1 / 34

RÖDDIN - ATVINNUTÆKI Raddbeiting og raddvernd. Leiðsöguskólinn 26.9.2007

RÖDDIN - ATVINNUTÆKI Raddbeiting og raddvernd. Leiðsöguskólinn 26.9.2007. Þ órey Sigþórsdóttir. R ö ddin. Hvað er það? Er hægt að þj álfa röddina? Hvað hefur áhrif?. Vefs íða til að skoða talfæri o.fl. http://www.ma.is/ma/fonet/Talfaeri/default.htm. Talfærin. Raddbönd.

kolton
Download Presentation

RÖDDIN - ATVINNUTÆKI Raddbeiting og raddvernd. Leiðsöguskólinn 26.9.2007

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. RÖDDIN - ATVINNUTÆKI Raddbeiting og raddvernd. Leiðsöguskólinn 26.9.2007 Þórey Sigþórsdóttir

  2. Röddin • Hvað er það? • Er hægt að þjálfa röddina? • Hvað hefur áhrif?

  3. Vefsíða til að skoða talfæri o.fl. • http://www.ma.is/ma/fonet/Talfaeri/default.htm

  4. Talfærin

  5. Raddbönd

  6. Raddböndin í hreyfingu

  7. Atvinnutæki • Hvernig þjálfar maður vörubíl?

  8. Ef við sinnum ekki röddinni… • Þá koma upp vandamál • Þreyta í öxlum og baki • Þreyta í hálsi • Særindi í hálsi • Hæsi • Barkabólga • Hnútar á raddböndunum

  9. Orsakir: • Streita og þreyta • Röng beiting talfæra • Röng líkamsstaða • Röng öndun • Mikil neysla koffíndrykkja • Léleg vinnuaðstaða • Reykingar/beinar eða óbeinar

  10. Hvað er til ráða? • Drekkið ótæpilega… • Vatn! • Hafið alltaf vatnsflösku við hlið hendina og drekkið ótæpilega. Undir miklu álagi ofþornar röddin og það getur skipt sköpum að vökva hana vel.

  11. Djúpöndun • Notið djúpöndun. (andið inn einsog þið lyktið af blómi, andið út á ahh hljóði eins og sjávarniður/alda). • Þetta er mjög gott ráð við stressi til að ná önduninni á réttan stað og fókusera. Undirbúa þannig hvað maður ætlar að segja, stilla hug og hönd áður en þið byrjið.

  12. Gott að hafa í huga: • Gætið vel að líkamsstöðu • Gætið stöðugt vel að öndun • Beitið talfærum rétt • Notið rétta tónhæð (leitið frekar í dýptina, sérstaklega í míkrófón.) • Að ná góðri slökun og nægum svefni

  13. Hættur til að varast • Forðist að misbeita röddinni t.d. með öskrum, ræskingum, hósta o.s.frv. • Forðist reykingar og reykmettað loft • Forðist koffíndrykki • Forðist að borða slímmyndandi fæði.. s.s. mjólk, sykur…

  14. Önnur góð ráð til að koma mæltu máli vel til skila: • Verið skýrmælt (hávaði heyrist ekki) • Haldið vel utan um orð og setningar • Ekki vera hrædd við stuttar þagnir (betra að tala oftar og stutt í einu) • Forðist hikorð og að draga seiminn • Forðist kæki eða annað sem dregur athyglina frá því sem til umræðu er.

  15. Röddin og leiðsögumaðurinn • Eitt af helstu grunn tólum og tækjum leiðsögumanna er röddin og líkaminn. Starfið snýst að miklu leyti um samskipti og allt sem gerir ykkur færari í þeim hjálpar.

  16. Að þjálfa færni í samskiptum og tjáningu • Leikræn tjáning • Spuni • Raddþjálfun • Sjálfsþekking • Innsæi

  17. Vinnustaðurinn • Vinnuaðstaða í rútunni • Staðir með ólíkum hljómburði • Vettvangsferðir-opin svæði úti • Samvinna með fólki í ferðamannaiðnaðnum. bílstjórum, hótelstarfsfólki o.s.frv. • Erfiðar aðstæður sem geta komið upp. • Góð nærvera vinnur með leiðsögumanni. • Góð raddbeiting getur skapað góða nærveru.

  18. Skýr hugsun = Skýrt mál/texti • Mikilvægt er að hafa gott vald á röddinni þannig að maður geti metið hvernig maður þarf að beita henni við hvaða aðstæður. Notið frekar skýrmælgi heldur en hávaða til að náí gegn. • Ekki gleyma áhrifamætti hlustunar og þagnar þar sem það á við.

  19. Í pistlum/fyrirlestrum • Hafið opna líkamsstöðu • Talið hægar en ykkur finnst eðlilegt til að fólk nái að grípa hugsunina. • Í hljóðnema, notið frekar lægra sviðiðí röddinni en það hærra. Sérstaklega kvenfólk. Það berst betur.

  20. Eiginleikar raddarinnar • Stuðningur • Blæbrigði • Tónhæð • Skýrmælgi • Hljómur/stefnaí rödd svo hún berist • Skýr hugsun

  21. Markmið • Hvað vil ég segja? • Hvaða áhrif vil ég hafa á þann sem hlustar? • Við hverja er ég að tala? • Hverju er ég að miðla? • Fróðleik... upplýsingum.. skemmtisögu....pólitík...brandara... skilaboðum.... • Hvernig kveiki ég áhuga hlustandans á efninu?

  22. RÖDDIN = VÖÐVI SÁLARINNAR • Af náttúrunnar hendi höfum við hana öll. Fæstir nota nema hluta af sínu raddsviði dags daglega. • Röddin er mjög persónubundin. Hún endurspeglar allt sem við höfum lent í lífinu. Hver og einn hefur sínar einstaklingsbundnu þarfir. Sterkar og veikar hliðar. • Vinna með röddina felst ekki síst í því að kynnast sinni rödd, vita af kostum hennar, nýta sér þá og vinna með gallana.

  23. Þjálfun skiptir máli. • Ef okkur líður illa, erum slöpp eða stressuð endurspeglast það í röddinni. Öndunin grynnist og við missum vald á röddinni, hún festist o.s.frv. • Ef röddin er í þjálfun og við höfum góða stjórn á önduninni gerist það ekki þó að við séum illa upplögð.

  24. Sjálfsöryggi-óöryggi • Framkoma og tjáning. Þetta hefur allt áhrif á röddina. Ef þið finnið að eitthvað vantar uppá... Vinnið í því. Oft öðlast fólk meira öryggi í því að koma fram þegar það finnur að það hefur vald á röddinni.

  25. FAGMENNSKA • Góð raddbeiting getur skipt öllu máli fyrir það hvernig þið komið upplýsingum frá ykkur og hvernig áhrif þið hafið á hlustandann. Ferðamaðurinn/hlustandinn á ekki að þurfa að pirra sig á göllum í raddbeitingu, óskýrmælgi eða öðru sem auðvelt er að þjálfa og laga.

  26. Blæbrigði í röddinni • Mjög mikilvægt er að finna hvað í viðfangsefninu/pistlunum vekur áhuga þinn, því áhugi þinn eða áhugaleysi (enn verra) skín alltaf í gegn. Þegar þú ert upptendraður af viðfangsefninu koma blæbrigðin í röddinni oftast í eðlilegu framhaldi. • Beitið röddinni í samræmi við innihald efnisins. • Munið að í samskiptum í viðkvæmum málefnum skiptir máli hvernig röddinni er beitt.

  27. MARKMIÐ RADDÞJÁLFUNAR • Þú þjálfar röddina til að hafa aðgang að henni, svo þú getir beitt henni til að ná þeim áhrifum sem þú vilt á hlustandann • Til að auka úthald hennar. • Til að geta miðlað þínum fróðleik og miðlað honum þannig að ferðamaðurinn nenni að hlusta.

  28. Þjálfun skilar sér margfalt • Ef röddin er styrk og henni er rétt beitt, minnka líkurnar á því að þú lendir nokkurn tíma í því að missa röddina. • Þú sinnir þínu atvinnutæki (sbr. vörubíl)

  29. Morgunverkin • Þessar æfingar er upplagt að gera í morgunsturtunni eða á leiðinni í vinnuna eða hvenær sem þörf er á að vekja talfærin. Þær eru skemmtilegar og koma manni í gott skap.

  30. ÆFINGAR TIL AÐ LIÐKA TALFÆRIN • Geispið, opnið munninn vel og látið röddina renna niður… allt mjúklega án þess að ýta á eftir • Hm… rennið röddinni mjúklega m.lokaðan munn upp og niður í tón,finnið hljóminn á ólíkum stöðum, enni, kinnbein,höfuðkúpa, brjóst, bak.. • Fyrir varir: puðrið með vörum (sbr.bílaleikur) • Fyrir varir og tungu: puðrið með tungu á milli varanna (takið röddina með) • Fyrir tungu: látið röddina renna upp og niður á err-hljóði

  31. ÆFINGAR TIL AÐ LIÐKA TALFÆRIN frh. • Fyrir varir og tungu: blaðrið... (bullmál-blablebliblíblö....osfrv) • Fyrir munnsvæði: Kyssa-brosa-kyssa-brosa... • Fyrir andlitið: Teygja á og opna munn og augu vel-vera hissa-ha?!! • Fyrir andlitið: Gera allt pínulítið, allt sogast að nefi á hm....-hljóði.

  32. Einföld öndunaræfing: • Gerið virka öndun með hljóði (mjúkt hoh) þar hægt er á þeim tíma sem þið hafið (getur verið stuttur). • Sitjið, gætið að líkamsstöðunni; réttið úr ykkur, stillið höfuðið af og látið iljar nema við gólf ef þið getið. • Þessa æfingu er líka gott að gera í bílnum!

  33. ANDA INN -ANDA ÚT • GRUNNURINN AÐ GÓÐRI RADDBEITINGU ER…

  34. ÖNDUN

More Related