80 likes | 228 Views
Kjarasamningar 2005. 1. Samflotsviðræður BHM félaga við ríkisvaldið 2. Sérviðræður aðildarfélaga við ríkisvaldið 3. Stofnanasamningar. Samflot BHM, helstu markmið. Sameiginleg launatafla fyrir aðildarfélög BHM og hugsanlega fleiri stéttarfélög.
E N D
Kjarasamningar 2005 1. Samflotsviðræður BHM félaga við ríkisvaldið 2. Sérviðræður aðildarfélaga við ríkisvaldið 3. Stofnanasamningar
Samflot BHM, helstu markmið • Sameiginleg launatafla fyrir aðildarfélög BHM og hugsanlega fleiri stéttarfélög. • Nýtt launakerfi án ramma og aldursþrepa (líklega ekki tilbúið fyrr en 1/5 2006). • Fjármagn til þróunar stofnanasamninga (launaþróunar). • Ákvæði í stofnanasamningum sem innibera sjálfvirkar launahækkanir verða endurskoðuð. • Endurskoðun á 11. kafla kjarasamnings þar sem fjallað er um stofnanasamninga. • Stefnt að gerð sameiginlegs stofnanasamnings á hverri stofnun, þar sem því verður við komið, á samningstímanum. Þetta á við þau félög sem aðild eiga að samflotinu - hvort sem þau eru öll innan BHM eða ekki.
Samflot BHM, launatafla og launaþróun • Við undirskrift hækka launatöflur allra aðildarfélaganna með tvennum hætti. Hækkun umfram 3,25% verður mismikil eftir einstökum félögum. Tekið er mið af dagvinnulaunum. Ekkert félag hækkar um minna en 15% yfir samningstímann. Upphafshækkun á launatöflu háskólakennara verður um 5,95%. • 1. janúar 2006 hækka allar launatöflur um 2,50%. • 1. maí 2006 verður tekið upp nýtt sameiginlegt launakerfi án ramma og aldursþrepa. Upphafstala í nýju launakerfi verður kr. 200.000. Vörpun í nýtt launakerfi og samræming stofnanasamninga reiknast að jafnaði til 3,80% launahækkunnar – mismikil eftir félögum og einstaklingum. Þeir lægstu hækka mest.
1. janúar 2007 hækka launatöflur um 2,25% • 1. maí 2007, þróun á nýju launakerfi, um 2,6% • 1. janúar 2008 hækka launatöflur um 2% Félög háskólakennara Hækkun Uppsafnað Frá undirskrift a.m.k. 5,95% 5,95% 1.jan.06 2,50% 8,69% 1.maí.06 3,80% 12,73% 1.jan.07 2,25% 15,26% 1.maí.07 2,60% 18,26% 1.jan.08 2,00% 20,62% • 20.000 kr. eingreiðsla til allra sem ígildi 3,25% á meðallaun frá 1. desember 2004 til 1. febrúar 2005. • Orlofsuppbót tvöfaldast og verður rúmar 20.000 kr.
Nýtt launakerfi - hvernig lítur það út? • Enn er mikið verk óunnið við útfærslu nýja launakerfisinssem vonast er að taki gildi eigi síðar en 1/5 2006. • Eðlilegt sýnist að matskerfi FH og HÍ ráði röðun í grunnlaunaflokk (matskerfi kennara og sérfræðinga annars vegar og starfs- og hæfnismat stjórnsýslu- og þjónustustarfa hins vegar). • Eðlilegt sýnist að álagsákvæði hliðstæð þeim sem nú gilda umkennara og sérfræðinga ákvarði álag hjá þeim. • Það má hugsa sér að niðurstaða úr ársmati annarra félagsmanna, tímabundið umfang og álag starfa eða fastlaunasamningar/ jafnlaunasamningum sem séu endurskoðaðir árlega ákvarði álag hjá þeim.
Hvað er eftir? Ríkisvaldið • Samninganefnd ríkisins (SNR) hefur lagt áherslu á að hún líti þannig á að samningum við ríkisvaldið sé nánast lokið með samkomulagi í samflotinu. Eingöngu skýr sérmál verða rædd við hvert félag. Hvað okkur varðar eru sérákvæði kjarasamninga einkum tengd kennurum og sérfræðingum (álag, vinnumat, starfsskyldur, útreikningar á kennslu) og snúa mest að stofnuninni. Þá þarf að huga að ársmati annarra starfsmanna. • Mikil vinna er eftir við gerð nýja launakerfisins, sú vinna er mismikil eftir stéttarfélögum - það starf þarf bæði að fara fram innan viðkomandi stéttarfélaga og með SNR.
Stofnanasamningar • Við leggjum áherslu á að laga þurfi stofnanasamninga að nýjum kjarasamningi við ríkisvaldið áður en hann er undirritaður. • Ljóst er að endurskoðun á þáttum í stofnanasamningi þarf einkum að ná til þeirra atriða sem falla undir sérákvæði í kjarasamningum við ríkisvaldið. Þá þarf endurskoðunin að ná til sjóða félagsins og röðun einstakra starfsheita. • Stofnanasamningar verða síðan endurskoðaðir í heild sinni við að taka upp nýtt launakerfi um mitt ár 2006.