130 likes | 537 Views
Íslenskar bókmenntir til 1550 Veraldlegar samtímasögur Bls. 80-83. Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir. Yfirlit. Veraldlegar samtímasögur fjalla um menn og atburði á 12. og 13. öld (frá 1117-1284).
E N D
Íslenskar bókmenntir til 1550Veraldlegar samtímasögurBls. 80-83 Framhaldsskólinn á Húsavík Ísl 303 Herdís Þ. Sigurðardóttir
Yfirlit • Veraldlegar samtímasögur fjalla um menn og atburði á 12. og 13. öld (frá 1117-1284). • Sögurnar eru skráðar af ýmsum mönnum sem lifðu atburðina sjálfir eða voru þeim kunnir af frásögnum sjónarvotta. • Sögurnar veita samfellt yfirlit yfir baráttu veraldlegra höfðingja á hnignunartíma þjóðveldisins og endalok þess.
Yfirlit • Sögurnar hafa geymst í safnritinu Sturlungu (Sturlunga sögu). • Sturlunga er tekin saman um 1300, líklega af Þórði Narfasyni lögmanni á Skarði á Skarðsströnd. • Erfitt er að gera sér grein fyrir upprunalegri gerð sagnanna þar sem safnandinn reyndi að færa þær inn í réttri röð og felldi úr þeim sögum sem fjölluðu um sama efni.
Yfirlit • Frumrit Sturlungu er glatað. • Á fyrri hluta 17. aldar var hún til á tveimur skinnbókum (Króksfjarðar- og Reykjafjarðarbók) á Vestfjörðum. • Leifar þessara skinnbóka eru varðveittar á Árnasafni. • Eftirrit voru gerð á pappír af báðum þessum bókum á meðan þær voru ennþá heilar.
Einkenni • Sögurnar í Sturlungu líkjast að mörgu leyti Íslendingasögum enda eru þær ritaðar um svipað leyti. Í ýmsu er þó miklill munur: • Sturlunga fjallar um samtímaviðburði sem stóðu höfundunum svo nærri að þeir áttu oft erfitt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum. • Persónufjöldi er geysilegur og persónulýsingar ekki gerðar af sama listfengi og í Íslendingasögum og konungasögum.
Einkenni • Þrátt fyrir ýmsa misbresti í samsetningu er Sturlunga ómetanleg heimild um sögu og mannlíf á 12. og 13. öld.
Einstakar sögur • Íslendinga saga eftir Sturlu Þórðarson er kjarni Sturlungusafnsins. • Er veigamesta og merkasta sagan. • Fjallar um tímabilið 1183-1264 en er langrækilegust á árunum 1200-1242. • Sturla tók sjálfur þátt í mörgum atburðum sem sagan segir frá. • Sturla virðist hafa stundað að segja satt og rétt frá þótt hæpið sé að ætla að hann sé alltaf hlutlaus í frásögn sinni.
Einstakar sögur • Aðrar helstu sögur í Sturlungu: • Þorgils saga og Hafliða: Fjallar um deilur er risu á milli þessara höfðingja á Norðvesturlandi um 1120. • Sturlu saga: Fjallar um Sturlu Þórðarson í Hvammi, ættföður Sturlunga. • Gunnlaugs saga dýra: Greinir m.a. frá Önundarbrennu 1197. • Hrafns saga Sveinbjarnarsonar: Fjallar umd deilur Hrafns við Þorvald í Vatnsfirði. • Svínfellinga saga: Gerist á Suðurlandi, er stutt og vel rituð. • Þórðar saga kakala. • Þorgils saga skarða.
Sturla Þórðarson • Bróðursonur Snorra Sturlusonar. • Átti aðallega heima hér og þar við Breiðafjörð. • Mikill höfðingi og reyndi að spyrna gegn norska konungsvaldinu. • Varð lögsögumaður árið 1251.
Sturla Þórðarson • Neyddist til að sverja Hákoni Noregskonungi trúnaðareiða og hrökklaðist til Noregs 1263. • Hákon konungur var þá nýlátinn. Sturla kom sér í mjúkinn hjá hinum nýja konungi, Magnúsi Hákonarsyni, með sagnaskemmtun og kvæðaflutningi. • Magnús konungur sagði við hann: „Það ætla ég að þú yrkir betur en páfinn.“
Sturla Þórðarson • Magnús konungur fól Stulu að rita sögu Hákonar föður síns. • Einnig er talið að Snorri hafi hjálpað konungi að rita nýja lögbók handa Íslendingum, þ.e. Járnsíðu, en lög hennar gengu í gildi árið 1271. • Þá var m.a. gerð sú breyting á stjórnskipan að lögsögumannsembættið forna var lagt niður og í staðinn kom lögmannsembætti og því fylgdi æðsta dómsvald í landinu í umboði konungs.
Sturla Þórðarson • Sturla varð fyrsti lögmaður Íslendinga. • Á árunum 1277-1278 var Sturla aftur í Noregi og ritaði þá sögu Magnúsar konungs lagabætis. • Sturla andaðist 1284. • Verk hans eru mjög fjölþætt. • Líklega hefur hann ætlað sér að skrifa samfellda sögu Íslands frá upphafi fram á sinn dag. Fyrsti þáttur þess rits hefði þá verið Landnámabók.
Sturla Þórðarson • Talið er að svonefnd Kristni saga sé eftir Sturlu. • Framhald þessara rita (þ.e. Landnámu og Kristni sögu) ætti þá að vera Íslendinga saga en að líkindum hefur Sturla einnig ætlað að nota sér aðrar sögur sem nú eru í Sturlungu. • Sturlu vannst hins vegar ekki tími til að ljúka þessu verki.