270 likes | 410 Views
Vatnafarsrannsóknir. Jóna Finndís Jónsdóttir Ársfundur Orkustofnunar 10. mars 2005. Veður. Vatn. Jöklar. Mælingar Greining tímaraða Líkön. Langtímasveiflur Er rennslið að breytast? Fylgni rennslis við veðurfarsþætti. Afrennsliskort Úrkomukort Jöklalíkön
E N D
Vatnafarsrannsóknir Jóna Finndís Jónsdóttir Ársfundur Orkustofnunar 10. mars 2005
Veður Vatn Jöklar Mælingar Greining tímaraða Líkön • Langtímasveiflur • Er rennslið að • breytast? • Fylgni rennslis við • veðurfarsþætti. • Afrennsliskort • Úrkomukort • Jöklalíkön • Veður- og vatnafar í • framtíð
Inngangur • Veðurfar á Íslandi stjórnast að mestu af samspili stórra veðrakerfa og landslags. • Vatnafar landsins stjórnast af breytileika bæði af völdum veðurfars og eins vegna jarðfræði landsins. • Jöklar, snjóalög og mismunandi greiður aðgangur að grunnvatnsgeymum ákvarðar hvernig vatnakerfið svarar úrkomu- og hitabreytingum.
Uppruni afrennslis • 60% Beint afrennsli og snjóbráð • 20% Jökulbráð • 20% Grunnvatn
Langtímasveiflur • Af hverju að mæla sömu ána mörg, mörg ár í röð? • Rennsli ánna er ekki aðeins breytilegt innan ársins heldur má sjá í rennslisröðum langtímabreytileika. • Íslenskar rennslisraðir eru stuttar miðað við lengstu rennslisraðir nágrannalandanna.
Er rennslið að breytast „varanlega”? • Skoðum rennsli 11 vatnsfalla árin 1961-2000 og tvö vatnsföll árin 1941-2002 • Skoðum leitni í ársmeðalrennsli, tímasetningu og stærð vor- og haustflóða. • Notum Mann-Kendall tölfræðipróf til að greina hvort breytingar séu tölfræðilega marktækar.
Meðalársrennsli • Á árunum 1961-2000 hefur meðalársrennsli aukist í dragám á Norðurlandi enda hefur úrkoma þar aukist á því tímabili. • Sem dæmi má nefna að meðalrennsli Svartár í Skagafirði áranna 1981-2000 er 5% hærra en áranna 1961-1980. • Í lindánum á Suðurlandi eru litla leitni að sjá í meðalársrennsli Meðalársrennsli Svartár í Skagafirði, vhm 10, (Meðalrennsli áranna 1981-2000 er 20% hærra en áranna 1941-1960)
Svartá í Skagafirði, dagsetning hæsta dagsmeðalrennslis að vori, 1. mars – 15. júlí Svartá í Skagafirði, hæsta dagsmeðalrennsli að vori (m3/s), 1. mars – 15. júlí Vorflóð • Á árunum 1961-2000 hefur hiti hækkað í öllum árstíðum nema á vorin en meðalhitinn í mars-maí hefur lækkað lítillega. • Þessi kólnun á vorin kemur fram í rennslisröðunum sem seinkun á vorflóðum. • Á Norðurlandi hafa vorflóðin stækkað.
Á hinum Norðurlöndunum • Á hinum Norðurlöndunum eru víða mun greinilegri merki um að afrennsli sé að aukast, hvort sem litið er á 40 eða 60 ára tímabil og þá sérstaklega á veturna og vorin. • Þar verða vorflóð vegna snjóbráðnunar fyrr en áður en misjafnt er hvort flóðtoppar séu að hækka eða lækka.
Leitni í ársrennsli 1920-2002 1941-2002 1961-2000 (Hisdal o.fl. 2004)
Dagsetning hæsta dagsmeðalrennslis að vori, 1. mars – 15. júlí 1920-2002 1941-2002 1961-2000 (Hisdal et al. 2004)
Eiginvigragreining • Greining á úrkomu, hita og rennsli, vatnsáranna 1966-2001. • Greina helstu þætti breytileika gagnasafns. • Sjá hvaða mælistöðvar breytast samtíða. • Leita skýringa á breytileikanum með fylgnigreiningu tímaraða eiginvigranna við önnur gagnasöfn (loftþrýsting og sjávarhita).
Helstu eiginvigrar vetrarúrkomu og fylgni við loftþrýsting Eiginvigrar (rotated) vetrarúrkomu (des-feb) Fylgni við loftþrýsting (des-feb)
Helsti eiginvigur hita, fylgni við loftþrýsting og sjávarhita Eiginvigur ársmeðalhita Fylgni við loftþrýsting Fylgni við sjávarhita
Helstu eiginvigrar ársmeðalrennslis Úrkoma á vesturhluta landsins í sunnan og suðvestanátt. Jökulár, sumar- og hausthiti. Úrkoma á Norðausturlandi í norðan og norðaustan átt. Úrkoma á Austurlandi í austanátt.
Helstu eiginvigrar rennslis að vori (apríl-júní) Úrkoma og hiti að vori skipta mestu máli. Ef vor eru köld þá seinkar snjóbráðnun fram í júlí. Vetrar- og vorúrkoma skipta mestu máli. Úrkoma og hiti að vetri og vori. Ef hiti er lágur þá safnast meiri snjór og rennsli að vori verður hærra. Vetrar- og vorúrkoma skipta mestu máli.
Vatnafræðilíkön • Reyna að líkja eftir sambandi úrkomu og hita við rennsli. • Til að fylla í heildarmynd af dreifingu afrennslis innan mælds vatnasviðs og utan mældra vatnasviða. • Til að geta framlengt tímaraðir rennslis með lengri röðum veðurfars. • Meta áhrif loftslagsbreytinga á vatnafar.
Vatnafræðilíkanið WaSiM-ETH • Svissneskt reitskipt vatnafræðilíkan, 1 x 1 km reitir. • Stillt af með rennslisgögnum: dagsgildi, mánaðargildi, vatnsársgildi, stakar rennslismælingar. • Líkön af jöklum verða stillt af sérstaklega. • Afkomumælingar og dagssveifla í jökulám • Grunnvatnslíkan er innifalið í WaSiM • Kort af berg- og sprungulekt Afrennsliskort Líkan
Úrkomumælingar • Veðurstöðvar eru strjálar og flestar á láglendi. • Vanmat á úrkomu, sérstaklega þegar hvasst er og þegar úrkoma fellur sem snjór. • Afkomumælingar á jöklum að mörgu leyti bestu úrkomumælingarnar.
Reiknuð meðalársúrkoma (mm) 1990-2002 Úrkomukort af landinu • Reiknistofa í veðurfræði hefur reiknað úrkomudreifingu fyrir landið með MM5 veðurlíkani. • Árin 1987-2003, 6 klst tímaupplausn, 8 x 8 km net. • Gögn frá European Centre for Medium-Range Weather Forecasts (ECMWF). Frá Reiknisstofu í veðurfræði
Reiknað meðalafrennsli 1990-2001 Vatnasvið Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu Vatnasvið Norðurár í Borgarfirði Afrennsli (l/(s*km2)) Langjökull Vatnasvið Hvítár í Borgarfirði
Sviðsmynd loftslagsbreytinga Meðalársúrkoma 2070-2100 sem hlutfall af meðalársúrkomu við núverandi efnasamsetningu lofthjúps Úrkomureikningar í þéttu netimeð HIRHAM (HIRLAM) Jaðar frá Hadley A2 B2 50 km víðir möskvar Myndir frá Reiknisstofu í veðurfræði
Jöklar og hlýnun loftslags,áhrif á afrennsli Tómas Jóhannesson, 1997 Afkoma Langtíma-breytinga t.d. á ársmeðaltöl Afrennsli Breytingar á dægursveiflu
Hofsjökull • shoenes Bildchen
Vatnsbúskapur Mat á vatnsorku Vatnatilskipun, Evrópusambandsins Vatnafars- breytingar