260 likes | 623 Views
Steinar Ingi Matthíasson Skrifstofustjóri auðlindaskrifstofu sávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu. Sjávarútvegur og aðildarviðræður Íslands við ESB Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva 25. september 2009. Uppbygging kynningar. 1. Stækkunarferli ESB og forsendur aðildar
E N D
Steinar Ingi Matthíasson Skrifstofustjóri auðlindaskrifstofu sávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu Sjávarútvegur og aðildarviðræður Íslands við ESB Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva 25. september 2009
Uppbygging kynningar 1. Stækkunarferli ESB og forsendur aðildar 2. Umsóknarferill að ESB 3. Sjávarútvegsstefna ESB og megináherslur Íslands Í aðildarviðræðum við ESB varðandi sjávarútveg
Stækkun ESB 27 lönd með 493 milljónir manna. Stærð 4,2 mio ferkílómetra Í umsóknarferli: Króatía, Makedónía, Tyrkland Mögulegt umsóknarferli: Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Svartfjallaland, Serbía, Kósovó, Ísland
Forsendur aðildar • Undantekningalaus þátttaka í skyldum og réttindum sem kerfi og samþykktir (acquis) ESB kveða á um á öllum sviðum, nema um annað sé samið við aðild • Framkvæmd samþykkta ESB eins og þær hljóða við inngöngu í sambandið - aðlögun þó möguleg telji annar hvor samningsaðila að þörf sé á rýmri tíma fyrir framkvæmdina
AðildarferliðFormlegt upphaf „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.” Þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu Samþykkt á Alþingi 16. júlí 2009.
Aðildarferlið Formlegt upphaf II • 16. júlí 2009 – Samþykkt þingsályktunartillögu Alþingis • 23. júlí 2009 – Aðildarumsókn Íslands formlega send Ráðherraráði ESB • 27. júlí 2009 - Utanríkisráðherrar ESB vísa umsókn Íslands til umfjöllunar framkvæmdastjórnar ESB. • 9. september - Spurningalisti framkvæmdastjórnar ESB vegna umsóknar Íslands um aðild að ESB, afhentur íslenskum stjórnvöldum. • 1. október – Stefnt að skilum á svörum íslenskra stjórnvalda. • 16. nóvember – Frestur ESB til skila á svörum við spurningalistum. • Desember (2009) - Ákvörðun leiðtogaráðsins um upphaf aðildarviðræna við Ísland?
Aðildarferlið Kaupmannahafnarviðmið Aðildarríki búi við: • stöðugar stofnanir sem tryggja lýðræði • lögfestu • mannréttindi • virðing fyrir minnihlutahópum og vernd þeirra • markaðshagkerfi • getu til að standast markaðsþrýsting og markaðsöfl innan sambandsins Vart þarf að efast um að Ísland uppfylli skilyrðin
Aðildarferlið Greining á löggjöf – “screening process” • greina löggjöf umsóknarríkis í því skyni að sjá að hve miklu leyti hún er í samræmi við löggjöf ESB • afmarka þá þætti sem viðræður þurfa að beinast að og skapa grundvöll til að meta framgang viðkomandi ríkis í aðlögun sinni að löggjöf ESB • grunnur formlegra samningaviðræðna • ESB mótar sér sameiginlega samningsafstöðu á grundvelli tillagna framkvæmdastjórnar sambandsins.
Aðildarferlið Formlegar samningaviðræður • formlegar viðræður fara fram á ríkjaráðstefnum milli aðildarríkja ESB og umsóknarríkis • löggjöf Evrópusambandsins skiptist í 35 kafla og er samið um hvern þeirra fyrir sig • Ísland hefur þegar tekið upp stóran hluta löggjafar 22ja af 35 köflum lagaverks ESB í gegnum EES-samninginn frá 1994
Aðildarferlið Texti aðildarsáttmála undirbúinn • samningsniðurstaða yfirfærð í lagatexta • fer fram í sérstökum vinnuhópi ráðherraráðsins • á sér stað samhliða samningaviðræðum um aðra kafla • Þegar öllum köflum er lokið liggur aðildarsamningur fyrir
Aðildarferlið aðildarsamningur, fullgildingarferli og þátttaka í starfi ESB • af hálfu ESB er þörf á samþykkt í ráðherraráðinu og Evrópuþinginu auk allra aðildarríkja • ferlið tekur vart minna en eitt ár • umsóknarríki tekur þátt í störfum ESB frá undirritun aðildarsamnins
Aðildarferlið • Ísland sækir um aðild • Ráðherra ráð ESB fjallar um umsókn • Leiðtogaráð ESB fjallar um umsókn • Ríkjaráðstefna milli Íslands og aðildarríkja ESB • Löggjöf Íslands yfirfarin og kannað að hve miklu leyti hún er í samræmi við löggjöf ESB • Formlegar samningaviðræður • Viðræðum lýkur – undirbúningur að aðild • Þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi
Skipulag viðræðna á Íslandi • Stjórnskipuleg ábyrgð utanríkisráðherra • Ríkir hagsmunir sveitarfélaga • Breið aðkoma hagsmunaaðila • Endanlegar ákvarðanir í málefnum tengdum aðildarviðræðum í höndum ríkisstjórnarinnar, þ.m.t. samningsafstaða á einstökum sviðum • 9-12 samningahópar
Skipting fjárframlaga ESB til sjávarútvegs, landbúnaðar og byggðamála 2007
Sameiginleg sjávarútvegsstefna ESB • Á dagskrá ESB frá 1970 • Fyrst mótuð 1983 –fyrst samið um skiptingu kvóta • Endurskoðuð 1992 • Endurskoðuð 2002 • Næsta endurskoðun 2012
Meginþættir sjávarútvegsstefnu ESB • Fiskveiðistjórnun • Styrkjakerfi til uppbyggingar og nýsköpunar í greininni • Markaðsskipulag sem á að tryggja stöðugt framboð af sjávarfangi í ESB • Samskipti við þriðju ríki þar sem framkvæmdastjórnin kemur fram fyrir hönd aðildarríkjanna og hefur umsjón með alþjóðlegum samningum
Yfirlýst markmið sjávarútvegsstefnu ESB • Auka framleiðni • Tryggja sjómönnum/bændum sanngjörn lífskjör • Stuðla að jafnvægi á mörkuðum • Tryggja stöðugt framboð á vörum • Tryggja neytendum sanngjarnt verð
Meginþættir sjávarútvegsstefnu ESB • Setning heildaraflamarks • Tillögur framkvæmdastjórnar • Álit svæðisbundinna ráða (Regional Advisory Council). • Ráðherraráðið ákveður heildaraflamark næsta fiskveiðiárs • Skipting kvóta milli aðildarríkja • Hlutfallslegur stöðugleiki • Sérákvæði í aðildarsamningum
Meginþættir sjávarútvegsstefnu ESB • Meðafli, undirmálsfiskur og brottkast • Verið að þróa nýjar reglur um bann við brottkasti • Skyndilokanir og friðuð svæði • Fyrirsvar hjá alþjóðastofnunum og deilistofnar • Eftirlit • Styrkir • Tollar
Endurskoðun sjávarútvegsstefnu ESB • Forgangsverkefni framkvæmdastjórnar ESB • Draga úr stærð fiskiskipaflotans • Leggja áherslu á aðalmarkmið sjávarútvegsstefnunnar • Draga úr miðstýrðri fiskveiðstjórnun • Auka þátttöku hagsmunaaðila í auðlindastjórnun og framkvæmd sjávarútvegsstefnunnar • Auka meðvitund manna í sjávarútvegi - culture of compliance • Þróa einfaldari og hagkvæmari sjávarútvegsstefnu • Fulltúi Íslands að störfum hjá framkvæmdastjórninni
Samningaviðræður og sjávarútvegur Spurningalisti frá framkvæmdastjórninni sem nú er verið að ljúka við að svara: • Löggjöf • Stjórnun og uppbygging • Eftirlit og uppbygging þess • Aðild Ísland að alþjóðasamningum á sviði sjávarútvegs • Tölulegar upplýsingar um sjávarútveginn, m.a. viðskiptatölur, mikilvægi fyrir efnahag Íslands • Tölulegar upplýsingar um fiskiskipaflotann • Upplýsingar um styrki til sjávarútvegsins (beina og óbeina) • Upplýsingar um fiskvinnslu, neytendavernd og rekjanleika • Fjárfestingarreglur • Samningar við önnur ríki um viðskipti (fríverslunarsamningar EFTA við þriðju ríki) og veiðirétt
Áherslur Íslands • Úr greinargerð Alþingis • Forræði yfir sjávarauðlindinni með sjálfbæra nýtingu að leiðarljósi • Eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi og kostur er • Takmörkun á fjárfestingum erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi • Skýr aðkoma Íslendinga að mótun sjávarútvegsstefnu ESB í framtíðinni
Áherslur Íslands • Fullt forræði yfir sjávarauðlindinni - stjórn veiða, ráðgjöf og ákvörðun um heildarafla • Víðtækt fyrirsvar í sjávarútvegi á fjölþjóðlegum vettvangi • Samningsforræði við stjórn veiða úr deilistofnum - tryggja að núverandi hlutur Íslands úr stofnum sem samið hefur verið um haldist óbreyttur • Eftirlit með veiðum og lönduðum afla - áreiðanleiki veiðiupplýsinga • Takmarkanir erlendra aðila til fjárfestinga í íslenskum sjávarútvegi