290 likes | 484 Views
Innri upplýsingamiðlun og tengslin við starfsánægju og vinnustaðahollustu - tilviksathugun á Hrafnistu í Hafnarfirði. JÓHANNA DAVÍÐSDÓTTIR. ÞÁTTTAKENDUR. Svarendur voru 153 af þeim 310 starfsmönnum sem voru í úrtakinu og svarhlutfall því 49,4%.
E N D
Innri upplýsingamiðlun og tengslin við starfsánægju og vinnustaðahollustu - tilviksathugun á Hrafnistu í Hafnarfirði JÓHANNA DAVÍÐSDÓTTIR
ÞÁTTTAKENDUR • Svarendur voru 153 af þeim 310 starfsmönnum sem voru í úrtakinu og svarhlutfall því 49,4%. • Fastráðnir svarendur voru 131 (85,6%) og 22 (14,4%) í afleysingarstörfum. • Meðal þátttakenda voru 27 (17,6%) í stjórnunarstarfi. • Þar sem tekið var úrtak úr þýðinu er ekki hægt að alhæfa út frá niðurstöðum um allt starfsfólk Hrafnistuheimilanna. Einungis er mögulegt að álykta út frá niðurstöðum að þær endurpegli skoðanir þýðisins.
SPURNINGALISTINN • Spurningalistinn sem notaður var hefur að geyma 47 lokaðar spurningar. • Spurningalistinn er unnin út frá þremur hugtökum: Upplýsingamiðlun, starfsánægju og vinnustaðahollustu auk bakgrunnsspurninga þar sem spurt er um kyn, aldur, starfssvið, menntun og starfsaldur. • Spurningar 1-10 eiga að gefa svör við ýmsu er varðar upplýsingamiðlun á vinnustað og greina hversu ánægður einstaklingurinn er með þann þátt.
Á heildina litið er upplýsingastreymi á stofnuninni fullnægjandi.
Ég fæ fullnægjandi upplýsingar um mikilvæga atburði og breytingar hjá stofnuninni.
Ég fæ fullnægjandi upplýsingar varðandi starfsemi innan þeirrar deildar sem ég tilheyri.
Ég fæ fullnægjandi upplýsingar til að sinna starfi mínu vel.
TILGÁTA 2 • Þeir sem telja innri upplýsingamiðlun fullægjandi telja sig vera ánægða í starfi. • Fylgni milli viðhorfa starfsfólks til fullnægjandi upplýsingamiðlunar og ánægju í starfi var reiknuð út og sýndi marktæk tengsl og tilgátan því studd. Þeir sem telja að innri upplýsingamiðlun hjá stofnuninni sé fullnægjandi telja sig vera ánægða í starfi. Bæði á þetta við um fastráðið starfsfólk og fólk í afleysingastörfum.
TILGÁTA 1. • Fastráðið starfsfólk telur frekar en starfsfólk í tímabundnu starfi að almennt sé upplýsingaflæði á stofnuninni fullnægjandi. • Til að prófa tilgátuna var gert t-próf tveggja óháðra úrtaka sem greinir hvort um sé að ræða mun á meðaltölum hópanna sem verið er að bera saman. • Ekki reyndist munur á skoðunum fastráðins starfsfólk og fólks í afleysingastörfum varðandi það hvort upplýsingamiðlun á stofnuninni sé fullnægjandi og tilgátunni því hafnað.
UPPLÝSINGAMIÐLAR Á HRAFNISTU • Spurningar 11-16 gefa svör við því að hve miklu leyti hver upplýsingamiðill innan heimilisins er að veita starfsfólki upplýsingar.
Hlutfall upplýsinga á heimasíðu Hrafnistu að mati starfsfólks
Hlutfall upplýsinga frá samstarfsfólki að mati starfsfólks
Hlutfall upplýsinga á tilkynningatöflum innan húss að mati starfsfólks
STARFSÁNÆGJA • Spurningar 18-31 varða starfsánægju og eiga að veita svör við því hvort einstaklingurinn sé ánægður í starfi sínu eða ekki
TILGÁTA 5. • Starfsfólk í tímabundnu starfi er ánægðara í starfi en þeir sem eru fastráðnir. • Notaðar voru niðurstöður úr staðhæfingu 18(Á heildina litið er ég ánægð/ur í starfi mínu) og útreikningar sýndu með 95% vissu að þeir sem eru í tímabundnu starfi eru ánægðari í starfi heldur en þeir sem eru fastráðnir og tilgátan því studd.
*Staðhæfing 4: Ég fékk nægar upplýsingar þegar ég hóf störf hjá stofnuninni.*Staðhæfing 29: Ég er ánægð/ur með þá aðlögun sem ég fékk í upphafi starfs.
HOLLUSTA VIÐ VINNUSTAÐ • Spurningar 32-40 gefa svör er varða hollustu við vinnustað eða hversu líklegt er að einstaklingurinn komi til með að starfa áfram á sama stað.
*staðhæfing 32: Ég geri ráð fyrir að vinna hjá stofnuninni næstu tvö árin.*staðhæfing 33:Ég hugsa oft um að hætta í núverandi starfi.
TILGÁTA 4. • Þeir sem telja sig vera ánægða í starfi gefa til kynna að þeir komi til með að starfa hjá stofnuninni næstu tvö árin. • Reiknaður var Pearson r fylgnistuðull fyrir niðurstöður úr svörum fastráðinna við staðhæfingum 18 og 32. • Niðurstöður sýndu að tilgátan væri studd, þeir sem telja sig vera ánægða í starfi gefa til kynna að þeir komi til með að starfa hjá stofnuninni næstu tvö árin.
TILGÁTA 3. • Þeir sem telja innri upplýsingamiðlun fullnægjandi eru líklegri til að starfa hjá stofnuninni næstu tvö árin. • Lagðar voru saman niðurstöður við staðhæfingum 1 – 5 varðandi upplýsingamiðlun og var reiknaður út fylgnistuðull fyrir þær og staðhæfingu 32 (Ég geri ráð fyrir að vinna hjá stofnuninni næstu tvö árin). Niðurstöður sýndu marktæk tengsl og tilgátan því studd.
Tengsl upplýsingamiðlunar, starfsánægju og vinnustaðahollustu