1 / 13

RÖKRÆÐA – málefnaleg ► Öllu máli skiptir hvað er rétt og rangt.

RÖKRÆÐA – málefnaleg ► Öllu máli skiptir hvað er rétt og rangt. ► Leitað er eftir skilningi, hlustað er og lesið af athygli. ► Reynt er að komast að kjarna málefnisins eða viðfangsefnisins. ► Talið er rétt og eðlilegt að skipta um skoðun

jin-booker
Download Presentation

RÖKRÆÐA – málefnaleg ► Öllu máli skiptir hvað er rétt og rangt.

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. RÖKRÆÐA – málefnaleg ► Öllu máli skiptir hvað er rétt og rangt. ► Leitað er eftir skilningi, hlustað er og lesið af athygli. ► Reynt er að komast að kjarna málefnisins eða viðfangsefnisins. ► Talið er rétt og eðlilegt að skipta um skoðun ef betri rök hafa komið fram fyrir annarri skoðun.

  2. KAPPRÆÐA – ómálefnaleg ► Kappræðan er andstæða rökræðunnar. ► Öllu máli skiptir að sannfæra aðra um ágæti eigin skoðunar á málefninu. ► Athyglinni er oft beint frá rökunum og að andstæðingnum sjálfum. ► Skilningur á málefninu skiptir oft litlu máli. ► Aðalatriðið er að standa fast á sínu og því er lítið rými fyrir þróun.

  3. Góð rök Rök eru forsendur, ástæður, fullyrðingar og staðhæfingar. Það sem einkennir góð rök er meðal annars að þau * má sannreyna, * eru málefnaleg, * gefa skýringu, varpa ljósi á niðurstöðuna, * eru sennilegrien niðurstaðan, * eru þekkt eða kunn fyrirfram, * eru forsendurniðurstöðunnar.

  4. GAGNRÝNIN HUGSUN LEIKUR Á ÁS EFANS ogFULLVISSUNNAR stöðug spenna – mótsögn aldrei friður

  5. ÞALES (6. öld f.Kr) Taldi frumefnið vera vatn. Anaximander (6. öld f Kr) Taldi frumefnið vera ómæli /apeiron, óafmarkað , ótakmarkað og á hreyfingu ......... ........ síðan hafi jörðin orðið til og að menn hefðu þróast frá fiskum !!!! Anaximenes (6. öld f Kr) Taldi frumefnið vera loft.

  6. a² + b² = c² (þekkt í Babýlon 1800-1600 f.Kr.) Pýþagoras (6. öld f Kr) Grískur heimspekingur en fluttist til Italíu. Pýþagoras gerði grein fyrir sambandinu milli talnahlutfalla og tónbila. Pýþagoras taldi heiminn byggðan á tölum og talnahlutföllum, sem væru kjarni veruleikans. Pýþagoras stofnaði trúarreglu sem byggði á stærðfræði, dulspeki og trú á endurholdgun.

  7. Heraklítos (5. öld f Kr) - hið verðandi Taldi allt vera á iði og ekkert kyrrt. Hann sagði að ekki væri hægt að stíga tvisvar í sömu ána og taldi eld vera tákn um frumlögmálið. Parmenídes(5. öld f Kr) – hið verandi Taldi alla hreyfingu og breytingu vera blekkingu og að veruleikinn væri óbreytanleg heild.

  8. Empedókles (5. öld f Kr) Taldi rétt hjá Parmenídes að það hefði ekki verið neitt upphaf að heiminum og sagði að fjögur frumefni hefðu alltaf verið til, jörð, vatn, loft og eldur. Anaxagóras (5. öld f Kr) Taldi að í upphafi hefði efniviður heimsins verið blanda sem fór að snúast hratt og efnishlutar skildust út, allt væri sama blandan, en í hverjum hlut væri ríkjandi efni. Taldi jörðina flata og að tunglið endurkastaði sólarljósi. Demókrítos (5. öld f Kr) Taldi að tvennt væri til bæði frumeindir og tómarúm, vann með hugtakið atóm, smæstu byggingareininguna. Demókrítos taldi að til væru óendanlega margir og óendanlega mismunandi heimar.

  9. Sófistarnir og Sókrates fóru að beina sjónum að manninum, í stað náttúrunnar. Sófistarnir voru farandkennarar og fræðarar, sérstaklega í mælskulist, það er listinni að sannfæra um réttmæti eigin skoðana. Prótagóras varð frægastur sófistanna, ekki síst fyrir setninguna; „Maðurinn er mælikvarði allra hluta ”.

  10. Sókrates taldi sig vera ljósmóður og/eða broddflugu sem hjálpaði til við fæðingu hugmynda. Hann reyndi að fá viðmælendur sína til að gera sér grein fyrir hve þekkingu þeirra væri áfátt. Sókrates sagðist vera að ná fram þekkingu sem byggi þegar innra með fólkinu, t.d. stærðfræði. • Sókrates spurði meðal annars; • - Hvernig er best að lifa? • Hvernig eiga samskipti fólks að vera? • Sókrates var fyrstur til að spyrja Hvað er dygð? Hvað er þekking? Hvað er réttlæti? Hvað er hugrekki? Hvað er ást?. Hann spurði og vakti fólk til umhugsunar en veitti ekki svör.

  11. Platon (427-347 f Kr) var lærisveinn Sókratesar og skrifaði samræður Sókratesar. Sumir telja vestræna heimspeki aðeins neðanmálsgreinar við kenningar Platons. Platon leitaði eftir hinu varanlega handan hins breytilega. Kjarninn hjá Platoni var að við getum aldrei öðlast örugga þekkingu á því sem er sífellt að breytast.

  12. Platon taldi frummyndirnar eilífar og óbreytanlegar í heimi sjálfstæðs veruleika, sem væri handan skynheimsins. Þekking væri einungis mögulega ef til væri hrein óvéfengjanleg fullkomin þekking. Því væru til 2 heimar; Skynheimurinn eða heimur sýndarinnar, þar sem hlutir breytast, eldast, hrörna og deyja. Heimur sjálfstæðs veruleika frummyndanna, eilífur og því raunverulegri en skynheimurinn.

  13. Platon taldi að list ætti að banna eða í það minnsta ritskoða. Að mati Platons var list tvöföld blekking; List væri eftirlíking af hlutum, sem sjálfir væru eftirlíkingar, en listin sveipaði þá ljóma, sem styrkti tengsl okkar við þá. Við þurfum ætíð að reyna að losna undan viðjum hins hlutlæga veruleika skynheimsins.

More Related