1 / 17

Velkomin til starfa

Velkomin til starfa. Lóa Birna Birgisdóttir starfsmannastjóri 13.janúar 2008. Fjölbreyttur vinnustaður. Margþætt menntun starfsmanna Yfir 100 starfsheiti Um 20 kjarasamningar Um 86% konur og 14% karlmenn Um 12% starfsmanna er af erlendum uppruna. Einn vinnustaður.

reyna
Download Presentation

Velkomin til starfa

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Velkomin til starfa Lóa Birna Birgisdóttir starfsmannastjóri 13.janúar 2008

  2. Fjölbreyttur vinnustaður Margþætt menntun starfsmanna Yfir 100 starfsheiti Um 20 kjarasamningar Um 86% konur og 14% karlmenn Um 12% starfsmanna er af erlendum uppruna

  3. Einn vinnustaður Reykjavíkurborg er einn vinnustaður og starfsmenn hennar eiga að vinna sem ein liðsheild án tillits til þess hvaða þjónustu þeir veita eða hvar þeir eru staðsettir.

  4. Starfsmannastefna Reykjavíkurborgar Markmiðið með starfsmannastefnunni er að Reykjavíkurborg hafi alltaf á að skipa hæfum og áhugasömum starfsmönnum sem geta veitt góða þjónustu og brugðist við síbreytilegum þörfum Reykjavíkurborgar. Starfsmannastefnan á að tryggja starfsmönnum ákveðin starfsskilyrði og möguleika á að vaxa og dafna í starfi.

  5. Leiðarljós starfsmannastefnu Reykjavíkurborgar Virðing fyrir fólki Samvinna og sveigjanleiki Jafnræði Þekking og frumkvæði Þjónustulund

  6. Hvaða þýða leiðarljósin? Í þessu felst að stofnanir og fyrirtæki Reykjavíkurborgar: • Virða alla starfsmenn sína og viðhorf þeirra mikils. • Virkja starfsmenn til að móta og bæta starfsemina. • Starfa í anda jafnræðis og jafnréttis. • Bjóða upp á verkefni þar sem hæfileikar hvers og eins fá notið sín. • Stuðla að því að starfsmenn geti aukið þekkingu sína og starfshæfni. • Leggja áherslu á gæði starfs og hátt þjónustustig. • Upplýsa starfsmenn um hlutverk þeirra og ábyrgð.

  7. Þetta gerir þær kröfur til starfsmanna að þeir: • Virði samstarfsmenn sína. • Séu viðbúnir þróun og breytingum og taki þátt í þeim. • Viðhaldi þekkingu sinni og auki við hana. • Sinni starfi sínu af trúmennsku og metnaði. • Sýni ábyrgð.

  8. Vinnuumhverfi VinnuverndStjórnendum ber að stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi. Það eru gagnkvæmir hagsmunir borgarinnar og starfsmanna hennar að vellíðan og heilbrigði starfsmanna sé haft að leiðarljósi. SamskiptiReykjavíkurborg vill stuðla að trausti í samskiptum milli starfsmanna sinna og á milli starfsmanna og íbúa Reykjavíkurborgar. Aðgerðir ef samskiptareglur eru brotnarStarfsmaður, sem með orðum, látbragði eða atferli, ógnar, truflar eða ögrar öðrum á vinnustað, leggur starfsmann í einelti eða sýnir honum kynferðislega áreitni, telst brjóta grundvallarreglur samskipta á vinnustað.

  9. Vinnuumhverfi Vinnustaðir án vímuefnaReykjavíkurborg vill halda vinnustöðum borgarinnar reyklausum. Samræming vinnu og einkalífsReykjavíkurborg vill skapa starfsmönnum sínum aðstæður til að samræma kröfur starfs- og einkalífs eins og kostur er. Reykjavíkurborg vill að starfsmenn fái notið sveigjanleika í starfi þar sem hægt er að koma því við.

  10. Eftirlit með framkvæmd Mannauðsskrifstofa borgarinnar hefur umsjón með starfsmannamálum stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar, gætir þess að samræmis sé gætt og að heildarhagsmunir ráði ákvörðunum í starfsmannamálum. Mannauðsskrifstofa setur nánari reglur og leiðbeiningar um útfærslu starfsmannastefnunnar og fylgist með framkvæmd stofnana og fyrirtækja á henni. Mannauðsþjónusta Velferðarsviðs hefur yfirumsjón með öllu sem varðar starfsmanna- og mannauðsmál sviðsins ásamt fræðslu og starfar í nánu samstarfi við mannauðsskrifstofu í ráðhúsi.

  11. Siðareglur starfsmanna Reykjavíkurborgar Hafa í heiðri trúnað í samskiptum sínum við viðskiptavini og borgarbúa og gæta þagmælsku um það sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skal fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirboðara eða eðli máls. Þagnaraskyldan helst þótt látið sé af störfum.

  12. Hlunnindi Heilsuræktarstyrkur. Hámarksstyrkfjárhæð er kr. 16.000 á árinu 2008 en styrkfjárhæð tekur mið af starfshlutfalli starfsmanns Aðgangskort fyrir starfsmenn að sundstöðum borgarinnar. Aðgangskort fyrir starfsmenn að Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Aðgangskort fyrir starfsmenn að söfnum borgarinnar, þ.e. Listasafni, Ljósmyndasafni, Minjasafni og Landnámsskála. Notendakort fyrir starfsmenn hjá Borgarbókasafni.

  13. Viðhorfskönnun Gerð árlega meðal allra starfsmanna Niðurstöður nýttar til að grípa til aðgerða og að bæta starfsumhverfi

  14. Símenntun, starfshæfni og starfsþróun SímenntunReykjavíkurborg beitir sér fyrir því að starfsmenn eigi kost á símenntun innan sem utan stofnunar til að auka þekkingu sína og faglega hæfni sem nýtist í starfi. Starfsþróunarsamtöl Starfsmenn stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar eiga rétt á starfsþróunarsamtölum a.m.k. einu sinni á ári. StarfsþróunStarfsþróun er á ábyrgð starfsmanns og yfirmanns og er m.a. sinnt með þátttöku starfsmanns í starfsþróunarsamtölum, símenntun og samvinnu.

  15. Nám í takt við þarfir starfsfólks og starfsstaða Starfsfólk á að fá tækifæri til símenntunar efling þekkingar og færni og aukin starfsánægja Yfirmenn og starfsmenn eiga í sameiningu að vera vakandi fyrir tækifærum til að viðhalda og bæta við þekkingu starfsmanna Í árlegu starfsþróunarsamtali á að leggja drög að símenntunaráætlun fyrir starfsmann Reynt að koma til móts við óskir starfsmanna og þeir aðstoðaðir við að ná markmiðum í símenntunaráætlun Starfsmenn eru hvattir til að leitast við að ná markmiðum sínum með þátttöku í leshópum, handleiðslu, kennslu eða með öðrum leiðum

  16. Innri vefur borgarinnar Vettvangur upplýsinga- og þekkingarmiðlunar Ítarlegar upplýsingar um hvað eina sem máli skiptir í störfum starfsmanna, svo sem verklag og annað sem bætir þjónustu og eykur skilvirkni og hagkvæmni Innri vefur á að gefa góða sýn á það fjölbreytta starf sem unnið er á vegum allra sviða og undirstofnana og stuðla að því að starfsmenn upplifi borgina sem þjónustufyrirtæki og einn vinnustað

  17. Frekari upplýsingar www.rvk.is www.velferdarsvid.is http://innri.reykjavik.is

More Related