500 likes | 694 Views
Velkomin. Heimsókn þingmanna suðvesturkjördæmis í Mosfellsbæ 20. október 2008. Umræðuefni. Staða Mosfellsbæjar. Ráðgjafartorg. Nýr framhaldsskóli. Krikaskóli. Málefni aldraðra. Málefni fatlaðra. Vegamál. 2. Staða Mosfellsbæjar. Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu.
E N D
Velkomin Heimsókn þingmanna suðvesturkjördæmis í Mosfellsbæ 20. október 2008.
Umræðuefni Staða Mosfellsbæjar. Ráðgjafartorg. Nýr framhaldsskóli. Krikaskóli. Málefni aldraðra. Málefni fatlaðra. Vegamál. 2
Staða Mosfellsbæjar Í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu
Erfiðleikarnir vegna ástandsins hafa mikil áhrif á sveitarfélög • Fjárhagsáætlanir í óvissu. • Tekjur minnka verulega. • Fjármögnun í óvissu. • Samstaða mikilvæg. • Kjarasamningar í farvatninu. • Gjaldskrár þarf að skoða. • Samráð við ríkisvaldið mikilvægt.
Gera má ráð fyrir um 5-10% halla • Gera má ráð fyrir 200-300 milljóna króna halla á rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári, ef miðað er við eftirfarandi forsendur: • Óbreyttar tekjur. • Óbreytt framlag jöfnunarsjóðs. • Frystingu gjaldskrár vegna grunnþjónustu. • Hækkun launa vegna kjarasamninga. • Hækkunar verðlags.
Sameiginlegir hagsmunir ríkis og sveitarfélaga • Skoða þarf lagarammann til að heimila sveitarfélögum að skila sveitarsjóðum í halla í aðstæðum sem þessum. • Sameiginlegir hagsmunir ríkis og sveitarfélaga að halda óbreyttu þjónustustigi þrátt fyrir ástandið.
Hvaða væntingar eru gerðar til sveitarfélaganna? • Er ekki nauðsynlegt að sveitarfélögin haldi því atvinnustigi sem þau hafa veitt? • Hvaða væntingar hefur ríkið til sveitarfélaganna á þessum tímum?
Skuldastaða • Mosfellsbær hefur ekki tekið lán síðan 2004. • Unnið hefur verið jafnt og þétt að því að greiða niður lán til þess að styrkja sveitarfélagið í uppbyggingu til framtíðar. • Það kemur sér vel nú, þegar áhrif hremminga á íslenskt samfélag fara að gera vart við sig í Mosfellsbæ.
Áhætta vegna lóðamála • Áhætta Mosfellsbæjar vegna lóðamála er lítil því sérstakur samningur er milli landeigenda og sveitarfélagsins um uppbyggingu. • Undanfarin ár hefur sveitarfélagið því takmarkað áhættu sína hvað varðar lóðir. • Aðeins einni íbúðalóð hefur verið skilað inn til sveitarfélagsins. • Atvinnulóðum hinsvegar verið skilað.
Eiginfjárhlutfall • Eiginfjárhlutfall sveitarsjóðs hefur frá árinu 2002 hækkað úr 15% í 42%. • Skuldir og skuldbindingar Mosfellsbæjar á hvern íbúa hafa frá árinu 2002 lækkað úr 635.500 kr. í 383.000 kr. á núgildandi verðlagi.
Rekstur 2008 innan fjárheimilda • Gert var ráð fyrir að almennur rekstur sveitarfélagins á árinu 2008 verði innan fjárheimilda. • Drög að níu mánaða uppgjöri bendir til að það takist en óljóst með síðustu þrjá mánuði ársins. • Fjármagnsliðir munu breytast verulega í ljósi breyttra forsendna í þjóðfélaginu.
Gjaldskrár óbreyttar • Ekki stendur til að hækka gjaldskrár á árinu 2008 fyrir þá þjónustu sem sveitarfélagið býður upp á þrátt fyrir mikla verðbólgu og annan kostnaðarauka sveitarfélagsins. • Mosfellsbær mun leitast við að tryggja áframhaldandi góða þjónustu sem íbúar eiga að venjast.
Framkvæmdir • Áfram verður haldið með þær framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins sem þegar eru hafnar. • Ekki verður ráðist í nýjar framkvæmdir nema fjármögnun þeirra sé tryggð.
Næstmest fjölgun • Mosfellsbær er sjöunda fjölmennasta sveitarfélag landsins með um 8625 íbúa og hefur þeim fjölgað um tæp 60% á síðustu tíu árum. • Í aðeins einu öðru sveitarfélagi á landinu, Álftanesi, hefur íbúum fjölgað hlutfallslega meira en í Mosfellsbæ á undanförnum áratug.
Ráðgjafartorg • Samráðshópur Mosfellsbæjar vegna aðstæðna í þjóðfélaginu
Umbrotatímar • Mosfellsbær undirbýr sveitarfélagið undir það sem koma skal. • Samfélagsverkefni á heimaslóð sem sveitarfélagið hefur haft frumkvæði að. • Stofnaður samráðshópur með sveitarfélagi, kirkju, heilsugæslu, Rauða krossinum og félagasamtökum.
Upplýsingaveita • Sett upp heimasíða: www.mos.is/radgjafartorg • Upplýsingaveita fyrir íbúa og þjónustuver. • Hugað að ráðgjöf og ráðum fyrir íbúa. • Hugað að ráðum fyrir stofnanir.
Styrkjandi viðburðir • Fyrirhugaðir viðburðir sem styrkja, gleðja, gefa ráð og eru styðjandi. • Mosfellsbær er menningarbær sem mun leita til síns fólks, í leit að stuðningi hvert við annað.
Úr bréfi frá bæjarstjóra til starfsfólks • Sjaldan hefur verið jafn mikil þörf á og nú að við tileinkum okkur þau gildi sem Mosfellsbær stendur fyrir: virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja. • Við berum virðingu fyrir tilfinningum og aðstæðum hvors annars. • Við reynum að tileinka okkur jákvæðni í samskiptum hvort við annað. • Við trúum því að við munum sækja fram að nýju. • Við sýnum hvort öðru umhyggju.
Nýr framhaldsskóli • Gert er ráð fyrir að framhaldsskóli taki til starfa í Mosfellsbæ 2009
Starfsemi hefst í bráðabirgðahúsnæði • Samkvæmt samkomulagi milli ríkis og Mosfellsbæjar mun skólinn hefja starfsemi sína í bráðabirgðahúsnæði næsta haust. • Samtímis fer fram hönnun byggingar í samræmi við samkomulag menntamálaráðuneytis og Mosfellsbæjar. • Staða skólameistara hefur verið auglýst.
Skólagerð, bygging og kennsluhættir ríma saman • Lögð er áhersla á að byggja á skóla þar sem skólagerð, skólabygging og kennsluhættir ríma saman. • Hugað verður að nýsköpun í byggingu, kennsluháttum og innhaldi náms. • Skólinn hafi sérstöðu á landsvísu og á höfuðborgarsvæðinu.
Auðlindir og umhverfi • Hugmyndir Mosfellsbæjar ganga út á að skólinn kenni sig við auðlindir og umhverfi í víðum skilningi, bæði í náttúru sem og umhverfi mannsins og sjálfbæra menningu.
Stólpar framhaldsskóla í Mosfellsbæ • Umhverfis- og auðlindabraut. • Vistfræðilegum, efnahagslegum og félagslegum þáttum, sem forsendur sjálfbærrar þróunar, fléttað saman. • Menningarbraut. • Með áherslu á listir og menningu. • Lýðheilsubraut. • Með áherslu á heilsu, íþróttir, útivist og ferðamennsku.
Krikaskóli NNýr valkostur í skólakerfinu – sniðinn að þörfum nútímasamfélags
Byltingarkenndur skóli • Krikaskóli er frábrugðinn öllum öðrum skólum á Íslandi að því leyti að í honum verður boðið upp á nám fyrir eins til níu ára börn. • Skólaárið og skóladagurinn verður miðað við það sem þekkist í leikskólum og stefnt að því að veita öllum börnum skólans heilsdagsþjónustu. • Markmiðið er að nútímaskóli eigi alltaf að vera tilbúinn að aðlaga sig að samfélagsbreytingum.
Bygging skólans hafin • Fyrsta skóflustungan var tekin 25. september og verður skólahúsnæði tilbúið næsta haust • Skólinn tók til starfa í tímabundnu húsnæði í sumar.
Skólalóðin hluti af kennslurými • Einstakt tækifæri til að laga hönnun skólans, byggingu og skólalóð, að hugmyndafræði skólans, þannig að skólabyggingin styðji þær aðferðir og leiðir sem farnar verða í skólastarfinu. • Skólalóðin er uppbyggð sem hluti af náms- og kennslurými auk þess sem það verður notað sem leiksvæði barnanna.
Eftirvænting í skólasamfélaginu • Mikil eftirvænting meðal foreldra og áhugamanna um skólamál víðs vegar um landið. • Fyrirhugað er að þróa þessa aðferðarfræði í nýjum skólum í Mosfellsbæ: • Að skólinn aðlagi sig að þörfum samfélagsins hverju sinni, í þjónustu og námsumhverfi.
Málefni aldraðra í Mosfellsbæ NNýtt hjúkrunarheimili í undirbúningi
Öldrunarsetur í Mosfellsbæ • Rammasamningur Mosfellsbæjar og Eirar hjúkrunarheimilis gerður 2005 • Markmið að byggja upp og reka þjónustu fyrir aldraða í Mosfellsbæ • 38 öryggisíbúðir teknar í notkun vorið 2007. • Hugmyndin að Eir kæmi að byggingu hjúkrunarheimilis
Þjónustusamningur við Eir • Samþætting félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar • Félagsleg heimaþjónusta í Mosfellsbæ, veitt af Eir hjúkrunarheimili skv. samningi frá 1. janúar 2007. • Heimahjúkrun í íbúðum aldraðra veitt af Eir, hjúkrunarheimili skv. samningi við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá 1. janúar 2007. • Heilbrigðisráðuneytið hefur veitt auknu fjármagni til heimahjúkrunar í Mosfellsbæ til að mæta núverandi þörf.
Hjúkrunarheimili • Fjárlög 2008 - 93 milljónir til hönnunar og byggingar 20 rýma hjúkrunarheimilis. • Ný áætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 30 rýmum skv. leiguleið. • Stefnt að því að framkvæmdum verði lokið í upphafi árs 2010. • Frumdrög teikninga liggja fyrir: • 40 hjúkrunarrými, fjórar 10 manna einingar. • 20 dagvistarrými. • Aðstaða fyrir félagsstarf aldraðra.
Málefni fatlaðra í Mosfellsbæ NNærþjónusta við fatlaða
Óhagræðing vegna skiptingar þjónustu milli ríkis og sveitarfélaga • Þjónusta við fatlaða í Mosfellsbæ dreifð um höfuðborgarsvæðið. • Óhagræði fyrir þá sem þjónustunnar njóta. • Kostnaðarsamt og skerðing á lífsgæðum.
Hugsanleg framtíðarúrræði í Mosfellsbæ • Endurskilgreining á hlutverki Skálatúns m.t.t. nærþjónustu við fatlaða íbúa Mosfellsbæjar. • Hæfingarmiðstöð. • Skammtímavistun.
Samþætting þjónustu • Þeir sem þekkja vel til í málefnum fatlaðra myndu vilja vilja að ábyrgðin á málaflokknum yrði hjá sveitarfélögunum því auðveldara að samþætta þjónustuna sem ætla má að leiði til betri nýtingar fjármagns.
Vegamál í Mosfellsbæ VVesturlandsvegur, umferðaröryggi og hjólreiðastígar
Þingsályktunartillaga um Vesturlandsveg • Í framhaldi af þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2007-2010 fól samgönguráðuneytið Vegagerðinni, með bréfi dagsett 4. apríl 2007, að hefja undirbúning útboðs að tvöföldun Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar út frá Reykjavík.
Ánægja með ákvörðun Alþingis • Ennfremur var í bréfinu farið fram á að nú þegar yrðu hafnar viðræður við sveitarfélög á viðkomandi svæðum um skipulagsmál vegna legu veganna og tenginga við nærliggjandi byggð. • Eins og gefur að skilja var mikil ánægja með ákvörðun Alþingis meðal Mosfellinga þar sem nú loksins hyllti í frekari úrbætur á Vesturlandsvegi.
Frumhönnun í endurskoðun • Í kjölfar bréfs samgönguráðuneytis endurútgaf Vegagerðin frumhönnun af tvöföldun Vesturlandsvegar milli Skarhólabrautar og Þverholts. • Því miður var útgáfa frumhönnunar gerð án samráðs við sveitarfélagið Mosfellsbæ en er nú í endurskoðun eftir áskorun frá Mosfellsbæ þess eðlis.
Hljóðvörnum ábótavant • Mikið hitamál fyrir íbúa og spurning um lífsgæði. • Mosfellsbær greiðir allan kostnað við hljóðvarnir vegna hávaðar frá Þjóðvegi nr.1, Vesturlandsvegi, innan bæjarmarkanna. • Búið að opna fyrir það í nýju lögunum að ríkið taki þátt og samgönguráðuneytið sýnir því skilning. • Skortur á að Vegagerðin framfylgi þessu samkvæmt breytingunum.
Ríkið kosti nauðsynlegar hljóðvarnir • Mosfellsbær gerir því eðlilega þá kröfu að kostnaður við nauðsynlegar hljóðvarnir sé greiddur af ríkinu, enda óásættanlegt að varpa þeim kostnaði á sveitarfélagið þar sem um er að ræða þjóðveg númer eitt sem liggur í gegn um bæinn og verður ekki færður.
Umferðaröryggi óásættanlegt • Umferðaröryggi á Vesturlandsvegi í gegnum Mosfellsbæ er ekki ásættanlegt. • Hringtorg við Varmá þarf að stækka, malbika Ullarnesbrekku, bæta lýsingu og göngutengingar yfir/undir Vesturlandsveg og jafnframt strætóútskot. • Umferðaröryggi og hljóðvist mætti bæta með tiltölulega ódýrum framkvæmdum.
Hjólreiðastígar • Á tímum aukinnar heilsueflingar og hækkandi bensínverðs er mælst til þess að menn noti reiðhjólið sem samgöngumáta í auknum mæli. • Því miður er ekki að finna hjólreiðastíga meðfram þjóðvegum sem hægt er að nýta sem samgöngumáta milli sveitarfélaga og í og úr vinnu.
Samstaða Rétt eins og Mosfellsbær hvetur til samstöðu innan sveitarfélagsins á erfiðum tímum þá leggjum við áherslu á að sveitarfélagið er boðið og búið til samstarfs og samstöðu með ríkisvaldinu um það sem bíður okkar við þær aðstæður sem hafa skapast. 50