1 / 13

Íslenskar bókmenntir til 1550 Veraldlegar samtímasögur Bls. 80-83

Íslenskar bókmenntir til 1550 Veraldlegar samtímasögur Bls. 80-83. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Yfirlit. Veraldlegar samtímasögur fjalla um menn og atburði á 12. og 13. öld (frá 1117-1284).

Download Presentation

Íslenskar bókmenntir til 1550 Veraldlegar samtímasögur Bls. 80-83

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Íslenskar bókmenntir til 1550Veraldlegar samtímasögurBls. 80-83 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir

  2. Yfirlit • Veraldlegar samtímasögur fjalla um menn og atburði á 12. og 13. öld (frá 1117-1284). • Sögurnar eru skráðar af ýmsum mönnum sem lifðu atburðina sjálfir eða voru þeim kunnir af frásögnum sjónarvotta. • Sögurnar veita samfellt yfirlit yfir baráttu veraldlegra höfðingja á hnignunartíma þjóðveldisins og endalok þess.

  3. Yfirlit • Sögurnar hafa geymst í safnritinu Sturlungu (Sturlunga sögu). • Sturlunga er tekin saman um 1300, líklega af Þórði Narfasyni lögmanni á Skarði á Skarðsströnd. • Erfitt er að gera sér grein fyrir upprunalegri gerð sagnanna þar sem safnandinn reyndi að færa þær inn í réttri röð og felldi úr þeim sögum sem fjölluðu um sama efni.

  4. Yfirlit • Frumrit Sturlungu er glatað. • Á fyrri hluta 17. aldar var hún til á tveimur skinnbókum (Króksfjarðar- og Reykjafjarðarbók) á Vestfjörðum. • Leifar þessara skinnbóka eru varðveittar á Árnasafni. • Eftirrit voru gerð á pappír af báðum þessum bókum á meðan þær voru ennþá heilar.

  5. Einkenni • Sögurnar í Sturlungu líkjast að mörgu leyti Íslendingasögum enda eru þær ritaðar um svipað leyti. Í ýmsu er þó miklill munur: • Sturlunga fjallar um samtímaviðburði sem stóðu höfundunum svo nærri að þeir áttu oft erfitt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum. • Persónufjöldi er geysilegur og persónulýsingar ekki gerðar af sama listfengi og í Íslendingasögum og konungasögum.

  6. Einkenni • Þrátt fyrir ýmsa misbresti í samsetningu er Sturlunga ómetanleg heimild um sögu og mannlíf á 12. og 13. öld.

  7. Einstakar sögur • Íslendinga saga eftir Sturlu Þórðarson er kjarni Sturlungusafnsins. • Er veigamesta og merkasta sagan. • Fjallar um tímabilið 1183-1264 en er langrækilegust á árunum 1200-1242. • Sturla tók sjálfur þátt í mörgum atburðum sem sagan segir frá. • Sturla virðist hafa stundað að segja satt og rétt frá þótt hæpið sé að ætla að hann sé alltaf hlutlaus í frásögn sinni.

  8. Einstakar sögur • Aðrar helstu sögur í Sturlungu: • Þorgils saga og Hafliða: Fjallar um deilur er risu á milli þessara höfðingja á Norðvesturlandi um 1120. • Sturlu saga: Fjallar um Sturlu Þórðarson í Hvammi, ættföður Sturlunga. • Gunnlaugs saga dýra: Greinir m.a. frá Önundarbrennu 1197. • Hrafns saga Sveinbjarnarsonar: Fjallar umd deilur Hrafns við Þorvald í Vatnsfirði. • Svínfellinga saga: Gerist á Suðurlandi, er stutt og vel rituð. • Þórðar saga kakala. • Þorgils saga skarða.

  9. Sturla Þórðarson • Bróðursonur Snorra Sturlusonar. • Átti aðallega heima hér og þar við Breiðafjörð. • Mikill höfðingi og reyndi að spyrna gegn norska konungsvaldinu. • Varð lögsögumaður árið 1251.

  10. Sturla Þórðarson • Neyddist til að sverja Hákoni Noregskonungi trúnaðareiða og hrökklaðist til Noregs 1263. • Hákon konungur var þá nýlátinn. Sturla kom sér í mjúkinn hjá hinum nýja konungi, Magnúsi Hákonarsyni, með sagnaskemmtun og kvæðaflutningi. • Magnús konungur sagði við hann: „Það ætla ég að þú yrkir betur en páfinn.“

  11. Sturla Þórðarson • Magnús konungur fól Stulu að rita sögu Hákonar föður síns. • Einnig er talið að Snorri hafi hjálpað konungi að rita nýja lögbók handa Íslendingum, þ.e. Járnsíðu, en lög hennar gengu í gildi árið 1271. • Þá var m.a. gerð sú breyting á stjórnskipan að lögsögumannsembættið forna var lagt niður og í staðinn kom lögmannsembætti og því fylgdi æðsta dómsvald í landinu í umboði konungs.

  12. Sturla Þórðarson • Sturla varð fyrsti lögmaður Íslendinga. • Á árunum 1277-1278 var Sturla aftur í Noregi og ritaði þá sögu Magnúsar konungs lagabætis. • Sturla andaðist 1284. • Verk hans eru mjög fjölþætt. • Líklega hefur hann ætlað sér að skrifa samfellda sögu Íslands frá upphafi fram á sinn dag. Fyrsti þáttur þess rits hefði þá verið Landnámabók.

  13. Sturla Þórðarson • Talið er að svonefnd Kristni saga sé eftir Sturlu. • Framhald þessara rita (þ.e. Landnámu og Kristni sögu) ætti þá að vera Íslendinga saga en að líkindum hefur Sturla einnig ætlað að nota sér aðrar sögur sem nú eru í Sturlungu. • Sturlu vannst hins vegar ekki tími til að ljúka þessu verki.

More Related