra hvolfs) liggur: • Truncus pulmonalis (lungnastofnæð) • Hún flytur súrefnissnautt blóð frá hjarta til lungna • Lungnahringrás • Frá ventriculus sinister (vinstra hvolfs) liggur: • Aorta (ósæð) flytur blóð frá ventriculus sin. til líkama • Hún flytur súrefnisríkt blóð frá hjarta til líkamans • Meginhringrás
Hjartalokur • Fjórar hjartalokur hindra bakflæði blóðs • Tryggja einstefnu blóðs • Atrioventricular (AV) lokur eru milli atria og ventricula: • Valva bicuspidalis (mitralis) er vinstra megin • Liggur á milli vinstri gáttar og hvolfs • Valva tricuspidalis er hægra megin • Liggur á milli hægri gáttar og hvolfs • Spenavöðvar (musculi papillaris) tengjast sinastrengjum (chordae tendinae) sem eru tengdir brúnum loknanna • Semilunar lokur (hálfmánalokur) eru milli ventricula og slagæða: • Valva aortae (ósæðarloka) • Liggur á milli vinstra hvolfs og ósæðar • Valva trunci pulmonalis (stofnæðarloka) • Liggur á milli hægra hvolfs og lungnastofnæðar
Blóðflæði um hjartað • Blóð flæðir alltaf undan þrýstingsfallanda (frá svæði með hærri þrýsting til svæðis með lægri þrýsting) • Stærð og rúmtak hjartahólfa endurspeglast í þrýstingi • Meira rúmmál minni þrýstingur og svo öfugt
Blóðflæði um hjartavöðvann • Kransæðar (arteriae coronariae) flytja súrefni og næringu til hjartavöðvans • Skortur á blóðflæði til hjartavöðvans getur valdið vefjaskemmdum • Kransstokkur (sinus coronarius) tekur við súrefnissnauðu blóði og flytur til atrium dxt.
Hjartsláttur og leiðslukerfi hjartans • Hjartsláttur byrjar í gangráði / SA hnút (nodus sinatrialis) sem liggur ofarlega í hægri gátt • Gangráður er vöðvamassi sem er með óstöðuga vöðvaspennu • Boðspennan berst frá hægri gátt yfir í vinstri gátt og gáttirnar dragast saman og dæla blóði í hvolfin • Boðspennan berst niður í AV hnútinn (nodus atrioventicularis), sem liggur neðarlega í hægri gátt og þar tefst hún í u.þ.b. 0.1 sek á meðan gáttirnar klára að dragast saman
Hjartsláttur og leiðslukerfi hjartans • Næst berst boðspennan í HIS-knippið og fer í gegnum hjartaskiptin niður í hjartabroddinn • HIS-knippið eru sérstakir þræðir sem bera boðspennuna mun hraðar en venjulegar hjartavöðvafrumur • Úr HIS-knippinu í hjartaboroddinum liggja Purkinjeþræðir sem liggja upp hjartahvolfin • boðspennan (og vöðvasamdrátturinn) berst því upp hvolfin blóðinu er dælt úr hvolfunum í slagæðarnar
Hjartarafriti (EKG) • Hjartaafrit (EKG) mælir þær rafbreytingar sem verða í hjartanu í einum hjartahring • Bylgjur í eðlilegu EKG: • P-bylgja endurspeglar afskautun atria • QRS-komplex endurspeglar afskautun ventricula og endurskautun atria • T-bylgja endurspeglar endurskautun ventricula • Með EKG má sjá ýmis frávik í byggingu og starfsemi hjartans
Gagnsemi EKG • EKG er non-invasive • EKG getur sagt til um: • hjartslátt • Leiðslukerfi hjartans • Ástand hjartavöðvans • Líkamlegt ástand viðkomandi
Hjartahringur (cardiac cycle) • Í einum hjartahring er ein systola (slag eða efri mörk) og ein diastola (þan eða neðri mörk) • Í diastolu (aðfallsfasa) er slökun og fylling ventricula • Í lok diastolu verður samdráttur í atrium (atrial systola) sem dælir auka 20% af blóði í ventriculum • Í systolu (útfallsfasa) er samdráttur og tæming ventricula • Blóðinu er þá dælt úr ventriculum út í slagæðarnar • Einn hjartahringur (í hvíld) tekur um 0.8 sek. (diastola 0.5 sek. og systola 0.3 sek.)
Hjartahljóðin • Tvö hjartahljóð (lubb-dubb) heyrast í hverjum hjartslætti • Fyrra hjartahljóðið (lubb) heyrist þegar lokurnar á milli gátta og hvolfa (tví-og þríblöðkulokur) lokast • Seinna hjartahljóðið (dubb) heyrist þegar lokurnar á milli hvolfa og slagæða (ósæða- og stofnæðaloka) lokast
Útfall hjarta (cardiac output) • Útfall hjarta (ÚH) er það blóðmagn sem fer frá hvorum slegli á mínútu ÚH = slagmagn x hjartsláttartíðni (Dæmi: 4.9 lítrar / mín = 70 ml / slag x 70 slög / mín) • Slagmagn er það blóðmagn sem fer frá hvorum slegli í einu slagi og hjartsláttartíðnin er púlsinn
Stjórnun á hjartsláttartíðni Hjartað er sjálfvirkt en þó eru ýmsir þættir sem hafa áhrif á tíðni hjartsláttar • Taugastjórnun • Hjartastillistöð er staðsett í mænukylfu (medulla oblongata) • driftaugar auka tíðni og kraft hjartsláttar • seftaugar (greinar frá vagus taug, tíunda heilataugin) draga úr sláttartíðni, en hafa ekki áhrif á slagkraftinn • Efnastjórnun • Hormón (adrenalín og þýroxín auka tíðni hjartsláttar) • Jónir (hækkað natríum og kalíum minnka tíðni og kraft, en aukið kalsíum eykur tíðni og kraft hjartsláttar) • Ýmsir aðrir þættir hafa áhrif á hjartsláttartíðni • aldur, kyn, þjálfunarstig, líkamshiti • Hjartsláttur getur verið frá um 50 slög/mín upp í 200 slög/mín • Hjarta sem fær engin taugaboð slær um 100 slög/mín • Hjartað er hinsvegar yfirleitt undir stjórn seftaugakerfisins (vagus bremsa) og slær því um 70 slög/mín
Stjórnun á slagmagni • Teygja hjartavöðvans fyrir samdrátt • Eftir því sem fylling hjartans er meiri í diastolu, þess öflugri verður samdrátturinn í systolu • Þetta kallast lögmál Starlings • Fer eftir venous return þ.e. hversu mikið blóð kemur til hjartans frá bláæðunum • Samdráttarkraftur einstakra vöðvaþráða • Driftaugar, adrenalín og noradrenalín, aukinn kalsíumstyrkur og ýmis lyf auka slagmagnið • Minnkuð driftaugavirkni, súrefnisskortur, lækkað pH og sum deyfilyf minnka slagmagnið • Þrýstingur sem þarf til að dæla blóði frá hjarta • Meiri þrýstingur í ósæð og lungnastofnæð meiri kraft þarf til þess að ósæða- og stofnæðalokurnar opnast tæming hjartans verður minni • Einstaklingar í góðri þjálfun eru með lægri púls því hjarta þeirra dælir út meira blóðmagni í hverju slagi
Vefsíður • http://medmovie.com/mmdatabase/MediaPlayer.aspx?ClientID=65&TopicID=0 • Þetta er mjög góð síða með stuttum myndböndum frá the American Heart Association