1 / 27

Tölfræði - 2 Meyvant-JE-SRJ-KKS 23. janúar 2008, Kennaraháskóla Íslands

Aðferðafræði og menntarannsóknir 50.00.04 http://starfsfolk.khi.is/meyvant/menntarannsoknir.htm. Tölfræði - 2 Meyvant-JE-SRJ-KKS 23. janúar 2008, Kennaraháskóla Íslands. Verkefni úr síðasta tíma. Dæmi 1 var hugsuð sem æfing í Excel Summa (SUM – ath. táknið Σ ) Margfeldi (PRODUCT) Dæmi 3

yuma
Download Presentation

Tölfræði - 2 Meyvant-JE-SRJ-KKS 23. janúar 2008, Kennaraháskóla Íslands

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Aðferðafræði og menntarannsóknir 50.00.04http://starfsfolk.khi.is/meyvant/menntarannsoknir.htm Tölfræði - 2 Meyvant-JE-SRJ-KKS 23. janúar 2008, Kennaraháskóla Íslands

  2. Verkefni úr síðasta tíma • Dæmi 1 var hugsuð sem æfing í Excel • Summa (SUM – ath. táknið Σ) • Margfeldi (PRODUCT) • Dæmi 3 • Nafnbreyta –virkur/óvirkur • Raðbreyta-mjög virkur-frekar virkur-frekar óvirkur mjög óvirkur eða hversu virkur á kvarða 1-7 • Dæmi 5 • Setja tölu: Algengt að nota “hattinn”: ^

  3. Jákvætt skekkt (bls 136-137 í McMillan) Mörg gildi eru á lægri enda kvarðans (Mynd 2) T.d ef fleiri eru með lágar einkunnir, lág laun Dreifing Meðaltal er hærra en miðgildi

  4. Jákvætt skekkt dreifing

  5. Neikvætt skekkt (bls 136-137) Fleiri gildi eru á hærri enda kvarðans (Mynd 3) Margir með háar einkunnir, margir með há laun Dreifing Meðaltal lægra en miðgildi

  6. Neikvætt skekkt dreifing

  7. Dreifing verkefni 9 • Búðu til talnasafn og súlurit með tveimur tíðustu gildum (tvítoppa/bimodal) • Sjá McMillan bls 136 • 1,2,2,2,2,3,4,5,6,6,6,6,7 • Passa að slá inn tíðnina og setja gildin á x ásinn

  8. Staðalfrávik-hvað segir það okkur ? • Hversu langt að meðaltali tölurnar eru frá meðaltalinu • Skoðum mismunandi dreifingar með sama meðaltal en mism. staðalfrávik

  9. Staðalfrávik framh Stökin raðast í kringum meðaltalið sem er 5 Það eru allir með 4,5,eða 6 Staðalfrávikið er 0,2 Meðaltalið er 5 Stökin dreifast mun meira Staðalfrávikið er hærra Staðalfrávikið er 2,3

  10. Meira um dreifingu, túlkun og tengls breyta • Normaldreifing og normalkúrfa (bjöllukúrfa) • Stöðlun tölugilda (einkunna) • Z-gildi, staðalníur og fleiri staðlaðar einkunnir • Fylgni • Stutt kynning á aðhvarfsgreiningu (regression)

  11. Fyrst nokkur atriði til upprifjunar • X: 3, 6 og 9 Y: 2, 5 og 8 • ΣX = 3 + 6 + 9 = • ΣX2 = 9 + 36 + 81 • (ΣX)2 = (3 + 6 + 9)2 = • ΣXY = (6 + 30 + 72) • (ΣXY)2 = (6 + 30 + 72)2 • Ath einnig nokkur atriði í Excel: Gera myndrit, Meðaltal, staðalfrávik, miðgildi, tíðasta gildi, hlutfallstíðni, fylgni,vegið meðaltal ...

  12. Normaldreifing - Normalkúrfa • Graf sem hefur lögun eins og “bjalla”, samhverf með einn topp. • Einkenni: Mælingar eru flestar kringum meðaltalið, en fækkar svo til beggja hliða. • Geta haft mismunandi meðaltöl og staðalfrávik, en meðaltal, miðgildi og tíðasta gildi það sama í hverju tilviki.

  13. Dæmi: Greindarvísitala – Meðaltal 100, staðalfrávik 15 • Mælingar á raunverulegum fyrirbærum í menntun aldrei fullkomlega normaldreifðar, en slík dreifing heppileg til að nota við stöðlun prófa og túlkun niðurstaðna.

  14. z-gildi • Breyta má einkunnum í svonefnd z-gildi og fá normalkúrfu þeirra. Segjum að nemandi fái einkunnina 7, meðaltal hópsins sé 6,5 og staðalfrávikið 0,8 þá má reikna z-gildið: (7 – 6,5)/0,8 = 0,63

  15. z-gildi • Kosturinn við stöðluð gildi eins og z-gildi er að auðveldlega má bera saman ólíkar mælingar. • Hvert er meðaltalið skv. bjöllu-myndinni? Hve mörg % eru fyrir ofan það? • Hve stór hluti mælinganna liggur milli z = -1 og z = +1? • Mikilvægt að hafa í huga til að lesa úr töflum: • .3413 = 0,3412 = 34,12% • Ef z-gildi er 0,22 má lesa í töflu að .0871 (8,7%) er stærð svæðis milli meðaltalsins og z-gildisins, þ.e. þetta samsvarar því að 58,7% einkunna eru fyrir neðan.

  16. z-gildi • Jóna fékk einkunnina 7,0. Meðaltal hópsins var 8,0 og staðalfrávik 1,2. Hvar stendur hún samanborið við aðra nemendur? • z = - 0,83 • Skv. töflu (sjá vef) eru rúm 20% nemenda lægri en hún. • Hve mörg % mælinga liggja milli z = -1,1 og z = 0,0? • Hve mörg % liggja milli z = -2,3 og z = -0,2? • z-gildi er í raun hlutfall því það sýnir mismun mælitölu og meðaltals (frávik) sem hluta af staðalfráviki (hluti/heild).

  17. Fleiri stöðluð gildi í notkun • T-gildi: Engar negatívar tölur og eingöngu heilar tölur. Þá er meðaltalið stillt á 50 og staðalfrávikið á 10, en reikniformúla byggð á z-gildi: • T = 10 z + 50. • Nemandi fær 21 stig á prófi þar sem meðaltalið er 27 og staðalfrávikið 6. Þá er z-gildið hans -1 og T-gildið er 40. • Stanine-gildi (staðalníur), einnig án negatívra talna og námundað að heilum tölum 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8 eða 9: • Stan = 2 z + 5.

  18. Stöðlun einkunna í samræmdum prófum hjá Námsmatsstofnun • NMST-gildi: Engar negatívar tölur og eingöngu heilar tölur. Normaldreifðar einkunnir á kvarðanum 0-60. Meðaltalið stillt á 30 og staðalfrávikið á 10, en reikniformúla byggð á z-gildi: • NMST = 10 z + 30 • Nemandi fær 63 stig á 100 stiga prófi þar sem meðaltalið er 67 og staðalfrávikið 12. • Hvar stæði hann samanborið við aðra nemendur? • Hver væri NMST-einkunn hans?

  19. Fylgni – Að skoða tengsl milli breyta, t.d. X og Y • Margs konar fylgnistuðlar til. Hér er fjallað um Pearsons r: • Dæmi gæti verið tengsl milli einkunna í stærðfræði og íslensku • Þótt fylgni geti verið sterk gildir það jafnan ekki um allar breytur í gagnasafninu • Fylgnistuðull getur bæði verið jákvæður og neikvæður, Pearsons r getur verið á bilinu -1 til +1 • Fylgni upp á 0,8 eða meira telst mjög sterk, einnig fylgni upp á -0,8 eða þar fyrir neðan. • Varast að draga ályktanir um orsakasamband þegar tengsl eru milli breyta.

  20. FylgniDæmi: tengsl milli menntunar og kjörsóknar • Hér er fylgni milli menntunar og kjörsóknar í 5 sveitarfélögum skoðuð • X er meðalárafjöldi í skóla • Y er kjörsókn í %

  21. Færum inn í töflu

  22. Reiknum svo samkvæmt formúlu:

  23. Aðhvarfsgreining (regression): • Tengsl milli breyta nýtt til að spá fyrir um eina breytu út frá annarri breytu, t.d. Árangur á æðra skólastigi út frá árangri á lægra skólastigi • Við söfnum gögnum um einkunnir af báðu skólastigum og skoðum sambandið milli þeirra með grafi: Fundir er lína sem tengir báðar breyturnar

  24. Aðhvarfsgreining (regression): • Deplar tákna gögnin • Fjólubláa línan er svokölluð aðhvarfslína. • Grafið notað til að spá fyrir um árangur nemenda sem eru að hefja nám eða til að velja inn í skóla Science education research center Carleton College

  25. Formúla fyrir aðhvarfslínu Y’=bX + a • Y’ er breytan sem spáð er fyrir um • b táknar hallatölu línunnar • X er breytan sem er notuð til að spá með • a er skurðpunkturinn við Y-ásinn

  26. Dæmi af vef Amalíu Björnsdóttur • Aðhvarfslínan sem spáir fyrir um námsgengi í KHÍ út frá meðaleinkunn í menntaskóla gæti verið eftirfarandi: • Y’=0,8X + 0,6 • Umsækjandi A var með 6,2 í meðaleinkunn í menntaskóla. Hverju er spáð um meðaleinkunn umsækjanda A í KHÍ?

  27. Dæmi af vef Amalíu Björnsdóttur - frh. • Y’=0,8X + 0,6 • Y’= 0,8*6,2 + 0,6=5,56 • Við spáum að A fái 5,56 í meðaleinkunn í KHÍ. • Okkar spá verður sjaldan alveg rétt fyrir hvern einstakling • Fyrir hópinn sem heild er villan samt minni en ef við notum einhverja aðra línu til að spá

More Related