430 likes | 641 Views
Sj ónarhorn og persónusköpun. Sj ónarhorn. Hver segir söguna? Saga er sögð. Einhver l ýsir atburðum fyrir öðrum. Stundum vitum við hver sögumaðurinn er en í öðrum tilfellum er hann ekki sýnilegur. Hver og einn sögumaður setur sinn svip á frásögnina.
E N D
Sjónarhorn Hver segir söguna? Saga er sögð. Einhver lýsir atburðum fyrir öðrum. Stundum vitum við hver sögumaðurinn er en í öðrum tilfellum er hann ekki sýnilegur. Hver og einn sögumaður setur sinn svip á frásögnina.
Aldrei er hægt að segja frá öllu þannig að við veljum það sem helst vekur athygli okkar og sleppum hinu. Þess vegna er ólíklegt að einhverjir tveir menn segi eins frá sömu atburðum. Þetta er velþekkt og hefur mikið verið rannsakað einkum í tengslum við vitnisburð í sakamálum. Mismunandi lífsstíll, viðhorf, siðferði og athyglisgáfa setja svip sinn á frásögnina.
Saga mótast ævinlega af persónu þess sem segir frá jafnvel þótt menn reyni að gæta fyllstu hlutlægni. Þetta gerir það einnig að verkum að erfitt er að dæma eina frásögn betri eða réttari en aðra. Smekkur ræður þar nokkru um en einnig hversu lík viðhorf áheyrandans og sögumannsins eru. Sumir skilja strax hvað er verið að fara meðan aðrir geta ekki tengst því sem sagt er.
Staða höfundar Staða höfundar lýsir því hvernig hann sér atburði sögunnar. Er hann sjálfur þátttakandi eða stendur hann utan við atburðarrásina og lýsir henni? Fræðilega er sjónarhorni skipt í fjóra flokka.
Alvitur höfundur Höfundur er alvitur. Hann veit hvað fram fer í huga allra persóna sögunnar og hvað gerist á öllum sögusviðum. Hann getur talað beint til lesenda og lagt út frá atburðum (móralíserað) og í sumum tilfellum eru vangaveltur alviturs höfundar fyrirferðarmiklar í sögunni. Sjálfstætt fólk er sögð frá þessu sjónarhorni.
Kristnitakan • Í frásögn af kristnitökunni á alþingi árið 1000 gæti verið mjög gott að vera alvitur höfundur. • Íslensku höfðingjarnir skiptust í tvo flokka, þá sem fylgdu heiðni og þá sem fylgdu kristni. Þeir heiðnu voru fjölmennari og meðal þeirra ríkti almennt það viðhorf að heiðni yrði ofan á. Kristnu höfðingjarnir trúðu hins vegar á vilja landsmanna til framfara.
Takmörkuð vitneskja Höfundur hefur ekki fulla yfirsýn yfir atburði og sér ekki inn í hug allra persóna í sögunni. Stundum veit hann aðeins hvað ein persóna sér eða hugsar. Hann gæti hugsanlega talað til lesenda og lagt út frá atburðum en gerir það sjaldnast. Land og synir er dæmi um frásögn af þessu tagi.
Kristnitakan frá takmörkuðu sjónarhorni • Þorgeir Ljósvetninagoði ákvað að ganga til búðar sinnar og hugsa málið. Hann lagðist undir feld og lá þar í sólarhring. Eftir að hafa velt hlutunum fyrir sér frá ýmsum sjónarhornum komst hann að þeirri niðurstöðu að best væri að þjóðin hefði ein trúarbrögð, kristni. Hann taldi að sá siður ætti meiri framtíð fyrir sér en jafnframt hvatti hann til umburðarlyndis við ýmsa heiðna siði að minnsta kosti fyrst um sinn.
Hlutlæg frásögn Höfundur horfir hlutlægt á atburði og lýsir þeim en lætur lesendur um að dæma og leggja út frá atburðum. Hann er eins og myndavél eða afskiptalaus áhorfandi. Hann veit ekki hvað persónur eru að hugsa. Íslandsklukkan er sögð með þessari aðferð.
Kristnitakan í hlutlausri frásögn • Árið 1000 voru menn samankomnir á alþingi og ljóst var að þjóðin skiptist í tvo hópa, kristna og heiðna sem var stærri hópurinn. Eftir snarpar umræður var ákveðið að fela einum manni að taka ákvörðun fyrir alla. Þorgeir Ljósvetningagoði var valinn til þess. Hann ákvað að þjóðin skyldi vera kristin.
Fyrstu persónu frásögn Höfundur felur sig bak við eina persónu sögunnar og lýsir atburðarrásinni frá hennar sjónarhorni. Hann veit ekki hvað aðrir eru að hugsa né heldur hvað gerist þegar persóna hans er ekki viðstödd. Brekkukotsannáll er dæmi um svona frásögn en einnig The Murder of Roger Ackroyd.
Erfitt er að segja frá atburðum fortíðar í fyrstu persónu en auðveldlega má segja frá eigin upplifunum og reynslu af ýmsum atburðum sem gerast í okkar samtíma, kvennafrídagurinn, kosning Vigdísar og margt fleira.
Sjaldnast binda höfundar sig algerlega við eitthvert eitt sjónarhorn. Finna má dæmi um það í allflestum bókum að brugðið sé út frá sjónarhorninu og sjaldnast er höfundur alveg hlutlaus. Líka er hægt að skipta alveg um sjónarhorn innan bókar og það getur haft mikil áhrif á lesandann að horfa allt í einu á atburðina frá allt öðru sjónarhorni. Í Íslendingasögunum er skipting af þessu tagi algeng.
Sjónarhorn getur snúist um fleira en stöðu höfundar gagnvart verkinu. Hægt er að gefa fólki aukna tilfinningu fyrir samhengi hlutanna með því að breyta ögn um sjónarhorn. Til að mynda er algengt að höfundar gefi lesendum hugmynd um hið stóra með því að einbeita sér að hinu smáa.
Sú var tíð, segir í bókum, að íslenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin varð til fjár. Það var klukka. Þessi klukka hékk fyrir gafli Lögréttuhússins á Þingvöllum við Öxará, fest upp við bjálka uppí kverkinni. Henni var hringt til dóms og á undan aftökum. Svo var klukkan forn að einginn vissi leingur aldur hennar með sannindum. En um það er sagan hefst var laungu kominn
brestur í þessa klukku og elstu menn þóttust muna hljóm hennar skærari. Samt undu gamlir menn enn þessari klukku. Að viðstöddum landfógeta, lögmanni og böðli, og manni sem átti að höggva og konu sem átti að drekkja mátti oft á kyrrum degi um jónsmessubil í andvara af Súlum og kjarrlykt úr Bláskógum heyra óm klukkunnar blandinn niði Öxarár.
Persónur og persónusköpun Því fleiri persónur sem koma að einni sögu því flóknari er hún. Uppbygging frásagnar verður einnig erfiðari ef margir koma við sögu og þess vegna er best að takmarka sig eins og hægt er. Grundvöllur flestra sagna er mannleg vandamál eða mannleg reynsla þannig að mestu skiptir að gæða persónurnar lífi.
Staðreyndin er sú að áheyrandinn eða lesandinn hefur mun meiri samúð og áhuga á persónu sem hann veit eitthvað um en þeirra sem hann þekkir ekki. Hægt er að lýsa persónum á marga vegu. Beinar lýsingar þar sem útliti og skapgerðareinkennum er lýst eru einfaldastar. Þá er sagt frá útliti viðkomandi og oft hnýtt aftan við að hann hafi verið gáfaður maður og góður.
Egill var mikilleitur, ennisbreiður og brúnamikill, nefið ekki langt, en ákaflega digurt, granastæðið vítt og langt, hakan breið furðulega og svo allt um kjálkann, hálsinn digur og herðimikill, svo að það bar frá því sem aðrir menn voru, harðleitur og grimmilegur þá er hann var reiður. Hann var vel í vexti og hverjum manni hærri, úlfgrátt hárið og þykkt og varð snemma sköllóttur.
Skalla-Grímur var iðjumaður mikill. Hann hafði með sér jafnan margt manna, lét sækja mjög föng þau er fyrir voru til atvinnu mönnum voru, því að þá fyrst höfðu þeir fátt kvikfjár hjá því sem þufti til fjölmennis þess sem var.
Óbeinar lýsingar felast í að láta viðbrögð manneskju, tungutak hennar og gerðir gefa skýra mynd af því hvers konar persónuleiki er þarna á ferð. Tiltölulega auðvelt er að gefa til kynna feimni, vanlíðan eða gleði með því að lýsa líkamlegum viðbrögðum. Erfiðara getur verið að gefa til kynna grimmd, lymsku eða sakleysi en oft kemur slíkt fram í orðum og gerðum fólks.
Óbeinar lýsingar eru mun áhrifameiri en beinar og sennilega hafa engir tveir sömu hugmyndir um hvernig tiltekin skáldsagnapersóna lítur út. Allir þekkja hversu miklum vandkvæðum þetta getur valdið. Nýlegt dæmi er sögupersónan Robert Langdon úr The Da Vinci Code en ótrúlega margir lesendur bókarinnar voru á þeirri skoðun að Tom Hanks hentaði alls ekki í hlutverkið.
Allir Íslendingar hafa líka sínar hugmyndir um hvernig Salka Valka og Bjartur í Sumarhúsum eiga að vera bæði hvað varðar útlit þeirra og persónueinkenni. Samt eru lýsingar á útliti þeirra í bókunum og margt sagt óbeint um eðliseiginleika þeirra en hver og einn túlkar þær upplýsingar að vild. Aldur þeirra er meira að segja á reiki og stundum hafa menn reiðst því að of gamlir leikarar fari með hlutverk þeirra.
Mörgum mönnum sýndist hann oftar heldur halla gerðum á klerka en óvini sína. Virtu menn þá fyrstu sök til þess að vildi ei láta þá vanrefsaða vera sem hann átti yfir að dæma. Sú önnur að hann mætti fyrir það djarflega heimta réttindi fyrir sig eða sína vini í þeim hlutum sem aðrir þeim svara áttu, í þeim málum sem hann átti ei yfir að dæma. En sú hin þriðja að hann gerði sér vini af óvinum sínum í því er hann
hélt þeirra hluta langt fram þó vinir hans væru í móti sem forðum gerði Jón Loftsson og endurtryggði þá óvinina með sæmdum eða fégjöfum. (Árna saga biskups) Þá mælti Koðrán: Fyrir hví vildir þú taka heldur af þessum peningum fyrir hönd sonar míns en af hinum sem ég færði þér fyrr? Hún svarar: Því að þú hefir að þessum vel kominn er þú hefir tekið í arf eftir föður þinn. (Þorvalds þáttur víðförla)
Þegar sagt er frá fólki er eiginlega nauðsynlegt að gæða persónurnar einhverju lífi t.d. með því að lýsa þeim beint. Sigríður Í Brattholti hlýtur að hafa verið mjög ákveðin kona, fylgin sér og full af eldmóði. Sagt er að hún hafi hótað að kasta sér í Gullfoss til að hindra að af virkjunaráformum yrði. Þetta er persónulýsing.
Þegar lýst er sögupersónum úr Íslendingasögunum er það oftast auðvelt því við höfum eitthvað að byggja á úr sögunum sjálfum. Það getur líka verið gaman að spreyta sig á að segja til dæmis frá atburðum Njálu í örstuttu máli út frá sjónarhóli einhverrar sögupersónunnar. Lýsið líka tröllum og álfum. Tröllin eru stórvaxin, ófríð og heimsk. Álfar eru liprir, nettir og laglegir en þeir eru hættulegir. Hefnd álfanna er verri en trölla því tröllin hafa bara afl sitt en álfarnir ýmsa yfirnáttúrulega krafta.
Því hefur líka verið haldið fram í ritgerðum að þjóðsögurnar endurspegli þjóðarsálina. • Hvað segja þá álfa- og tröllasögur um Íslendinga? • Hvað með draugana? • Þið getið ýmist svarað þessu eða látið ferðamönnum eftir að túlka sjálfir. • Ungur maður skrifaði BA-ritgerð um tröllin og komst að þeirri niðurstöðu að þau væru ímyndir óblíðra náttúruafla landsins og væru svona heimsk og yfirleitt auðsigruð vegna þess að forfeður okkar þurftu að trúa á eigin getu til að sigra þau.
Hver og einn hefur sinn stíl og það er smekksatriði hvort menn hafi góðan stíl eða vondan. Orðaforði og málnotkun segja margt um sögumanninn sömuleiðis hversu einfaldur eða flókinn stíll hans er. Notkun myndmáls og tákna til að skapa hugblæ skipta miklu. Snorri Sturluson mælti með því að menn notuðu ævinlega fremur færri orð en fleiri og víst er að hnitmiðaðar setningar eru eftirminnilegri en flóknar og langar.
Það getur borgað sig að fara yfir setningar sínar aftur og aftur til að skera niður og taka burtu þau orð sem er ofaukið. Mörg smáorð eru mjög ofnotuð. Meðal þeirra eru svo, það, síðan, þá og því. Í 80% tilfella er það til dæmis óþarft. Það er gaman að lifa. Gaman er að lifa. Það er gott að búa á Grænlandi. Gott er að búa á Grænlandi.
Svo gengum við niður í bæ. Við gengum niður í bæ. Svo var farið í leiki. Farið var í leiki. Því verður að fullyrða. Fullyrða verður ... Við skemmtum okkur vel því vel var að öllu staðið. Við skemmtum okkur vel, enda vel að öllu staðið.
Setningar sem byrja á sterku frumlagi eru áhrifameiri en hinar. Það er gervifrumlag og þess vegna ætti að nota það sparlega. Svo og síðan eru tengiorð sem gefa til kynna tíma en stundum er óþarft að taka slíkt fram. Í mörgum tilfellum er auðráðið af samhenginu að nokkur stund er liðin frá síðustu atburðum. Meitlið því allar setningar.
Málið er klæði hugsunarinnar. Eini tilgangur rithöfundarins er að auðvelda lesendum að njóta lífsins - eða þola það. (Samuel Johnson) Af öllum stundum er sú sælust þegar maður sofnar þreyttur. En það er einsog ég segi, bjánaskapurinn er góður meðan einhver hefur gagn af honum. (Halldór Laxness)
Mitt er að yrkja, ykkar að skilja. (Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal) Biðjum ekki um betri brýr heldur lærum að sigla. Þeim var ég verst er ég unni mest. Auðlærð er ill danska. Aumur er öfundlaus maður. Bókvitið verður ekki í askana látið Ég hef mjög einfaldan smekk vel aðeins það besta.
Upphaf • Best er að ná athygli áheyrenda með stuttri hnitmiðaðri setningu. Hún verður að vera áhugavekjandi. • This is the story of how the West was found and lost again. • Knowing one’s family has always been an asset in Iceland. • Íslenskir bændur hirða lítt um að rækta húsdýrin sín. • Folktales are a reflection of the heart of a nation.
Pistlar • The harsh conditions of Icelandic nature make it hard for more exotic types of plants to settle here. The generale rule is that the larger the flower the more sun and warmth the plant needs. There isn’t much shelter anywhere in Iceland and the sun shines only erraticly even in summer. Most of the plants that live here are hardy and resilient which according to some people make them excellent for herbal medicine.
Medivial manuscripts are by far the most valuable cultural heritage of Icelanders and is guarded with certain fierceness by most. Those vellum scripts were written in the twelfth and thirteenth century and some of them are beautiful works of art. Each letter is drawn with excellent workmanship and some of the pages decorated with pictures of dragons, kings and heroes. This was no easy feat because it took months to prepare calf skin and turn it into vellum and the ink took weeks to boil. Various herbs and stones were used to colour the ink and these had to be gathered and processed.
Around the coast of Iceland there are many remote and mountainous places were huges rocks drop straight into the sea and ships are in constant dangers while navigating past them. The sea breaks continuously and relentlessly against these rocks hardening all life in the vicinity. In such a place this woman was born, in the north. Her childhood home is now unpopulated. But in the eighteenth century there were farms there and people that knew how to row and fish. She was born to að well to do farmer and his wife in the year 1716. As she grew up she was considered a great catch although she was tall and her calfs extra long and that was not a attribute in a woman at that time. She was extemely intelligent, sensitive and quick tempered.
Verið á persónulegum nótum. Þetta eru ekki fréttaskrif þannig að það er allt í lagi að bæta við eigin upplifunum, tilfinningum eða broti úr sögu fjölskyldunnar. • Ekki vera hrædd við tilfinningar. Reynið þvert á móti að endurskapa andrúmsloft, líðan og upplifun fólks. Hvernig var andrúmsloftið 19. júníárið 1915þegar íslenskar konur fengu kosningarétt og kjörgengi? Á lýðveldishátíðinni 1944.
Veljið smáatriðin vel og látið þau koma til skila ýmsu af því sem ekki er hægt að tjá með tölum og upptalningu á sögulegum staðreyndum. • Segið sögur. Með því að lýsa aðstæðum og ef til vill upplifunum foreldra ykkar, afa eða ömmu af lífinu í landinu er hægt að koma sögu þjóðarinnar til skila og kannski endurspegla hvernig lífið er hér í dag. Náttúran og nábýlið við hana endurspeglast í þjóðsögunum, slysfararsögum og sögu björgunarsveitanna.
Fólk heldur að ég geti kennt því góðan stíl. Því fer fjarri! Hafið eitthvað að segja og segið það eins skýrt og þið getið. Það er leyndardómur góðs stíls. (Matthew Arnold)