170 likes | 257 Views
Saksóknari efnahagsbrota Morgunverðarfundur samtaka atvinnulífsins og saksóknara efnahagsbrota 14. júní 2007 Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota. Saksóknari efnahagsbrota (SEB).
E N D
Saksóknari efnahagsbrota Morgunverðarfundur samtaka atvinnulífsins og saksóknara efnahagsbrota 14. júní 2007 Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrota
Saksóknari efnahagsbrota (SEB) • Sérstök eining sem rannsakar og ákærir vegna afmarkaðra brota á landsvísu meðan flest önnur brot eru rannsökuð af lögreglustjórum í staðbundnum umdæmum • Eina rannsóknardeildin innan lögreglu sem rannsakar mál á landsvísu • Nánara samstarf milli ákærenda og lögreglu en almennt er þegar refsilagabrot eru rannsökuð hjá lögreglu
Saksóknari efnahagsbrota • Sérstaða efnahagsbrota kallar á sérstakt skipulag um rannsóknir og ákærumeðferð þessara brota • flókið og sérhæft lagaumhverfi • mörkin milli löglegra athafna og ólöglegra eru óljósari en á flestum öðrum sviðum • sönnunargögn og umhverfi brota kallar á sérhæfðari þekkingu hjá rannsakendum og ákærendum
Saksóknari efnahagsbrota • Sérstaða rannsókna efnahagsbrota ... frh. • erfitt að halda uppi fullnægjandi þekkingu á þessum brotaflokki hjá rannsóknardeildum staðarlögreglu • brotaumhverfið verður sífellt alþjóðlegra með aukinni alþjóðavæðingu í viðskiptum sem kallar á nánara samstarf við erlend yfirvöld
Saksóknari efnahagsbrota • Fyrirkomulag þessara rannsókna sambærilegt við það sem er á hinum Norðurlöndunum þar sem sérstök saksóknaraembætti annast þær • Efnahagsbrotadeild var stofnuð 1. júlí 1997 með nýjum lögreglulögum á sama tíma og embætti Ríkislögreglustjórans
Saksóknari efnahagsbrota • Breytingar sem gerðar voru 1. janúar 2007 – Með reglugerð 1050/2006 • efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans var lögð niður • saksóknari efnahagsbrota settur á fót • skipulagi og forsvari rannsókna og ákærumeðferðar breytt • skilgreining verkefna breytt lítillega • skilvirkni aukin • einungis umfangsmeiri mál hjá SEB • rannsóknaraðstoð við staðarlögreglu hætt
Ríkislögreglustjóri Ríkissaksóknari Löggæsluáætlun - Lögreglustjórar Öryggi Stjórnsýsla Saksóknari efnahagsbrota Samræming Greining Rekstur Rannsókn Aðgerðir
Saksóknari efnahagsbrota • Starfsmannafjöldi - 17 • saksóknari • 4 löglærðir fulltrúar • aðstoðaryfirlögregluþjónn – viðskiptafræðingur með mastergráðu • 10 lögreglufulltrúar þar af tveir með viðskiptafræðimenntun, tveir í viðskiptafræðinámi með vinnu, einn félagsfræðingur og einn útgerðarfræðingur • ritari
Verkefnin • Hvað eru efnahagsbrot ? • Hugtakið efnahagsbrot er yfirheiti yfir ýmis brot sem tengjast atvinnu- og viðskiptalífinu sem og annarri skipulagðri starfsemi í bæði opinbera- og einkageiranum. Um er að ræða refsiverða háttsemi í hagnaðarskyni sem fer fram í annars löglegri atvinnustarfsemi.
Verkefnin • Skattsvik • Tollsvik • Brot tengd fjármálastarfsemi, rekstri banka og lánaviðskiptum • Verðbréfaviðskiptum svo sem innherjasvik • Samkeppnisbrot • Umhverfisbrot • Brot á lögum um vinnuvernd • Brot á lögum tengdum stjórn fiskveiða • Öll umfangsmeiri auðgunarbrot • Bókhaldsbrot • Peningaþvætti • Spilling
Ferill mála • Upphaf máls • Kæra hagsmunaðila/eftirlitsaðilum • Lögregla hefur rannsókn að eigin frumkvæði • Mál rannsakað • Tekin ákvörðun um ákæru eða niðurfellingu • Saksókn fyrir héraðsdómi
Hlutverk eftirlitsaðila • Stór hluti mála koma í formi kæra frá eftirlitsaðilum á einstökum sviðum. • Fiskistofa • Fjármálaeftirlitið • Samkeppniseftirlitið • Skattrannsóknarstjóri • Tollstjórar • Tryggingarstofnun • Umhverfisstofnun
Hlutverk fyrirtækja • Hafa skyldur á ýmsum sviðum t.d. varðandi baráttuna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka • Eru þolendur afbrota og þurfa að halda uppi virku eftirliti með starfsemi sinni og meðförum fjármuna sinna
Þolendur og afleiðingar • Hver situr í súpunni? • brotamaður? • brotaþoli? • Stóra myndin • ríkissjóður • viðskiptalífið • almenningur • alþjóðasamfélagið
Framtíðarsýn • Augljóst að margt má bæta varðandi rannsóknir, ákærumeðferð og skipulag málaflokksins • Málsmeðferðartími • Hnökrar á dómsmeðferð mála • Löggjöf víða áfátt • Hröð starfsmannavelta • Skortur á fjármagni • Tel einsýnt að þessum málaflokk verði að koma fyrir í sérstakri stofnun eins og á hinum norðurlöndunum
Framtíðarsýn • Ég held að flestir séu sammála um að rannsóknir og saksókn efnahagsbrota þurfi að efla • Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er talað um að efla samkeppnis- og fjármálaeftirlit. Slíkt kemur ekki að notum nema refsivarslan fylgi með. • Þarf að stytta málsmeðferðartíma • Afla fjár til að tvöfalda fjölda starfsmanna í það minnsta
Samanburður við eftirlitsaðilana • Starfsmannafjöldi. • Saksóknari efnahagsbrota - 17 • Fiskistofa - 88 • Fjármálaeftirlit - 48 • Samkeppniseftirlit - 20 • Skattrannsóknarstjóra - 22 • Umhverfisstofnun - 66