1 / 29

Takmörkuð skattskylda – Tvísköttunarsamningar o.fl

Takmörkuð skattskylda – Tvísköttunarsamningar o.fl. Skattaréttur – April 2005 Viðskiptaháskólinn Bifröst. Takmörkuð skattskylda. Helstu lagaákvæði: 3. gr. laga nr. 90/2003 - tekjuskattur 3. mgr. 20. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga - útsvar

kosey
Download Presentation

Takmörkuð skattskylda – Tvísköttunarsamningar o.fl

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Takmörkuð skattskylda – Tvísköttunarsamningar o.fl Skattaréttur – April 2005 Viðskiptaháskólinn Bifröst

  2. Takmörkuð skattskylda • Helstu lagaákvæði: • 3. gr. laga nr. 90/2003 - tekjuskattur • 3. mgr. 20. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga - útsvar • I. kafli laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda - staðgreiðslan • 116. gr. laga nr. 90/2003 – ábyrgð • Sjá einnig 1. og 2. gr. laga nr. 90/2003

  3. Takmörkuð / Ótakmörkuð skattskylda • 1. gr. laga nr. 90/2003 – MennÞeir menn sem hér eru heimilisfastir bera hér ótakmarkaða skattskyldu Þeir sem hafa fellt niður heimilisfesti eru skattskyldir hér í 3 ár eftir það nema þeir greiði skatta í öðru ríki Þeir sem dvelja hér á landi lengur en 183 á sérhverju 12 mánaða tímabili-Þeir sem starfa lengur en 183 daga á sérhverju 12 mánaða tímabili um borð í íslensku loftfari eða skipi

  4. Takmörkuð / Ótakmörkuð skattskylda • 2. gr. laga nr. 90/2003 – FélögFélög sem skráð eru hér á landi á lögmæltan hátt – Félag, sjóður eða stofnun telst eiga hér heimili ef það er skráð hér á landi, telur heimili sitt hér á landi samkvæmt samþykktum sínum eða ef raunveruleg framkvæmdastjórn þess er hér á landi.

  5. Tekjuskattur skv. 3. gr. laga nr. 90/2003 • 1. tl. Allir menn sem dvelja hér á landi og njóta launa fyrir störf sín hér á landi. • 2. tl. Allir menn sem njóta launa frá íslenskum aðilum. • 3. tl. Allir aðilar sem fá greiðslu fyrir þjónustu eða starfsemi innta af hendi hér á landi.

  6. Tekjuskattur skv. 3. gr. laga nr. 90/2003 • 4. tl. Allir aðilar sem reka hér á landi fasta starfsstöð, taka þátt í rekstri fastrar starfsstöðvar eða njóta hluta af ágóða slíkrar starfsstöðvar. • 5. tl. Allir aðilar sem eiga fasteign hér á landi, eða hafa rétt yfir fasteign hér á landi er þeir hafa tekjur af.

  7. Tekjuskattur skv. 3. gr. laga nr. 90/2003 • 6. tl. Allir aðilar sem hafa hér á landi tekjur af leigu, afnotum eða rétti til hagnýtingar á lausafé, einkaleyfum hvers konar réttindum eða sérþekkingu. • 7. tl. Allir aðilar sem hafa tekjur af íslenskum hlutabréfum, stofnbréfum eða öðrum réttindum til hlutdeildar í hagnaði eða af rekstri íslenskra fyrirtækja.

  8. Tekjuskattur skv. 3. gr. laga nr. 90/2003 • 8. tl. Erlendir sendiherrar og aðrir sem úrlendisréttar njóta • 9. tl. Allir aðilar sem eiga eignir hér á landi sem falla undir 4. – 8. tl. skulu greiða eignarskatt af þeim eignum

  9. Tekjuskattshlutfall - 70.gr. laga nr. 90/2003 • 1. tl. 1. mgr. 70. gr. Tekjuskatt þeirra er um ræðir í 1. tl. 3. gr. skal ákvarða á sama hátt og um er rætt í 2. mgr. 69. gr. Sama gildir ef um ónýttan persónuafslátt er að ræða. • 2. mgr. 69. gr. Tekjuskattsstofn og persónuafsláttur í hlutfalli við dvöl á Íslandi.

  10. Tekjuskattshlutfall - 70. gr. laga nr. 90/2003 • 2. tl. 1. mgr. 70. gr. Tekjuskattur aðila sem um ræðir í 2., 3. og 7. tl. 3. gr. (sbr. þó 4. tl.) skal vera 15%. • 2. málsliður 2. tl. 1. mgr. 70. gr. Sá aðili sem kemur fram í atvinnuskyni til skemmtunar eða keppni án ákveðinna launa eða þóknunar skal greiða 10% af heildartekjum án nokkurs frádráttar.

  11. Tekjuskattshlutfall - 70. gr. laga nr. 90/2003 • 3. málsliður 2. tl. 1. mgr. 70. gr. laga nr. 75/1981. Tekjuskattur eftirlaunaþega og lífeyrisþega sbr. 2. tl. 3. gr. reiknast af tekjuskattsstofni að teknu tilliti til persónuafsláttar. • Persónuafslátturinn nýtist eingöngu á móti lífeyrisgreiðslunum.

  12. Tekjuskattshlutfall - 70. gr. laga nr. 90/2003 • 3. tl. 1. mgr. 71. gr. Tekjuskattur aðila sem um ræðir í 4., 5., 6. og 8. tl. 3. gr. (ath. þó 4. tl.) skal ef um mann er að ræða reikna skv. 1. tl. 1. mgr. 66. gr. (26,41%) án persónuafsláttar (ath. útsvar sbr. síðar) • Tekjuskatt lögaðila sbr. 3. gr. skal ákveða skv. 71. gr. (18%) Sjá um tryggingarfélög í lokamálsliðnum

  13. Tekjuskattshlutfall - 70. gr. laga nr. 90/2003 • 4. tl. 1. mgr. 70. gr. laga nr. 90/2003. Tekjuskattur manna af arði, leigutekjum og söluhagnaði skal ákvarðaður skv. 3. mgr. 66. gr. (10%)

  14. Eignarskattur • Eignarskattur aðila sem bera takmarkaða skattskyldu • > 9. tl. 3. gr., 3. mgr. 83. gr. laga nr. 90/2003 – 0,6% af eignum umfram tiltekið mark • Eignarskattur af eignum sem falla undir 4 – 8. tl. 3. gr. • Sama skatthlutfall og almennt sbr. 83. gr.

  15. Útsvar • 3. mgr. 20. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga: • Þeir menn, sem um ræðir í 3. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, skulu greiða útsvar til þess sveitarfélags þar sem þeir öfluðu mestra tekna sinna á tekjuárinu.

  16. Staðgreiðsluskylda – lög nr. 45/1987 • mgr. 2. gr. Staðgreiðsla samkvæmt lögum þessum tekur til: • A. “ ……….. tekjuskatts manna og annarra aðila sem skattskyldir eru samkvæmt ákvæðum 2., 3., 6. og 7. tölul. 3. gr. greindra laga af þar tilgreindum skattskyldum tekjum hér á landi, sbr. ákvæði 2. og 3. tölul. 70. gr. þeirra laga. • Útsvars samkvæmt ákvæðum laga um tekjustofna sveitarfélaga. • 6. tölul. 4. gr. erlendur aðili, sem skattskyldur er samkvæmt 6. tölul. 3. gr. tsl., skilgreindur sem launamaður í skilningi stgl. • 6. tölul. 5. gr. allar skattskyldar greiðslur til aðila sem bera takmarkaða skattskyldu eru skilgreindar sem laun sbr. • 7. gr. sá sem greiðir, innir af hendi eða reiknar greiðslur skv. 5. gr er launagreiðandi

  17. Ábyrgð á skattgreiðslum • Lokamálsliður 22. gr. laga nr. 45/1987 um staðgreiðslu opinberra gjalda: “Launagreiðandi og launamaður bera hins vegar óskipta ábyrgð á vanteknum opinberum gjöldum.” • 116. gr. laga nr. 90/2003. • Ábyrgð vegna greiddra launa eða greiðslna vegna leigu eða afnot af lausafé, einkaleyfum, framleiðslurétti, útgáfurétti eða sérþekkingu, arð af hlutafé eða endurgjald fyrir starfsemi eða þjónustu eða aðrar greiðslur, sem um er rætt í 3. gr. Greiðendur bera ábyrgð á sköttum viðtakenda vegna þessara greiðslna.

  18. Tvísköttunarsamningar • 119. gr. laga nr. 90/2003 – Heimild til að gera tvísköttunarsamninga. Er í höndum ríkisstjórnar – fjármálaráðherra. Fjármálaráðherra fer jafnframt með túlkun og setur reglur. – Sjá vef RSK. Gefur út bindandi álit um túlkun og framkvæmd.Ath. 5. mgr. 119. gr. – Heimild til lækkunar ef um tvísköttun að ræða vegna tekna í ríki sem ekki er samningur við. • Í lögunum eru almennu reglurnar. Í tvísköttunarsamningunum undantekningarnar en þeir víkja til hliðar skattalögum þar sem það á við. Byggist það á þjóðréttarlegri skuldbindingu viðkomandi ríkja en þau hafa skuldbundið sig með gagnkvæmum samningi til að víkja frá almennum skattareglum í því skyni að komast hjá tvísköttun tekna (eigna). • Flestir tvísköttunarsamningar í dag eru byggðir upp samkvæmt svokölluðu OECD módeli. Ísland hefur gert 23 tvísköttunarsamninga við 27 ríki. Einn samningur er óbirtur.

  19. Tvísköttunarsamningar – OECD módelið • Fimm kaflar: • Gildissvið – aðilar og gjöld • Skilgreiningar hugtaka • Reglur um í hvoru landi skal skattleggja tilteknar tekjur • Aðferðir til að komast hjá tvísköttun • Almenn ákvæði – gildistaka – uppsögn – upplýsingagjöf o.fl.

  20. Tvísköttunarsamningar – OECD módelið • Gildissvið – aðilar og gjöld • Sjá Norðurlandasamninginn • Aðilar: Þeir sem heimilisfastir eru í einu eða fleiri samningsríkja • Skattar og gjöld: Allir skattar af tekjum og eignum

  21. Tvísköttunarsamningar – OECD módelið • II. Skilgreiningar hugtaka • Mikilvægustu hugtökin: Heimilisfesti Föst atvinnustöð

  22. Tvísköttunarsamningar – OECD módelið • III. Skipting skattlagningarréttar • Tekjur af fasteign • Hagnaður af atvinnurekstri (Transfer Pricing – 57. gr. tsl.) • Siglingar og loftferðir • Tengd fyrirtæki • Ágóðahlutir (arður) • Vextir • Þóknanir • Sjálfstæð starfsemi • Launað starf

  23. Tvísköttunarsamningar – OECD módelið • III. Skipting skattlagningarréttar frh. • Stjórnarlaun • Listamenn og íþróttamenn • Eftirlaun o.fl. • Opinbert starf • Námsmenn og nemar • Sérstakar rannsóknir • Aðrar tekjur • Eignir • Dánarbú

  24. Tvísköttunarsamningar – OECD módelið • IV. Aðferð til að komast hjá tvísköttun • FrádráttaraðferðAllar tekjur viðkomandi eru teknar með í útreikning skattstofns en síðan er skatturinn lækkaður um samsvarandi fjárhæð og greidd var í hinu ríkinu en frádrátturinn getur þó ekki verið meiri en sem nemur þeirri fjárhæð sem greitt hefði verið af tekjunum hérlendis. • Undanþáguaðferð • A. Full undanþága • B. Undanþága en þó tekið tillit til tekna í hinu ríkinu

  25. Tvísköttunarsamningar – OECD módelið • V. Almenn ákvæði • Ath einkum: • Bann við mismunun • Gildistaka • Ath reglur um gildistöku skv. íslenskum lögum – birting • Bókanir við samninga – umsamdar skýringar á tilteknum samningsákvæðum

  26. Almennar reglur tvísköttunarsamninga. • Erlendir launamenn frá tvísköttunarsamningsríki geta almennt starfað hér á landi í 6 mánuði án þess að þurfa að greiða skatta hér á landi fái þeir launin greidd erlendis. • Erlend verktakafyrirtæki geta starfað hér á landi í allt að 12 mánuði án þess að teljast eiga hér skattalega heimilisfesti. Miðað við tiltekna framkvæmd. Festa – varanleiki.

  27. Almennar reglur tvísköttunarsamninga. • Skattlagning leigugreiðslna – þóknana (royalties) venjulega skattlagðar í viðtökulandi. • Skattlagning arðgreiðslna skiptist venjulega á milli landa. • Skattlagning arðgreiðslna til félaga skiptist venjulega á milli landa og lækkar í greiðslulandi sé arðgreiðandinn að stórum hluta í eigu viðtakandans.

  28. Almennar reglur tvísköttunarsamninga • Dæmi um skattlagningu arðgreiðslna þegar viðtakandi er félag: • Norræni samningurinn - Almennt 15% staðgreiðsluskattur hér á landi nema ef viðtakandinn á meira en 10% í greiðandanum þá 0. • OECD - almennt 15% en 5% ef viðtakandinn á meira en 25% hlutafjár. • Ath. tengsl skattalaga og samningsins. Tvísköttunarsamningur er ekki skattlagningarheimild ! • (Sjá t.d. 11. gr. tvísköttunarsamningsins við Belgíu) • 11. gr. • Vextir • 1. Vexti, sem myndast í samningsríki og greiddir eru aðila heimilisföstum í hinu • samaningsríkinu, má skattleggja í síðarnefnda ríkinu. • 2. Slíka vexti má þó einnig skattleggja í því samningsríki þar sem vextirnir • myndast og samkvæmt lögum þess ríkis. Sé raunverulegur eigandi vaxtanna • heimilisfastur í hinu samningsríkinu skal skatturinn sem þannig er á lagður eigi vera • hærri en 10 af hundraði af vergri fjárhæð vaxtanna.

  29. Strategy diagram TopCoeg. Canada DebtInterest Equity OpCoeg. US Iceland 5% of net profit DebtInterest Swiss finance branch Interest(no withholding tax under treaty) Tax at < 2%

More Related