1 / 18

Samstarf hagsmunaaðila um leiðarval fyrir fjarskiptakapla til Íslands

Samstarf hagsmunaaðila um leiðarval fyrir fjarskiptakapla til Íslands. Flutt á aðalfundi ICPC (Alþjóðanefnd um vernd sæstrengja) í Reykjavík, 23. apríl 2008 Dr. Kristján Þórarinsson Stofnvistfræðingur Landssambandi íslenskra útvegsmanna. I. Almenn sjónarmið. Hvað er í húfi? Sjávarútvegur.

taylor
Download Presentation

Samstarf hagsmunaaðila um leiðarval fyrir fjarskiptakapla til Íslands

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Samstarf hagsmunaaðila um leiðarval fyrir fjarskiptakapla til Íslands Flutt á aðalfundi ICPC (Alþjóðanefnd um vernd sæstrengja) í Reykjavík, 23. apríl 2008 Dr. Kristján Þórarinsson Stofnvistfræðingur Landssambandi íslenskra útvegsmanna

  2. I. Almenn sjónarmið

  3. Hvað er í húfi?Sjávarútvegur • Fiskimið eru flókið mósaík svæða með ólíkri botngerð og ólíkum tegundum verðmætra nytjafiska. • Mismunandi gerðir fiskiskipa og áhafnir þeirra sérhæfa sig í nýtingu ólíkra svæða með mismunandi veiðarfærum. • Óheppilega staðsettur sæstrengur getur valdið miklum skaða með því að hamla fiskveiðum á verðmætri fiskislóð; • hlutar veiðisvæði í sundur; • of lítið rými til athafna sitt hvoru megin strengs (t.d. dragnótarveiðar); • verðmæt togslóð ónýtanleg; • fiskar safnast saman við skil (hitaskil, mörk botngerða, o.s.frv.).

  4. Málamiðlanir, málamiðlanir ... • Milli ólíkra fiskveiðihagsmuna; • munið: mismunandi fiskimenn nýta ólíka fiskislóð. • Milli fiskihagsmuna og þarfa fjarskiptafyrirtækja; • viðleitni til að forðast skaða á fiskihagsmunum kann að skapa þörf á lengri kapli. => skipulegt samráð er nauðsynlegt.

  5. Verðmætar upplýsingar frá sjávarútveginum • Okkar reynsla er sú, að ítarleg þekking sjávarútvegsins á landslagi og botngerð leiði til • sparnaðar í tíma og kostnaði við könnun leiðar; • öruggari leiða fyrir sæstrengi og minni viðhaldskostnaðar. • Þetta vegur upp á móti kostnaði við lengri kapal til að sneiða hjá verðmætum fiskimiðum.

  6. Skilaboð • Sjávarútvegurinn á mikið í húfi þegar leið er valin fyrir sæstreng. • Útgerðarstjórar og skipstjórar búa yfir ítarlegri og verðmætri þekkingu á botnlögun og botngerð á landgrunninu; • ítarleg þekking sem kynslóðir fiskimanna hafa áunnið sér við nýtingu fiskimiðanna. • Ef viðeigandi samráðs er gætt, þá er sjávarútvegurinn besti bandamaður eigenda sæstrengs; • samþykki og “eign” á leið sæstrengs = ábyrgð.

  7. II. Dæmi um sæstrengi sem tengjast Íslandi

  8. Sjónarmið sjávarútvegsins • Fiskveiðihagsmunir eru mikilvægir íslenskum þjóðarbúskap. • Góð fjarskipti eru mikilvæg fyrir sjávarútveginn og samfélagið. • Lagning sæstrengs mun óumflýjanlega skaða möguleika til fiskveiða. • Viðfangsefnið er að finna leið sem lágmarkar þennan skaða, jafnframt því að veita aðstoð og sýna hagsmunum eigenda sæstrengs fyllstu virðingu.

  9. Hví erfitt? • Til ætti að vera nóg af aðgengilegri strandlengju á suðurströnd landsins! • Það er ekki svo! • Stór svæði útilokuð vegna hættu á náttúruhamförum • hlaup vegna eldgosa undir jökli; • laust set og eðjustraumar. • Svæði með hrjúfum og hörðum botni. • Brattur landgrunnshalli. • Skarpar brúnir landgrunns. • Ofan á þetta leggst svo flókið mynstur fiskveiðanna => úr fáum góðum kostum að velja.

  10. Reynslan af Cantat-31994 • Þegar sæstrengurinn Cantat-3 var lagður var ekkert samráð haft við sjávarútveginn. • Valdheimildir í krafti verkefnis á vegum opinberra aðila; • ekki tekið tillit til lömætra hagsmuna sjávarútvegsins. • Leiðin fyrir Cantat-3 var ekki vel valin; • hefur valdið umtalsverðum skaða á fiskveiðihagsmunum; • leiddi til mikils viðhaldskostnaðar og færa þurfti strenginn á kafla. • Þegar Cantat-3 verður úreltur verður ekki lagður annar strengur eftir sömu leið og fiskveiðar munu hefjast á svæðinu að nýju.

  11. Uppdráttur sem sýnir legu Cantat-3

  12. Farice strengurinn2000 • Breyttir tímar, sem betur fer! • Haft var fullt samráð við sjávarútveginn. • Fylgt var leið eldri strengs sem þá var löngu úreltur orðinn. • Engin ný vandamál komu upp.

  13. Danice2007-2008 • Farice hafði frumkvæði að samráði við sjávarútveginn um leiðarval fyrir nýjan streng í janúar 2007; • þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. • Samband var haft við Landssamband íslenskra útvegsmanna. • Við höfðum umsjón með samráðsferlinu fyrir hönd sjávarútvegsins, í samstarfi við aðildarfélög á viðkomandi svæðum. • Tryggð var full þátttaka skipstjóra sem gjörþekkja fiskimiðin – þeir eiga mikinn heiður skilinn. • Tele Greenland kom seinna inn í ferlið með annan streng. • Ákveðið var að leita einnar leiðar að landi fyrir báða strengi. • Tryggja þurfti að öll samskipti samráðsferlis færu um einn farveg; • tengja öll sjónarmið við eitt ferli.

  14. Samkomulag um leið Danice • Aðilar voru ákveðnir í að klára málið! • Samráðsferli lauk með niðurstöðu seint að kvöldi 17. júlí 2007; • Há-sumarleyfistíminn ...; • Bráðabirgðakönnun svæðis hafði verið gerð nokkrum dögum áður; • Nútíma fjarskiptatækni skipti sköpum á ögurstundu; • Nákvæm könnun leiðar hófst strax sömu nótt. • Yfirlýsing um niðurstöðu samráðs um leiðarval var undirrituð 9. nóvember 2007. • Leiðin sem valin var ber aðeins 2 strengi, og þá aðeins þannig að þess sé gætt að bili milli strengjanna á grunnslóð sé haldið í lágmarki; • Fleiri strengir myndu breikka beltið sem lokað er fyrir veiðum og spilla möguleikum til fiskveiða á mikilvægri veiðislóð sitt hvoru megin strengja á grunnslóð. • Eftirfarandi uppdráttur sýnir leiðina sem valin var:

  15. Fleiri sæstrengir • Fulltrúar sjávarútvegsins hafa, að ósk hagsmunaaðila í fjarskiptageiranum, sett fram uppástungu um leið fyrir nýjan streng til viðbótar. • Eftir er að kanna hagkvæmni og að rannsaka leiðina. • Engin ákvörðun hefur verið tekin.

  16. Skilaboð – endurtekin • Sjávarútvegurinn á mikið í húfi þegar leið er valin fyrir sæstreng. • Útgerðarstjórar og skipstjórar búa yfir ítarlegri og verðmætri þekkingu á botnlögun og botngerð á landgrunninu. • Ef viðeigandi samráðs er gætt, þá er sjávarútvegurinn besti bandamaður eigenda sæstrengs.

  17. Takk fyrir!

More Related