410 likes | 530 Views
SAMGÖNGUMIÐSTÖÐ Í REYKJAVÍK Frumtillögur 7. janúar 2005. Staðsetningarmöguleikar.
E N D
SAMGÖNGUMIÐSTÖÐÍ REYKJAVÍKFrumtillögur 7. janúar 2005
Forsögn - StærðirStærðarforsögn er unnin upp úr fyrri athugunum á stærðarþörf fyrir flugstöð í Reykjavík, unnum af Agnari Kofoed-Hansen frá árinu 2000 og tillögum Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar, frá árinu 2001, ásamt viðræðum við væntanlega notendur Samgöngumiðstöðvarinnar á undanförnum mánuðum.
Áætlaður farþegafjöldi Árið 2002 Miðað við tölur um farþegafjölda á ári frá árinu 2002 (LM) fara u.þ.b. 326.000 flugfarþegar um Reykjavíkurflugvöll 212.000 farþegar með Kynnisferðum 133.000 farþegar um BSÍ Árið 2016 Gert er ráð fyrir 3% meðaltalsaukningu á ári í innanlandsflugi og ferðum á vegum BSÍ til ársins 2016, sem gerir samtals u.þ.b. 51% aukningu á því árabili. Hins vegar er gert ráð fyrir allt að 84% aukningu í ferðum Kynnisferða á sama árabili. Strætisvagnafarþegar eru taldir hluti af ofangreindum farþegafjölda og teljast því ekki sérstaklega. 493.000 flugfarþegar um Reykjavíkurflugvöll 390.000 farþegar með Kynnisferðum 200.000 farþegar um BSÍ Samkvæmt ofanskráðu gæti fjöldi farþega og fylgdarfólks, sem fer um stöðina árið 2016, verið orðinn 1.083.000. Í húsinu gætu þá verið allt að 820 manns í einu.
Viðmiðunarfjöldi í húsinu í einu - Annasamur dagur árið 2016
Stærðir tillögu Grunnflötur 5.100 m2 • Hæð 5.075 m2 • Hæð 1.075 m2 Samtals: 6.150 m2 Samgöngumiðstöð 4.700 m2 (Þar af opin almenningssvæði u.þ.b. 2.500 m2) Frakt (- farangur 350 m2) 750 m2 Möguleg verslun 700 m2 Að auki gerir tillagan ráð fyrir 400 m2 tækjageymslu á lóðinni. Miðað við 820 manns í húsinu í einu á 2.500 m2, er 3,0 m2 per farþega í opnu almennu umferðar- og biðrými
StærðarviðmiðHönnunarforsendur eru miðaðar við að byggingin sé fjölnotahús.
Forsendur tillögu Tillagan gerir ráð fyrir að 1. hæð vesturhluta Hótels Loftleiða verði tekin undir samgöngumiðstöð , ásamt hluta annarrar hæðar og kjallara undir þeim hluta. Hótelaðkoman færist í suðurálmu byggingarinnar en skrifstofur Flugleiða haldast að mestu óbreyttar. Flughlað er vestan og norðan við núverandi hótel og langferðabifreiðastæði til austurs. Norðan við skrifstofur Flugleiða er síðan hægt að reisa byggingu fyrir ýmsa atvinnustarfsemi með möguleika á þjónustuhluta fyrir flugvöllinn. Gert er ráð fyrir að bílastæði verði 1/35 m2 í nýbyggingu til viðbótar núverandi bílastæðafjölda.
Stærðir Hóteltillögu – Samgöngumiðstöðvarhluti. Grunnflötur 4.070 m2 Kjallari 1.335 m2 • Hæð 4.070 m2 • Hæð 775 m2 Samtals: 6.180 m2 Samgöngumiðstöð 4.760 m2 (Þar af opin almenningssvæði: u.þ.b 2.600 m2) Frakt + vagnahleðsla (- farangur 350 m2) 1.020 m2 Möguleg verslun 400 m2 Að auki er gert ráð fyrir 400 m2 tækjageymslu á lóðinni sem hluti af mögulegu atvinnuhúsnæði norðan við núverandi hótelbyggingu. Miðað við 820 manns í húsinu í einu á 2.600 m2, er 3,1 m2 per farþega í opnu almennu umferðar- og biðrými.
Viðbygging við núverandi hótel og skrifstofubyggingu. Grunnflötur nýbyggingar 1.870 m2 Kjallari 350 m2 1.Hæð 1.870 m2 Samtals nýbygging: 2.220 m2 Tækjageymsla á norðursvæði 400 m2
Lofthæðir Hóteltillögu – til athugunar Lofthæð í kjallara er frekar lítil, eða á bilinu 2.700 – 3.000 mm. Skv. Flugfélagi Íslands er hægt að vinna við hleðslu farangurs með þá lofthæð, en það kallar á meira gólfpláss . Varðandi fraktafgreiðsluna þarf að gæta vel að hönnun hennar þannig að lausnin taki mið af þeim annmörkum sem húsið veitir.
Kostnaður Eftirfandi er heildarkostnaðartala við hvorn kost fyrir sig. Norðurkostur : 1.520 mkr Innifalið í upphæðinni fyrir norðurkostinn er allur lóðarfrágangur bæjar megin við bygginguna, bílastæði og 400 m2 tækjageymsla á lóðinnií tengslum við Samgöngumiðstöðina. Hótelkostur : 1.428 mkr. Innifalið upphæðinni fyrir hótelkostinn er heildarkostnaður við uppbyggingu og breytingu húsnæðisins, bílastæði og 400 m2 tækjageymslu á lóðinni í tengslum við Samgöngumiðstöðina. Ekki er tekið með kostnaður við uppkaup núverandi húsnæðis hótelsins.