360 likes | 887 Views
RÖDDIN - ATVINNUTÆKI Raddbeiting og raddvernd. Leiðsöguskólinn 26.9.2007. Þ órey Sigþórsdóttir. R ö ddin. Hvað er það? Er hægt að þj álfa röddina? Hvað hefur áhrif?. Vefs íða til að skoða talfæri o.fl. http://www.ma.is/ma/fonet/Talfaeri/default.htm. Talfærin. Raddbönd.
E N D
RÖDDIN - ATVINNUTÆKI Raddbeiting og raddvernd. Leiðsöguskólinn 26.9.2007 Þórey Sigþórsdóttir
Röddin • Hvað er það? • Er hægt að þjálfa röddina? • Hvað hefur áhrif?
Vefsíða til að skoða talfæri o.fl. • http://www.ma.is/ma/fonet/Talfaeri/default.htm
Atvinnutæki • Hvernig þjálfar maður vörubíl?
Ef við sinnum ekki röddinni… • Þá koma upp vandamál • Þreyta í öxlum og baki • Þreyta í hálsi • Særindi í hálsi • Hæsi • Barkabólga • Hnútar á raddböndunum
Orsakir: • Streita og þreyta • Röng beiting talfæra • Röng líkamsstaða • Röng öndun • Mikil neysla koffíndrykkja • Léleg vinnuaðstaða • Reykingar/beinar eða óbeinar
Hvað er til ráða? • Drekkið ótæpilega… • Vatn! • Hafið alltaf vatnsflösku við hlið hendina og drekkið ótæpilega. Undir miklu álagi ofþornar röddin og það getur skipt sköpum að vökva hana vel.
Djúpöndun • Notið djúpöndun. (andið inn einsog þið lyktið af blómi, andið út á ahh hljóði eins og sjávarniður/alda). • Þetta er mjög gott ráð við stressi til að ná önduninni á réttan stað og fókusera. Undirbúa þannig hvað maður ætlar að segja, stilla hug og hönd áður en þið byrjið.
Gott að hafa í huga: • Gætið vel að líkamsstöðu • Gætið stöðugt vel að öndun • Beitið talfærum rétt • Notið rétta tónhæð (leitið frekar í dýptina, sérstaklega í míkrófón.) • Að ná góðri slökun og nægum svefni
Hættur til að varast • Forðist að misbeita röddinni t.d. með öskrum, ræskingum, hósta o.s.frv. • Forðist reykingar og reykmettað loft • Forðist koffíndrykki • Forðist að borða slímmyndandi fæði.. s.s. mjólk, sykur…
Önnur góð ráð til að koma mæltu máli vel til skila: • Verið skýrmælt (hávaði heyrist ekki) • Haldið vel utan um orð og setningar • Ekki vera hrædd við stuttar þagnir (betra að tala oftar og stutt í einu) • Forðist hikorð og að draga seiminn • Forðist kæki eða annað sem dregur athyglina frá því sem til umræðu er.
Röddin og leiðsögumaðurinn • Eitt af helstu grunn tólum og tækjum leiðsögumanna er röddin og líkaminn. Starfið snýst að miklu leyti um samskipti og allt sem gerir ykkur færari í þeim hjálpar.
Að þjálfa færni í samskiptum og tjáningu • Leikræn tjáning • Spuni • Raddþjálfun • Sjálfsþekking • Innsæi
Vinnustaðurinn • Vinnuaðstaða í rútunni • Staðir með ólíkum hljómburði • Vettvangsferðir-opin svæði úti • Samvinna með fólki í ferðamannaiðnaðnum. bílstjórum, hótelstarfsfólki o.s.frv. • Erfiðar aðstæður sem geta komið upp. • Góð nærvera vinnur með leiðsögumanni. • Góð raddbeiting getur skapað góða nærveru.
Skýr hugsun = Skýrt mál/texti • Mikilvægt er að hafa gott vald á röddinni þannig að maður geti metið hvernig maður þarf að beita henni við hvaða aðstæður. Notið frekar skýrmælgi heldur en hávaða til að náí gegn. • Ekki gleyma áhrifamætti hlustunar og þagnar þar sem það á við.
Í pistlum/fyrirlestrum • Hafið opna líkamsstöðu • Talið hægar en ykkur finnst eðlilegt til að fólk nái að grípa hugsunina. • Í hljóðnema, notið frekar lægra sviðiðí röddinni en það hærra. Sérstaklega kvenfólk. Það berst betur.
Eiginleikar raddarinnar • Stuðningur • Blæbrigði • Tónhæð • Skýrmælgi • Hljómur/stefnaí rödd svo hún berist • Skýr hugsun
Markmið • Hvað vil ég segja? • Hvaða áhrif vil ég hafa á þann sem hlustar? • Við hverja er ég að tala? • Hverju er ég að miðla? • Fróðleik... upplýsingum.. skemmtisögu....pólitík...brandara... skilaboðum.... • Hvernig kveiki ég áhuga hlustandans á efninu?
RÖDDIN = VÖÐVI SÁLARINNAR • Af náttúrunnar hendi höfum við hana öll. Fæstir nota nema hluta af sínu raddsviði dags daglega. • Röddin er mjög persónubundin. Hún endurspeglar allt sem við höfum lent í lífinu. Hver og einn hefur sínar einstaklingsbundnu þarfir. Sterkar og veikar hliðar. • Vinna með röddina felst ekki síst í því að kynnast sinni rödd, vita af kostum hennar, nýta sér þá og vinna með gallana.
Þjálfun skiptir máli. • Ef okkur líður illa, erum slöpp eða stressuð endurspeglast það í röddinni. Öndunin grynnist og við missum vald á röddinni, hún festist o.s.frv. • Ef röddin er í þjálfun og við höfum góða stjórn á önduninni gerist það ekki þó að við séum illa upplögð.
Sjálfsöryggi-óöryggi • Framkoma og tjáning. Þetta hefur allt áhrif á röddina. Ef þið finnið að eitthvað vantar uppá... Vinnið í því. Oft öðlast fólk meira öryggi í því að koma fram þegar það finnur að það hefur vald á röddinni.
FAGMENNSKA • Góð raddbeiting getur skipt öllu máli fyrir það hvernig þið komið upplýsingum frá ykkur og hvernig áhrif þið hafið á hlustandann. Ferðamaðurinn/hlustandinn á ekki að þurfa að pirra sig á göllum í raddbeitingu, óskýrmælgi eða öðru sem auðvelt er að þjálfa og laga.
Blæbrigði í röddinni • Mjög mikilvægt er að finna hvað í viðfangsefninu/pistlunum vekur áhuga þinn, því áhugi þinn eða áhugaleysi (enn verra) skín alltaf í gegn. Þegar þú ert upptendraður af viðfangsefninu koma blæbrigðin í röddinni oftast í eðlilegu framhaldi. • Beitið röddinni í samræmi við innihald efnisins. • Munið að í samskiptum í viðkvæmum málefnum skiptir máli hvernig röddinni er beitt.
MARKMIÐ RADDÞJÁLFUNAR • Þú þjálfar röddina til að hafa aðgang að henni, svo þú getir beitt henni til að ná þeim áhrifum sem þú vilt á hlustandann • Til að auka úthald hennar. • Til að geta miðlað þínum fróðleik og miðlað honum þannig að ferðamaðurinn nenni að hlusta.
Þjálfun skilar sér margfalt • Ef röddin er styrk og henni er rétt beitt, minnka líkurnar á því að þú lendir nokkurn tíma í því að missa röddina. • Þú sinnir þínu atvinnutæki (sbr. vörubíl)
Morgunverkin • Þessar æfingar er upplagt að gera í morgunsturtunni eða á leiðinni í vinnuna eða hvenær sem þörf er á að vekja talfærin. Þær eru skemmtilegar og koma manni í gott skap.
ÆFINGAR TIL AÐ LIÐKA TALFÆRIN • Geispið, opnið munninn vel og látið röddina renna niður… allt mjúklega án þess að ýta á eftir • Hm… rennið röddinni mjúklega m.lokaðan munn upp og niður í tón,finnið hljóminn á ólíkum stöðum, enni, kinnbein,höfuðkúpa, brjóst, bak.. • Fyrir varir: puðrið með vörum (sbr.bílaleikur) • Fyrir varir og tungu: puðrið með tungu á milli varanna (takið röddina með) • Fyrir tungu: látið röddina renna upp og niður á err-hljóði
ÆFINGAR TIL AÐ LIÐKA TALFÆRIN frh. • Fyrir varir og tungu: blaðrið... (bullmál-blablebliblíblö....osfrv) • Fyrir munnsvæði: Kyssa-brosa-kyssa-brosa... • Fyrir andlitið: Teygja á og opna munn og augu vel-vera hissa-ha?!! • Fyrir andlitið: Gera allt pínulítið, allt sogast að nefi á hm....-hljóði.
Einföld öndunaræfing: • Gerið virka öndun með hljóði (mjúkt hoh) þar hægt er á þeim tíma sem þið hafið (getur verið stuttur). • Sitjið, gætið að líkamsstöðunni; réttið úr ykkur, stillið höfuðið af og látið iljar nema við gólf ef þið getið. • Þessa æfingu er líka gott að gera í bílnum!
ANDA INN -ANDA ÚT • GRUNNURINN AÐ GÓÐRI RADDBEITINGU ER…