700 likes | 849 Views
Haustfundur Sambands garðyrkjubænda 2013. Sigurður Jóhannesson. Aðlögunarsamningur ríkis og garðyrkjubænda 2002-2012- Hverju hefur hann skilað og þá hverjum?. Lagalegt umhverfi og stuðningur. Straumhvörf 2002. Aðlögunarsamningur.... Markmið: að lækka verð til neytenda á garðyrkjuafurðum.
E N D
Haustfundur Sambands garðyrkjubænda 2013. Sigurður Jóhannesson. Aðlögunarsamningur ríkis og garðyrkjubænda 2002-2012- Hverju hefur hann skilað og þá hverjum?
Lagalegt umhverfi og stuðningur • Straumhvörf 2002. Aðlögunarsamningur.... • Markmið: • að lækka verð til neytenda á garðyrkjuafurðum. • að auka hagkvæmni og samkeppnishæfi innlendrar grænmetisframleiðslu. • að treysta tekjugrundvöll grænmetisframleiðenda. • að styðja framleiðslu- og markaðsmöguleika innlendrar framleiðslu. • Hér hefur verið lagt mat á það hve vel hefur tekist til um nokkur þessara atriða.
Tollar falla niður á sumum tegundum grænmetis... • Tollar felldir niður á tómötum, gúrkum og papriku. • Beingreiðslur 195 milljónir á ári, um 350 milljónir á verðlagi 2012. • Greiðslur skyldu vera í samræmi við selt magn í fyrsta gæðaflokki. Allir framleiðendur eiga rétt á greiðslum. • Gert ráð fyrir óbreyttum fjárhæðum m.v. 2,5% verðbólgu.
...tollar breytast á öðrum. • Tollvernd annars grænmetis breytt: • 30% verðtollur felldur niður. • Magntollur (krónutollur) settur á í staðinn, skyldi ekki valda verðhækkunum. • Þar sem fákeppni ríki verði magntollur þannig að hann skapi sanngjarnt verðaðhald.
Niðurgreitt rafmagn, úrelding... • Ylræktendum tryggt rafmagn til lýsingar á sambærilegu verði og í Kanada og Noregi. • Jafnframt 5 milljónir króna til fjárfestinga í ljósum..... • Úrelding gróðurhúsa. • 30 milljónir króna á ári í 5 ár.... • Framlög til kynninga - rannsókna o.þ.h. • 25 milljónir á ári. • Komið yrði upp samstarfi til að fylgjast með verði garðyrkjuafurða og ávaxta...
Stuðningur við grænmetisbændur, milljónir króna á verðlagi neyslu 2012 Heimildir: Ríkisreikningur, Hagstofan, eigin útreikningar og áætlanir.
Hvernig hefur stuðningurinn þróast? • Stuðningur ríkis og neytenda minnkar um fjórðung 2002, nálægt 200 milljónum á ári. • Beinar greiðslur til bænda minnka eftir 2002, niðurgreiðslur á rafmagni aukast. • Stuðningur er svipað hlutfall af markaðsverði framan af, en minnkar nokkuð 2008. • Stuðningur ríkis og neytenda um 40% af vinnsluvirði í garðyrkju 2011. • Hlutfall stuðnings af rekstrartekjum 20-25%. • Nálægt 50% í öðrum búgreinum.
Nánar um innflutningsvernd • Tölur um innflutningsvernd reistar á hlutfalli innflutnings og tolltekna. • Kann að vera misvísandi þegar tollur er aðeins lagður á hluta úr ári. • Minna er flutt inn þegar tollur er lagður á en aðra mánuði. • Ef miðað er við verðlækkun grænmetis eftir að tollar lækkuðu minnkaði tollvernd ekki um 7-8 hundruð milljónir árið 2002 (á verðlagi 2012) heldur um tæplega 1½ milljarð króna. • Ávinningur neytenda og skattgreiðenda af breytingunni verður þá allt að 1 milljarði króna...
Framhald á stuðningi við garðyrkju? • Aðild að Evrópusambandinu breytir sennilega litlu fyrir framleiðslu á gúrkum, tómötum og papriku. • Þessar greinar hafa þegar tekið á sig það högg sem leiddi af niðurfellingu tolla. • Reynsla þessara greina af aðgerðunum 2002 gæti verið vísbending um hvers má vænta í öðrum greinum garðyrkju ef Íslendingar ganga í Sambandið.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á verð á grænmeti? • Árið 2001 voru innheimtir tollar á grænmeti 24% af innflutningsverði grænmetis (með flutningskostnaði). • Árið 2003 var hlutfallið rúm 3%. • Lækkun innflutningsverðs og tolla vegna minni tollverndar er þá um 17%. • Ofan á þetta verð leggst kostnaður við dreifingu og verslunarálagning • Vegin verðlækkun á grænmeti miðað við vísitölu neysluverðs eftir 2002 er 20%, eða rúmlega það.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á verð á grænmeti? Meðalverð á grænmeti, kartöflum o.fl. miðað við vísitölu neysluverðs, meðaltal 2000-2001=100. Rauðu strikin sýna meðaltal. Heimildir: Hagstofa Íslands, eigin útreikningar.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á verð á tómötum, gúrkum og papriku? Verð á grænmeti miðað við almennt neysluverð 2012. Heimild: Hagstofa, eigin útreikningar.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á verð á tómötum, gúrkum og papriku? • Verð á tómötum lækkaði um helming miðað við almennt neysluverð, gúrkuverð heldur meira, verð á paprikum aðeins minna. • Síðan hefur verð þessara tegunda haldist nokkuð stöðugt miðað við almennt neysluverð. • Verðið hækkaði nokkuð árið 2008, þegar gengi krónunnar hrundi.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á verð á lauk, sveppum og hvítkáli? Verð á grænmeti miðað við almennt neysluverð 2012. Heimild: Hagstofa, eigin útreikningar.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á verð á kartöflum, rófum og kínakáli? Verð á grænmeti miðað við almennt neysluverð 2012. Heimild: Hagstofa, eigin útreikningar.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á verð á gulrótum og blómkáli? Verð á grænmeti miðað við almennt neysluverð 2012. Heimild: Hagstofa, eigin útreikningar.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á verð á grænmeti? • Verð á lauk og sveppum breyttist lítið 2002, en aðrar tegundir lækkuðu í verði um 10-15%. • Verðið lækkaði áfram næstu ár. • Sterk króna stuðlaði að lægra grænmetisverði... • Þegar krónan hrundi 2008 hækkaði verð kartaflna og flestra tegunda grænmetis miðað við almennt neysluverð...
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á neyslu á tómötum, gúrkum og papriku?
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á neyslu á tómötum, gúrkum og papriku? • Neysla á papriku jókst um helming (100%) frá 2001 til 2007, neysla á tómötum um nálægt 50% og neysla á gúrkum litlu minna.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á neyslu á kartöflum, rófum, gulrótum, káli og sveppum?
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á neyslu á kartöflum, rófum, gulrótum, káli og sveppum? • Neysla á öðrum tegundum en kartöflum hefur einnig aukist. • Einkum á rófum og gulrótum.
Hvaða vernd felst í flutningskostnaði frá útlöndum? Munur á verði á hafnarbakka (e. fob) og verði með flutningskostnaði (e. cif). Heimild: Hagstofan, eigin útreikningar.
Flutningskostnaður hefur lækkað. • Veruleg vernd í flutningskostnaði frá útlöndum. • Mestur á sveppum, um 50%, lægstur á tómötum og papriku, algengast að hann sé 10-20% árið 2012. • Óvegið meðaltal um 37% af verði á hafnarbakka erlendis 2012 en nálægt 25% 2012. • Fjarlægðarverndin hefur minnkað mikið.
Markaðshlutdeild innlends grænmetis Reiknað út frá tonnum af hverri grænmetistegund fyrir sig (kartöflur eru hér taldar með grænmeti). Heimildir: Hagstofa Íslands, eigin útreikningar. Athugið að skorið er af kvarðanum við 54%.
Markaðshlutdeild íslensks grænmetis • Niðurfelling tolla 2002 högg fyrir íslenska framleiðendur. • Markaðshlutdeild úr rúmum 70% 2001 í rúm 60% 2005. • Hrun í hlutdeild innlendrar papriku. • Eftir 2005 tók hlutur innlendrar framleiðslu að vaxa aftur. Var 66% 2012, enn nokkru minni en 2001.
Markaðshlutdeild tómata, gúrkna og papriku. • Hlutdeild innlendra gúrkna og tómata nú meiri en 2001. • ....en hlutdeild íslenskrar papriku minni en þá.
Markaðshlutdeild íslenskra kartaflna, rótarávaxta, káls og sveppa
Markaðshlutdeild íslenskra kartaflna, rótarávaxta, káls og sveppa • Markaðshlutdeild innlendrar kartöfluframleiðslu hefur minnkað jafnt og þétt... • Hlutdeild íslenskrar framleiðslu í neyslu ýmissa tegunda grænmetis minnkaði á hágengisskeiðinu en jókst eftir að krónan hrundi 2008.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á framleiðslu á innlendu grænmeti? Tollar lækka Myndin sýnir framleiðslu á grænmeti á Íslandi í milljónum króna á útsöluverði 2001. Heimildir: Hagstofa Íslands, eigin útreikningar.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á framleiðslu á innlendu grænmeti? • Framleiðslan dróst saman um tæpan fimmtung frá 2001 til 2003, mælt á föstu verðlagi. • Allur samdrátturinn í kartöfluframleiðslu.... • Framleiðslan jókst mikið 2006 • Einkum vegna meiri kartöfluframleiðslu. • Framleiðslan eykst smám saman þegar horft er á allt tímabilið.
Hvaða áhrif hafði breytingin 2002 á framleiðslu á innlendu grænmeti? Framleiðsla á grænmeti, milljónir króna á verðlagi 2001. Heimildir: Hagstofa, eigin útreikningar.
Framleiðsla á tómötum, gúrkum og papriku Framleiðsla í milljónum króna á föstu verði 2001. Heimildir: Hagstofa Íslands, eigin útreikningar.
Framleiðsla á gúrkum, tómötum og papriku • Samdráttur 2001-2003 en eftir það hefur ræktun allra þessara tegunda aukist mikið. • Árið 2012 var yfir 60% meira ræktað af þessum tegundum en 2001, mælt á föstu verðlagi. • Á sama tíma jókst framleiðsla annars grænmetis og kartaflna um rúm 5%.
Hlutfall garðyrkju af landsframleiðslu Mælikvarði á landsframleiðslu er vergar þáttatekjur. Heimild: Hagstofa Íslands, eigin áætlanir. Skipt er um matsaðferð 2007 og eru þáttatekjur fyrir fyrri ár áætlaðar.
Hlutur garðyrkju af landsframleiðslu • Hlutur garðyrkju af landsframleiðslu er rúmlega 0,1%. • Hlutfallið minnkaði á hágengisskeiðinu, en jókst eftir að krónan hrundi.
Hverju munar á verði innlendra vara og erlendra? Myndin sýnir hlutfall skilaverðs til bænda og innflutningsverðs. Heimildir: Bændasamtökin, Hagstofa Íslands.
Hverju munar á verði innfluttra vara og innlendra? • Innlendir tómatar og paprika hafa hækkað í verði miðað við innflutning. • Íslensk vara er nýrri en innflutt. • Innlendir framleiðendur undirstrika sérstöðu vöru sinnar með áberandi umbúðum. • Litlu munar á verði innlendra gúrkna og útlendra.
Samhengi verðs, tekna og grænmetisneyslu-rannsókn. • Metum hlutdeild grænmetis, ávaxta, kjöts og fisks og annarra matvara í matarkaupum, sem fall af verði þessara 4 vöruflokka og matarkaupum á mann á föstu verðlagi. • Tímabil: 1993-2011, 19 athuganir. • Aðferð: nær fullkomið eftirspurnarkerfi (e. AIDS). Styðst við niðurstöður úr rekstrarhagfræði. Tímalaust líkan.
Hvernig bregst grænmetissala við þegar verð hækkar? • Verðteygni grænmetis 1993-2011 er -0,8. • Þegar grænmeti lækkar í verði um 1% eykst eftirspurn um 0,8%. • eftirspurnin er óteygin, sem kallað er, þ.e. minni en 1, þó að ekki muni miklu. • skilyrt eftirspurn, gert ráð fyrir að hlutur matar í neyslu breytist ekki (óskilyrt tala sennilega hærri). • gögn um eftirspurn frá 1993 til 2000 áætluð að hluta, en niðurstöður breytast ekki mikið þó að þessum árum sé sleppt. Verðlækkunin 2002 gefur mestar upplýsingar.
Samanburður við erlendar rannsóknir • Niðurstaðan er ekki langt frá því sem komið hefur fram í öðrum evrópskum rannsóknum. • 17 athuganir frá öðrum Evrópulöndum gefa verðteygni frá 0 til -0,9 fyrir eftirspurn eftir grænmeti og ávöxtum... • Meðaltal á bilinu -0,4 til -0,5. • Rannsókn Galdeanos frá 2001 á spænskum gögnum frá 1996-1999 bendir til þess að verðteygni nýs grænmetis þar í landi sé um -0,7.
Sala á unnu grænmeti næm fyrir verðbreytingum... • Rannsókn Galdeanos frá 2001 bendir til þess að sala á unnu grænmeti sé næmari fyrir verðbreytingum (teygnari) en sala á nýju grænmeti.
Samhengi verðs og grænmetisneyslu • Sænsk rannsókn sýnir að sala á grænmeti var ekki eins næm fyrir verðbreytingum á árunum 1980-2006 og áratugina á undan. • Möguleg skýring: Grænmeti lækkaði í verði. • Tekjuteygni grænmetissölu í Svíþjóð jókst hins vegar töluvert frá 1960-1979 til 1980-2006.
Hvernig bregst grænmetissala við þegar tekjur aukast? • Tekjuteygni á Íslandi (skilyrt) er 2,4. • Ef tekjur (matarinnkaup) hækka um 1% aukast kaup á grænmeti um 2,4%. • Tekjuteygni frá 2001-2011 er 1,8. • Rannsókn frá Spáni frá 1996-1999 bendir til þess að tekjuteygni nýs grænmetis sé um 1,4...
Grænmetisneysla vex • Neysla grænmetis hefur vaxið mikið bæði á Íslandi og í öðrum löndum undanfarna áratugi. • Í Svíþjóð þrefaldaðist neysla á mann á nýju grænmeti, öðru en kartöflum,í kílóum frá 1960 til 2006. • Neysla á nýjum kartöflum minnkaði mikið.
Tekjuteygni tegunda grænmetis... • Bæði íslenska rannsóknin og rannsókn Galdeanos frá 2001, benda til þess að sala á nýju grænmeti sé munaðarvara, þ.e. að eftirspurn aukist meira en nemur auknum tekjum... • Almennt má segja að eftirspurn eftir vönduðum vörum vaxi þegar tekjur aukast. • Rannsókn Galdeanos bendir til að unnið grænmeti, þ.e. dósamatur og þess háttar, sé óæðri vara, sem kallað er, þ.e. eftirspurn minnki þegar tekjur aukast.
Grænmetisneysla eykst þegar verð lækkar • Íslendingar brugðust við verðlækkun á grænmeti 2002 með því að kaupa mun meira af nýju grænmeti en áður. • Í samræmi við niðurstöður frá öðrum löndum. • Niðurstöðurnar eru vísbending um hvað kann að gerast ef tollar verða lækkaðir á öðrum grænmetistegundum. • Ef tollar verða lækkaðir á öllum matvörum verða viðbrögðin sennilega minni.
Hvaða áhrif hafa markaðsherferðir? • Upplýsingagjöf um áhrif matvara á heilsu virðist hafa áhrif á sölu þeirra. • Merkingar skipta máli. • Nokkrar rannsóknir benda hins vegar til þess að auglýsingar á matvörum hafi lítil eða engin áhrif. • Rickertsen (1995, 1998) rannsakaði áhrif auglýsinga á sölu á grænmeti í Noregi og Chang o.fl. (1991) skoðuðu sölu á matarolíu í Kanada.
Afkoma-blómarækt Hagnaður sem hlutfall af rekstrartekjum. Heimild: Hagþjónusta landbúnaðarins, eigin útreikningar. Nýrri tölur liggja ekki fyrir.
Afkoma - blómarækt • Afar slæm afkoma á fyrstu árum aldarinnar. • Þokkaleg um miðjan áratuginn. • Hrun krónunnar mikið áfall... • ....að því er virðist. • Ágæt afkoma 2010.