160 likes | 355 Views
Lýðræði, menntun og skólar . Erindi á ráðstefnu skólaþróunarsviðs kennaradeildar 22.4. 2006. Lög um leikskóla.
E N D
Lýðræði, menntun og skólar Erindi á ráðstefnu skólaþróunarsviðs kennaradeildar 22.4. 2006
Lög um leikskóla • Samkvæmt lögum þessum skal meginmarkmið með uppeldi í leikskóla vera: að efla kristilegt siðgæði barna og leggja grundvöll að því að börn verði sjálfstæðir, hugsandi, virkir og ábyrgir þátttakendur í lýðræðisþjóðfélagi sem er í örri og sífelldri þróun
Lög um grunnskóla • 2. gr.: Hlutverk grunnskólans, í samvinnu við heimilin, er að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum einstaklingsins við samfélagið.
Lög um framhaldsskóla • Hlutverk framhaldsskóla er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda svo að þeir verði sem best búnir undir að taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi. Framhaldsskólinn býr nemendur undir störf í atvinnulífinu og frekara nám. Framhaldsskólinn skal leitast við að efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, sjálfstraust og umburðarlyndi nemenda, þjálfa þá í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun, kenna þeim að njóta menningarlegra verðmæta og hvetja til stöðugrar þekkingarleitar. • Ekkert sambærilegt ákvæði er um hlutverk háskóla.
Einkenni lýðræðis • And that government of the people, by the people, for the people shall not perish from the earth. (Gettysborgarávarpið eftir Abraham Lincoln). • Allir láta sig varða almennar ákvarðanir og allir geta haft áhrif á sameiginlegar ákvarðanir. • Grunnhugmynd lýðræðis virðist vera sú að almenningur ráði málum sínum sjálfur á þeim forsendum sem hann kýs, að lýðurinn ráði.
Frjálslyndiskenning um lýðræði • Samfélag óháð ríkisvaldi • Siðferði æðra stjórnmálum. Pólitískt vald ræður engu um hvað er réttlátt og ranglátt. Sannindi um rétt og rangt eru óháð lögum og stjórnvöldum. • Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna. Heimild til valdbeitingar takmarkast af réttindum og siðferði. • John Locke (1632-1704)
Þátttökukenning um lýðræði • Mikilvægt er að borgarar taki þátt í stjórnmálum. • Stjórnmál taka til allra sviða mannlífsins og samfélagið og ríkið eru ein heild. • Rétturinn til að taka þátt í stjórnmálum er mikilvægasti réttur hvers þegns og hafa áhrif í sameiginlegum ákvörðunum. • Jean-Jacques Rousseau (1712-1778).
Skólar og menntun • Í skólum sækja nemendur menntun. • Menntun fá menn með því að læra, afla sér stöðugt nýrrar þekkingar. • En menntun krefst þess einnig að viðhorfin séu upplýst. • Skólar hljóta að miða starf sitt við að auka þekkingu og móta upplýst viðhorf.
Skólar og lýðræði • Almenn skoðun að skólar séu mikilvægir í lýðræði. • Þessi skoðun styðst við þá forsendu að gott sé að auka líkurnar á því að þegnarnir velji skynsamari kostinn. Þekking og skynsamleg viðhorf bæta allar ákvarðanir. • Því ver gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman.
Eiga skólar að ala upp lýðræðislega þegna? • Skólar bæta lýðræðið með því að auka þekkingu og bæta viðhorf þegnanna. Þeir auka líkurnar á því að hver og einn velji þann kost í hverju máli sem skynsamlegur er, á betri hlutdeild í almannaheillinni. • En eiga skólar að ganga lengra og ala upp lýðræðislega þegna?
Lög um skóla • Svar löggjafans er afdráttarlaust já. • En hvað merkir svarið? Þrjár leiðir eru nefndar í lögunum um grunnskóla: • Umburðarlyndi • Kristilegt siðgæði • Lýðræðislegt samstarf • Um síðasta liðinn: Þýðir hann að skólinn eigi að vera lýðræðislegur?
Lýðræði og skólastarf • Lýðræði mótast af jafnræði þeirra sem taka þátt í því: þeir hafa sömu tækifærin, jafnan lagalegan rétt og ef þeir eru álíka snjallir, áhugasamir og heppnir sömu áhrifin. • Tengsl uppalanda og þess sem alinn er upp, þess sem menntar og þess sem menntaður er eru allt öðruvísi. Þau einkennast af ójafnræði.
Spurningar • Ef skóli á að ala upp lýðræðislega þegna þarf hann ekki bara að sjá til þess að þeir afli sér þekkingar heldur þarf hann líka að móta viðhorf þeirra. • Mótun viðhorfa hefur venjulega verið talin á valdi fjölskyldunnar eða einstaklingsins sjálfs. • Á skólinn líka að móta dygðir fyrir lýðræði?
Lífsleikni • Ný námsgrein með mjög víðtækum markmiðum. • Grunnhugmyndin virðist vera sú að nemendur eigi að geta borið ábyrgð á eigin lífi og tekið þátt í sameiginlegu lífi. • Hún virðist eiga að þjóna lýðræðismarkmiðinu.
Lýðræðislegar dygðir • Byggjast á því að láta sig varða málefni samfélagsins og að geta tekið þátt í ákvörðunum þess: • Sjálfræði • Gagnrýnin hugsun • Hæfileiki til að láta skoðanir sínar í ljósi • Tillitssemi
Drög að niðurstöðu? • Skólinn á að búa nemendur undir líf í lýðræðisþjóðfélagi og hann getur það. • Skólinn á í erfiðleikum með að vera lýðræðislegur. En hann getur þjálfað lýðræðislegar dygðir. • Skólinn er ekki að fara út fyrir verksvið sitt með því að leitast við að móta lýðræðislega þegna.