300 likes | 425 Views
Evran og fjármálalegur stöðugleiki. Friðrik Már Baldursson Háskólinn í Reykjavík Richard Portes London Business School og CEPR. Hvers vegna höfum við áhyggjur af krónunni? Gengisvísitalan frá 2000. Yfirlit. Hvað er evruvæðing? Hvað er fjármálastöðugleiki?
E N D
Evran og fjármálalegurstöðugleiki Friðrik Már Baldursson Háskólinn í Reykjavík Richard Portes London Business School og CEPR
Hvers vegna höfum við áhyggjur af krónunni?Gengisvísitalan frá 2000
Yfirlit • Hvað er evruvæðing? • Hvað er fjármálastöðugleiki? • Hvers vegna skiptir evruvæðing máli? • Hver er staðan á Íslandi? • Afleiðingar fyrir fjármálastöðugleika • Valkostir í gjaldeyrismálum • Niðurstöður
Evruvæðing • Hugtakið notað eins og “dollaravæðing” (dollarization) er notað í flestum alþjóðlegum rannsóknum. Þ.e. þegar erlend mynt er notuð í stað heimamyntar í einhverjum eða öllum notum þeirrar síðarnefndu • Not myntar: Gjaldmiðill; varðveisla verðmæta; reikningseining • Getur verið • Formleg – de jure • Óformleg – de facto • Þá aðeins að hluta • Gengur mismunandi langt eftir notum • Rannsóknir fjölluðu fyrst um upptöku erlendrar myntar í daglegum viðskiptum og afleiðingar þessa fyrir peningastefnu • Á síðari árum hefur athyglin beinst að fjármálalegri evruvæðingu • Eignir, skuldir, fjármálagerningar færast í miklum mæli yfir í erlenda mynt
Fjármálastöðugleiki • Engin einhlít skilgreining, en í hugtakinu felst ... • Stöðugleiki mikilvægustu fjármálafyrirtækja og markaða • Traust lykilfyrirtæki – yfirgnæfandi líkur á að þau geti staðið við samninga • Traustir markaðir – snurðulaus og örugg viðskipti • ... og við vitum nú hvað felst í andstæðunni • Bankakreppur eru kostnaðarsamar • Framleiðslutap í þróuðum ríkjum 10-15% af landsframleiðslu • Á Íslandi er bankakerfið hlutfallslega stórt þ.a. bankakreppa myndi valda mjög miklum skaða
Evruvæðing í daglegum viðskiptum • Oftast mjög erfitt að nálgast gögn um umfang slíkrar evruvæðingar og notast við tölur um bankainnistæður í erlendri mynt þess í stað • Notkun evru eða annarrar erlendrar myntar lítil í daglegum viðskiptum á Íslandi – a.m.k. enn sem komið er • Innistæður á gjaldeyrisreikningum eru raunar meiri á Íslandi en í flestum þróuðum ríkjum • Samt lægri að tiltölu en t.d. í Bretlandi og Ungverjalandi (sjá næstu glæru) • Endurspeglar fremur varðveislu verðmæta (store of value) en staðgöngu í daglegum viðskiptum • Einstaklingar vilja verja sig gegn sveiflum í krónunni • Hluti af fjármálalegri evruvæðingu
Innlán á gjaldeyrisreikningum sem hlutfall af heildarinnlánum (2004)
Fjármálaleg evruvæðing (FE) / dollaravæðing (FD) • Eignir og skuldir í erlendri mynt • Bankar eru yfirleitt varðir gegn sveiflum í gengi og bera því ekki beina gengisáhættu • Áhrif gegnum efnahagsreikninga lántakenda kunna að vera afdrifarík • Ef gengi heimamyntar lækkar mikið geta óvarðir lántakendur í erlendri mynt orðið gjaldþrota • Gengisáhætta færist yfir í útlánaáhættu • Dregur úr stöðugleika bankakerfisins – tap á lánum getur eytt upp eigin fé banka
Alþjóðleg reynsla: FE/FD lönd einkennast af • Hærri verðbólgu • Lægri og sveiflukenndari hagvexti • Hærri tíðni skyndilegrar stöðvunar á innstreymi fjármagns (systemic sudden stop) • Hærri tíðni gjaldeyris- og bankakreppa • Mikill kostnaður á mælikvarða landsframleiðslu • Flest FE/FD lönd teljast til þróunarríkja eða nýmarkaðsríkja • Suður-Ameríka, fyrrum austurblokk, en einnig lönd í Asíu og Afríku • Hvað um Ísland?
Bankarnir alþjóðavæddir og nota því erlenda mynt • Vöxtur bankanna á síðustu árum – efnahagsreikningur þeirra er nú tíföld VLF – er að miklu leyti fjármagnaður á erlendum mörkuðum (heild- og smásölu) • Í lok júní 2008 voru 75% innlána hjá K-L-G erlend – í viðkomandi heimamynt • Til minnis: 1.300 milljarðar króna (= VLF) af þessum innistæðum tryggðar af Tryggingarsj. innstæðueigenda. 2.000 milljarðar til viðbótar tryggðir af innstæðutryggingum viðkomandi landa • 60% útlána K-L-G erlend • Krónan er starfrækslumynt bankanna svo þeir verða að verja sig gegn sveiflum í gengi hennar
Hvers vegna sækjast fyrirtæki eftir skráningu í Evrum?Flökt íslenskra hlutabréfa í ISK og EUR Erfitt að draga að erlenda fjárfesta Að einhverju leyti er krónan sem slík viðskiptahindrun Flökt í krónunni bætist ofan á flökt í hlutabréfum Skráning í evrum eitt skref enn í fjármálalegri evruvæðingu
Fjármálaleg evruvæðing á Íslandi • Orðin mjög útbreidd á innlendum lánamarkaði • Bankarnir verja sig gegn gengissveiflum • En það má fyrirfram gera ráð fyrir að lántökur heimila og atvinnugreina með tekjur í krónum valdi útlánaáhættu
Íslenskar aðstæður • Verðbólga – mikil og sveiflukennd • Gengisbreytingar koma hratt fram í verðlagi • Skapar vörn að hluta fyrir innanlandsgreinar • Verðtrygging er útbreidd; óbein áhrif á efnahagsreikninga • Bein og óbein áhrif gengisbreytinga leiða til hærri vaxtagreiðslna og afborgana af lánum – í erlendri mynt og verðtryggðum • Sveiflur í gengi ekki óvenjulega miklar (m.v. önnur lönd með flotgengi) þar til nýlega – tengist fremur stöðu fjármálageirans en fjármálalegri evruvæðingu sem slíkri • Hagvöxtur – hraður, en miklar sveiflur • Ójafnvægi í erlendri eignastöðu – íslensk hlutabréf óaðlaðandi fyrir erlenda fjárfesta • Töluverður áhugi á skuldabréfum í krónum þar til fyrir skemmstu
Afleiðingar FE á fjármálastöðugleika • Í uppsveiflunni styrktust efnahagsreikningar heimila og fyrirtækja sem voru skuldsett í erlendri mynt • Ýtti undir hækkanir á eignaverði og styrkti eignastöðu enn frekar • Jákvæð fylgni milli hlutabréfaverðs og gengis krónunnar • Öfug þróun í niðursveiflunni • Mikil lækkun krónunnar að undanförnu er líkleg til að valda auknum útlánatöpum • En takmörkuð áhrif að svo komnu: Í júlí hafði ígildi 2,1% innlendra lána verið færð á afskriftareikning (84 mia.kr.) • 1,2% af heildarútlánum
Hvað gerist þegar evran breiðist út í hagkerfinu? • Töluvert um uppgjör í evrum/dollurum. Eitthvað þegar um að laun séu greidd í evrum • Evruvæðing atvinnulífsins? • Myndi verja þá aðila sem um ræðir gegn gengissveiflum • En smærri og smærri hluti hagkerfisins þarf þá að taka að sér ytri aðlögun • Enn óstöðugri mynt! • Ýtir enn frekar undir evruvæðingu • Eykur enn á efnahagssveiflur • Dregur úr fjármálastöðugleika þegar upp er staðið
Hvers vegna er svona mikið af lánum í erlendri mynt? • Raungengi hefur verið nokkuð stöðugt til lengri tíma litið • Vegna þess hve gengisbreytingar koma hratt fram í verðlagi hafði Seðlabankinn hálfopinbert gengismarkmið • Studdi við gengið með háum vöxtum • Mikill vaxtamunur, u.þ.b. 10%, var freistandi – jafnvel þótt gengisvörn væri ekki fyrir hendi • Svo lán voru tekin í erlendri mynt – oft lágvaxtamyntum (JPY, CHF) • Eitt birtingarform vaxtamunarviðskipta • Viðleitni til að styðja við krónuna ýtti undir • Stöðvaðist að lokum vegna óhagstæðra kjara íslensku bankanna
Opinber (de jure) evruvæðing • Full aðild að EMU • Hingað til verið viðtekið að aðild að ESB sé skilyrði • Samrunaskilyrðin – er ætlað að tryggja stöðugan samruna myntsvæða • Opinber fjármál: Halli <3%; skuldir <60% • Verðbólga sl. ár < 3 lægstu verðbólgutölur í ESB + 1,5% • Langtímavextir sl. ár < 3 lægstu vextir í ESB + 2% • Gengi sl. 2 ár innan við 15% frá viðmiðun • Tvíhliða samkomulag • Leyfir löggjöf ESB þetta? • Er pólitískur vilji? • Markmið: full aðild að EMU • Einhliða • Tæknilega framkvæmanleg • ESB og ECB mjög andvíg
Full aðild að EMU – ESB eða tvíhliða • Sjálfstæð peningastefna á bak og burt • Áhrif á fjármálastöðugleika? • Lykilatriði v. fjármálastöðugleika: Aðgangur að ECB repo • Laust fé þegar þarf – lánveitandi til þrautavara í framkvæmd • Björgun gjaldþrota banka (ef vilji er til slíks) yrði áfram á ábyrgð Íslands • Ólíklegt að Ísland verði undanþegið samrunaskilyrðunum – hvor leiðin sem yrði farin • Í upphafi ERM II – “hreinsunareldurinn” • Gengissveiflur takmarkaðar við ±15% • Tvíhliða samstarf um fjármögnun gjaldeyrisinngripa • Ekki fullur aðgangur að ECB repo – enginn lánveitandi til þrautavara • Bankarnir myndu áfram hafa aðgang að ECB í gegnum dótturfélög –eins og þeir hafa núna að einhverju leyti
Einhliða evruvæðing • Gjaldeyrisforðinn er meiri en grunnfé => Tæknilega framkvæmanlegt • Peningastefna glatast – myntsláttuhagnaður glatast • Gjaldeyriskreppur hverfa skv. skilgreiningu • Enginn lánveitandi til þrautavara • Vegna stærðar bankanna er óheyrilegur kostnaður við að liggja með nægjanlegan forða • Svigrúm til lausafjáraðstoðar eða björgunaraðgerða íslenskra stjórnvalda mjög takmarkað • En þetta er staðan í reynd nú • Myndi ECB takmarka aðgang að repo frá því sem nú er?
Stefna stjórnvalda • Frá sjónarmiði fjármálastöðugleika er núverandi staða óásættanleg til frambúðar • Fjármálaleg evruvæðing hefur leitt til þess að gengissveiflur fela í sér verulega áhættu fyrir heimili og fyrirtæki • Bankarnir varðir gegn gjaldeyrisáhættu, en (ógegnsæ) útlánaáhætta skapast á móti • Áhætta bankanna af íslenska markaðnum og vöntun á trúverðugum lánveitanda til þrautavara er án efa mikilvægur áhrifaþáttur í þeim afarkjörum sem bankarnir sæta nú á alþjóðamörkuðum • Hefur smitað yfir í kjör íslenska ríkisins • Eykur enn á óstöðugleika í þjóðarbúskapnum • Við verðum að velja: • Af-evruvæðing • Full evruvæðing
Kostirnir tveir • Af-evruvæðing • Undið ofan af óvörðum lántökum í erlendri mynt • Myndi gerast með auknum öryggiskröfum til banka vegna útlána til innlendra aðila í erlendri mynt – eða kláru banni nema í ákv. tilvikum • Aðskilnaður innlendra og alþjóðlegra viðskipta bankanna • Aðeins innlend viðskipti með bakland í Íslandi • Ekki tryggt að þetta virkaði í reynd – hægt væri að fara í kringum slíkar reglur • Líklegra að bankarnir flytji sig til annarra landa • Full evruvæðing • Einhliða: Ekkert til fyrirstöðu tæknilega. Yrði framför frá núverandi ástandi, en enginn pólitískur vilji hvorki innanlands né í ESB • Full aðild að EMU (hvernig sem farið er að því): Besta lausnin – a.m.k. frá sjónarmiði fjármálastöðugleika