1 / 36

Gengisflökt: umfang og afleiðingar

Gengisflökt: umfang og afleiðingar. Már Guðmundsson, Málstofa hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands 19. nóvember 2001. Tilefni og meginspurningar. Verðbólgumarkmið og flotgengi á Íslandi Þróunin frá miðjuvalkostum til “harðrar” fastgengisstefnu eða flotgengis

Download Presentation

Gengisflökt: umfang og afleiðingar

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Gengisflökt: umfang og afleiðingar Már Guðmundsson, Málstofa hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands 19. nóvember 2001

  2. Tilefni og meginspurningar • Verðbólgumarkmið og flotgengi á Íslandi • Þróunin frá miðjuvalkostum til “harðrar” fastgengisstefnu eða flotgengis • Hvernig ber að vega og meta þessa kosti? • Gengisflökt: Hversu mikið og hversu kostnaðarsamt?

  3. Efnisatriði • Gengisflökt, sveiflur og misgengi – (Kemur verðbólgumarkmið að gagni?) • Hugsanleg áhrif á raunstærðir hagkerfisins • Empirískar niðurstöður varðandi áhrif gengisflökts • Tengdar niðurstöður varðandi smáríki og myntbandalög • Niðurstöður

  4. Flökt, misgengi og sveiflur • Flökt: staðalfrávik prósentubreytinga (eða mismunar lógaritma) á mismunandi tíðni (t.d. dagleg, mánaðarleg eða ársfjórðungsleg) á einhverju tilteknu tímabili • Misgengi: Langvarandi frávik frá jafnvægi (eða sögulegu meðaltali) • Sveifla tímabils: a) Mesta frávik frá meðaltali og b) Hlutfallslegur munur á hæsta og lægsta gildi

  5. Nafngengisflökt, raungengisflökt, mesta frávik frá meðaltali og munur hæsta og lægsta gildis

  6. Verðbólgumarkmiðslönd • 17 lönd • Skilgreining: Tölulegt yfirlýst verðbólgumarkmið er eina millimarkmið peningastefnunnar • Langtímamarkmið: aðallega 0-3% • Undantekningarnar eru nýmarkaðsríki

  7. Verðbólgumarkmiðslönd: megindrættir • Mismunandi hvað varðar stærð og þróunarstig fjármálakerfisins • Einnig varðandi upphafsstöðu verðbólgu, viðskiptajafnaðar og stöðu gengisins • Ákveðin sameiginleg einkenni: Gerlach, sjá síðar

  8. Stefan Gerlach (1998) • Probit líkan sem ber kennsl á þá þætti sem hafa áhrif á líkur þess að viðkomandi land sé með verðbólgumarkmið • Lítið sjálfstæði seðlabanka fyrir breytinguna, tiltölulega lágt opnunarstig og fáar útflutningsafurðir (=> líkur á ósamhverfum hnykkjum og breytilegu jafnvægisgengi) • Reiknaðar líkur á að Ísland og Noregur væru á verðbólgumarkmiði voru 1

  9. Verðbólgumarkmið og gengisflökt • Daglegt og mánaðarlegt flökt eykst í öllum tilfellum nema tveimur • Blandaðra eftir verðbólgumarkmið: • Daglegt flökt eykst í fleiri tilfellum • Mánaðarlegt flökt eykst í fleiri tilfellum ef notaður er lengri sjóndeildarhringur

  10. Flökt og raunhagkerfið • Óvissa => minni útflutnings- og samkeppnisgeiri og minni beinar fjárfestingar • Hærra áhættuálag í innlendum vöxtum => minni fjárfesting, greiðslubyrði skulda meiri og óhagstæð áhrif á þróun fjármálakerfisins Áhættuvarnir • Gengisbreytingar eru einnig hluti af aðlögunarferlinu – það er umframflökt sem er skaðlegt (en það er mjög erfitt að mæla)

  11. Áhrif gengisflökts: tölfræðilegar kannanir • Þrenns konar kannanir: • Mat á magnáhrifum gengisflökts á utanríkisviðskipti og landsframleiðslu í þversniðs- eða panel-rannsóknum • Vandi lítilla þjóða? • Áhrif myntbandalags á utanríkisviðskipti og landsframleiðslu

  12. Magnáhrif gengisflökts • Erfitt hefur reynst að finna veruleg raunáhrif gengisflökts og metin stærð áhrifa er yfirleitt mun minni en umræða margra stjórnmála- og athafnamanna bendir til. (Sjá t.d. Rogoff (1998)). • Levine og Carkovic (2001) fá svipaðar niðurstöður í panel-rannsókn á hagvaxtarjöfnu fyrir 73 lönd á tímabilinu 1960-1995

  13. Tvær kannanir á áhrifum gengisflökts • Fylgni milli ársfjórðungslegs raungengis-flökts og sveiflna annars vegar og hagvaxtar og staðalfráviks hans hins vegar. 25 lönd. 2 mælingar per land (80-89 og 90-99) • Mánaðarlegt nafngengisflökt og aðrar hagstæðrir: 15 verðbólgumarkmiðslönd 1974-1999. Hver mæling: 2ja ára tímabil í hverju landi

  14. Áhrif gengisflökts?

  15. Tengdar niðurstöður • Það virðist ekki vera marktækt neikvætt samband milli gengisflökts og flökts mikilvægra þjóðhagsstærða. (Flood og Rose (1995)). • => Tilraunir til að draga úr gengisflökti leiða ekki endilega af sér meira flökt í öðrum þjóðhagsbreytum og öfugt (sjá Frankel og Mussa 1980)

  16. Vandi smárra ríkja? • Smá ríki búa að öðru jöfnu við betri lífskjör og vaxa ekki hægar en stærri ríki (Easterly and Kraay: Small States, Small Problems) • Meginástæðan er sú að þau eru opnari og frjálsari varðandi utanríkisviðskipti

  17. Áhrif aðildar að myntbandalagi • Rose hefur sýnt fram á í fjölda ritgerða að aðild ríkis að myntbandalagi stóreykur viðskipti þess við önnur lönd innan bandalagsins • Meiri utanríkisviðskipti eykur lands-framleiðslu og vöxt hennar Frankel og Rose (2000), Rose og Engel (2001) og Glick og Rose (2001)

  18. Hvernig samrýmast þessar niðurstöður? • Sameiginleg mynt örvar utanríkisviðskipti og hagvöxt – (að því gefnu að um sé að ræða “eðlilegar” viðskiptaþjóðir) • Ef land hefur eigin mynt þá skiptir umfang flökts hennar yfirleitt ekki meginmáli (og er á stundum nauðsynlegt)

  19. Niðurstöður • Lönd hafa þurft að velja í ríkari mæli á milli “harðrar” fastgengisstefnu og gengisflots • Gengisflökt íslensku krónunnar hefur að undanförnu ekki verið óeðlilega mikið • Umfang gengisflökts virðist ekki hafa marktæk neikvæð áhrif á mikilvægar þjóðhagsstærðir (allavega innan þeirra marka sem að jafnaði tíðkast) • Stóra spurningin stendur um afnám eigin gjaldmiðils og aðild að myntbandalagi eða ekki?

  20. Niðurstöður ..frh. • Ávinningurinn af aðild að myntbandalagi í formi aukinna viðskipta við það er mögulega mjög mikill (gengisflökt gagnvart þriðju ríkjum verður áfram til staðar og gæti aukist) • Þessa niðurstöðu þarf að setja á vogaskálarnar ásamt mælistikum hagkvæmasta myntsvæðis, gagnrýni á þær, peningalegum aga, trúverðugleika og öðrum þáttum sem kunna að skipta máli

More Related