1 / 39

Ritmál - talmál

Ritmál - talmál. Ekki eru mörg á síðan börn með lesblindu voru talin vitlaus. ... lesblind börg voru talin illa gefin Það er mikil aðstoð við lesblind börn í gangi. Nú er lagt kapp á að aðstoða lesblind börn. Rök o.fl. .

macaria
Download Presentation

Ritmál - talmál

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Ritmál - talmál • Ekki eru mörg á síðan börn með lesblindu voru talin vitlaus. • ... lesblind börg voru talin illa gefin • Það er mikil aðstoð við lesblind börn í gangi. • Nú er lagt kapp á að aðstoða lesblind börn

  2. Rök o.fl. • Einnig eru afþreyingarnar, s.s. kvikmyndir, sjónvarp og tölvur, í svo miklum mæli að fólk veit ekki hvað það á við tíma sinn að gera. • Afþreying er eintöluorð • Tæknin er orðin það mikil að mestmegnis samskipta barna fer fram í gegnum tölvur og tölvuleiki. • ... mestöll samskipti barna fara ...

  3. Helv... einstaklingurinn • Þeir sem eiga við lesblindu að stríða verða að vinna úr því alla sina ævi og þó svo að þeir fái utanaðkomandi hjálp þá verður einstaklingurinn að vera móttækilegur. Það skiptir miklu máli að einstaklingar með lesblindu séu sjálfir með jákvætt viðhorf. • Í staðinn fyrir einstaklinga: fólk, menn o.s.frv.

  4. Íslenska? • Lesblinda er eitthvað sem fólk hefur lengi kannað. • Fólk hefur lengi kannað lesblindu • Að lesa góðar bækur er hverjum manni nauðsynlegt. • Hverjum manni er nauðsynlegt að lesa bækur

  5. Stafsetning og greinarmerki • Svona: Stafsetning og greinarmerki skv. reglum og venjum. Sérstaklega er litið á kommur, tvípunkt, gæsalappir, sviga og önnur sértákn. Rétt og skynsamleg notkun leturbreytinga. • Ekki: Stafsetningarvillur. Notkun greinarmerkja tilviljanakennd eða vantar. Óþörf bil eða bil vantar. Leturbreytingar ómarkvissar eða ósmekklegar.

  6. Málsgreinar • Margir líta á tungumálið sem sjálfsagðan hlut, við notum það stöðugt og á fjölbreytilegan hátt. • Það er hverrri þjóð mikilvægt að varðveita tungu sína, í því sambandi gegnir ljóðlistin mikilvægu hlutverki. • Tvítyngd börn þjást ekki af neinni málþroska-röskun. Þannig að þegar það er rannsakað sýnir það aðeins hluta málkunnáttu sinnar.

  7. Skammstafanir o.fl. • o.fl. (ekki ofl eða ofl. Eða o.flr.) • Ástæðan er eftirvill sú að börninn standa sig ekki sem skildi í námi

  8. Málfar • Hér verður fjallað um ýmsar gryfjur sem nú eru því miður að verða fullar. Ef við leggjum við hlustir má heyra nokkra kennaranema æpa þar á hjálp. Það er ekki nema sjálfsagt að koma til aðstoðar.

  9. Klúður • Við getum kallað það klúður þegar ákaflega einföld merking er falin í nánast óskiljanlegri orðabendu. • Munum að hið einfalda er oftast betra en hið flókna: • Dæmi: Það sem er talin vera einn stærsti miðill sem hefur áhrif á málfar unglinga í nútímasamfélagi eru tölvur. • Þ.e.: Enginn miðill hefur eins mikil áhrif á málfar unglinga á vorum dögum og tölvur

  10. Sama • Varla er litið inn í menntaskóla, hvað þá háskóla, nema tölvur séu í meirihluta hjá nemendum. • Flestir menntaskóla- og háskólanemendur færa sér tölvur í nyt.

  11. Sitthverska/hver(hvor)annar • Allir landsmenn skilja hvern annan. • ... hver annan ... • Þeir mættu hvorum öðrum á jafnréttisgrundvelli. ... hvor öðrum ... • Kanar og Rússar lögðu hver annan í einelti. ... Hvorir aðra ... • Barnið heyrir foreldra sína tala á sitthvoru tungumálinu. ... Hvort á sínu ...

  12. Upphafið týnt • Í rannsókninni var gerður samanburður á ólíkum kúakynjum. Þeir komust að því að íslenska kýrin væri best og þess vegna samþykktu þau að standa vörð um hana. • Vísindamenn gerður samanburð á ólíkum kúakynjum. Þeir ...

  13. Erlend áhrif • Að nota tökuorð er betra en nýyrðasmíð. • Það er betra að nota ... • Það eru margir sem halda að lesblinda sé arfgeng. • Margir halda ... • Nútímasamfélag er með fleiri áhrifavalda sem telja en áður. • Sem telja er enska “count” (Það eru mörkin sem telja)

  14. Eintala / fleirtala • Einnig má vekja athygli á alls konar misréttum sem tengjast stjórnmálum. • Misrétti er eintöluorð

  15. Að vera með e-ð/hafa e-ð • Þeir eru einnig með eitt útbreiddasta tungumálið á jörðinni. • Umhverfið hefur áhrif á nám barnanna, það er að segja ef þau hafa ekki einhvers konar fötlun að kljást við eða annars konar námsörðugleika. • Börn mað annað móðurmál en íslensku eru ekki einsleitur hópur. • Með því að hafa umræður er hægt að fyrirbyggja að börn dragi rangar ályktanir.

  16. Skólinn ræddi við börnin • Ísland er nú í miklum samskiptum við útlönd, bæði vegna atvinnu sinnar og internetsins

  17. Kommusplæsing • Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að lesblinda var algengari en okkur hafði órað fyrir, þess vegna þarf að grípa til róttækra aðgerða.

  18. Fyrirtæki og lönd o.fl. verða persónur • Ísland er í miklum tengslum við útlönd, bæði vegna atvinnu sinnar og internetsins. • Söguþráðirinn verður að vera áhugasamur fyrir barnið. • Fjölnir skrifaði um sérstöðu íslenskrar menningar.

  19. Hækka, stækka, aukast o.fl. • Það hefur orðið mikið aukning á kennslukonum.

  20. Kynvilla/töluvilla • Ungt fólk er í raun að skrifa orðin eins og þau segja þau. • Íslendingar eru einfaldlega orðnir vön slettum. • Meirihluti unglinga telja að tölvur séu brýnasta nauðsyn mannsins. • Unga kynslóðin notar oft slangur sem síðar festist í máli þeirra.

  21. En maður segir þetta • Ritmál er ekki hið sama og talmál! • Það var ekki mikið mál fyrir Svövu Jakobsdóttur að fá verk sín birt. • Sjálfstæðisbarátta Íslendinga var í fullum gangi á 19. öld. • Það var ekki málið að Jón væri lesblindur... • Stelpur eru mikið í því að skoða bloggsíður.

  22. Sama • Einnig eins og með unglinga þá leitast þeir á þessum árum meira í félagsskap vina en foreldra. • Á sama hátt leitast unglingar...

  23. Fallstjórn • Erfitt er að verjast hinna ýmsu áhrifavalda sem... • Tölvunotkun hefur tekið yfir þeim tómstundalestri sem fyrrum tíðkaðist. • Við vissum ekki hvað Guð ætlaðist til. • Forsenda fyrir stofnunar samtaka um verndun umhverfsins.

  24. Ástin breiðist út eins og drepsótt – og hatrið ekki síður. • Margir unglingar elska tölvuleiki. • Landsbankaauglýsing: Við elskum fótbolta

  25. Nástaða • Unglingar leita í tónlist sem getur haft mótandi áhrif á unglingana

  26. Rökvillur • Svo illa tókst til að veiting prestakallsins var veitt karlmanni þótt kona stæði honum miklu framar. • Í Aðlanámskrá er reynt eftir föngum að efla málefni fatlaðra berna. • Við erum óvön því að umgangast fólk sem talar frábrugðna íslensku en við sjálf. (Sbr. Hver er munurinn á fíl?)

  27. Orðasambönd • Í Aðalnámskrá grunnskóla eru skólunum settar auknar skyldur á hendur varðandi menntun. • Hann hafði beitt sér mest fyrir stofnun félagsins og bar þess höfuð og herðar.

  28. Vandinn með að • Kennarinn spurði hvort að enginn væri reiðubúinn að taka til hendinni. • Hvort að • sem að • þegar að • Ef að • o.fl.

  29. Að punta sig(Fyrir hverju falla kennarar?) Nemandi hefur margar leiðir til að gera hosur sínar grænar fyrir kennara. Gallinn er sá að flestir kennarar geta kallast nördar – og þar eru móðurmálskennarar í sérflokkki. Fátt orkar sterkar á þá en fagurt mál! Hvaða brögðum má t.d. beita?

  30. Orð Fréttaritari útvarpsins okkar (Rás 1): “Nú eru liðin x ár frá því að Stalín...”andast, deyja, látast, bera beinin, drepast, falla, falla frá, hrökkva upp af, gefa upp öndina, sálast, hníga í gras, bíta í gras, kveðja, láta lífið, týna lífi, skilja við, sofna, falla í valinn, enda ævina, slokkna o.fl. Hvaða orð notaði fréttaritarinn um Stalín þegar hann hætti að anda?

  31. Orð • Svar: “Nú eru liðin x ár frá því að Stalín geispaði golunni.” Af hverju geispaði Stalín golunni? • Annar starfsmaður útvarpsins sagði um synfoníutónleika í Háskólabíói: “Byrjar þá ekki einhver helvítis krakki að grenja.” Hann var rekinn með skömm. Af hverju? • Hér byrjar ástarljóðið “Til hinnar heittelskuðu”: • Líneik veit ég langt af öðrum bera, • Létta hryssu í flokki staðra mera, • fagureyg með fimar tær • Frýsar ´ún hátt og bítur og slær / ...

  32. Punt • Hvernig getum við puntað textann okkar? • Við eigum orðtök sem teljast til gersema. Í Íslensku orðtakasafni eftir Halldór Halldórsson má finna marga glóandi gimsteina. Gallinn er þó sá að fólki lánast stundum ekki að nota þau rétt. En þá er enginn vandi að fletta upp. Nú tek ég dæmi:

  33. Dæmi • Fjöldi nemenda sýnir lítinn áhuga á námi... • Fjöldi nemenda lætur námið sitja á hakanum.../ mæta afföllum.../ • Það er augljóst... • Það liggur í augum uppi.../ það gefur augaleið.../ Ekki leikur á tveimur tungum...

  34. Meira punt • Auk orðtaka eigum við málshætti, enn meiri gimsteina. Nú ætla ég að byrja á ritgerð sem fjallar um tvítyngi. Takið vel eftir og lærið af! • Gamall íslenskur málsháttur hljóðar svo: Enginn skyldi hafa tvær tungur í einu höfði. Þessi málsháttur kann að koma okkur spánskt fyrir sjónir enda er merking hans ekki öllum ljós. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að með honum er átt við að mannfólkinu er hollast að segja sannleikann, að minnsta kosti bjóða ekki náunganum upp á tvenns konar sannleika. Í þessum málshætti merkir tungan það sem sagt er með aðstoð tungunnar. Allir vita að orðið hefur aðrar merkingar, t.d. tungumálið. Þá á málshátturinn illa við. Tvær tungur í einu höfði eru nefnilega síður en svo einsdæmi í samfélagi voru. Á síðustu árum og áratugum hefur meira að segja fjölgað þeim börnum á Íslandi sem hafa tvær tungur í einu höfði. Hvernig mætir íslenskt skólakerfi þeim?

  35. Ennmeira punt • Við eigum alls konar myndmál sem vð getum fært okkur í nyt, t.d. viðlíkingar; við líkjum e-ð við e-ð annað með samanburðarorði: Ég skal slöngva einkasyni ykkar sem vesælli bráð fyrir blind máttarvöld (Svartfugl).

  36. Og myndhverfingar • Mynhverfing felur alltaf í sér einhvers konar samanburð eins og viðlíkingin, en ekki með samanburðarorði: Í morgunsólinni fylltust allir lækir gulli. Skýin sigldu hraðbyr í vestrurátt. Ó, dagar þegar heimurinn var fiskur í vörpu ljóðsins. • Viðlíkingar og myndhverfingar eru vandmeðfarin tæki og eiga vart heima í ritgerðum ykkar nema e.t.v.í inngangi og lokaorðum.

  37. Meira punt • Hvernig væri að nota Íslendingasögurnar? Þar eru dýrgripir og gott að vísa í (og kennaravænt með afbrigðum). Nú sýni ég dæmi. Ég skrifa ritgerð um einhverja fötlun mannanna og samfélagslega ábyrgð vegna hennar: Takið nú eftir og lærið af: • Gunnlaugur, sá sem kenndur er við ormstungu, er ein nafntogaðasta hetja fornsagnanna. Í sögu hans segir frá því er hann gekk fram fyrir Skúla jarl í Noregi. Gunnlaugur var þjáður af fótarmeini og vall úr blóð og gröftur. Skúli jarl furðaði sig á því að svo þjáður maður gengi sem heill væri fyrir hann. Gunnlaugur sagði þá: “Eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafnlangir.” Hefur þessi karlmannlega setning síðan verið höfð sem dæmi um þá sem ekki láta bugast þótt margt bjáti á. En við erum ekki öll hetjur og karlmenni. Mörgum okkar er gert að kljást við lífið af veikum burðum særðum og þjáðum á ýmsa lund. Ekki er þá öllum gefið að geta gengið óhölt og stuðningslaust. Hvernig getum við komið til móts við þessa meðbræður okkar og –systur?

  38. Enn meira punt • Við eigum ríka bókmenntahefð sem við ræktum nú um stundir með því að lesa flestra þjóða minnst! Vísum í bókmennt-irnar! • Nú sýni ég inngang ritgerðar um verndun tungunnar. Takið eftir og lærið!

  39. Framhald • Tungan geymir í tímans straumi • trú og vonir landsins sona, • dauðastunur og dýpstu raunir, • darraðarljóð frá elstu þjóðum. • Heiftareim og ástarbríma, • örlagahljóm og refsidóma, • land og stund í lifandi myndum • ljóði vígðum – geymir í sjóði. • Í þessu erindi ljóðsins “Íslensk tunga” lýsir Matthías Jochumsson íslenskri tungu á ógleymanlegan hátt. Skáldið sýnir móðurmálið okkar samofið sögu okkar frá upphafi, örlögum þjóðarinnar í blíðu og stríðu, raunum okkar og vonum, ástum og hatri. Þannig er tungan eins konar brunnur sem við getum ausið úr til að öðast staðfestingu þess að við erum ein þjóð með eina sögu, ein örlög. Hvað getum við gert til að þessi sjóður tæmist ekki?

More Related