130 likes | 230 Views
Mat á mögulegum viðbrögðum Seðlabankans við stóriðjuframkvæmdum. Morgunverðarfundur 11. sept. 2002 Þórarinn G. Pétursson Deildarstjóri rannsókna Hagfræðisvið Seðlabanka Íslands. Inngangur. Seðlabankinn lagði fyrst mat á möguleg viðbrögð peningastefnu við stóriðjuframkvæmdum í febrúar sl.
E N D
Mat á mögulegum viðbrögðum Seðlabankans við stóriðjuframkvæmdum Morgunverðarfundur 11. sept. 2002 Þórarinn G. Pétursson Deildarstjóri rannsókna Hagfræðisvið Seðlabanka Íslands
Inngangur • Seðlabankinn lagði fyrst mat á möguleg viðbrögð peningastefnu við stóriðjuframkvæmdum í febrúar sl. • Forsendur hafa breyst síðan, bæði hvað varðar stærð og tímasetningu • Seðlabankinn hefur ekki endurskoðað mat sitt en mun að öðru óbreyttu greina frá nýju mati sínu í nóvember hefti PM • Eftirfarandi mun því byggjast á eldra mati
Bakgrunnur: Peningastefnan og áhrif hennar • Frá mars 2001 hefur peningastefnan byggst á: • Formlegu og tölusettu verðbólgumarkmiði • Fljótandi gengi krónunnar • Sjálfstæði Seðlabankans í ákvarðanatöku • Rannsóknir gefa til kynna að meginþungi áhrifa vaxtaákvarðana Seðlabankans: • Komi fram í innlendri eftirspurn eftir um 1 ár • Komi fram í verðbólgu eftir um 1½ ár • Magn og tímasetning áhrifa hér á landi í samræmi við önnur lönd
Stóriðjuframkvæmdir • Útreikningar miðast við 390 þús. tonna álver sem er byggt á tímabilinu 2002-2013: • Tveir áfangar: 260 þús. tonn 2002-2006, 130 þús. tonn 2007-2013 • Niðursveifluskeið milli framkvæmdaáfanga • Áform hafa breyst: • Álver minna en stækkun Norðuráls hefur bæst við (295 þús. tonn + 90 þús. tonn) • Styttri framkvæmdatími (2003-2007) • Meiri þensla 2003-2006 en hér er gert ráð fyrir og ekkert seinna framkvæmdaskeið
Mat á viðbrögðum: Taylor-reglur • Einföld og hentug leið til að meta viðbrögð peningastefnu við mismunandi atburðum í hagkerfinu • Stýrivextir = hlutlaus staða stýrivaxta + a×verðbólga umfram markmið + b×framleiðsluspenna • Hlutlaus staða stýrivaxta: ca. 5½-6½% (en háð töluverðri óvissu) • a = 1,5 og b = 0,5
Mat á viðbrögðum: Taylor-reglur (frmh.) • (stýrivextir með framkvæmd – stýrivextir án framkvæmda) = a×(verðbólga með framkvæmd – verðbólga án framkvæmda) + b×(framleiðsluspenna með framkvæmd – framleiðsluspenna án framkvæmda) • Notast við mismunandi form Taylor-reglna við matið
Viðbrögð peningastefnunnar: Forsendur útreikninga • Grunndæmi (þ.e. efnahagsframvinda án stóriðju) og fráviksdæmi (þ.e. efnahagsframvinda með stóriðju) frá ÞHS • Útreikningar ÞHS án viðbragða í hagstjórn • Nafngengi fast allt tímabilið • Seðlabankinn reiknaði út nýja ferla framleiðsluspennu og verðbólgu sem gerðu ráð fyrir áhrifum frá peningastefnu
Viðbrögð peningastefnunnar: Niðurstöður (frávik frá grunndæmi) • Stýrivextir hækka tímabundið; mest um 2-2½% í upphafi; langtímavextir hækka minna • Verðbólga innan þolmarka allt tímabilið • Sveiflur í verðbólgu og framleiðsluspennu minni en í dæmi ÞHS (þ.e. framvindu án viðbragða)
Viðbrögð peningastefnunnar: Óvissuþættir • Óvissa um forsendur grunndæmis og fráviksdæmis ÞHS: • Staða hagkerfisins þegar framkvæmdir hefjast • Hlutfall innfluttrar fjárfestingarvöru • Hlutfall innlendrar og erlendrar fjármögnunar • Innflutningur vinnuafls og atvinnuþátttaka • Áhrif framkvæmda á hagkerfið: væntingar og ólínuleg áhrif?
Viðbrögð peningastefnunnar: Óvissuþættir (frmh.) • Áhrif á gengi krónunnar: • Líklegt að styrkist í upphafi og veikist á síðari stigum; spurning um tímasetningu og áhrif á væntingar • Líklegt að hjálpi við aðlögun hagkerfisins og dragi þannig úr verðbólguþrýstingi • Þó gæti verið hætta á yfirskoti gengis • Seðlabankinn gæti dempað sveiflur og byggt upp gjaldeyrisforða
Viðbrögð peningastefnunnar: Óvissuþættir (frmh.) • Viðbrögð ríkisfjármála til að minnka álag á peningastefnuna: • Aðhald og frestun framkvæmda • Tekjuviðbót haldið eftir • Skattahækkanir? • Spurning um svigrúm og vilja ríkisins... • ...en verðbólgumarkmiðið er einnig markmið ríkisstjórnar
Viðbrögð peningastefnunnar: Þættir til íhugunar • Stærð framkvæmda sem á sér fáar hliðstæður: • Vandi að leggja mat á út frá sögulegum samböndum hagstærða • Vaxtaákvarðanir mun flóknari í reynd en hér er gefið í skyn: • Tekið mið af meiri upplýsingum • Ákvarðanir teknar við skilyrði óvissu um stöðu og horfur
Viðbrögð peningastefnunnar: Þættir til íhugunar (frmh.) • Viðbrögð þó líklega í takt við það sem hér hefur komið fram: • Tímabundið hærri vextir en ella • Þarf ekki endilega að þýða hækkun vaxta • Þarf ekki að koma í veg fyrir áframhaldandi lækkunarferil nú • Þarf ekki að þýða að lækka þurfi vexti hratt nú til að geta hækkað þá síðar • Vaxtastig á hverjum tíma tekur mið af mati Seðlabankans á horfum næstu 2 ára