60 likes | 381 Views
Ignaz Philipp Semmelweis (1818-1865). Fæddur í Ungverjalandi árið 1818. Ætlaði að leggja fyrir sig lögfræði en skipti um skoðun og lagði fyrir sig læknisfræði.
E N D
Fæddur í Ungverjalandi árið 1818. • Ætlaði að leggja fyrir sig lögfræði en skipti um skoðun og lagði fyrir sig læknisfræði. • Starfaði sem fæðingarlæknir í Vínarborg þar sem hann tók eftir því að dánartíðni sængurkvenna á hans deild var hærri en á deild þar sem ljósmæður unnu að mestu einar.
Dánartíðni sængurkvenna á þessum tíma var allt að 25%. • Venja var að læknar sinntu krufningum jafnhliða öðrum störfum. • Vinur hans í sömu starfsstétt hafði skorið sig í fingurinn við krufningu og látist eftir það. • Sá sjúkdómur var kallaður líkeitrun en var í raun barnsfarasótt af völdum klasagerils (Streptococcus pyogenes).
Læknar voru ekki vanir að þvo sér vel um hendurnar eftir líkskurð og uppgötvaði Semmelweis að það voru þeir sem báru gerlasmitið í sængurkonurnar. • Dánartíðni sængurkvenna minnkaði verulega eftir að Semmelweis fyrirskipaði handþvott upp úr klórvatni. • Samstarfsmenn hans hæddust að honum fyrir þessa “vitleysu”.
Semmelweis var að lokum vikið úr starfi vegna áráttu sinnar um handþvott. • Hann skrifaði seinna bók um barnsfarasótt, þar sem hann fjallaði um eðli sjúkdómsins og hvernig hægt væri að koma í veg fyrir hann. • Þrátt fyrir allt undangengið lést hann fyrir aldur fram árið 1865 af völdum sýkingar í sári sem hann fékk þegar hann var í líkskurði.
Heimildir • Bogi Ingimarsson. 1994. Örverufræði. Iðnú. Reykjavík. • http://www.projectcreation.org/CStation/v8n1-strong.htm (01.09.2004) Ásrún, Harpa og Anna