180 likes | 306 Views
Samstarf hagsmunaaðila um leiðarval fyrir fjarskiptakapla til Íslands. Flutt á aðalfundi ICPC (Alþjóðanefnd um vernd sæstrengja) í Reykjavík, 23. apríl 2008 Dr. Kristján Þórarinsson Stofnvistfræðingur Landssambandi íslenskra útvegsmanna. I. Almenn sjónarmið. Hvað er í húfi? Sjávarútvegur.
E N D
Samstarf hagsmunaaðila um leiðarval fyrir fjarskiptakapla til Íslands Flutt á aðalfundi ICPC (Alþjóðanefnd um vernd sæstrengja) í Reykjavík, 23. apríl 2008 Dr. Kristján Þórarinsson Stofnvistfræðingur Landssambandi íslenskra útvegsmanna
Hvað er í húfi?Sjávarútvegur • Fiskimið eru flókið mósaík svæða með ólíkri botngerð og ólíkum tegundum verðmætra nytjafiska. • Mismunandi gerðir fiskiskipa og áhafnir þeirra sérhæfa sig í nýtingu ólíkra svæða með mismunandi veiðarfærum. • Óheppilega staðsettur sæstrengur getur valdið miklum skaða með því að hamla fiskveiðum á verðmætri fiskislóð; • hlutar veiðisvæði í sundur; • of lítið rými til athafna sitt hvoru megin strengs (t.d. dragnótarveiðar); • verðmæt togslóð ónýtanleg; • fiskar safnast saman við skil (hitaskil, mörk botngerða, o.s.frv.).
Málamiðlanir, málamiðlanir ... • Milli ólíkra fiskveiðihagsmuna; • munið: mismunandi fiskimenn nýta ólíka fiskislóð. • Milli fiskihagsmuna og þarfa fjarskiptafyrirtækja; • viðleitni til að forðast skaða á fiskihagsmunum kann að skapa þörf á lengri kapli. => skipulegt samráð er nauðsynlegt.
Verðmætar upplýsingar frá sjávarútveginum • Okkar reynsla er sú, að ítarleg þekking sjávarútvegsins á landslagi og botngerð leiði til • sparnaðar í tíma og kostnaði við könnun leiðar; • öruggari leiða fyrir sæstrengi og minni viðhaldskostnaðar. • Þetta vegur upp á móti kostnaði við lengri kapal til að sneiða hjá verðmætum fiskimiðum.
Skilaboð • Sjávarútvegurinn á mikið í húfi þegar leið er valin fyrir sæstreng. • Útgerðarstjórar og skipstjórar búa yfir ítarlegri og verðmætri þekkingu á botnlögun og botngerð á landgrunninu; • ítarleg þekking sem kynslóðir fiskimanna hafa áunnið sér við nýtingu fiskimiðanna. • Ef viðeigandi samráðs er gætt, þá er sjávarútvegurinn besti bandamaður eigenda sæstrengs; • samþykki og “eign” á leið sæstrengs = ábyrgð.
Sjónarmið sjávarútvegsins • Fiskveiðihagsmunir eru mikilvægir íslenskum þjóðarbúskap. • Góð fjarskipti eru mikilvæg fyrir sjávarútveginn og samfélagið. • Lagning sæstrengs mun óumflýjanlega skaða möguleika til fiskveiða. • Viðfangsefnið er að finna leið sem lágmarkar þennan skaða, jafnframt því að veita aðstoð og sýna hagsmunum eigenda sæstrengs fyllstu virðingu.
Hví erfitt? • Til ætti að vera nóg af aðgengilegri strandlengju á suðurströnd landsins! • Það er ekki svo! • Stór svæði útilokuð vegna hættu á náttúruhamförum • hlaup vegna eldgosa undir jökli; • laust set og eðjustraumar. • Svæði með hrjúfum og hörðum botni. • Brattur landgrunnshalli. • Skarpar brúnir landgrunns. • Ofan á þetta leggst svo flókið mynstur fiskveiðanna => úr fáum góðum kostum að velja.
Reynslan af Cantat-31994 • Þegar sæstrengurinn Cantat-3 var lagður var ekkert samráð haft við sjávarútveginn. • Valdheimildir í krafti verkefnis á vegum opinberra aðila; • ekki tekið tillit til lömætra hagsmuna sjávarútvegsins. • Leiðin fyrir Cantat-3 var ekki vel valin; • hefur valdið umtalsverðum skaða á fiskveiðihagsmunum; • leiddi til mikils viðhaldskostnaðar og færa þurfti strenginn á kafla. • Þegar Cantat-3 verður úreltur verður ekki lagður annar strengur eftir sömu leið og fiskveiðar munu hefjast á svæðinu að nýju.
Farice strengurinn2000 • Breyttir tímar, sem betur fer! • Haft var fullt samráð við sjávarútveginn. • Fylgt var leið eldri strengs sem þá var löngu úreltur orðinn. • Engin ný vandamál komu upp.
Danice2007-2008 • Farice hafði frumkvæði að samráði við sjávarútveginn um leiðarval fyrir nýjan streng í janúar 2007; • þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. • Samband var haft við Landssamband íslenskra útvegsmanna. • Við höfðum umsjón með samráðsferlinu fyrir hönd sjávarútvegsins, í samstarfi við aðildarfélög á viðkomandi svæðum. • Tryggð var full þátttaka skipstjóra sem gjörþekkja fiskimiðin – þeir eiga mikinn heiður skilinn. • Tele Greenland kom seinna inn í ferlið með annan streng. • Ákveðið var að leita einnar leiðar að landi fyrir báða strengi. • Tryggja þurfti að öll samskipti samráðsferlis færu um einn farveg; • tengja öll sjónarmið við eitt ferli.
Samkomulag um leið Danice • Aðilar voru ákveðnir í að klára málið! • Samráðsferli lauk með niðurstöðu seint að kvöldi 17. júlí 2007; • Há-sumarleyfistíminn ...; • Bráðabirgðakönnun svæðis hafði verið gerð nokkrum dögum áður; • Nútíma fjarskiptatækni skipti sköpum á ögurstundu; • Nákvæm könnun leiðar hófst strax sömu nótt. • Yfirlýsing um niðurstöðu samráðs um leiðarval var undirrituð 9. nóvember 2007. • Leiðin sem valin var ber aðeins 2 strengi, og þá aðeins þannig að þess sé gætt að bili milli strengjanna á grunnslóð sé haldið í lágmarki; • Fleiri strengir myndu breikka beltið sem lokað er fyrir veiðum og spilla möguleikum til fiskveiða á mikilvægri veiðislóð sitt hvoru megin strengja á grunnslóð. • Eftirfarandi uppdráttur sýnir leiðina sem valin var:
Fleiri sæstrengir • Fulltrúar sjávarútvegsins hafa, að ósk hagsmunaaðila í fjarskiptageiranum, sett fram uppástungu um leið fyrir nýjan streng til viðbótar. • Eftir er að kanna hagkvæmni og að rannsaka leiðina. • Engin ákvörðun hefur verið tekin.
Skilaboð – endurtekin • Sjávarútvegurinn á mikið í húfi þegar leið er valin fyrir sæstreng. • Útgerðarstjórar og skipstjórar búa yfir ítarlegri og verðmætri þekkingu á botnlögun og botngerð á landgrunninu. • Ef viðeigandi samráðs er gætt, þá er sjávarútvegurinn besti bandamaður eigenda sæstrengs.