1 / 38

Hreint loft – hreint loftræsikerfi

Hollustuháttadagur 6.10.2002. Hreint loft – hreint loftræsikerfi. Oddur B. Björnsson verkfræðingur hjá Fjarhitun hf. Efnisyfirlit. Hvað er hreint loft? Hvaða kröfur eru í stöðlum um loftgæði? Hvernig taka nýir Evrópustaðlar á skilgreiningu loftmagns út frá þekktum mengunarvöldum

zareh
Download Presentation

Hreint loft – hreint loftræsikerfi

An Image/Link below is provided (as is) to download presentation Download Policy: Content on the Website is provided to you AS IS for your information and personal use and may not be sold / licensed / shared on other websites without getting consent from its author. Content is provided to you AS IS for your information and personal use only. Download presentation by click this link. While downloading, if for some reason you are not able to download a presentation, the publisher may have deleted the file from their server. During download, if you can't get a presentation, the file might be deleted by the publisher.

E N D

Presentation Transcript


  1. Hollustuháttadagur6.10.2002 Hreint loft – hreint loftræsikerfi Oddur B. Björnsson verkfræðingur hjá Fjarhitun hf

  2. Efnisyfirlit • Hvað er hreint loft? • Hvaða kröfur eru í stöðlum um loftgæði? • Hvernig taka nýir Evrópustaðlar á skilgreiningu loftmagns út frá þekktum mengunarvöldum • Hvernig er virkni loftræsikerfa skilgreind og mæld? • Hver eru áhrif byggingar og loftræsikerfis á loftgæði? • Hvaða óhreinindi geta safnast saman í loftræsikerfum? • Hvernig á að bregðast við?

  3. Byggingarreglugerð um CO2 • 186.4 Öll vinnu- og dvalarrými fyrir fólk skal loftræsa þannig að meðalstyrkur koltvísýrings CO2 fari ekki yfir 800 ppm og hámarksgildið ekki yfir 1000 ppm. Hafa skal hliðsjón af leiðbeiningarritum og stöðlum um ákvörðun ferskloftsmagns til loftræsingar.

  4. Byggingarreglugerð:

  5. Áhrif CO2 á loftgæði -hlutfall óánægðra m.v. styrk CO2

  6. Hvaðan kemur CO2? Fullorðinn maður andar frá sér koltvísýringi sem nemur 17-földu met-gildi (l/klst CO2), en met-gildið er mælikvarði á hraða efnaskipta líkamans við brennslu blandaðrar fæðu: qCO2 = 17M(met) lítrar á klst CO2 styrkur í andrúmslofti er 350 - 400 ppm

  7. Efnaskipti mannsinsHreyfing - útöndun CO2

  8. Loftmagn ákvarðað m.v. CO2 Á skrifstofu starfa 6 fullorðnir við hefðbundin skrifstofustörf allan daginn. Hve mikið útiloft þarf til að styrkur koltvísýrings (CO2) fari ekki yfir 1000 ppm? Gera skal ráð fyrir að styrkur koltvísýrings (CO2) í útilofti sé 350 ppm og að virkni loftræsingar sé 90 %, þ.e.  = 0,9. Efnaskiptin eru 1,2 met og útöndun CO2 20 l/klst

  9. Loftmagn ákvarðað m.v. CO2 qútiloft = 57 l/s Á skrifstofunni starfa 6 manns, þannig að hver þarf um 10 l/s.

  10. Norrænar leiðbeiningar (NKB) um lágmarks útiloft m.v. CO2 1) Fyrir hvern sitjandi mann skal útiloft vera a.m.k. 3,5 l/s. 2) Útiloft miðað við gólfflöt skal vera að lágmarki 0,7 l/s/m2. 3) Ef loftmagn skv. 1) og 2) samanlagt er minna en 7 l/s á mann skal miða við 7 l/s á mann sem lágmark.

  11. Dæmi (NKB-regla) 6 manna skrifstofa, 50 m2 qútiloft = n*3,5 + A*0,7 l/s qútiloft = 6*3,5 + 50*0,7 l/s qútiloft = 56 l/s Þetta svarar til ríflega 9 l/s á mann.

  12. Loftmagn í kennslustofu ákvarðað m.v. hámarksstyrk CO2 • Í kennslustofu eru 20 nemendur auk kennara. • Kennslustofan er loftræst með útilofti • Hver nemandi og kennari gefur frá sér 20 l/klst af CO2 við útöndun • Virkni loftræsingar er 1,0 • Styrkur CO2 utandyra er 400 ppm.

  13. Hækkun CO2 styrks í kennslustofu

  14. Virkni loftræsingar Það skiptir máli hve vel ferska loftið sem blásið er inn skilar sér til fólksins sem á að njóta þess

  15. Virkni loftræsingar - skilgreining

  16. Hreint loft Skilgreining loftgæða skv. EN1752 Loftmagn ákveðið með hliðsjón af hollustu og loftgæðum skv. EN1752

  17. Lyktarmengun frá fólki • Sitjandi • Enginn reykir 1 olf • 20% reykja 2 olf • 100% reykja 6 olf • Hreyfing • Hæg (3 met) 4 olf • Meðal (6 met) 10 olf • Börn • Barnaheimili 3-6 ára 1,2 olf • Skólar 14-16 ára 1,3 olf

  18. Lyktarmengun frá byggingarefnum

  19. Fólk og bygging Kennslustofa, 50 m2, 20 nemendur • Bygging 0,1 * 50 = 5 olf • Nemendur 1,3 * 20 = 26 olf Samtals = 31 olf Ef loftræsing er 200 l/s (10 l/s á mann) er mengunarálagið 31/200 * 10 = 1,55 decipol

  20. Loftgæðaflokkar skv. EN1752

  21. Flokkun loftgæða skv. EN1752 C-flokkur B A

  22. Loftmagn m.v. þægindi skv. EN1752 Loftmagn skv. þægindajöfnu: Qþ = 10 * M /  (Ci - Co) lítrar/s Þar sem Qþ = Loftmagn eða loftstreymi vegna þæginda (l/s) M = Mengunarálag skv. skynmati (olf) Ci * = Mengunarstyrkur innandyra skv. skynmati (decipol) Co* = Mengunarstyrkur við loftinntak utanhúss (decipol)  = Virkni loftræsingar

  23. Lofthreinsun Hvernig höldum við loftinu hreinu?

  24. Agnir í lofti - vinnslusvið loftsía Veirur Gerlar Frjókorn Vindlingareykur Aska Hætta fyrir lungu Virkni síu Grófsíur Fínsíur

  25. Flokkun loftsía eftir virkni Flokkur Gróft ryk Fínt ryk >1 míkrón c.a. 0,4 míkrón Grófsíur: • EU3 80-90% • EU4 >90% Fínsíur: • EU5 40-60% • EU6 60-80% • EU7 80-90% • EU8 90-95% • EU9 >95%

  26. Agnir í lofti - álag á loftræsikerfi • Í andrúmslofti eru fínar agnir og grófar og liggja mörkin við 1-3 míkrón • Óhreinindi sem berast inn í loftræsikerfi geta verið gróðrastía gerla • Rakt yfirborð getur aukið sýklagróður, varasamir staðir eru rakatæki og kælifletir

  27. Rannsókn bandaríska vinnueftirlitsins (NIOSH) á 446 sjúkum byggingum: • 11% Óhreinindi að utan eða frá öðrum hluta byggingarinnar, s.s. bílageymslu, lóð • 3% Óhreinindi frá byggingarefnum, t.d. einangrun, teppum • 5% Gerlar t.d. frá rakatækjum • 17% Óhreinindi vegna efna sem notuð eru í byggingunni, s.s. ljósritunarvélum, hreinsiefnum ofl. • 52% Ónóg loftræsing, vanstillt loftræsikerfi, of lítið útiloft, lélegar síur • 12% Óþekktar ástæður

  28. Dæmi um nýlegar byggingar í Svíþjóð -skóla, skrifstofur, iðnaðarbyggingar • 20% minnkun loftmagns frá upphaflegri úttekt • Kerfin illa eða ekki stillt • Vandamál • Blásarar í vanhirðu og því með lækkuð afköst • Yfir tíundi hver hitari eða sía óhrein og takmarka loftflæði • Tíundi hver blásari var ekki í gangi, stundum viljandi gert • Tíunda hver loftræsisamstæða var með 100% bakrásarloft • Í næstum tíundu hverri samstæðu höfðu síur verið fjarlægðar eða höfðu losnað • Niðurstaða: Í flestum tilfellum er vandamálið lélegar síur og lélegt viðhald kerfanna

  29. Síuskipti - hve langt á milli? Stærri síuflötur - minna álag Algeng sía Síuskipti

  30. Hreinsun loftræsikerfis Hvernig höldum við stokkum og loftræsitækjum hreinum?

  31. Hreint loftræsikerfi - aðalatriði • Hreinlæti við smíði og uppsetningu • Olía/feiti á blikki, taumar af þéttiefni, byggingarryk • Nota síur EU7 eða betri • Nota skal glertrefjasíur með lágmarkssíuflöt 9,5 m2 pr. m3/s lofts • Skipta um síur reglulega • Gæta að þéttingum umhverfis síur • Hreinsa hita- og kælifleti og rakatæki reglulega • Almenn hirðusemi og snyrtimennska

  32. Hrein loftræsikerfi – hve oft þarf að hreinsa? • Loftræsikerfi með EU7 síu eða betri þarf aldrei að hreinsa • Kerfi með EU5 síu þarf að hreinsa með 10 til 15 ára millibili • Kerfi með EU3 síu þarf að hreinsa með 5 til 10 ára millibili • Kostnaður við hreinsun loftstokka er breytilegur • Hreinsun loftræsibúnaðar tekur um einn til tvo daga á ári • Orkukostnaður eykst verulega með óhreinum síum

  33. Líftími loftsíu -hvað gerist þegar sía fyllist? • Líftími síu ræðst af álagi pr. flatareiningu • því minna álag, því lengri líftími og minna þrýstifall í rekstri > minni orkunotkun • Þegar sía hefur fyllst • hækkar þrýstifall mjög mikið • loftmagn minnkar • hætta er á að úr síunni losni óhreinindi inn í loftræsikerfið jafnvel að sían rifni.

  34. Óhreinar síur – hætta á ferðum Hætta!

  35. Hætta samfara óhreinum síum skv. erlendum rannsóknum • Fyrir utan aukið þrýstifall er hætta á örveruvexti s.s. sveppagróðri í síum sem innihalda cellulósa sem nærir slíkan vöxt • Glertrefjasíur næra ekki sjálfar örveruvöxt en óhreinindi sem safnast í þær geta gert það við “rétt” skilyrði, þ.e. hita og raka í nokkrar vikur. • Dæmi eru um að slíkar örverur gefi frá sér óþægilega lykt • Mánudagslykt þegar kerfi er ræst á ný eftir helgi. Gerist helst á sumrin. Agnir >10 míkrón sökudólgurinn - sporar.

  36. Hreinsitækni • Þurrhreinsun • Burstar sem snúast; snúningshraði >400 snún./mín. • Burstar og þrýstiloft • Vothreinsun með eða án kemískra efna • Burstar • Háþrýstiþvottur m. volgu eða köldu vatni 80-200 bar • Hreinsun með þurrís (ísblástur, frysting, fasaskipti) • Hreinsar olíu, fitu, lím, málningu, sót ofl. • Yfirferð hreinsibúnaðar frá 6-10 m upp í 50 m • Minnstu stokkar 150 mm • Sérhæfð fyrirtæki sjá um stokkahreinsun

  37. Hvers vegna loftræsing? ”Loftræsing snýst ekki fyrst og fremst um náttúrlega, blendings eða vélræna loftræsingu, heldur ekki einvörðungu um blásara, stokka, orkusparnað eða tölvulíkön. Loftræsing snýst um hollustuhætti og heilbrigði, um flæði útilofts, um að bæta loftgæði innandyra og skapa þannig heilbrigt og þægilegt umhverfi fyrir þá sem inni eru”.

  38. Hreint loft – hreint loftræsikerfi Oddur B. Björnsson verkfræðingur hjá Fjarhitun hf þakkar fyrir

More Related