350 likes | 618 Views
eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi. Hvað er kynferðislegt ofbeldi á börnum ?.
E N D
eru sjálfstæð félagasamtök og er tilgangur samtakanna að efla forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á Íslandi www.blattafram.is
Hvað er kynferðislegt ofbeldi á börnum ? Hvers kyns kynferðisathöfn milli fullorðins og ólögráða einstaklings eða milli tveggja ólögráða einstaklinga þar sem annar aðilinn hefur vald yfir hinum Að neyða, þvinga, hvetja eða sannfæra barn um að taka þátt í hvers kyns kynferðislegri athöfn www.blattafram.is
Hvað er kynferðislegt ofbeldi á börnum ? Reynsla sem veldur fórnarlömbum ómældri sálarangist og kvöl Refsiverður glæpur Getur verið einstaka atburður eða viðvarandi ástand sem varir í mánuði eða ár www.blattafram.is
Staðreyndir málsins Forvarnir snúast um að kynna sér staðreyndirnar 1 af hverjum 5 stúlkum og 1 af hverjum 10 drengjum á Íslandi eða 17% barna fyrir 18 ára aldur. ¼ barnanna var sex ára og yngri þegar ofbeldið hófst.Rannsókn Hrefnu Ólafsdóttur 2002 www.blattafram.is
Staðreyndir og áhættu þættir Það eru allar líkur á að þú þekkir barn sem hefur verið eða er beitt kynferðislegu ofbeldi. 1 af hverjum 5 stúlkum og 1 af hverjum 10 drengjum eða 17 % barna fyrir 18 ára aldur. (Hrefna ólafsdóttir 2002) www.blattafram.is
Staðreyndir málsins Fimmta hver stúlka og tíundi hver drengur gera: 1 að liðsmönnum byrjunarliðs okkar í A landsliðið fótbolta karla. 1 af dagskrárkynnum(þulum) Ríkissjónvarpsins. 2 af meðlimum utanríkismálanendar Alþingis eftir kostningar 2009. 3 liðskonur byrjunarliðs okkar í A landsliði fótbolta kvenna. 3 börn í tuttugu manna barnaskólabekk(með jafnri kynskiptingu) 4 stúlkur í úrslitakeppni Ungfrú Ísland. 4 fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíku 2009( þrjár konur og einn karl). 8 af félögum Karlakórs Reykjavíkur 8 Þingmenn eftir kostningar vorið 2009, 5 konur og 3 karlar. 9 af leikkonum í Þjóðleikhúsinu 2006 – 2009 14 af félögum Kvennakórs Reykjavíkur vorið 2009 19 starfsmenn Hagstofu Íslands árið 2009 29 af félagsmönnum í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamann 2009 130 félaga í Félagi kvenna í atvinnurekstri(FKA) 408 af kennurum við Háskóla Íslands 2008 – 2009 853 af starfsmönnum Landspítala Háskólasjúkrahúss árið 2008 1655 af nemendum við Háskólan Íslands 2008 – 2009 3200 konur sem hlupu í kvennahlaupinu 2009 4.018 félaga í VR 2009 8.253 af daglegum notendum mbl.is á fyrsta ársfjórðungi 2009 13.600 einstaklinga sem fylgdust með gleðigöngu Hinsegin daga 2009 Á mannamáli bls: 42 www.blattafram.is
Staðreyndir og áhættu þættir Talsverðar líkur á að þú þekkir barnaníðing. -30-40% þeirra barna sem eru beytt kynferðislegu ofbeldi er beytt því af fjölskyldumeðlimum. Börnunum okkar stafar ekki mest hætta af ókunnugum heldur vinum okkar og fjölskyldumeðlimum. -60% í viðbót eru misnotuð af fólki sem fjölskyldan treystir. (Hrefna ólafsdóttir 2002) www.blattafram.is
Afleiðingar Börn sem eru beytt kynferðislegu ofbeldi geta: Efast um að þau séu þess virði að vera elskuð Verið óttaslegin jafnvel þegar allt er “öruggt” Óttast öll sambönd, jafnvel vináttu Hunsa eigið öryggi í hættulegum aðstæðum Fundist þau svikin af eigin líkama Fundið fyrir óbærilegri persónlegri skömm (blattafram.is “Verndarar barna” ) www.blattafram.is
Afleiðingar Börn sem hafa verið beitt kynferðislegu ofbeldi og þegja eða segja frá en er ekki trúað eru mun líklegri en aðrir til að þurfa að kljást við félagsleg og tilfinningaleg vandamál, þjást að geðrænum og líkamlegum sjúkdómum oft langt fram á fullorðinsár - Eiturlyf og áfengisfíkn Geðræn vandamál Ótímabærar þunganir Glæpir Lauslæti, vændi Sjálfseyðandi hegðun (“Verndarar barna “ blattafram.is) www.blattafram.is
Afleiðingar kynferðislegs ofbeldis birtast hjá fullorðnum einstaklingum sem orðið hafa fyrir ofbeldi sem börn. Af þeim sem hafa leitað sér hjálpar hafa fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis eftirfarandi % hlutföll: Þunglyndir 54% Krónískt þunglyndi 41% Sjálfsmorðstilraunir 58% (sjálfsmorð sem hafa tekist eru ekki inní þessum tölum) Alkóhólismi 65% Öll lyfjanotkun 50% Sprautulyf 78 % Lauslæti 48% Fórnarlamb nauðgunar 62% Fórnalömb heimilisofbeldis 52 % Þessi rannsókn var gerð á 17.000 manns á tólf ára tímabili. (acestudy.org) Ef þessar tölur eru svipaðar hér, hvað kostar það samfélagið og hvað sparast ef fræðsla leiðir af sér fækkun afbrota? www.blattafram.is
Forvarnir snúast um fræðslu! • Fyrir börnin - læra að setja mörk, segja “Nei” • og að ofbeldið sé aldrei þeim að kenna. Netnotkun barna. • Fyrir unglingana - Lífsleiknifræðsla, samskipta- og kynlífsfræðsla. Netnotkun unglinga. • Fyrir foreldra og aðra í umhverfi barna – • Hvernig tala ég um þetta við börnin? • Fyrir starfsfólk – Vinnureglur og tilkynningarskyldan. • Kennd ábyrgð viðbrögð og mikilvægi þess að tilkynna grun um ofbeldi. • Fyrir kynferðisafbrotamenn/konur – Hvernig / Hvar get ég leitað mér hjálpar? www.blattafram.is
Talaðu blátt áfram um kynferðislegt ofbeldi Lærðu hvernig börn tjá sig Börn segja stundum frá “ hluta” þess sem gerðist - eða láta sem það hafi hent einhvern annan, til að kanna viðbrögð hinna fullorðnu. Börn “lokast” oft og neita að segja meira ef þú bregst við af of miklum ákafa eða á neikvæðanhátt. www.blattafram.is
Talaðu blátt áfram um kynferðislegt ofbeldi Heilbrigð tjáskipti geta dregið úr líkum á að barnið þitt verði fyrir kynferðislegu ofbeldi Skildu af hverju börn “kjafta ekki frá” Gerandinn kennir barninu um og bendir því á að það hafi “látið þetta gerast” – eða telur því trú um að foreldrar þess verði mjög reiðir. Börn eru hrædd um að valda foreldrum sínum vonbrigðum. 60% sagði ekki frá á meðan á ofbeldinu stóð. 12% af því hafa ekk enn sagt frá. (Hrefna Ólafsdóttir 2002) www.blattafram.is
Talaðu blátt áfram um kynferðislegt ofbeldi Talaðu opinskátt við barnið þitt Barnaníðingar notfæra sér sakleysi barna og þekkingaleysi þeirra um eigin líkama, persónuleg mörk og kynlíf Talaðu við börnin um líkama þeirra Leyndarmál geta verið hættuleg Segðu að “reglurnar” banni fullorðnum að hegða sér kynferðislega í návist barna og komdu með dæmi Eftirlit með netnotkun barna. www.saft.is www.blattafram.is
Lærðu að koma auga á vísbendingar Líkamleg einkenni ekki algeng Geta horfið á 48 tímum Marblettir,rauðir blettir í kringum kynfæri, endaþarm eða munn Verkir í kringum kynfæri, endaþarm eða munn Oft eru engin sjáanleg einkenni www.blattafram.is
Lærðu að koma auga á vísbendingar Hegðun og tilfinninga tengd einkenni mun algengari -Krónískur maga – eða höfuðverkur -Reiðiköst, grátköst, kynferðisleg hegðun og talsmáti sem er ekki í samræmi við aldur -Martraðir, ótti við ákveðna manneskju, missa matarlist, ný orð yfir líkamshluta, talar um leyndarmál eða nýjan eldri vin, á peninga, sjálfsmeiðingar www.blattafram.is
Lærðu að koma auga á vísbendingar Eðlilegur kynferðislegur leikur -er könnun og eðlileg -gerist annað veifið og með samþykki beggja aðila -gerist milli barna á svipuðum aldri, stærð og þroskastigi -minnkar er börnum eru sagðar reglurnar og fræðast um mörk -minnkar undir eftirliti og hrósað fyrir eðlilega hegðun -er stjórnað af bættu eftirliti www.blattafram.is
Lærðu að koma auga á vísbendingar Óeðlileg kynferðisleg hegðun sem þarf að skoða nánar -gerist oft, sama hegðun -gerist milli barna sem þekkjast lítið(getur átt sér stað á milli systkina) -gerist oft og truflar eðlilegan leik barna -á milli barna á mismunandi aldri,stærð og þroska -er þröngvað, ágeng, nauðbeygð eða tilneydd -minnkar ekki þegar barninu er sagt að stoppa -veldur barninu og öðrum skaða Vinsamlegast hafið samband við www.barnahus.is www.blattafram.is
Viðbragðsáætlun Ekki bregðast of harkalega við Barnið lokast Breytir sögu sinni Barnið fyllist enn meiri skömm og sektarkennt Breytir framburði sínum, sníður hann í kringum spurningarnar þínar Veittu stuðing Trúðu barninu Haltu ró þinni Barnið þarf að upplifa að þú heyrir frásögn þess Leitaðu aðstoðar sérfræðinga, www.barnahus.is www.blattafram.is
Dragðu úr áhættunni Ef þú kemur í veg fyrir eða fækkar þeim kringumstæðum þar sem barn er eitt með einum fullorðnum – þá dregur þú verulega úr hættunni á kynferðislegu ofbeldi. Meira en 80% af kynferðislegu ofbeldi á sér stað í aðstæðum þar sem aðeins er einn fullorðinn og eitt barn. www.blattafram.is
Dragðu úr áhættunni Hverjir eru að umgangast barnið þitt dags daglega ? Bakgrunnsathugun og eftirlit með starfsfólki Stefna varðandi snertingu fullorðinna og barna Þjálfun starfsfólks og sjálfboðaliða Skýr áætlun/reglur um hvernig beri að tilkynna þegar grunur vaknar um ofbeldi á barni – innann stofnunar sem utan Ábyrg viðbrögð hjá fólki sem foreldrar treysta fyrir börnum sínum. Með “ Verndara barna” námskeið www.blattafram.is
Hvert leita ég eftir upplýsingum eða aðstoð? • Neyðarlínan 112 www.112.is • Hringdu þó þú sért í vafa • Barnaverndarnefnd www.bvs.is • Tilkynningarskylda samkvæmt • 16. gr. barnaverndarlaga nr 80/2002 • Borgarleg skylda þín að tilkynna um grun á ofbeldi eða vanrækslu barna í þínu umhverfi • Barnahús www.barnahus.is • Viðtöl og læknisskoðun fyrir börn sem grunur leikur á að hafi verið brotið á • Símanúmer 530-2500 Kynferðislegt ofbeldi á börnum er glæpur www.blattafram.is
Fylgja grunsemdum eftir Mig grunar að barn í götunni hjá mér sé beitt kynferðislegu ofbeldi. Hvað geri ég? Hringdu í Barnahús Hringdu í barnverndarnefnd í þínu bæjarfélagi Talaðu við foreldri barnsins Hringdu í 112 -- Taktu áhættu og fylgdu því eftir, því öryggi og velferð barns er í húfi ! www.blattafram.is
Tabú, höldum við hlífiskildi yfir gerendum? Hvernig hættum við því? -Taka ábyrgð á öllum börnum í mínu samfélagi -Opna umræðuna um kynferðislegt ofbeldi -Biðja um fræðslu í mínum leik- og grunnskóla -Hvetja aðra foreldrar til að fá fræðslu -Ræða við börn mín um samskipti og mörk og gera það oft www.blattafram.is
Fræðsla BÁ kemur að öllum þessum þáttum ! Fyrirlestur um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi fyrir foreldra og kennara. Brúðuleikhúsið “ Krakkarnir í hverfinu” 2. – 6. bekk Lífsleikni fyrir unglinga 7. – 10. bekk Námskeið “ Verndarar Barna” fyrir foreldra, starfsfólk, kennara, þjálfara og sjálfboðaliða sem starfa með börnum, þar sem lagðar eru fram stefnumótunar upplýsingar og vinnuferli fyrir alla sem starfa með börnum. www.blattafram.is
Rjúfðu þögnina ! Ef þú hefur orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi – ekki þegja- Þú ert ekki einn/ein! Fullorðnir einstaklingar sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi sem börn sigrast á því þegar þeir verða meðvitaðir og velja að lifa án ótta. Leitaðu þér aðstoðar Stígamót í Reykjavík-Aflið á Akureyri-Sólstafir á Ísafirði Kvennaathvarfið Rauðikrossinn 1717 Ráðgjafar og sálfræðingar www.blattafram.is www.blattafram.is
Framtíðarsýn Blátt áfram umræða í samfélaginu Samfélagið taki ábyrgð á vandanum Öfluga kynlífs og samskiptafræðslu í skóla Fleiri möguleika á úrræðum: -fyrir börn og fjölskyldur þeirra -fyrir fólk sem hefur lifað af kynferðislegt ofbeldi -fyrir kynferðis afbrotamenn og konur www.blattafram.is
Framtíðarsýn Dæma þarf einstaklinga í meðferð með fangelsisdómi Nýta refsirammann Hefja forvarnir og meðferð ungra afbrotamanna Yfir 50% byrja að sýna þessa hegðun undir 18 ára aldri (bvs.is) Anna Kristín Newton (6949077) akn1511@hotmail.com www.blattafram.is
Að lokum Staðreyndin – Kynferðislegt ofbeldi á sér stað í samfélaginu Forvarnir – Með fræðslu er hægt að hafa áhrif Samskipti – Tala við börnin, byrja þegar þau eru ung og hald því stöðugt áfram Tilkynningaskyldan - skylda allra að tilkynna skv. lögum! Ábyrg viðbrögð – Leita sér hjálpar Breytum - saman höfum við áhrif og getum komið í veg fyrir ofbeldi Styðjum – Byggjum upp fólkið sem vinnur með börnum okkar og tryggjum með því öryggi barnanna www.blattafram.is
Heimildir www.bvs.is www.barnahus.is www.blattafram.is www.112.is www.raudikrossinn.is www.darkness2light.org www.stopitnow.org www.acestudy.org www.blattafram.is
Takk fyrir www.blattafram.is
Kynferðislegt ofbeldi er Þegar einhver reynir að snerta þig þar sem þér finnst óþægilegt að láta snerta þig- t.d brjóst þín, kynfæri og rass. Ef einhver reynir að snerta þig þegar þú ert sofandi ... Eða byrjar að klóra þér á bakinu og heimtar að þú farir úr buxunum. www.blattafram.is
Kynferðislegt ofbeldi er Allt sem lætur þér líða illa – kallar fram skrýtna tilfinningu í maganum, hita, ótta og hræðslu. Þegar einhver gerir eitthvað við þig ... Eða reynir að fá þig til að gera eitthvað ... Sem þú vilt ekki gera eða láta gera við þig. www.blattafram.is