280 likes | 515 Views
Skattasvið KPMG. Fyrningar og söluhagnaður. TAX. Hörður Guðmundsson Lögfræðingur / hdl Senior Manager 18. febrúar 2005. Almennt. Frá tekjum í atvinnurekstri er heimilt að draga gjöld sem eiga að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við.
E N D
Skattasvið KPMG Fyrningar og söluhagnaður TAX Hörður GuðmundssonLögfræðingur / hdlSenior Manager18. febrúar 2005
Almennt • Frá tekjum í atvinnurekstri er heimilt að draga gjöld sem eiga að ganga til að afla teknanna, tryggja þær og halda þeim við. • Almenna reglan er að kostnað vegna veltufjármuna er heimilt að gjaldfæra. • Hins vegar er ekki er heimilt að gjaldfæra á kaupári kaup á fastafjármun (varanlegum rekstrarfjármun). • Undantekning – 39. gr. TSL. 250 Þús. • Hins vegar er skylt að fyrna (afskrifa) kaupverð varanlegra rekstrarfjármuna eftir ákveðinni reiknireglu. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Fyrningargrunnur eigna • Fyrningargrunnur lausafjár • Með lögum 152/2002 var fyrningarreglum breytt. • Teknar voru upp stiglækkandi fyrningar á lausafé í stað línulegra fyrninga þ.e. fyrningargrunni lausafjár var breytt úr kaupverði í bókfært verð. • Jafnframt voru fyrningarhlutföll lausafjár hækkuð. • Fyrningargrunnur er því stofnverð að frádregnum áður fengnum fyrningum. • Fyrningargrunnur Fasteigna • Línuleg fyrning. • Fyrningargrunnur því stofnverð eignarinnar. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Breyting á fyrningareglum SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Breyting á fyrningareglum SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Fyrnanlegar eignir33. gr. TSL. • Lausafé, þar með talin skip, loftför, bifreiðar, vélar og tæki. • Mannvirki, þar með talin ræktun á bújörðum og byggingar. • Eyðanleg náttúruauðæfi og keyptur réttur til nýtingar þeirra. • Keyptur eignarréttur að hugverkum og auðkennum, svo sem höfundarréttur, útgáfuréttur, réttur til hagnýtingar upplýsinga, réttur til einkaleyfis og vörumerkis • Keypt viðskiptavild. Kaup á ófyrnanlegum réttindum, sbr. 48. gr. teljast ekki til keyptrar viðskiptavildar SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Skilyrði fyrningar • Eign verður að tilheyra skattaðila. • Kaupleiga var um tíma deiluefni en nú hefur verið staðfest að slíkar eignir eru fyrnanlegar. • Litið á greiðslur sem afborganir þ.s. aðili eignast hlutinn við lokagreiðslu. • Varanlegir rekstrarfjármunir. • Til afmörkunar gagnvart veltufjármunum. • Öflun tekna í atvinnurekstri. • Fyrirtækið verður að vera í rekstri. • Eignin verður að rýrna við eðlilega notkun. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Ófyrnanleg réttindi48. gr. TSL. (1. og 2. mgr.) o.fl. • Stofnkostnað við kaup á réttindum sem ekki rýrna vegna notkunar er eigi heimilt að fyrna. Til stofnkostnaðar samkvæmt þessari málsgrein telst m.a. keyptur réttur til nýtingar á náttúruauðæfum, svo sem kaup á varanlegri aflahlutdeild og sambærilegum réttindum. • Keypt leyfi til veiða í atvinnuskyni skv. 5. gr. laga nr. 38/1990 skal þó heimilt að telja til stofnkostnaðar með því skipi sem það er tengt og fer þá um fyrningar þess skv. 1. tölul. 33. gr., sbr. 1. tölul. 37. gr. • Dæmi um slíkar eignir eru: • Vörur, þ.e veltufjármunir • Lönd og lóðir. • Verðbréf • Framleiðsluréttur í landbúnaði (32.gr.) • Áunnin viðskiptavild • Listaverk, antikmunir og hljóðfæri • Búpeningur SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
FyrningarUpphaf og lok 34. gr. Fyrningartími eigna hefst við byrjun þess rekstrarárs þegar þær eru fyrst nýttar við öflun tekna. 35. gr. Ekki er heimilt að fyrna eign á því rekstrarári þegar nýtingu hennar lýkur vegna sölu eða af öðrum ástæðum, þar með talið ef eign verður ónothæf, nema söluverð eða annað andvirði sé lægra en eftirstöðvar fyrningarverðs, þ.e. bókfært verð til skatts. Er þá heimilt að gjaldfæra mismuninn. 45. gr. Á því ári þegar rekstri er hætt, hann seldur eða látinn af hendi á annan hátt er ekki heimilt að fyrna eignir sem við hann voru bundnar. Ákvæði 39. gr. (um gjaldfærslu eigna undir 250 þús.) eiga þá ekki við. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Fyrning lausafjár • Fyrningargrunnur lausafjár telst stofnverð að frádregnum áður fengnum fyrningum (36. gr.) • Helstu hlutföll: • Skip, skipsbúnaður og fólksbifreiðar : • 10 – 20% • Loftför og fylgihlutir : • 10 – 20% • Verksmiðjuvélar, iðnaðarvélar og tæki : • 10 – 30% • Skrifstofuáhöld og –tæki : • 20 – 35% • Aðrar vélar, tæki og bifreiðar : • 20 – 35% SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Fyrning mannvirkja37. gr. TSL. • Samkvæmt 36. gr. telst fyrningargrunnur eigna skv. 2.–5. tölul. 33. gr. (fasteigna) vera stofnverð þeirra, sbr. 2. mgr. 12. gr. • Sérregla vegna eigna sem keyptar voru fyrir 2001 varðandi endurmat. • Helstu hlutföll: • Íbúðar- skrifstofu- og verslunarhúsnæði : • 1 - 3 % • Verksmiðju- og verkstæðishúsnæði : • 3 - 6% • Bryggjur og gróðurhús : • 6 - 8% • Borholur, raflínur og vinnubúðir • 7,5 – 10% SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
FyrningarÝmis ákvæði 38. gr. Þegar notkun einstakra eigna er þannig háttað að þær falla ekki undir sama fyrningarhlutfall skal fyrningargrunni þeirra skipt eftir notkun, þó þannig að sé eign notuð að ¾ hlutum eða meira til sömu starfsemi skal eignin í heild háð sama fyrningarhlutfalli. Sé hluti eignar ekki fyrnanlegur, t.d. ef um er að ræða íbúð í fyrnanlegri eign, skal ætíð lækka stofnverð eignarinnar um hinn ófyrnanlega hluta eftir stærðarhlutföllum. Við skiptingu á fyrningargrunni bygginga skal í þessu sambandi miða við fasteignamat einstakra byggingarhluta eða við rúmmál liggi fasteignamat þeirra ekki fyrir. 39. gr. Þegar kostnaðarverð einstakra eigna eða eignasamstæðna er undir 250.000 kr. er heimilt að færa það að fullu til gjalda á því ári þegar þeirra er aflað. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
FyrningarÝmis ákvæði 42. gr. Eignir skv. 1. og 2. tölul. 33. gr. (lausafé og mannvirki) má aldrei fyrna meira en svo að ávallt standi eftir sem niðurlagsverð eignar 10% af stofnverði hennar, sbr. 2. mgr. 12. gr. 43. gr. Við ákvörðun fyrningargrunns eignar, sem yfirtekin er við makaskipti, skal farið eftir ákvæðum 25. gr. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
FyrningarÝmis ákvæði 44. gr. Verði eigendaskipti að eign við arftöku, þar með talda fyrirframgreiðslu arfs, skal fyrningargrunnur slíkrar eignar óbreyttur standa í hendi erfingja frá því sem hann var í hendi arfleifanda. 46. gr. Ríkisskattstjóra er heimilt að gera öllum framtalsskyldum aðilum að halda skrá um fyrnanlegar eignir í því formi og með þeim hætti er hann ákveður. 47. gr. Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi má víkja frá framangreindum reglum um fyrningarhlutföll og veitir ríkisskattstjóri heimild til slíkra frávika. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Niðurfærsla eigna – 32. gr. • Heimild til að niðurfæra tiltekinn kostnað niður á fimm árum: • Stofnkostnaður við kaup á framleiðslurétti í landbúnaði • Heimild til að niðurfæra tiltekinn kostnað niður á fimm árum eða á því ári sem hann myndast • Stofnkostnað, svo sem skráning fyrirtækis o.fl. • Kostnaður við kaup / sölu fyrirtækis h-liður 6. gr. rg. 483/1994. • Skráningargjöld til ríkisins. • Öflun rekstarleyfa. • Kostnað við tilraunavinnslu, markaðsleit, rannsóknir og öflun einkaleyfis og vörumerkja SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Niðurfærsla eigna – 32. gr. • Heimild til að niðurfæra tiltekinn kostnað niður á fimm árum eða á því ári sem hann myndast • Stofnkostnað, svo sem skráning fyrirtækis o.fl. • Kostnaður við kaup / sölu fyrirtækis h-liður 6. gr. rg. 483/1994. • Skráningargjöld til ríkisins. • Öflun rekstarleyfa. • Kostnað við tilraunavinnslu, markaðsleit, rannsóknir og öflun einkaleyfis og vörumerkja. • Skortir nægjanlegt samband við tekjur til að teljast vera frádráttarbær rekstrarkostnaður. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Söluhagnaður eigna(12. gr. TSL) • Söluhagnaður eigna telst mismunur á söluverði þeirra og stofnverðiað teknu tilliti til fenginna fyrninga og áður fengins söluhagnaðar eftir því sem nánar er ákveðið í 13.–27. gr. • Stofnverð eigna telst kostnaðarverð þeirra, þ.e. kaup- eða framleiðsluverð, ásamt kostnaði við endurbætur, breytingar eða endurbyggingu og sérhverjum öðrum kostnaði sem á eignirnar fellur SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Fyrnanlegar fasteignir - 13. – 14. gr. TSL Ófyrnanlegar fasteignir - 15 - 16. gr. TSL Sérregla um sölu bújarða í 4. mgr. 15. gr. Sérregla í 26. gr. varðandi sölu fasteignar með landi – hlutföllun Söluhagnaður fasteigna SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Söluhagnaður eigna sem heimilt er að fyrna skv. 33. gr. er söluverði - stofnverði að frádregnum fyrningum Meginreglna er sú að hagnaður af sölu fyrnanlegra eigna er skattskyldur á söluári. Tvær undantekningar frá skattlagningu á söluári: Heimilt að fresta skattlagningu með þeim hætti að fyrna eignir, sem fyrnanlegar eru í rekstrinum sem nemur söluhagnaðinum, sjá 14. gr. TSL. Ef skattaðili á ekki eign sem hægt er að fyrna með þessum hætti er hægt að fresta skattlagningu um tvenn áramót enda afli skattaðili eignar sem hægt er að fyrna. Ef ekki fjárfest innan þess tíma – 10% álag Fyrnanlegar eignir13. og 14. gr. TSL SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Söluhagnaður telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári og skiptir ekki máli hve lengi skattaðili hefur átt hina seldu eign. Hægt að velja á milli þriggja leiða: Mismunur á söluverði og stofnverði. Mismunur á söluverði og fasteignamatsverði í árslok 1979 Helmingur söluverðs. Ófyrnanlegar fasteignir SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Sala bújarða – sérregla í 15. gr. TSL Hægt að færa niður söluhagnað bújarðar með fjárfestingu í íbúðarhúsnæði að uppfylltum skilyrðum: Búskapur varað í fimm ár af síðustu átta. Íbúð notuð í a.m.k. tvö ár. Má þó endurfjárfesta í nýrri íbúð skv. úrskurðaframkvæmd. Búið að jafna yfirfæranleg rekstrartöp í búrekstrinum. Ef skilyrði eru rofin bætist 10% álag við söluhagnað sem skattleggst á því ári sem skilyrði er rofið. Ef þessum skilyrðum er ekki fullnægt : 10% álag Sala bújarða SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Sérgreind fasteign ásamt landi26. gr. tsl. • Í 26. gr. er sérstakt ákvæði um skiptingu kaupverðs milli seldra eigna við fleirsölu. • Mikilvægt að vinna að breytingu fasteignarmats áður en sala fer fram því þú tryggir ekki eftir á. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Hagnaður af sölu lausafjár, sem eigi er heimilt að fyrna skv. 33. gr., annars en hlutabréfa og eignarhluta í samlögum og sameignarfélögum, telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári, og skiptir ekki máli hve lengi skattaðili hefur átt hina seldu eign. Hagnaður af sölu þessara eigna telst mismunur á söluverði þeirra og stofnverði, sbr. 4. mgr. 12. gr. Söluhagnaður af ófyrnanlegu lausafé SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
5. og 6. mgr. 15. gr. TSL Söluhagnaður skattskyldur á söluári. Eignartími skiptir ekki máli. Keyptur kvóti alltaf seldur á undan úthlutuðum. Heimil niðurfærsla á stofnverði kvóta sem keyptur hefur verið á síðustu 12 mánuðum. Frestun skattlagningar yfir tvenn áramót. Endurfjárfesting í kvóta færir niður söluhagnaðinn - ef ekki endurfjárfest leggst 10% álag við söluhagnaðinn. Söluhagnaður – kvóti í sjávarútvegi SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
2002–2004. Söluverð að frádregnu kaupverði. 1997–2001 Söluverð að frádregnu kaupverði. Kaupverð í árslok 2001 ákvarðast sem upphaflegt kaupverð þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingastuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001 enda séu hlutabréfin eignfærð í atvinnurekstri. 1996 og fyrr. Söluverð að frádregnu kaupverði. Kaupverð hlutabréfa ákvarðast sem upphaflegt kaupverð eða jöfnunarverðmæti þegar það hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingastuðli fyrir hvert ár til ársloka 2001 enda séu hlutabréfin eignfærð í atvinnurekstri. Sérregla v. samruna: Kaupverð telst jafnt kaupverði hlutabréfa sem látin voru af hendi við samrunann. Hlutabréf í atvinnurekstri SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Heimilt er að fresta tekjufærslu söluhagnaðar af hlutabréfum um tvenn áramót, sbr. 5. mgr. 18. gr. Ef keypt eru ný hlutabréf innan tímabilsins færist söluhagnaðurinn til lækkunar á kaupverði þeirra bréfa Ákvæðið tekur bæði til hlutabréfa í innlendum sem erlendum félögum sbr. ákvarðandi bréf RSK dags. 9. sept 1999 Tap af sölu hlutabréfa, sjá 1. og 2. mgr. 24. gr Samkvæmt 2. mgr. 24. gr. er óheimilt að gjaldfæra tap af sölu hlutabréfa. Skattframkvæmd? Gjaldfært á mót samskonar tekjum. Hlutabréf í atvinnurekstri frh. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Söluhagnaður eigna • Samkvæmt 20. gr. má draga beinan kostnað við sölu frá söluverði. T.d.: • Söluþóknun verðbréfafyrirtækis við sölu bréfa. • Söluþóknun fasteignasölu • Á sama hátt er eðlilegt að bæta kaupþóknun verðbréfafyrirtækis við kaupverð hlutabréfa þegar söluhagnaður er reiknaður. • Að öðru leyti eru nánast engar heimildir til frádráttar fjármagnstekjum (sbr. 2. tl. B-liðar 30. gr.) SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR
Hörður Guðmundsson KPMG hgudmundsson@kpmg.is www.kpmg.is Upplýsingarnar sem hér birtast [eða bætið inn nafni kynningarinnar eða skýrslunnar] eru almenns eðlis og er ekki ætlað að taka til kringumstæðna eins tiltekins einstaklings eða aðila. Þrátt fyrir að við leitumst við að veita réttar og tímabærar upplýsingar er ekki hægt að ábyrgjast að slíkar upplýsingar séu réttar á þeim degi þegar þær berast eða að þær muni halda áfram að vera réttar í framtíðinni. Ekki skal gera ráðstafanir á grundvelli slíkra upplýsinga án þess að leita faglegrar ráðgjafar eftir nákvæma skoðun á þeim sérstöku kringumstæðum sem um ræðir. SÖLUHAGNAÐUR OG FYRNINGAR © 2004 KPMG Endurskoðun hf., íslenski aðilinn að KPMG International, svissnesku samvinnufélagi. Allur réttur áskilinn. Prentað á Íslandi.