230 likes | 354 Views
Fundur Starfsgreinanefndar 3. mars 2011. Málefni starfsmenntunar og stefnumörkun Jón Torfi Jónasson jtj @ hi.is http://www.hi.is/~jtj/ Menntavísindasvið HÍ. Til umræðu.
E N D
Fundur Starfsgreinanefndar3. mars 2011 Málefni starfsmenntunar og stefnumörkun Jón Torfi Jónasson jtj@hi.ishttp://www.hi.is/~jtj/ Menntavísindasvið HÍ
Til umræðu Set fram nokkrar spurningar um starfsmenntun, en ég tel að við þeim öllum verði að gefa svör í umræðum um mótun stefnu um starfsmenntun. Og sennilega ýmsum fleiri spurningum. Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Nokkrar tölur Tölurnar eiga aðeins að draga fram hve aldursdreifingin í framhaldsskóla er mikil. Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Skólasókn í framhaldsskóla Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Skólasókn í framhaldsskóla eftir aldri, hlutfall aldurshóps Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Skólasókn í framhaldsskóla eftir aldri, hlutfall aldurshóps Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Skólasókn í framhaldsskóla eftir aldri, hlutfall aldurshóps Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Aldur brautskráðra með burtfarar- og sveinspróf Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Til umræðu • Fyrir hverja er starfsmenntun? Atvinnugreinar, atvinnulíf, þjóðfélagið, nemendur? • Hvað er átt við með orðinu starfsnám, starfsmenntun? Kemur munurinn á verkmenntun og starfsmenntun þessu máli við? • Hvaða sjónarmið eiga að ráða ferðinni við uppbyggingu náms til starfs? Almenn menntun, sérhæfð menntun, hvað á að koma fyrst, hvað síðar? • Hvar á starfsmenntun heima í skólakerfinu? Á framhaldsskólastigi, á háskólastigi, á millistigi? Hve mikið á að dreifa henni um landið? • Að hvaða marki á starfsmenntun heima í skóla og að hvaða marki á vettvangi vinnunnar? Í hvaða hlutföllum, hvenær hvort? Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Til umræðu • Að hvaða marki eiga sjónarmið óháð starfsgrein, t.d. tengd brottfalli, eða færanleika í skólakerfinu, að ráða einhverju um skipan námsins? • Hver á að ráða uppbyggingu námsins? Atvinnugreinin sjálf, ráðuneyti, kennarar? Hvers kyns fagmennska og vitneskja er gagnleg til þess? • Hver á að bera kostnaðinn af náminu, hvort heldur er í skóla eða á vinnustað? T.d. af búnaði í skóla, vinnustaðahlutanum, eða námsefninu? • Hvaða kraftar utan skólans stýra ferðinni, beint eða óbeint hvað varðar þróun og vinsældir einstakra greina? Hagsmunir skóla, fagfélaga, atvinnurekenda; hugmyndir um virðingarstöðu náms, aðrir valkostir, afstaða atvinnurekenda, staða á vinnumarkaði, kostnaðarrök? Hverju á atvinnugreinin að stýra? • Hver ofangreindra atriða eru viðkvæm í umræðu? Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Til umræðu um stefnumörkun • Hvaða ofangreindum atriðum ætti einkum að taka mið af í mótun stefnu um starfsmenntun? • Hver þessara atriða eru þess eðlis að það ætti að hugsa þau alveg upp á nýtt? Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Fyrir hverja er starfsmenntun? • Atvinnugreinar, atvinnulíf, þjóðfélagið, nemendur? • Að hvaða marki skal tekið mið af þörfum atvinnulífs? Hvað með úreldingu hugmynda, eða breyttar aðstæður? • Að hvaða marki skal hafa í huga það gagn sem ekki er farið að hugsa fyrir? • Að hvaða marki má ungt fólk taka áhættu með framtíð sína? • Oft talið að núverandi atvinnulíf muni halda áfram, tiltölulega lítið breytt og núverandi kröfur þess eigi að ráða ferðinni. Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Hvað er átt við með orðinu starfsnám, starfsmenntun? • Kemur munurinn á verkmenntun og starfsmenntun þessu máli við? • Að hvaða marki getur verklegt nám átt rétt á sér, skipt miklu máli, á öllum skólastigum án þess að miða við tiltekin störf; sbr. aldagamlar hugmyndir Jóns Þórarinssonar um handiðn um þarsíðustu aldamót. • Hvernær er verið að blanda saman umræðu um starfsnám og verklegt nám? Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Hvaða sjónarmið eiga að ráða ferðinni við uppbyggingu náms til starfs? • Almenn menntun, sérhæfð menntun, hvað á að koma fyrst, hvað síðar? • Hvernig verður fagmaður til? • Hve mikið skal koma í grunnmenntun og hve mikið í þróun í starfinu sjálfu? og hvernig þá? • Hvaða rök eru fyrir því að almenna námið komi fyrst? • Hvaða rök eru fyrir því að sérhæfða, hlutbundna námið komi á undan? • Hve mikið bóklegt nám skal vera í menntun til verklegra starfa og hvenær skal því stillt inn í námi? Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Hvar á starfsmenntun heima í skólakerfinu? • Á framhaldsskólastigi, á háskólastigi, á millistigi? Hve mikið á að dreifa henni um landið? • Hvers vegna skal nám til starfs vera á framhaldsskólastigi? • Hvers vegna skal nám til starfs vera á milliskólastigi? • Hvers vegna skal nám til starfs vera á háskólastigi? • Hver ákveður þetta? Hvernig breytist þetta? • Bera saman iðnám og nám heilbrigðis- og uppeldisstétta. Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Að hvaða marki á starfsmenntun heima í skóla og að hvaða marki á vettvangi vinnunnar • Í hvaða hlutföllum, hvenær hvort? • Ætti sennilega oftar að koma fyrr, en er oft sett síðast; kemur þá í stað starfsþjálfunar sem ætti að fara fram á vinnustað • Athuga hvernig nám til starfs færist sífellt meira inn í skólana • Hvaða rök eru með því? Opnari aðgangur, fagleg rök, kostnaðarrök, … • Hvaða rök eru gegn því? Fagleg rög, þróun fagmennsku, hlutbundið nám, nám við aðstæður á vinnustað, … Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Að hvaða marki eiga sjónarmið óháð starfsgrein, t.d. tengd brottfalli, eða færanleika í skólakerfinu, að ráða einhverju um skipan námsins? • Í hvaða hlutföllum, hvenær hvort? • Hefur skipulag námsins ráðist of mikið af færanleika rökum? Þ.e. af þeim rökum að nemendur þurfi að geta flutt sig og þurfi þá að fá sem mest metið? • Hefur umræðu um brottfall og starfsmenntun á framhaldsskólastigi verið blandað of mikið saman? Sjá líka umfjöllun fyrr um verknám og starfsnám. Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Hver á að ráða uppbyggingu námsins? • Atvinnugreinin sjálf, ráðuneyti, kennarar? Hvers kyns fagmennska og vitneskja er gagnleg til þess? • Hvaða þekking á að ráða ferðinni? • Á starfinu, hvernig? • Á þörfum vinnumarkaðar? • Á breytingum á vinnumarkaðaði? • Á námskrá og breytt viðhorf til hennar? • Á allri “newskills” umræðunni? • Á breytingu á skólakerfinu? Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Hver á að bera kostnaðinn af náminu, hvort heldur er í skóla eða á vinnustað? • T.d. af búnaði í skóla, vinnustaðahlutanum, eða námsefninu? • Hvaða skyldur hefur hver aðili, t.d. atvinnugreinin, menntakerfið? Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Hvaða kraftar utan skólans stýra ferðinni? • Beint eða óbeint hvað varðar þróun og vinsældir einstakra greina? Hagsmunir skóla, fagfélaga, atvinnurekenda; hugmyndir um virðingarstöðu náms, aðrir valkostir, afstaða atvinnurekenda, staða á vinnumarkaði, kostnaðarrök? Hverju á atvinnugreinin að stýra? • Skoðum sérstaklega virðingarrökin, þau hafa einhverra hluta vegna reynst erfiðust síðastliðin 60-70 ár • Hver er raunveruleg afstaða vinnuveitenda? Hvernig sveiflast hún til? Hvaða áhrif hefur hún? • Hvaða aðrir hagsmunir koma við sögu? Hve miklu ráða þeir? Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Til umræðu um stefnumörkun • Hver ofangreindra atriða eru viðkvæm í umræðu og verða fyrir vikið heldur útundan? • Hvaða ofangreindum atriðum ætti einkum að taka mið af í mótun stefnu um starfsmenntun? • Hver þessara atriða eru þess eðlis að það ætti að hugsa þau alveg upp á nýtt? Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Til umræðu um stefnumörkun Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011
Kærar þakkir Jón Torfi Jónasson - Málfundur Starfsgreinanefndar 2011