140 likes | 271 Views
Gæðaúttektir FFB 2008 -Helstu niðurstöður. Anne Maria Sparf annesparf@gmail.com. Af hverju gæðaúttektir?. Gæðaúttektir eru mikilvægasti hluti gæðastarfs FB Trúverðugleiki gagnvart viðskiptavinum okkar Síhækkandi kröfur viðskiptavina Stöðugar úrbætur
E N D
Gæðaúttektir FFB 2008-Helstu niðurstöður AnneMariaSparf annesparf@gmail.com
Af hverju gæðaúttektir? • Gæðaúttektir eru mikilvægasti hluti gæðastarfs FB • Trúverðugleiki gagnvart viðskiptavinum okkar • Síhækkandi kröfur viðskiptavina • Stöðugar úrbætur • Betur sjá augu en auga/ Glöggt er gests augað Úttektir = gæðastimpill Höfum viðurkenningarskjalið sýnilegt!
Úttektir 2008 • 97 heimsóknir, 11 dagar • Vesturland, Norðurland, Vestfirðir • Aukaúttektir á Suður- og Austurlandi • Gæðaúttekt + umhverfis- og öryggismál • Nýir gististaðir, áhugasamir, ný gistiaðstaða, breytingar í flokkun
Nýir gististaðir hjá FB • Brekkubær í Borgarfirði Eystri • Ytra-Laugaland í Eyjafjarðarsveit • Hótel Freyja • Hótel Edinborg • Hestheimar
Niðurstöður • Heimagisting • Gistiheimili bænda • Sveitahótel • Bústaðir • Svefnpokapláss Aðstaða og yfirbragð Umhverfis- og öryggismál
Almennt • Gæðin eru almennt sagt góð • Flestir staðir standa sig vel – og jafnvel mjög vel • Aðstaða og aðbúnaður er góður • Gæðamunurinn er að aukast, fyrst og fremst hvað varðar yfirbragð (viðhald og huggulegheit) • Þjónustustigið er hátt – matur, afþreying, heitir pottar... • Ljóst er að mikið metnaður er lagður í gistinguna á flestum stöðum Getum alltaf gert betur!
Yfirbragð Hvernig er yfirbragðið? • Heimilislegt, hlýlegt, huggulegt og/eða flott, smart... EÐA • Fúkkalykt, rakaskemmdir og mygla í gluggakistum • Óskemmtileg aðkoma að bænum, drasl og dót • Kuldalegt, ekkert uppi á vegg • Húsgögn lúin, þrifum ábótavant...
Yfirbragð, hreinlæti og viðhald Hreinlæti og viðhald - MIKILVÆGT! • Búum fallega um • Þrífum vel – munum veggi og loft, glugga og gluggakistur, undir rúmum... • Blóm, myndir á vegg, smámunir... Höfum það huggulegt! • Hugum vel að innréttingum – endurnýjum eftir þörfum og kaupum gæðavörur sem endast lengi • Pössum okkur á að viðhalda húsnæðið vel – bæði innan og utan, málum reglulega, berum á pallinn • Hirðum umhverfi bæjarins vel, fjarlægjum óþarfi drasl • Hvernig er inngangurinn?
Rakaskemmdir • Víða vandamál • Oft er að finna myglu í gluggakistum – vegna raka sem myndast í gluggum • Hægt að hreinsa með t.d. Tea Tree olíu eða öðrum sótthreinsandi efnum, sápa dugar lítið á þetta • Sinnum öllum leka og rakavandamálum strax – áður en vandamálið verður varanlegt – viðhald • ATH! Smábústaðir/sumarhús – sum erlend framleiðsla hentar ekki íslenskum aðstæðum • Fúkkalykt og sýnilegar rakaskemmdir rýra heildargæði verulega – og þar með heildarupplifun gesta
Munum eftir smáatriðinum í þjónustunni! • Upplýsingar til gesta - Kynningarmappan o.fl. • Hvernig tökum við á móti gestum? Fatnaður og hreinleiki skiptir máli – bros og bjóða fólkið velkomið á staðinn og á svæðið • Tölum við gestina okkar – upplýsum þá um afþreyingarmöguleikana, sögu svæðisins/bæjarins o.fl. • Höfum heitt á könnunni • Spyrjum fólk í lok dvalarinnar hvernig þeim líkaði og hvað hefði mátt betur fara – mikilvæg eftirgjöf! Munum að þakka fyrir!
Umhverfismál – nokkrir punktar • Sorp fer í viðurkennda meðhöndlun í nánast öllum tilfellum • Munum að heimaurðun er ekki leyfileg • Látum ekki lífræna úrganginn fara í urðun - heimajarðgerð í þar til gerðum kössum er góður kostur • Öll spilliefni ber að fara með í viðurkennda meðhöndlun! • Veljum íslenskt! Veljum umhverfisvottað! • Notum örtrefjaklúta við ræstingu, spörum í efnanotkun • Hugum að orkunotkun - góð ráð á orkusetur.is • Fleiri góð vistvæn sparnaðarráð á natturan.is
Öryggisráðstafanir • Vel er hugað að öryggismálum á flestum bæjum - Eldvarnir góðar • Setjum miða í herbergi sem sýna útgönguleiðir og staðsetningu slökkvitækja/slanga • Slökkvitæki ber að láta endurskoða árlega • Munið að athuga rafhlöður í reykskynjurum reglulega • Hafið sjúkrakassa aðgengilega fyrir gesti • Rifjum upp skyndihjálparkunnáttu okkar reglulega • Gott er að halda fund með starfsfólki í byrjun vertíðar og fara yfir helstu öryggisráðstafanir og rétt viðbrögð við vá • Öllum vinnustöðum ber að vinna áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað – sjá nánar á heimasiða Vinnueftirlits
Gæði = heildaránægja gesta • Gæði fela í sér svo margt – og ekki er hægt að taka út nema brot af því... Þjónusta og framkoma skiptir oft mestu máli! • Hugsum um heildaryfirbragðið - ekki bara aðstöðuna og aðbúnaðinn Gæðagisting = ánægðir gestir Verðlaunum staði sem standa sig vel!
Gangi ykkur vel á næstu vertíð! Takk fyrir samstarfið í sumar -