1 / 6

Davið, Ingi Hrafn, Benedikt

Erró. Davið, Ingi Hrafn, Benedikt. Um Erró.

michon
Download Presentation

Davið, Ingi Hrafn, Benedikt

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Erró Davið, Ingi Hrafn, Benedikt

  2. Um Erró • Fæddur í Ólafsvík 19. júlí 1932. Stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1949-52, Statens Kunstakademi í Osló 1952-54 og Accademia di Belle Arti í Flórens og mósaiknám í Ravenna 1955-58. Erró hélt sína fyrstu sérsýningu í Flórens 1955 og á Íslandi í Listamannaskálanum 1957. Hann sýndi víða á Ítalíu, í Ísrael og Frakklandi fyrstu árin eftir að hann lauk námi og hefur nú haldið sérsýningar í fjölmörgum listasöfnum og sýningarsölum víðs vegar um heiminn. Hér á landi sýndi Erró í Listamannaskálanum 1965 auk þess sem hann hélt stórar sýningar á Kjarvalsstöðum 1978, 1989 og 1998 í nýbyggingu Listasafns Reykjavíkur við Tryggvagötu. Erró hefur gefið Listasafni Reykjavíkur mikla málverkagjöf, sem spannar mestallan feril hans. Erró var fulltrúi Íslands á Biennalnum í Feneyjum 1986.

  3. Erró og listasagan • Erró hefur alltaf unnið í myndröðum. Fyrstu myndröðina, Beinagrindurnar, gerði hann 1955-57. Á árunum upp úr 1960 fór list Errós að snúast æ meir um listina sjálfa og hann hóf að taka myndir eða eftirprentanir af verkum annarra listamanna og klippa þær saman við alls konar myndir frá ýmsum tímum. Þessi samklipp voru skissur fyrir málverkin sem síðan voru máluð eftir þeim.Fyrsta myndröðin sem Erró vann með þessum hætti er Páfalist (Pope-Art) frá árinu 1965. Þar skeytir hann saman portrettmyndum af Jóhannesi XXIII páfa og andlitsmyndum eftir þekkta myndlistarmenn og leitast þannig við að búa til portrett af myndlistarstefnum og um leið nýja listastefnu - ,,Páfalist". Síðan þá hafa orðið til fjölmargar myndraðir þar sem Erró sækir efniviðinn í verk ýmissa listamanna frá öllum tímum. Þar á meðal er t.d. Kínversku málverkin, myndröð sem samanstendur af ca. 60 málverkum og segir sögu af Mao-tse-tung sem sigurvegara heimsins. Í mörgum þessara málverka er myndum af þekktum vestrænum myndlistarverkum eða jafnvel byggingum skeytt saman við myndir af Mao og kínverskum alþýðuhetjum.

  4. Meira um Erró og listasöguna • Erró hefur alltaf verið óhræddur að takast á við nýja tækni og í myndröðinni Listasagan notar hann samskonar forrit og iðnhönnuðir nota, þar sem grunnurinn er net og hver möskvi rammar inn eina mynd.Í verki eins og t.d. Magritte segir Erró okkur listasöguna; hann sýnir okkur brot af þekktustu myndum súrrealistans Réne Magritte, 1898-1967, ásamt persónum sem voru honum nákomnar. Frásögn Errós er með sama hætti í verkunum Matisse, Gauguin, Picasso, Miro, Otto Dix, Léger og Andlitsmyndir expressjónistanna. Þegar þessi myndröð ásamt fleirum var sýnd í The Fruitmarket Gallery í Edinborg, Skotlandi árið 1994, sagði í umsögn í The Scotsman eitthvað á þessa leið: “Notkun á netgrindinni er sérlega árangursrík. Allar myndirnar sem tilheyra hverri hugmynd um sig hafa áhrif um leið og augað nemur þær. Að festa hugmynd á strigann um leið og myndirnar þjóta hjá hlýtur að vera eins og að reyna að mála vindinn, en Erró tekst það frábærlega. Í Listasögumyndunum finnst manni að tekist hafi að fanga á strigann einmitt það sem flýgur í gegnum hugann um leið og manni dettur ákveðin listastefna eða listamaður í hug.”

  5. Meira um Erró • Guðmundur Guðmundsson, öðru nafni Erró (f. 1932), er tvímælalaust þekktasti samtímalistamaður Íslendinga. Hann hefur verið þátttakandi í framsæknu listalífi Parísarborgar allt frá árinu 1958, bæði innan súrrealistahreyfingarinnar og einnig sem einn af forvígismönnum popplistarinnar eða evrópska frásagnarmálverksins. Erró byggir verk sín á tilvísunum í myndir annarra sem hann klippir saman og flytur yfir á léreftið. Hann segir frá með myndmáli ofurraunsæis og teiknimynda og frásögn hans er ýmist einföld og kyrrstæð eða flókin og yfirgengileg. Hann klippir og sundurgreinir, límir og endurbyggir flóknar sögur þar sem viðfangsefnin eru ýmist pólitík, erótík, listasagan, ævisögur, skáldsagnapersónur, teiknimyndahetjur og vísindaskáldskapur eða eigin listaverk.

  6. The End !!That is all about Erró!!

More Related